Morgunblaðið - 01.04.1993, Side 20

Morgunblaðið - 01.04.1993, Side 20
20_________MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993_ Kjaramál hjúkrun- arfræðinga 1993 Samvitund í útlegð eftir Karlínu F. Hólm Nú þegar þorrasnjórinn hefur komið sér dægilega fyrir á marglitum húsþökunum og sýnir ekkert farar- snið á sér situr þjóðin að vanda yfir ágætis þorrabökkum í flosmjúkum hægindum eða/og, að vanda, undir þykkum stöflum kjaramáladeilna. Allt er þetta hluti af því að vera ís- lendingur. En á sama tíma stígur fjöldinn: „Tja-tja-tja-“ undir fullu tungli, hátt uppi, á bogadreginni línu óvissu. Við og við steypist einn ofan hverf- ult tómið. í fallinu því fljúga heljar- stökk „trúður minn“ og ég og kalk- hvít tár hrökkva ofan kalda steypta hvarma. Á meðan afgangurinn uppi, á örfínum línum stígur takt fáran- leikans, í dansinum þeim.“ (Úr Kalkhvít tár.) Ágætt samstarfsfólk í heilbrigðis- stéttinni allri svo og virtir landsfeður okkar, þolendur og þrautakóngar, standa vægast sagt í ströngu þessi dægrin og standa sig með sóma, að vanda. Því vissulega er það tilhneiging mannsbarnsins að leitast við af fremsta megni að leysa farsællega málin sem flestum til heilla, helst öllum. Þar á ekki eitt hið smæsta blómstur að vera undanskilið. En því miður kýs of stór hópur að sitja á áhorfendabekknum; vera „stikkfrí“. Sem hjúkrunarfræðingi á íslandi í dag líður mér stundum eins og ég sé stödd á — já, á „bogadreginni línu óvissu“, svo notað sé líkingamálfar listunnandans, línu sem enginn veit hvaða stefnu kann að taka, línu, sem gæti gefið eftir, en jafnvel rofnað . .. En fyrst af öllu þakkir til mannvin- ar og læknis, Áma Bjömssonar, fyr- ir stuðningsgrein hans við hjúkrunar- stéttina er hann nefnir: „Florence Nightingale og fómarhlutverk heil- brigðisstétta". Hér nálgast Á.B. við- kvæm kjaramál frá sjónarhóli sög- unnar og af sinni einstæðu kímni kryddar hann frásögnina eins og sönnum læriföður einum er leikið. Þó ekki sé um gamanmál að ræða þarf umræðan einmitt á umljöllun manna að halda sem skilja að launa- sátt skal ríkja stétta í milli. Það má til með að hætta að búa til blóraböggla (nú uppsagnir hjúkm- arfræðinga) hér í þeim tilgangi, m.a. að því er virðist að hylja alla „húss- ins“ bresti, þ.e. breyskleika stofnana. Aðrir tala nú um ónýt stjórnkerfi. Það hefur aldrei þótt gott eða til eftirbreytni að færa bömin smá í sokkaplögg sitt af hvoru tagi. Það sama gildir hér, nefnist samræming. En hvað eru hjúkrunarfræðingar að þenja sig kann einhver að spyija! Þessi gamalgróna kvennastétt lengi vel hefur einhvem vegin lufsast og getur hún ekki bara gert það eftir- leiðis sem hingað til, já, bara þagað þunnu hljóði með bros á vör; daginn að lengja, rísandi sól og allt að því vorangan í lofti! — éða hvað? Nei, því miður, launaumslögin orð- in tóm löngu fyrir sjálfan útborgun- ardag. En lífið heldur áfram að draga andann, blessunarlega, þó engum í stéttinni detti í hug að þakka það Er heilsukerfið 1 c íslenskum sjórnvöldum er halda hér um tauma í augnablik. Vinnuálagið ieyfir „ekki meir“, „ekki meir“. Hjúkrarar hafa sem sagt ákveðið að lengur verði ekki unað við freklegt ástandið. Ekki verður lengur níðst á okkur í sparnaðarskyni. Urgurinn löngu orðinn að ótta, ótta yfir því sem meira er; yfirvofandi hmni sjálfs heilbrigðiskerfisins í gósenlandinu græna. Ei þarf að tíunda þSð frekar, enda undangengnir atburðir sögulegir. Fréttaþyrst þjóðin vill væntanlega í þetta sinn fá raunhæfa mynd ljöl- miðla af heildarstöðu, ekki afskræm- ingu, vangaveltur um millibilsástand né mishermingar. Fáum við það sem okkur ber, verður