Morgunblaðið - 01.04.1993, Side 26

Morgunblaðið - 01.04.1993, Side 26
26 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 50 millj. í þróun og kyimingu vegna til- komu EES FJÁRVEITING til vöruþró- unar og kynningarstarfa vegna tilkomu Evrópska efnahagssvæðisins hefur verið staðfest af ríkisstjórn en 50 milljónir króna eru ætlaðar til þessa verkefnis á fjárlögum. Starfshópur á vegum utanríkisráðuneytis- ins mun auglýsa styrki til fyrirtækja sem hafa nýjar hugmyndir um markaðs- sókn í Evrópu og leggja mat á umsóknir. Fyrirtæki studd „Þessi fjárveiting er hugsuð til að styðja við bakið á fyrirtækjum sem hyggjast nýta sér þau tæki- færi sem fylgja EES-samningn- um,“ sagði Gunnar Snorri Gunn- arsson, skrifstofustjóri viðskipta- skrifstofu utanríkisráðuneytisins. Gunnar Snorri sagði að hluti fjárveitingarinnar yrði þó nýttur til almennrar kynningarstarfsemi sem nýtast myndi bæði fyrirtækj- um og einstaklingum. Gunnar sagði að þó nokkur óvissa væri um gildistöku EES stefndu öll aðildarríkin enn að því að samn- ingurinn tæki gildi 1. júlí eða 1. ágúst og yrðu fyrirtæki hérlendis að búa sig undir það. Styrkir auglýstir Starfshópur á vegum utanríkis- ráðuneytis mun auglýsa styrki til einstakra fyrirtækja og leggja mat á þær umsóknir sem berast. Styrk- ir munu fyrst og fremst verða veittir til að framkvæma hug- myndir sem tengjast nýjum tæki- færum en ekki starfsemi sem þeg- ar er í gangi. Ekkert verkefni verður fjár- magnað að fullu og styrkur aðeins veittur fyrirtækjum sem leggja eigið fé í viðkomandi verkefni. Gunnar sagði að fyrirtæki væru hvött til að sameinast um umsókn- ir. Um 800 manna félagsfundur Dagsbrúnar í Bíóborginni í gær Verkfallsheim- ildin samþykkt Samþykkja FUNDARMENN greiða atkvæði með tillögu um verkfalls- heimild. Á innfelldu myndinni er formað- ur félagsins, Guð- mundur J. Guð- mundsson. FÆRRI fengu sæti en vildu á um 800 manna félagsfundi Dags- brúnar sem haldinn var í Bíóborginni í gærdag. Fundarmenn samþykktu með yfirgnæfandi meirihluta atkvæða að veita stjórn og trúnaðarmannaráði félagsins verkfallsheimild. Aðeins 20 mótatkvæði voru gegn heimildinni og af þeim tíu mönnum sem tóku til máls á fundinum skoruðu allir nema einn á félags- menn að samþykkja heimildina. Fundinum bárust baráttukveðj- ur frá fjölda annarra verkalýðsfélaga víðsvegar af landinu og voru þær lesnar upp í upphafi fundarins. Eina mál fundarins var verk- fallsheimild til handa stjóm og trúnaðarmannaráði og mælti Guð- mundur J. Guðmundsson formaður Dagsbrúnar fyrir tillögu þess efnis. í máli Guðmundar kom m.a. fram að hann hefði viljað sjá steypiflóð verkfallsheimilda og vinnustöðv- ana yfir allt land í kjölfar þeirrar stöðu sem nú er komin upp í kjara: viðræðum. Sterk samstaða á fund- inum um verkfallsheimild til handa stjórn og trúnaðarmannaráði væru ákveðin skilaboð til viðsemjenda félagsins um að félagsmenn væru orðnir þreyttir á biðstöðu í kjara- samningum og aðgerðarleysi ríkis- stjórnarinnar í atvinnumálum. Nú væri svo komið að yfir 500 félags- menn. Dagsbrúnar, eða um 15% þeirra, væru atvinnulausir og at- vinnuleysi færi vaxandi. Sumir væru búnir að vera ár á atvinnu- leysisbótum og hjá þeim tæki nú við 12 vikna tímabil án nokkurra bóta af neinu tagi. „Ef við göngum aftur til samn- ingafunda nú án þess að hafa verk- fallsheimild frá fundarmönnum er það veikleikamerki," sagði Guð- mundur. „Verkfall er engin