Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRIL 1993
Frakkar unnu Islendinga 51-49
(Skásti kostur hvíts er 23.
Hxg7+ — Kxg7, 24. Dxc3+ —
Dxc3+, 25. bxc3, en svartur á
einnig vinningsstöðu í því tilviki.)
SKAK
Bragi Kristjánsson
LANDSKEPPNI íslendinga og
Frakka í skák lauk á laugardag
með sigri Frakka, sem hlutu
51 vinning gegn 49 vinningum
íslendinga. Lokaumferðin var
æsispennandi og lauk ekki fyrr
en eftir sex tíma baráttu. Nið-
urstaða keppninnar veldur okk-
ur Islendingum nokkrum von-
brigðum. Landskeppnin tapað-
ist og ekki náðust áfangar að
alþjóðlegum titlum.
Keppnin var einnig einstakling-
skeppni og veitt voru 10 verðlaun.
Úrslitin urðu þessi:
1. -2. Jóhann Hjartarson og
Bachar Kouatly, 7 v.
hvor.
2. -3. Karl Þorsteins og Manu-
el Apicella, 6V2 v. hvor.
5.-9. Margeir Pétursson,
Helgi Ólafsson, Hannes
Hlífar Stefánsson, Iosif
Dorfman og Jean-Rene
Koch 5‘/2 v. hver.
10.-11. Olivier Renet og Eric
Prie, 5 v. hvor.
Um einstök úrslit verður að
vísa á meðfylgjandi töflur, en
fróðlegt er að skoða nokkrar tölu-
legar staðreyndir: Hvor sveit vann
þijár umferðir, en fjórar voru jafn-
ar. Engin umferð vannst með
svörtu mönnunum og 50 skákir
unnust, en í 50 varð jafntefli.
Hvítur vann 33 skákir en svartur
17.,
Úrslitin í keppninni réðust í 8.
umferð þegar íslenska sveitin beið
algjört skipbrot, 3-7 og Frakkar
náðu þriggja vinninga forskoti. í
tveimur síðustu umferðunum var
hart barist en ekki tókst að brúa
bilið. Frakkamir börðust geysivel
og heilladísimar vom þeim hlið-
hollar á örlagastundum. Sérstak-
lega er vert að minnast ótrúlegrar
heppni Renet í 9. umferð, þegar
augnabliks athugunarleysi Jó-
hanns færði honum óvæntan sigur
í gjörtapaðri stöðu. Eins verður
að geta síðustu skákarinnar í
keppninni. Þá vom íslendingar
með forystu í umferðinni 5-4 og
Héðinn átti vinningsstöðu gegn
Koch. Með vinningi hefðu úrslitin
í keppninni orðið 50-50. Staðan
var mjög flókin og vandtefld og
svo fór að Héðinn lék af sér og
tapaði.
Jóhann og Karl tefldu best ís-
lendinga í keppninni, unnu 5 skák-
ir hvor. Jóhann tefldi reyndar
best allra, og hefði verðskuldað
1. sætið óskipt. Karl vann m.a.
Dorfman og barðist vel í öllum
skákunum. Hann vantaði aðeins
'h vinning til að ná fyrsta áfanga
að stórmeistaratitli, en slysalegt
tap fyrir Koch, „hinum heppna",
kom í veg fyrir það. Margeir,
Helgi og Hannes Hlífar voru
óvenjudaufir og Jón L. óþekkjan-
legur. Björgvin og Héðin vantaði
lítið upp á síðasta áfangann að
alþjöðlegum meistaratitli, og
Þröstur barðist vel, þótt uppsker-
an væri ekki í samræmi við það.
Róbert var kallaður til keppni á
síðustu stundu. Hann byijaði vel,
en eftir tap fyrir Hauchard í unn-
inni stöðu í 3. umferð, fór að
halla undan fæti. í lokabaráttunni
tókst Róbert þó að halda jafntefli
gegn sterkasta Frakkanum, Dorf-
man.
Frakkamir komu vel undirbún-
ir til leiks og vom greinilega stað-
ráðnir í að vinna keppnina. Þessi
keppnisharka fleytti þeim yfir
tvær síðustu umferðirnar, þegar
íslendingar gerðu harða hríð að
þeim. Apicella 0g Koch komu
mest á óvart í frönsku sveitinni.