ákvörðunin geð- þóttaákvörðun eða verður okkur skammtað smáræði úr hnefa sem fyrr? En hvað er hjúkrunarfræðingur í dag fyrir nokkuð? Því gamla „ímynd- in“ er lífseig og enn að velgja okkur undir uggum. Við eigum helst að vera sálin barmmikla með tandur- hvítan kappann afturgenginn og rauða krossinn framaná, eins og í teiknimyndunum („symbolið" svo ekkert fari milli mála). Þessi ímynd sem við munum öll svo vel, t.a.m. úr kvikmyndum fyrri áratuga þar sem þessi „vera“ leikur oft einasta kvenhlutverkið og þá gjaran léttúð- ardrósina. (Hér er vitnað í gömlu ,,Áfram“-myndimar.) Ekki einu sinni þörf fyrir vit í laglega sætkollinum. Eiginlega er bara nægilegt að hún sé góð og sætti sig við sóknartaxt- ann Svokallaða. Því það er svo skrambi auðsótt að spara á kostnað kvenna. Sömuleiðis er gott að hafa hana örlítið veikgeðja svo hún geti ekki staðið sig sem skyldi í félags- málum eða þanið sig á fundum, enda býður ekki langþreytt kjarabaráttu- sál hennar upp á slíkt. Langþreytan hefur ríkt gegnum ár og öld. En bíð- um við, ianglundargeðið hefur loks snúist á sveif með okkur, seiglan tekið sér bólfestu í herðaþreytunni, seytlar nú blessunarlega í sérhverri frumu; „flæðið" í fullkomnu lagi! Hefur einlægnin blessuð, manna í milli, máski beðið skipbrot; ekki tími fyrir hlýju, sjálfur kærleikurinn máski í útlegð; þetta afl sem eldri kynslóðin hermir upp á okkur að sé horfíð, en að sé ótækt að vanti til lengdar! í „leiðarljósi til auðugra lífs“ (bók Emmanúels) segir m.a. þetta: „Til að skilja jafnvægið í alheiminum þarf okkur að vera ljóst að þar er einnig rúm fyrir einstaklingsbundna óreiðu" og ennfremur „kærleikurinn þarfnast ekki iðkunar. Kærleikurinn er. Það er ekki hægt að iðka það sem er. En það er hægt að iðka ákvörðun- ina um að elska.“ (Gangleri 66. árg. bls. 96.) Skoðum nú stöðuna örlítið og end- urmetum. Nú þegar höfum við full- nægt skólasetukröfum í æðra námi; fagleg menntun, þjálfun. Reynsla að baki. Fengið jákvætt mat lagt á við hliðstæðar stéttir? Samstaða náðst í baráttu um lífvænleg laun, stöðugild- um fjölgað, en betur má ef duga skal. Hjá okkur duga síður hálf stöðugildi þar sem hinn sjúki á í hlut og er enn í heilu lagi að veltast um í kerfísskóginum. — Hvaða átyllu á Karlína F. Hólm „Þó að villugjarnt sé í rökkvuðum skógi valds hljótum við að fara fram á að brengluð dóm- greindin víki fyrir hinni. Og hvar er afrakstur af haglega gerðum hag- skýrslum hagfræðinga til hagræðingar?“ næst að beita gagnvart hjúkrunar- fræðingum og síðast en ekki síst gagnvart hinum þurfandi í þjóðfélag- inu? En til að upplýsa þá sem enn elska að halda í gömlu ódýru ímyndina, þá sem falla fyrir „áfram myndefni" og þá sem púa á staðreyndir, eins og afl kvennabaráttu, jafnrétti kynja launalega séð og virðingarlega séð, stöðusókn okkar, á slíkum og þvílík- um vinnustöðum, sem stofnanir eru! Við þá vil ég segja eftirfarandi: Fag- legur þáttur okkar í dag er óumflýj- anleg staðreynd, lóði okkar á vogar- skálum verður ekki skipt út fyrir léttvægt vinnuafl, sparnað eða vönt- un. Það liggur ekki þannig í vinnu- framlagi okkar. Við erum einfaldlega ekki afgreiðslufólk í ódýrri rúg- brauðsgerð gamla tímans. Hver hef- ur auk þess einlægan áhuga á að hverfa til fortíðar? Markmið okkar og stefna er fag- leg, okkur sjálfum, stofnunum og skjólstæðingum til handa; velferð- arríkið og þróunin í veði. Með öðrum orðum erum við rót- gróin ábyrg stétt er veit hvert vill stefna til heilla. Smáu ávinningsþrep- unum fram að þessu höfum við iðu- lega glutrað niður í veikleika; samið af okkur eins og við köllum það. Slíkt dugir ekki lengur; erum