leikur og ákvörðun um það verður ekki tekin nema að vandlega undirbúnu máli." Hvatt til samþykktar Eftir málflutning Guðmundar tóku nokkrir fundarmenn til máls og allir þeirra utan einn hvöttu fundarmenn til að samþykkja verk- fallsheimildina. Jóhannes Guðna- son sagðist vera ósáttur við að hafa ekki heyrt neinar hugmyndir frá formanni um hvemig félagið ætlaði að bregðast við í stöðunni. Það hefði hinsvegar sýnt sig að ekki væri hægt að treysta ríkis- stjóminni, hún hefði svikið öll lof- orð sín og því styddi hann tillöguna. Guðbrandur. Valdimarsson sagði að hann vildi ekki fara í verkfall en hinsvegar gæti það reynst nauð- synlegt ef engar breytingar yrðu á þeirri biðstöðu sem nú væri í kjara- og atvinnumálum. Því skoraði hann á alla að samþykkja tillöguna. Gylfí Páll Hersir sagði að at- vinnurekendur væm nú í auknum mæli að notfæra sér kreppuástand- ið til að lækka launin og það væri ljóst að Dagsbrúnarmenn yrðu að berjast fyrir sínum kjömm sjálfír annars gerðist ekki neitt. Svanasöngur Guðmundar Sturla Frostason var sá eini af ræðumönnum sem mælti gegn til- lögunni um verkfallsheimildina. Sturla sagði að hann gæti ekki séð að Dagsbrún gæti ein og sér knúið fram kjarabætur og ljóst að aðrir ætluðu ekki að hjálpa félaginu við slíkt. Þá væri kominn tími til fyrir forystu félagsins að hvíla sig á byltingarrómantíkinni og snúa sér að jarðbundnari verkefnum. „Ég óttast að forystan sé ekki í tengsl- um við raunvemleikann og ég hef ekki áhuga á að fjármagna svana- söng Guðmundar J. úr eigin lau- naumslagi," sagði Sturla og lagði til að tillagan yrði felld. Jóhannes Siguijónsson sagði að sér fyndist ekki trúverðugt að Ieggja til að tillagan yrði felld því slíkt myndi veilq'a félagið vemlega. Hvatti hann því fundarmenn til að samþykkja tillöguna einróma. í lokin tók Guðmundur J. Guð- mundsson aftur til máls og sagði að málið snérist ekki um hvort þetta væri svanasöngur sinn eða ekki. Skilaboðin yrðu að vera skýr til atvinnurekenda og ríkisstjómar. Að því búnu var gengið til atkvæða og tillagan samþykkt með yfír- gnæfandi meirihluta atkvæða. Lagt var hart að heilbrigðisyfirvöldum að kaupa óskimað blóðefni frá Frakkiandi Ódýru blóðefni hafnað árið 1985 LYFJAINNFLYTJENDUR og heild- salar lögðu hart að heilbrigðisyfir- völdum að kaupa blóðefni frá Frakk- landi sem ekki hafði verið prófað gegn eyðniveirunni árið 1985, en vegna andstöðu Þórarins Ólafssonar, yfirlæknis á svæfingardeild Land- spítalans, var horfið frá því og þess í stað keypt dýrara blóðefni frá Norðurlöndum. „Okkur var boðið ódýrara blóðefni frá Frakklandi en við bitum ekki á agnið þrátt fyrir spamaðaraðgerðir. Innflytjendur og heildsalar lyfya lögðu að okkur að kaupa þetta og þeir buðu það á lægra verði en blóðefni frá Norðurlöndunum. Þetta leit Ijómandi vel út í byijun eða allt þar til við komumst að því að mismunurinn lá í því að þetta blóðefni var ekki skimað," sagði Þórarinn Ólafsson, yfírlæknir á svæfíngardeild Landspítalans. 