Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 59

Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 59
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRIL 1993 Hvar er lýðræðið? Frá Aðalheiði Jónsdóttur: Þó að ég eigi sjaldan samleið með þjóðarsálinni á Rás tvö, tekur þó út yfir allt þegar hún dembir yfir stjórnendur þakklæti fyrir frá- bæra stjórnun, þótt ég hins vegar skilji mjög vel að þeir sem hafa sams konar pólitísk viðhorf geti auðveldlega fallið í sömu pólitíska gryfiu. - En hvað um það, leyfum þeim að hvíla í friði í sinni pólitísku gröf og látum sem það komi okkur ekki við. Óðagot Jóns Man þjóðarsálin eftir fárinu sem hljóp í Jón Baldvin rétt áður en þjóðaratkvæðagreiðsla fór fram í Sviss um EES-samninginn? - „Ef Islendingar samþykktu samninginn ekki áður mátti búast við því að þeir yrðu útilokaðir." Og enn elnaði Jóni sóttin eftir að Sviss hafnaði samningnum. - Hvers vegna lét aumingja maðurinn svona? Augljóst er að ekki gat hann haft íslenska hagsmuni að leiðarljósi. - En til- gangslaust er að hugsa um það, allt líðst, líka það að færa Alþingi ósannar fréttir af því sem er að gerast og á að gerast í þessari ólystilegu samsuðu ósanninda og vandræðamennsku. - Og hvar stendur málið nú? Er ekki refskákin þegar unnin og íslendingar sitjandi í súpunni? Viðeyjarundrin Að undanförnu hefur sú spurning mjög leitað á huga minn: Hvers vegna er forseti íslands þjóðkjörinn? - Eftir það sem nú hefur gerst mundi ég líta á slíkt sem skrípa- leik, minnsta kosti svo lengi sem ekki er útilokað að hér geti ríkt annað eins ráðherraveldi og nú dill- ar sér á valdastólum. Ég hefi litið svo á fram að þessu að forseti væri meðal annars full- trúi lýðræðis og til hans gæti þjóð- in leitað, ef illvíg stjórnvöld sviptu hana lýðræðislegum rétti eða full- veldi þjóðarinnar skert eins og nú hefir gerst. Þau tvö dæmi um að forsetar hefðu hafnað þjóðarat- kvæðagreiðslu virtust skapa hefð í huga forsetans fyrir fullgildingu laga um EES-samninginn. Þar er þó ólíku saman að jafna, þótt eðli- legt hefði verið að þjóðin fengi að greiða atkvæði um veru hersins var þó ekki um að ræða skerðingu á sjálfsákvörðunarrétti. Ef forseti finnur í forsetaembættinu hefð fyr- ir fullveldisskerðingu og því sem virtir lagaprófessorar líta á sem stjómarskrárbrot má tala um hefð fýrir þessum gjömingi, annars ekki. Hins vegar, sé það rétt sem ráð- herrar vildu vera láta, að auðvitað hlyti forseti að samþykkja lögin, sýnist vera meiri vandi en vegsemd að gegna þessu háa embætti. - Eru þá ekki „Viðeyjarfóstbræður“ komnir á toppinn? Fullgilding þessara laga virðist mér samþykki á því að þjóðinni sé ekki treystandi til að greiða at- kvæði um hvort hún fær að lifa sem frjáls þjóð í landi sínu eða verður VELVAKANDI GÓÐ ÞJÓNUSTA FLUGLEIÐA ÉG VILDI koma á framfæri þakklæti til starfsfólks Flugleiða á aðalskrifstofu þeirra í Kaup- mannahöfn. Ég þurfti nauðsyn- lega að komast heim til íslands á erfiðum tíma og er skemmst frá að segja að allt þeirra viðmót einkenndist af hjálpsemi og hlýju og þau gengu frá öllum mínum málum innan lands og utan þann- ig ég þurfti ekki að hafa áhyggj- ur af neinu. Kærar þakkir, starfsfólk Flug- leiða. Anna SLÆMT SÍMASAMBAND í VESTURBÆNUM ÉG ER EIN þeirra óheppnu Vest- urbæinga með þetta ófullkomna símakerfi sem okkur er boðið upp á. Nú ætla ég að láta nægja að kvarta fyrir mína hönd, segja hvernig símasamband mér hefur verið boðið upp á til fjölda ára. Þegar hringt er í mitt númer veit maður aldrei hvort samband við- komandi gengur eðlilega fyrir sig því oft þegar hringt er til mín eru hljóð, skruðníngar og læti eins og maður stæði mitt í meiri- háttar styrjöld. Það er sama úr hvaða átt er hringt, Hafnarfirði, Kópavogi, Árbæ eða utan af landi, lætin og skellirnir kveða svo við að ég er neydd til að hringja til baka. Þar sem ég er öryrki með takmarkaðar mánað- arlegar tekjur og stend þar að auki í skilum með allt er ég ósátt við að þurfa að borga meira en nauðsynlegt er fyrir símann og þurfa að borga þau