komn- ar ískyggilega aftarlega á merina. Nú ættu ráðamenn að geta staðið saman og við sitt; vera traustsins verðugir. Maður spyr sig: Er þjóðin orðin svona slæm og illskeytt, sljó- leiki, þreyta; dómgreindarskortur farinn að taka ákvarðanir. Mannlegi mjúki þátturinn víkjandi, brenglað gildismat ríkjandi? Það stenst ekki að til séu ekki peningar, þetta er orðin spurning um forgangsröðun og samsömun við flókna stöðuna, þetta lyijaát á okkur elskulegum, að mikl- um part til skammar: Það er ætt í „apótekið" af því að við kjósum að lifa svo hratt að engu tali tekur. Gefum líkamsvélinni ekki tækifæri á að vinna á hlutaðeigandi hátt. (Sam- anber stolta dægurlagið okkar: „Tíminn líður hraaaatt, á gervihnatta öld... hraðar sérhvem dag, o.s.frv.") Það gengur á ýmsu út um víðan völl og nú beijast fyrirtækin til þraut- ar jafnt ung sem rótgróin. Smá fjöl- skyldufyrirtæki og ekki síður þau flóknari hafa gripið til þess að ráða hagfræðinga rekstrinum til líknar og sálgæslumenn lærða og leika til að hjálpa nauðstöddum láglaunalýðnum þar sem ekki sér út úr þrengingunni og streytuvöldunum, enda molnaður „mórallinn" í húfí. (Fátt skelfir mannkindina meir en atvinnumissir og yfirvofandi hung- urtilhugsun.) Stofnanir í íslensku heilbrigðiskerfi eru engin undantekn- ing. Áður óbrenglað gildismat launa- greiðandans veit ekki sitt ijúkandi ráð. Það væri klaufalegt af okkur að bíða skipbrot hér í stöðunni. Allt of margir með allt of mikla sérsér- þekkingu eru að reyna að klastra saman hripleku máli. Og svo er það spamaðurinn á röngu stöðunum, emm við eyðslu- klærnar, kunnum við ekki að spara -á deildunum? Jú, vissulega má spara eins og einn eyrnapinna eða staka ljósaperu og draga þar með úr rekstr- arkostnaði á ársgrundvelli. En ef ekki er löngun og vilji að reka sjúkraskýli (svo ekki sé minnst á háþróaða sjúkrastofnun og menntastofnun henni eðlilega tengdri) era forsendurnar brostnar. Er þá ekki næsta skrefíð að hóa hvellt eftir framlögum frá erlendum góðgjörðarstofnunum, úr sjóðum sem ekki ganga til þurrðar áður en til þeirra er stofnað, eins og manni fínnst stundum hljómurinn bergmála úr okkar ágæta ríkiskassa! Mér hefur alltaf leiðst tómahljóð, þjóðarsátt, þjóðar þetta og þjóðar hitt.. . Ég veit ekki hvort ég kýs að kalla það þjóð sem hegðar sér jafn gáleys- lega og raunin er með okkur, víst viljum við vera menningarþjóð með fínheit. Hún er líka „fremur" kröfu- hörð á röngum sviðum oft, þessi margumrædda dekurkynslóð sem við ólum af okkur hér í eina tíð. Hún ku ekki eiga sjö dagana sæla í allri dýrðinni og aldrei hefur sjálfsvor- kunn þótt góð eða hvað? Kannski les einhver lestrarhestur þessa langloku mína, en við eldri hjúkranarfræðing- ar jafnt sem ungir spyijum okkur margra spurninga þessi dægrin; höf- um vanist á að standa meðan stætt er, taka „bakvaktir — útkallsvaktir — aukavaktir" og greiða kúfínn af álaginu beint í þvæld skattamálin, svona eftir geðþóttaákvörðunum fjárlagavalds hvers tíma. Koma óhvíld til vinnu að loknum heimilis- vinnudegi o.s.frv. Samhliða kjarabaráttu okkar og sjálfsagðri kröfuviðleitni eram við samtímis að halda í við misrétti kynja og ekki er von á góðu meðan að enn ríkir karlaveldi og þessar elskur hreykja sér af því útávið að rata ekki óstuddir um heimilisstofnunina; ekki í bollaskápinn heima hjá sér svo ég vitni nú til gamans í einn virtan prófessor. En við hjúkrarar ætlum ekki að færa neinum iengur neitt á silfurfati. „Æ, ansi er þetta að verða slæmt með þessar konur, þær nenna ekki. Nenna ekki lengur að vera í slitna þjónustuhlutverkinu heima eða í vinnunni.