5.000 Frakkar smitaðir „Lærdómurinn sem draga má af þessu er sá að maður gerir ekki alltaf best í því að kaupa ódýmstu vömna. Það var mikið hringt í mig og þrýst á að ég keypti þetta. Að lokum sagði ég að ef þeir kæmu með ábyrgð frá Lyfjaverslun ríkisins og landlækni þá skyldi ég gera það á þeirra ábyrgð," sagði Þórarinn. Víðast hvar var byijað að skima blóð 1985, en Frakkar töldu hættuna af alnæmi hverf- andi. Þar var 1.200 dreyrasjúklingum gefið alnæmissmitað blóð eftir að vitneskja var komin um hvemig ætti að skima blóðið. Þrír fyrrverandi embættismenn í frönsku heil- brigðisþjónustunni vom á síðasta ári dæmdir í fangelsi vegna þáttar síns í þessu máli. Þeir vom sakaðir um að leyfa að blóð sem þeir vissu að var alnæmissmitað væri notað til blóðgjafar. Yfír 250 dreyrasjúklingar hafa látist í kjölfar blóðgjafanna og læknar áætla að um 5.000 til viðbótar hafi smitast. Þetta er mesta hneykslismál sem komið hefur- upp í franska heilbrigðiskerfínu á seinni ámm. Storkuþáttur frá Finnlandi Ólafur Jensson, forstöðumaður Blóðbank- ans, sagði að engin blóðefni hefðu verið flutt til landsins, nema að fram til ársins 1988/1989 hefði verið fluttur inn svonefndur storkuþáttur 8 fyrir dreyrasjúka frá Finn- landi. „Við höfum hins vegar flutt út blóðefni til Norðurlanda í hálfan annan áratug," sagði Ólafur. Hann sagði að sú staðreynd að blóðefnið hefði komið frá Finnlandi hefði valdið því að enginn dreyrasjúklingur á íslandi hefði orðið fyrir alnæmissmiti líkt og varð raunin á öðrum Norðurlöndum, í Evrópu og víðar. Ólafur sagði að 1985 hefði verið þróað próf til að skima blóð. Fram að þeim tíma hefðu þeir sem þegið höfðu blóðafurðir verið í smit- hættu. T.a.m. hefði uppundir þriðjungur allra dreyrasjúklinga í Danmörku smitast af storkuþætti 8 sem var fluttur inn. Sýktur storkuþáttur 8 hefði einnig verið á markaðn- um í Þýskalandi og Englandi. Hætta á ferðum „Önnur efni sem unnin era úr blóði í blóð- vatnsvinnslustöðvum erlendis era dauðhreins- uð. Storkuþátturinn sem við keyptum frá Finnlandi var hálfhreinsaður en við vomm svo heppnir að á þeim tíma sem við keyptum storkuþátt á tímabilinu 1979-1989 voru svo góðir blóðgjafar þar að við sluppum við sýk- ingu,“ sagði Ólafur. Ekki var byijað að skima það blóðefni fyrr en 1985. Ólafur sagði að ef flutt hefði verið inn storkuefni frá Frakklandi hefði verið hætta á ferðinni hér á landi. „Þá hefðum við lent í sömu súpunni og franskir læknar vom lög- sóttir fyrir á siðasta ári. Önnur blóðefni væru hins vegar það mikið hituð og sóttvarin að ekki er víst að hætta hefði verið á ferðum. Storkuþáttur 8 er ekki dauðhreinsaður því hann þolir ekki þá meðferð,“ sagði Ólafur. Kaupum aðeins gefið blóð Ólafur Ólafsson landlæknir sagði að vorið 1985 hefði hann gefíð fyrirmæli um að allt blóð hér á landi yrði skimað. „Ég var staddur í Kaupmannahöfn í apríl 1985 í erindum fyr- ir Alþjóðaheilbrigðisstofnunina þegar ég hafði samband við Guðjón Magnússon og sagði honum að við yrðum að taka upp þennan hátt hér heima. Haustið 1985 byijaði Blóð- bankinn að skima allt blóð og við vomm með þeim fyrstu sem byijuðu á því,“ sagði Ólaf- ur. Hann sagði að heilbrigðisyfirvöldum hefði á sínum tíma boðist ódýrt blóðefni frá Banda- ríkjunum á ámnum 1970-1989. „Við studd- um Ólaf Jensson, yfírlækni í Blóðbankanum, í því að kaupa efnið heldur frá Finnum. Það var þó ekki vegna alnæmis heldur fremur lifr- arbólgunnar. Við höfum alltaf verið á verði gegn því að kaupa blóðefni frá löndum þar sem blóðbankamir greiða gjöfurum fyrir blóð- ið. í Bandaríkjunum og víðast á meginlandi Evrópu er sá háttur hafður á og við vitum að það kemur oft úr óheppilegum hópum þjóð- félagsins. Við höfum haft það fyrir stefnu að kaupa blóð þar sem það er gefið af gjöfur- unum,“ sagði Ólafur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.