Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 37
Leikfélag Dal- víkur frumsýn- ir Strompleik LEIKFÉLAG Dalvíkur frumsýnir í kvöld, 1. apríl kl. 21, Strompleik eftir Halldór Laxness undir stjórn Þráins Karlssonar og taka leikfélagsmenn sérstaklega fram í frétt um leikinn að ekki sé um aprílgabb að ræða. Strompleikur er gamanleikur sem á löngum köfl- um fer fram undir merki fáránleikans. Laxness dregur upp að vanda kostulegt safn persóna sem eiga það flestar sameiginlegt að lifa eða reyna að lifa hver á öðrum. Leikinn um sníkjulífið nefndi einn gagnrýnenda Strompleikinn þegar leikritið var fyrst frumsýnt fyrir 32 árum, en það er margt annað í verkinu en ádeila á sníkjulíf og brask. Síðbúin kveðja Strompleikur var frumsýndur árið 1961 í Þjóð- leikhúsinu og kom samtímis út bók hjá Helgafelli. Árið 1972 minntist Leikfélag Akureyrar sjötugsaf- mælis skáldsins með því að að setja Strompleik upp. Sýninguna á Dalvík ber að skoða sem síðbúna kveðju í níræðisafmæli Halldórs Laxness sem var í fyrra, en þetta er í fyrsta sinn sem verk eftir hann er sett upp hjá Leikfélagi Dalvíkur. Alls koma 18 manns fram i Strompleik, en í stærstu hlutverkum eru þau María Gunnarsdóttir, Steinunn Hjartardóttir, Birkir Bragason, Hjörleifur Halldórsson, Sigurður Lúðvígsson, Sigurbjörn Hjör- leifsson og Þórarinn Gunnarsson. Alls koma rúm- lega 30 manns nærri uppsetningunni. Strompleikur verður sýndur 2., 3., 6., 7., og 10. apríl, en fleiri sýningar hafa ekki verið ákveðnar. Strompleikur LEIKFÉLAG Dalvíkur hefur að undanförnu æft Strompleik eftir Halldór Laxness og verður verkið frumsýnt í kvöld. Myndin er tekin á æfingu. Krossanes skuldar hálfan milljarð Hlutaféð aukið um 50 milljónir GAMALL skuldabaggi Krossanesverksmiðjunnar hafði í för með sér að tæplega 53 milljónir króna tap varð af rekstri síðasta árs, en hagnaður varð af rekstrinum fyrir fjármagns- kostnað. Akureyrarbær leggur fram nýtt hlutafé, verið er _ að semja við Landsbankann um skuldbreytingu og þá hefur sljórn heimild til að afla nýs hlutafjár að upphæð 50 milljónir. Rekstrartekjur síðasta árs voru 336,7 milljónir króna og gjöldin námu um 319 milljónum. Fyrir fjár- magnsliði varð hagnaður af rekstrinum upp á 17,6 milljónir króna, en að teknu tilliti til m.a. fjármagnskostnaðar varð tap af rekstrinum upp á 52,9 milljónir. Heildarskuldir verksmiðjunnar nema 497 milljónum króna, en lækka um 100 milljónir þar sem Akureyrarbær yfirtekur hluta af láni verksmiðjunnar og leggur fram sem hlutafé. Skuldabagginn Hólmsteinn T. Hólmsteinsson, formaður stjórnar Krossaness, sagði að auk þessa væri verið að semja við viðskiptabanka verk- smiðjunnar, Landsbankann, um skuldbreytingu á lánum og í kjölfar- ið væri þess vænst að skapaðist grundvöllur fyrir rekstri verksmiðj- unnar. Á síðasta ári tók verksmiðjan á móti rúmlega 32 þúsund tonnum af loðnu og síld, þá voru 10.160 tonn af beinum brædd hjá verk- smiðjunni, tekið var á móti rúmlega eitt þúsund tonnum af rækjuskel til vinnslu og 788 tonnum af meltu. í heild var tekið á móti um 46 þús- und tonnum af hráefni á síðasta ári sem er meir en helmingi meira en árið á undan. Þurrkarinn Alls voru framleidd rúm 8 þúsund tonn af mjöli og 4.325 tonn af lýsi. Heildarframleiðsluverðmæti nam*rr 318,7 milljónum. Á launaskrá hjá fyrirtækinu voru 32, sem jafngildir um 15 ársverkum, en launagreiðsl- ur námu tæplega 29,8 milljónum. Að sögn Hólmsteins er verið að ljúka viðgerð á mjölsílói og fyrir liggur á næstu einu til tveimur árum að laga þak verksmiðjunnar sem einungis var gert