Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 Hópslys eftir Brynjólf Mogensen Hver eru fyrstu viðbrögð þegar fólk heyrir orðið hópslys? Vonandi eru þau ekki: „Hvað er nú það?“, „Það kemur ekki fyrir mig“, „Það skeður ekki hér á landi“, „Við tök- umst á við hópslysið þegar það kemur“, „Skipulagið er svo gott að þetta bjargast“, „Skipulagið er svo gott að þetta er ekkert mál“ eða „Björgunarsveitirnar bjarga þessu“. Hópslys eru fremur fjarlæg í hugum fólks. Það er satt að hópslys koma sjaldan fyrir en sagan sýnir svo ekki verður um villst að við búum í fallegu en hættulegu landi. í gegnum aldirnar hafa átt sér stað á íslandi mannskæð eldgos, jarð- skjálftar, snjóflóð og sjóslys. Til þess að geta tekist á við hóp- slys svo vel sé ef og þegar slíkar hörmungar dynja yfir þarf að vera til staðar mjög gott björgunarskipu- lag, vel þjálfaðar björgunarsveitir, ásamt samæfðu og samræmdu heil- brigðiskerfi. Hvað er hópslys? Einfaldasta skilgreiningin er sú þegar hörmungarnar, þar með tald- ir mannskaðarnir, verða svo miklar að heilbrigðis- og öryggisþjónusta á viðkomandi svæði eða landi getur ekki leyst vandamálið á viðunandi hátt. ísland er svo lítið að líta ber á það sem eina heild þegar verið er að ij'alla um hópslys, enda mið- ast heildarskipulagning Almanna- vama ríkisins við þessa augljósu staðreynd. Hvað orsakar hópslys? Astæðurnar fyrir hópslysi geta verið margvíslegar. Hér á landi má tala um tvær megin orsakir, þ.e. náttúrahamfarir eins og eldgos og jarðskjálfta ásamt í minna mæli snjóflóð og slæm veður á sjó. Hins vegar slys af manna völdum, eins og flugslys, sjóslys eða jafnvel snjó- flóð. Ytri aðstæður ráðum við ekki mikið við, eins og hvenær jarð- skjálftar verða og hvenær eldgos eiga sér stað, en við getum minnk- að líkur á alvarlegum sjóslysum með góðum veðurathugunum og vel skipulögðu samskiptakerfi. Það má oft sjá fyrir snjóflóð á þekktum snjóflóðasvæðum og gera nauðsyn- legar ráðstafanir eins og reyndar er farið að gera í ær ríkari mæli hér á landi. Flugslys geta orsakað fjölda látinna og mikinn fjölda slas- aðra, sem þurfa á bráðri hjálp að halda. Er hópslysaskipulag á íslandi gott? Ég tel að við getum vel við unað þótt lengi megi gott bæta. Al- mannavarnir ríksins hafa og eiga að skipuleggja hópslysaáætlanir, hvernig best er að bregðast við hveiju sinni. Skipulag Almanna- varna er markvisst og gott. Ekki dugir að hafa eingöngu gott skipu- lag heldur verðum við líka að hafa á að skipa vel þjálfuðum björgunar- og greiningarsveitum. Við íslendingar eram svo lán- samir að eiga vel þjálfaðar björgun- arsveitir, sem hafa í gegnum árin lagt mikið á sig í sjálfboðastarfi til þess að takast á við vandann ef og þegar um raunveruleika verður að ræða. Sjálfboðaliðum þessara sveita verður ekki nógsamlega þakkað fyrir einstakan dugnað og fómfysi. Greiningarsveitir spítalanna verða æ betri og viðbragðstíminn styttri. Þannig á t.d. greiningar- sveit Borgarspítalans að geta lagt af stað hvert á land sem er innan 15 mínútna frá því kall um hópslys berst til Borgarspítalans. Miklu skiptir að á sjúkrahúsunum sé til gott hópslysaskipulag sem er end- urskoðað og æft reglubundið. End- urskoðun á hópslysaáætlun Borgar- spítalans er nýlokið. Er öðrum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðv- um velkomið að fá eintak af hóp- slysaáætluninni ef það skyldi nýtast þeim við þeirra endurskipulagn- ingu. Ekki má heldur gleyma því sem styrkir góðan hópslysaviðbúnað ís- lendinga en það er almennt góð Til að veita húseigendum upplýs- ingar um viðhaldsmarkaðinn heldur verkfræðistofan Verkvangur hf. fræðslu- og kynningarfund föstudaginn 2. apríl n.k. Fjallað verður um: Astandskannanir, kostnaðaráætlanir, klæðningar, steypuviðgerðir. þök, útveggi. hitakerfi, orkusparnað, útboð, eftirlit, verkáætlanir og ábyrgðir. Fundurinn verður haldinn í húsnæði Verkvangs að Nethyl 2, 2. hæð, kl. 16:00. Fundurinn er öllum opinn á meðan