Sá fyrmefndi var aðeins hálfum
vinningi frá því að ná áfanga að
stórmeistaratitli, en hinn síðar-
nefndi er geysilega harður og út-
sjónarsamur skákmaður. Hann er
aðeins á 8. borði en vann Jón L.,
Hannes Hlífar og Karl og fékk
5 V2 v.
Framkvæmd keppninnar tókst
eins og best verður á kosið og
vonandi verður þess ekki langt
að bíða að íslendingar haldi aðra
landskeppni með sama sniði.
Við skulum að lokum sjá vinn-
Jóhann Hjartarson stórmeistari
tefldi best allra.
ingsskák Karls gegn Bricard úr
síðustu umferð.
10. umferð:
Hvítt: Emmanuel Bricard
Svart: Karl Þorsteins
Kóngsindversk vöm
1. d4 - Rf6, 2. c4 - g6, 3. Rc3
- Gb7, 4. e4 - d6, 5. f3 - 0-0,
6. Rge2 — c6, 7. Bg5
(Algengara er að leika 7. Be3
í þessari stöðu)
7. - a6, 8. Dd2 - b5, 9. h4
(Önnur leið er 9. cxb5 — axb5,
10. b4 - Rbd7, 11. Rcl - Rb6,
12. Rb3 - Rc4, 13. Bxc4 - bxc4,
14. Ra5 - Db6 með jöfnu tafli).
9. - h5!?, 10. 0-0-0
(Hvítur hefur einnig leikið 10.
Rg3 í þessari stöðu, t.d. 10. —
Rbd7, 11. 0-0-0 - c5, 12. Bh6 -
Bxh6, 13. Dxh6 — cxd4, 14.
Hxd4 - Re5, 15. c5 - Be6, 16.
cxd6 — Hc8, 17. Kbl — exd6,
18. Dd2 - Bc4, 19. f4 - b4, 20.
Ra4 - Bxfl, 21. fxe5 - Bb5, 22.
exf6 — Bxa4, 23. Hxd6 — Dc7,
24. Dh6 með máti í næsta leik
(Benjamin — Grefe, San Fransisco
1991).)
10. - Da5, 11. e5!?
(Með þessum leik leiðir
Frakkinn skákina út í flækjur
sem ómögulegt er að reikna til
enda. Ef til vill er hægt að leika
11. g4!? — hxg4, 12. Rg3 ásamt
h4-h5 o.s.frv.)
11. — dxe5, 12. dxe5 — Rfd7,
13. e6 - Rb6!, 14. exf7+
(Til greina kemur 14. Bxe7 —
Rxc4, 15. exf7+ — Hxf7, 16.
Dd8+ - Dxd8, 17. Hxd8+ - Kh7
og hvítur kemst lítið áleiðis.)
14. - Hxf7, 15. Rf4 - Bf5, 16.
Bd3 - R8d7!
(Svartur hefur komið mönnum
sínum vel fyrir og er þess nú albú-
inn að láta til skarar skríða gegn
hvíta kóngnum.)
17. Rxg6 — Bxd3, 18. Dxd3 —
b4, 19. Hhel
(Övæntingarfull tilraun til að
ná sókn. Eftir 19. Rbl (19. Re4
— Dxa2) 19. — Rc5 ásamt 20. —
Dxa2 verður sókn svarts erfið við-
ureignar.)
19. - Rc5!, 20. Dc2 - bxc3, 21.
Rxe7+ — Hxe7, 22. Hxe7 —
Rxc4!
23. b3
23. - Hb8!, 24. Hd4
(Ekki gengur 24. Hdel vegna
24. - Rd3+!, 25. Kdl (25. Dxd3
- Da3+, 26. Kc2 - (26. Kdl -
Rb2+) Dxa2+, 27. Kcl - Da3+,
28. Kc2 - Dxb3+, 29. Kcl -
Da3+, 30. Kc2 - Hb2+, 31. Kdl
- Dal+ mat. Eða 25. Kbl —
Ra3+.)
24. — Rxb3+, 25. axb3 — Dal+,
26. Dbl - Dxbl+, 27. Kxbl -
Bxd4, 28. Kc2 - Ra3+, 29. Kd3
- Bg7, 30. Hc7 - Hxb3, 31.
Ke4 - c2, 32. Hxc6 - a5, 33.