“ Hjá okkur 'hefur margt áunnist fyrir tistilli framheija í stéttinni og enn eigum við hetjur, margar hetjur og valkyijur vil ég segja. En málið er þetta, að við eigum ekki alltaf að þurfa að vera í einhvers konar „su- perleik“ enda heyrir fómarlundin sögunni til, hélt maður. En veik ung- börn halda á fram að þurfa sitt og frumþarfírnar að vera, þrátt fyrir alla tæknivæðingu. Og að sjálfsögðu þarf hátæknivædd vel rekin sjúkra- hús og almennilega háskóla sem standa undir nafni, ekki seinna en strax, en ekkert glingur á við purp- ura, pell og pallíettur. Þó að villu- gjarnt sé í rökkvuðum skógi valds hljótum við að fara fram á að brengl- uð dómgreindin víki fyrir hinni. Og hvar er afrakstur af haglega gerðum hagskýrslum hagfræðinga til hag- ræðingar? Erum við ekki að hampa öllu þessu hálærða fólki okkar á röngum forsendum? Ég spyr eða eram við búin að tapa úrvalsliðinu úr landi eða era allir „uppteknir" eða í ratleik á fjallajeppunum með slökkt á bílasímanum? „Við erum svo sjálfs- elsk, svo — jæja, upptekin af auka- atriðunum í jarðvistinni. Það getur verið erfítt að orða viðkvæma hluti rétt og samtöl era flókinn málaflokk- ur, það þekkja viðsemjendur okkar og við sjálfar eftir alla reynsluna í „mannlega geiranum". Ráðamenn, sýnið nú samstöðu við okkur í verki, hættið að skæla yfir „pólitískum" ágreiningi og leysið þessi mál í eitt skipti fyrir öll þjóð- inni til heilla. Við höfum ekki efni á að leggja okkur „útsæðið" til munns eina ferð enn, eyða endalaust dýrmætum tíma okkar í að þrátta eins og unglinga er siður. Ég legg til að flottræfils- hátturinn víki a.m.k. í nokkur miss- eri eða svo, hann-verði sneiddur af: Sykurtoppurinn á „Hnallþóruborði" ráðamanna, fækkað hanastélsboð- um, m.ö.o. heimilisbókhaldið verði tekið til gagngerrar endurskoðunar í ráðuneytisbúskapnum þeim marg- rædda ekki í orði heldur á borði. Það kostar aðallega að vera íslendingur, því glansmyndin út á við verður að vera með slíkum glæsibrag að það næstbesta dugir einatt ekki. Þetta kallast veikleikamerki hjá þjóð með heimatilbúna vanmáttar- kennd. En okkur hjúkrunarfræðing- um og öðrum heilbrigðisstéttum óska ég framfara og hreysti í starfí. Óskandi væri að fá senn að heyra leysingjaklið í stað lágnættishjals í okkar kæra málaflokki. Húsameistari ríkisins tók handfylli sína af leir og horfði dulráðum augum á reizlur og kvarða: 51X19+18=102, þá útkomu læt ég mig raunar lítils varða. Ef turninn er lóðréttur hallast kórinn til hægri. Mín hugmynd er sú, að hver trappa sé annarri lægri Húsameistari ríkisins tók handfylli sína af leir, og Hallgrímur sálugi Pétursson kom til hans og sagði: Húsameistari ríkisins! Ekki meir, ekki meir! (Steinn Steinarr.) Hjúkrarar! Látum nú ekki blekkj- ast, höfnum alfarið lítilræði í sveitta lófana; „afgangsmolum" er hrökkva kunna af borði tilviljanakenndra „uppagosa" sem kunna að skjóta upp kolli og langar að spreyta sig á taum- haldi við „ótemjur" á gervihnattaöld! Höfundur er skáld og lýúkrunarfræðingur. (Greinin er skrifuð rneðan upp- sagnir hjúkrunarfræðinga á Land- spítala voru efst á baugi í þjóðfé- lagsumræðunni.) POSSIGMOl SKÍÐI Páskatilboö á skidum og skíóaskóm 20-60% AFSLÁTTUR Barnaskíði....kr. 4.490 - áður kr. 6.450 Unglingaskíði. kr. 5.490 - áður kr. 7.960 Fullorðinsskíði............frá kr. 6.990 Gönguskíði.... kr. 4.990 - áður kr. 6.990 Barnaskór....kr. 3.990 - áður kr. 5.485 Unglingaskór. kr. 3.990 - áður kr. 8.990 Kvenskór...kr. 7.990 - áður kr. 14.990 Stærðir 36-47 kr. 6.990 - áður kr. 9.390 SOSSIGNOÍ SKÍÐASKÓR whummél^P SPORTBÚÐIN ÁRMÚLA 40, SÍMAR 813555, 813655.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.