húsrúm leyfir. VERKVANGUR h f, VERKFRÆÐISTOFA Nethyl 2 • 110 Reykjevík Sími: 91- 67 76 90 • Fdx: 91-67 76 91 Valkostir og kostnaður við endurnýjun og víðhald húsa þekking ásamt mjög sterkbyggðum og lágreistum húsum. Þannig má búast við að jafnvel í miklum jarð- skjálftum jafnist hús að staðaldri ekki við jörðu eins og víða gerist þar sem styrkur byggingar er ekki jafn mikill og hér á landi. Almennt séð era íslendingar til þess að gera vel undir hópslys bún- ir eins og búast má við eftir jarð- skjálfta, eldgos, snjóflóð, sjó- og flugslys. Hins vegar hefur ekki ver- ið gefinn nógu mikill gaumur að umhverfisslysum af völdum eitur- efna. Það er fyrst á allra síðustu árum sem við eram farin að sýna lit í að betrambæta þessa þætti í okkar umhverfi með það að mark- miði að forðast eiturefna hópslys. Nauðsynlegt er að leggja fé og tíma í þennan þátt á næstu áram. Alþjóðleg björgunarsveit Stofnun alþjóðlegrar björgunar- sveitar á íslandi er í burðarliðnum og er það vel. Hlutverk slíkrar sveit- ar er ekki að flytja matvæli og fatn- að á hörmungasvæði víðs vegar í heiminum heldur er langskynsam- legast að slík sveit samanstandi af mjög vel menntuðum konum og körlum, sem verða leiðbeinendur á hörmungarsvæðunum. Í því felst fyrst og fremst styrkur alþjóðlegrar björgunarsveitar. Það hefur sýnt sig í slíku björgunarstarfi að mjög mik- ilvægt er að sérþekking komist á staðinn innan mjög skamms tíma ef einhver árangur á að nást. Við búum yfir vel menntuðu og þjálfuðu björgunarliði og í því felst okkar Brynjólfur Mogensen. „Við íslendingar búum í mjög fallegu en um margt hættulegu landi þar sem við getum búist við mannskæðum eld- gosum og jarðskjáiftum að ógleymdum stórslys- um á sjó og í lofti.“ kallið kemur. íslendingar hafa yfir- leitt brugðist vel við þegar beiðni um hjálp berst og sent mat og fatn- að á svæði þar sem hörmungar af ýmsum toga hafa riðið yfir. Vax- andi vísbending er að mun betra sé að senda fjármagn, sem t.d. Rauði krossinn eða Rauði hálfmán- inn notar á skynsamlegan hátt til kaupa á hjálpargögnum, frekar en að senda mat og fatnað vegna þess að slík aðstoð berst yfirleitt miklu seinna og oftar en ekki of seint. Niðurlag Við íslendingar búum í mjög fal- legu en um margt hættulegu landi þar sem við getum búist við mannskæðum eldgosum og jarð- skjálftum að ógleymdum stórslys- um á sjó og í lofti. Við höfum haft þá skynsemi til að bera að þróa gott hópslysaskipulag undir yfir- stjóm Almannavama ríkisins ásamt því að hafa á að skipa vel þjálfuðum björgunar- og greiningarsveitum. Mjög mikilvægt er að halda áfram reglubundinni endurskoðun og þjálfun allra aðila því það er of seint að iðrast þegar voðann ber að höndum. Við þurfum þó í mun ríkari mæli en við höfum gert hing- að til að gefa meiri gaum að hætt- unni á eiturefnaslysum. Í hópslysaskipulagi og viðbúnaði er og verður málshátturinn „Æfing- in skapar meistarann" gulls ígildi. styrkur. Er nauðsynlegt að ríkis- -------------------------------- stjóm hvers tíma styðji kröftuglega Höfundur er yfirlæknir á við bakið á sveitinni ef og þegar slysadeild Borgarspítalans. Þegar Biblían varð almeimings- eign en án apokrýfu bókanna eftir Árna Berg Sigurbjörnsson í grein eftir sr. Felix Ólafsson í Morgunblaðinu 27. mars sl., sem nefnist „Þegar Biblían varð almenn- ingseign" getur hann greinar minnar um Apokrýfar bækur Gamla testamentisins* sem birtist í Ritröð Guðfræðistofnunar Hákskóla ís- lands, 4 1990. Kveður sr. Felix mig þar fara með rangt mál og getgát- ur um að m.a. skosk áhrif hafi vald- ið því að apokrýfu bókunum var sleppt úr Biblíu þeirri sem skoski presturinn Ebeneser Henderson dreifði hér á landi 1814 og 1815, en það er fyrsta Biblían á íslensku sem ekki heur apokrýfu bækurnar að geyma. Segir sr. Felix Skota ekki hafa haft néin áhrif á gerð útgáfunnar og ekki heldur Biblíufé- lagið í Edinborg. Sú fullyrðing sr. Felix er undar- leg því að Biblíufélagið í Edinborg