Bcl - Bb2, 34. Bxb2 - Hxb2
og svartur gafst upp, því að
hann tapar enn meira liði eftir
35. Kd3 - Hbl, 36. Kd2 - Hdl+,
37. Ke2 — clD o.s.frv.
Frakkland
ísland
2 3 4
5>/2 5 6
4‘/2 5 4
5 6 7 8
5 5 4 7
5 5 6 3
9 10 Vinn.
4‘/2 5 51
5'/2 5 49
0 z 3 s ÍSLAND § 1. Dorfman 2. Renct 3. Kouatly 4. Apicella 5. Prie 6. Bricard 7. Hauchard 8. Koch 9. Marciano 10. Chabanon VINNINGAR
1. Jóhann Hjartarson 'h 0 'h 1 'h 1 1 1 'h 1 7
2. MargeirPétursson 'h 1 'h 0 'h 1 'h 'h 'h 'h 5 'h
3. JónLÁrnason 'h 0 'h 'h 'h 'h 'h 0 'h 'h 4
4. Helgi Ólafsson 'h 1 'h 'h 'h 0 1 1 'h 0 5 'h
5. Hannes H. Stefánsson 'h 1 'h 0 1 1 'h 0 'h 'h 5 'h
6. Karl Þorsteins 1 'h 'h 0 'h 1 1 0 1 1 6 'h
7. Þröstur Þórhallsson 0 'h 0 'h 'h 1 0 'h 'h 1 4 h
8. Héðinn Steingrímsson 'h 'h 0 0 'h 0 1 0 'h 1 4
9. Björgvin Jónsson 0 'h 0 1 'h 0 'h 1 'h 'h 414
10. Róbert Harðarson 'h 0 0 0 0 'h 0 'h 'h 0 2
Vinningar 5 'h 5 7 6 'h 5 4 4 5 'h 4 'h 4
______________Brids____________________
Umsjón Arnór Ragnarsson
Bridsfélag kvenna
Sl. mánudag var þriðja kvöldið af fjór-
um spilað í parakeppni félagsins.
Bestu skor náðu eftirtalin pör.
N:S-riðill
NannaÁgústsdóttir/SigurðurÁmundason 502
María Haraldsdóttir/Jón Ingþórsson 489
Erla Sigvaldadóttir/Guðlaugur Karlsson 488
Halla Bergþórsdóttir/Þráinn Sigurðsson 485
A:V-nðill
Júlíana Ísebam/Öm ísebam 511
KristínKarlsdóttir/MagnúsOddsson 482
Elín Jóhannsdóttir/Sigurður Siguijónsson 479
Kristín Jónsdóttir/V aldemar Jóhannsson 470
Heildarstaðan
Kristín Jónsdóttir/V aldemar Jóhannsson 1468
Kristín Karlsdóttir/Magnús Oddsson 1465
Halla Bergþórsdóttir/Þráinn Sigurðsson 1398
Elín Jóhannsdóttir/Sigurður Siguijónsson 1378
María Haraldsdóttir/Jón Ingþórsson 1373
Erla Sigvaldadóttir/Guðlaugur Karlsson 1372
Fríða Oskarsdóttir/Guðmundur Guðmundsson 1367
Ingibjörg Halldórsdóttir/Sigvaldi Þorsteins 1367
Bridsfélag Útnesinga
Nýstofnað Bridsfélag Útnesinga
heldur opið bridsmót á skírdag, 8.
apríl nk. Spilaður verður tvímenningur
með barómetersniði. Mótið verður
haldið í félagsheimilinu Röst, Hellis-
sandi. Fjöldi þátttakenda verður tak-
markaður. Þátttaka tilkynnist fyrir 6.
apríl í símum 93-66604 og 93-66812
(Jón Sig.).
Bikarkeppni Bridssambands
Islands 1993
Bikarkeppni Bridssambands íslands
verður með sama sniði og undanfarin
ár. Síðasta ár tóku þátt 48 sveitir og
var það töluverð fjölgun miðað við
síðustu ár. Keppnisgjald verður eins
og í fyrra kr. 3.000 á umferð og greið-
ist áður en leikur fer fram. Skráning-
arfrestur er til mánudagsins 11. maí
og verður dregið í fyrstu umferð strax
þegar sá frestur er útrunnin. Skráning
er á skrifstofu Bridssambands íslands
í síma 91-689360.