við til bráðabirgða eftir bruna fyrir þremur árum. Þá leggur verksmiðjan kapp á að selja 30 milljóna þurrkara. Mývatnssveit Mannfjöldi kom á vél- sleðamót Björk, Mývatnssveit. VELSLEÐAMÓT var haldið í Mývatnssveit, skammt frá Kröfluvirlqun, föstudag og laugardag, 26. og 27. mars. Á föstudag var veður frekar óhag- stætt, hríðannugga og skyggni slæmt, en á laugardag var veður aftur á móti frábært, logn og sólskin og mikill mannfjöldi á mótsstað og mergð vélsleða. Lokahóf var haldið í Skjólbrekku á laugardagskvöldið, þar voru afhent verðlaun og dansleikur á eftir. Björgunarsveitin Stefán, Slysa- vamadeild kvenna, Hringur og íþróttafélagið Eilífur sáu um móts- haldið. Kristján Rithöf- undur gef- ur málverk THOR Vilhjálmsson rit- höfundur er þekktari fyr- ir ritlist sína en málara- list, sem hann fæst nokkuð við þó ekki hafi borið mik- ið á því. Þá hann var á Húsavík nú ný- lega færði hann Safnahúsinu á Húsavík tvö listaverk eftir sig og er Safnahúsinu fengur að því, þar sem það hefur lagt sig fram um að eignast listaverk eftir Þingeyinga búsetta í hér- aði og utan. Thor Vilhjálmsson afhenti Guðna Halldórssyni, forstjóra safnsins, listaverkin. Morgunblaðið/Hólmfríður 600 tonn af fiski til Hríseyjar FRÁ áramótum hafa verið flutt um 600 tonn af fiski sem sjómenn í Grímsey hafa aflað til vinnslu í frystihúsi KEA í Hrísey. Tíð hefur verið afar rysjótt í vetur, en sjómenn hér njóta nálægðar við miðið og hafa nánast skroppið á sjó milli élja. Þrátt fyrir leiðinda tíð hefur fískast ágætlega þeg- ar gefur. Gunnar Hannesson var að landa einu tonni af ' slægðum þorski í Grímsey á dögunum, en hann er eini sjó- maðurinn þar sem ekki leggur upp afla sinn hjá KEA. Islenskur skinnaiðnaður tapaði 95 milljónum króna á síðasta ári Þijátíu og einum starfs- manni sagt upp störfum ÞRJÁTÍU og einum starfsmanni íslensks skinnaiðnaðar hefur verið sagt upp störfum, en það jafngildir fækkun um 25 ársverk. Uppsagnirnar taka gildi 9. júlí næstkomandi eða þegar sumarfrí hefjast hjá verksmiðjunni. Meginþorri þessara starfsmanna vinnur á kvöld- vakt. Félagið tapaði um 95 milljónum króna á síðasta ári og tekjur drógust saman um tæp 4%, einkum vegna svipt- inga í gengismálum í Evrópulöndum. Með uppsögnunum er verið að bregðast við breyttum gengis- og efnahagsforsendum í helstu markaðslöndum fyrirtækisins, að því er segir í fréttatilkynningu frá íslenskum skinnaiðnaði. Frá því um miðbik síðasta árs hefur gengi mynt- körfu félagsins lækkað um 12% þrátt fyrir 6% gengisfellingu krónunnar. Á sama tíma hefur innkaupamynstur viðskiptavina félagsins breyst og er aðalsölutímabilið nú meira bundið við mitt ár. Hefur félagið að undanförnu undirbúið sig til að mæta því, en horfur þykja hins vegar óljós- ar varðandi haustið og því óhjákvæmilegt annað en draga saman í mannahaldi. Úttekt á rekstri Unnið er að úttekt á öllum markaðs-, rekstr- ar- og efnahagsþáttum fyrirtækisins með það að leiðarljósi að marka leiðir til að treysta rekstr- argrundvöll þess í Ijósi breyttra forsendna og er niðurstöðu að vænta í lok apríl. Á aðalfundi félagsins sem haldin var í síðustu viku kom fram að tap af rekstrinum nam 94,8 milljónum króna á síðasta ári, en hagnaður fyr- ir afskriftir og fjármagnskostnað var 93,1 millj- ón eða 12,8% af veltu. Afskriftir voru 54,2 millj- ónir og fjármagnsgjöld 133,7 milljónir, en eigið fé fyrirtækisins í árslok var 135,5 milljónir króna. Á síðasta ári voru ársverk hjá fyrirtækinu 193 og hafði fækkað um 13 frá fyrra ári.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.