lét sig mjög varða útgáfu ritningar- innar á íslensku. Meðal annars lét félagið árið 1810 mikla fjárhæð af hendi rakna til þess verkefnis. Um það get ég mér einskis til, því að fyrir því hefyég ekki lakari heimild en sr. Felix Ólafsson, sem segir frá þessu á bls. 100 í bók sinni Ebenez- er Henderson, Bibelselskabets stift- er (Kaupmannahöfn 1989). Og hann kann frá fleiru að áþekku að segja í þeirri bók sem mér láðist að vitna til í grein minni. Og stórum studdi Biblíufélagið í Edinborg út- gáfu Nýja testamentisins sem unnið ÍSLANDSMEISTARAMÓTIÐ í Svarta Pétri verður haldið fimmtudaginn 1. apríl á Sólheim- um í Grímsnesi. Keppt verður um Islandsmeistaratitilinn Svarti Pétur 1993. Mótið hefst kl. 15 og lýkur kl. 18. Núverandi íslands- meistari er Ragnar Ragnarsson, Reykjavík. Keppt verður um veglegan far- andbikar og ýmis önnur aukaverð- laun. Allir fá einhveija viðurkenn- var að samtímis Biblíuútgáfunni 1813 og í tengslum við hana, og hvor útgáfan hefur augljóslega haft stuðning af hinni. Fyrir þessu eru nægar heimildir og vitnað er til þeirra í grein minni. Og heldur er ósennilegt að Edinborgarfélagið hafi ekki haft nein áhrif á gerð þeirrar Biblíu á íslensku sem það studdi svo mjög fjárhagslega. Það er ljóst hvert viðhorf skoskra kirkjudeilda og Biblíufélaga var til apokrýfu bóka Gamla testamentis- ins. Þau vildu úthýsa þeim úr Bibl- íunni og gerðu það. Um það þurfti ég einskis að geta mér til, enda ekki hörgull heimilda. Breska og erlenda Biblíufélagið, sem stofnað var 1804, greiddi að mestu leyti útgáfukostnað Bibl- íunnar sem Henderson dreifði. Fé- lagið stóð yfirleitt ekki að útgáfu þeirra Biblía sem höfðu apokrýfu bækurnar innan spjalda og aðeins þar sem rík hefð var fyrir því að þær væru í Biblíunni. Sú hefð var rótgróin á íslandi, en rofin um sinn með Biblíunni 1813. Frá hinu fyrsta var mörgum sem höfðu sterk ítök innan Breska og erlenda Biblíufé- lagsins mjög í nöp við það að félag- iði kostaði útgáfu apokrýfu bók- anna, ekki síst skosku Biblíufélög- unum. Það viðhorf þeirra og ýmissa annarra að gera apokrýfu bækurn- ar með öllu útlægar úr þeim Biblíum sem Breska og erlenda Biblíufélag- ið styrkti varð þó ekki ofan á fyrr en árið 1827 eins og um getur í grein minni. Áður en það varð hafði mikið gengið á og lengi og mun ingu fyrir þátttökuna. Mótið er fyrst og fremst hugsað fyrir þroskahefta en er oþið öllum til þátttöku sem áhuga hafa á keppninni. Aðstoðar- fólk verður við hvert spilaborð og eru því ekki gerðar kröfur til þátt- takenda um sérstaka spilahæfileika. Skipulagðar sætaferðir verða frá Umferðarmiðstöðinni í Reykjavík kl. 13 og komið til baka um kl. 19.30. Fargjald er 1.000 krónur fyrir báðar leiðir. (Fréttatilkynning) Árni Bergur Sigurbjörnsson „Það er ljóst hvert við- horf skoskra kirkju- deilda og Biblíufélaga var til apokrýfu bóka Gamla testamentisins. Þau vildu úthýsa þeim úr Biblíunni og gerðu það.“ lengur en sr. Felix lætur liggja að í grein sinni. Um það þarf hvorki ég né aðrir að geta mér neins til. Nægar prentaðar heimildir eru um neikvætt mat liðsmanna Biblíufé- laganna í Edinborg og Glasgow og fleiri á apokrýfu bókunum og illvíg- ar deilur um þær á fyrstu áratugum 19. aldar á Bretlandseyjum og víð- ar. Ekki er það uppbyggilegur lest- ur frekar en það orðaskak sem ég nú finn mig því miður knúinn til að eiga í við fomvin minn sr. Felix vegna þess á hvern hátt hann leiðir mig til leiks í áðurnefndri grein sinni. Bein áhrif Hendersons sjálfs á umfang og gerð Biblíunnar, sem hann þó hafði umsjón með útgáfu á og dreifði hér á landi, læt ég liggja á milli hluta í ofannefndri grein minni, get mér því einskis til um þau, svo að mér finnst það hæpið, svo ekki sé meira sagt, hjá sr. Fel- ix að finnast þar fara mikið fyrir getgátum og rangfærslum frá minni hendi. Höfundur er sóknarprestur í Ásprestakalli. Islandsmeistara- mót í Svarta Pétri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.