Bridsfélag Tálknafjarðar
Nýlokið er hraðsveitakeppni félags-
ins. Með sigur af hólmi fór sveit
Ævars Jónassonar. Sveitin skipa auk
Ævars Jón H. Gíslason, Guðný Lúð-
vígsdóttir og Bima Benediktsdóttir.
Fyrsta kvöldið í firmakeppni félags-
ins var spilað mánudagskvöldið 29.
mars. Spilaður er þriggja kvölda ein-
menningur og úrslit fyrsta kvöldið
urðu þessi:
Þórsberg hf.,
Brynjar Olgeirsson 102
Fróðamjöl hf.,
Egill Sigurðsson 99
Landsbanki Islands,
Jón Öm Sæmundsson 97
íslandsflug hf.,
Kristín Magnúsdóttir 95
Hópferðir Torfa Andréssonar,
Guðmundur S. Guðmundsson 94
Félag eldri borgara Reykjavík
Sunnudag 21. mars, 16 pör.
Samúel Samúelsson - HaukurGuðmundsson 270
Eysteinn Einarsson - Sigurleifur Guðjónsson 242
Ólöf Guðbrandsdóttir - Guðrún Þórðardóttir 235
Meðalskor 210 stig.
Fimmtud. 25. mars, 10 pör.
Eysteinn Einarsson - Eyjólfur Halldórsson 131
Vilhjálmur Guðmundsson - Ásta Erlingsdóttir 130
Baldur Helgason - Haukur Guðmundsson 126
Meðalskor 108 stig.
Bridsdeild Barð-
strendingafélagsins
Eftir 15 umferðir af Barómeter-
keppni deildarinnar er röð efstu para
eftirfarandi:
Friðgeir Guðnason - Eyjólfur Bergþórsson 137
Friðjón Margeirsson - Valdimar Sveinsson 135
Anton Sigurðsson - Ámi Magnússon 106
Júlíus Júlíusson - Guðmundur Samúelsson 91
Bjöm Bjömsson - Logi Pétursson 7 5
Sigrún Jónsdóttir - Ingólfur Lilliendahl 68
&
Morgunblaðið/Arnór
Áðalsveitakeppni Bridsfélagsins Munins í Sandgerði er nýlega hafin
með þátttöku 10 sveita. Myndin var tekin í húsi Björgunarsveitarinn-
ar. Spilararnir eru talið frá vinstri: Halldór Aspar, Einar Júlíusson,
Trausti Þórðarson og Reynir Óskarsson. Standandi eru keppnisstjórinn
ísleifur Gíslason og Jóhann Benediktsson.
Vetrarmitchell Bridssambands
íslands
Föstudagskvöldið 26. mars var spil-
að í Vetrarmitcell Bridssambands Is-
lands. 32 pör spiluðu og urðu úrslit
eftirfarandi:
N/S-riðill:
Andrés Ásgeirsson - Bjöm Þorláksson 530
Jón Úifljótsson - Þórarinn Berg 480
SigbertHannesson-LárusKonráðsson 474
EggertBergsson-ÞórðurSigfússon 462
A/V-riðill:
EyþórHauksson-DanHansson 495
Halla Ólafsdóttir - Margrét Margeirsdóttir 493
Maria Ásmundsdóttir - Stóndór Ingim.son 469
Ólafur Oddsson - Þorgeir Halldórsson 465
Vetrarmitcell Bridssambands ís-
lands er alltaf spilaður á föstudags-
kvöldum í Sigtúni 9 og hefst kl. 19.00.
Allir spilamenn velkomnir.
Sunnudagsbrids
Síðasta sunnudag var spilað í einum
riðli. Úrslit urðu;
Óli Björn Gunnarsson/V aldimar Elíasson 130
Ásthildur Sigurgísladóttir/Lárus Amórsson 125
Eggert Bergsson/Þórður Sigfússon 121
Lárus Hermannsson/Ólafur Lárusson 114
Alla þriðjudaga eru svo spiluð eins
kvölds tvímenningskeppni hjá Skag-
fírðingum í Reykjavík. Næsta þriðju-
dag verður spilað um 4 páskaegg af
veglegri tegundinni. Spilað er í Drang-
ey við Stakkahlíð 17 og hefst spila-
mennska kl. 19.30.