félagslegu samskipti sem ég fæ frá öðrum. Ég hef kvartað í 05 oftar en einu sinni og hingað hafa komið menn með spekingssvip, en sím- inn er eins eftir sem áður. Meira að segja hringdu þeir sjálfír og fengu hersveitirnar á staðinn en þá var ekki tími til að athuga málin, að mér var sagt. Ég hef skipt um símtæki oftar en einu sinni á þessu tímabili en allt er eins og áður. Ég er ósátt við að vera ekki með síma eins og aðrir. En hvað er til ráða? Anna Ragnarsdóttir Kvisthaga 4. LEIÐINLEGAR ÚTVARPSSÖGUR MARGRÉT Jónsdóttir hringdi og sagði að sögur þær sem lesn- ar væru upp í Ríkisútvarpinu væru alveg sérstaklega leiðin- legar og þá ekki síður lesararnir sem læsu þær upp. Hún vildi fá að heyra einhveijar þjóðlegar og góðar sögur. Að hennar smekk hafa einungis tvær fram- bærilegar sögur verið lesnar síð- ustu mánuði og er önnur þeirra Anna á Stóruborg og hin ævi- saga Kristínar Dalsteð. Henni fannst að fólk ætti að láta heyra í sér í sambandi við þetta. GÆLUDÝR Týndur köttur Grár einlitur persneskur högni hvarf frá Hraunflöt við Álftanes- veg föstudaginn 19. þ.m. Upplýs- ingar í síma 657082 eða 651340. Fundarlaun. Týndur köttur FIMM mánaða gömul svört læða tapaðist í fyrradag frá Hraun- tungu 97, Kópavogi. Hafi ein- hver orðið hennar var er sá vin- samlegast beðinn að hringja í síma 42337. Páfagaukur í óskilum LÍTILL páfagaukur kom í heim- sókn í hús í Seljahverfí sl. föstu- dag. Nú ratar hann ekki heim til sín og biður eiganda sinn að hringja í síma 71209. TAPAÐ/FUNDIÐ ísaxir fundust TVÆR ísaxir fundust upp við Esju við Leirvogsá sl. sunnudag. Upplýsingar í síma 43842 eða 18285. að þola það að stór hluti fullveldis- ins sé fluttur út fyrir einhver toll- fríðindi á físki og að sjálfsögðu aukna möguleika fyrir Kolkrabbann að ávaxta sitt pund betur en unnt er á örlitlum og fábreyttum fjár- magnsmarkaði heimalandsins, þó aldrei nema þeir njóti þeirra fríðinda að þurfa ekki að greiða skatt af vaxtatekjum. Sölumaður íslands Skyldi Jón Baldvin aldrei, aldrei hafa dottið í hug að selja Kolkrabb- ann. Þykja krabbadýr ekki hið mesta lostæti í EB-ríkjunum? — Nei, líklega hefur þessum frægasta sölumanni íslands aldrei dottið slíkt í hug, þrátt fyrir þá ótrúlegustu sölumannshæfíleika að fá allt fyrir ekkert. Lítilsvirðing á þjóðar- vilja og valdniðsla Undarleg er staða íslands í öllu þessu EES-samningafári. í engu EFTA-ríkjanna getur EES-samn- ingurinn öðlast gildi nema þá með stórauknum þingmeirihluta sem yrði þá að vera því fylgjandi eða þjóðaratkvæðagreiðsla hefði farið fram áður, vegna þess mikla full- veldisafsals, sem ráðamenn þar telja að í samningnum felist. Utan- ríkisráðherra Íslands segir hins veg- ar að þetta sé ekkert fullveldisaf- sal, aðeins venjulegur viðskipta- samningur. - Og kröfu þjóðarinnar um að fá að greiða atkvæði um málið svara ráðherrar svo - að hún hafi ekkert vit á því, þess vegna sé ekki unnt að taka slíkt til greina. Þannig tekst þeim að knýja samn- inginn fram með naumum meiri- hluta á þingi og fá síðan fullgild- ingu laganna. Á þjóðin ekki eftir að þakka fyr- ir sig? - Vegna þess að ég er þar stödd á lífsgöngunni, sem veitir mér ekki ótakmarkaðan tíma til að tjá gjörendunum þakklæti mitt ætla ég að reyna að sýna lit með þessum fátæklegu orðum ... Harma aðeins mest að hafa enga möguleika til að launa þeim að verðleikum. AÐALHEIÐUR JÓNSDÓTTIR, Kaplaskjólsvegi 55, Reykjavík. Pennavinir Sextán ára pólsk stúlka með áhuga á tónlist, ferðalögum og sundi: Joan Kuzmicka, Ul. Gen. sulika 2/56, 16-200 Dabrowa Bialostocka, ' Poland. Þýsk 21 árs stúlka með áhuga á tónlist, söng, bréfaskriftum, kvik- myndum og listmálun: Ingrid Standke, Obersohler Weg 30, W-4322 Sprockhövel, Germany. LEIÐRÉTTINGAR Orð féllu niður í minningargrein Eyglóar B. Sig- urðardóttur um Sigríði Sólborgu Eyjólfsdóttur í Morgunblaðinu á þriðjudag féllu niður nokkur orð og raskaðist við það samhengi. Rétt hljóðar viðkomandi efnisgrein svo: „Mannkostir þínir voru margir, en ég mat mest trygglyndi þitt og hversu heilsteypt þú varst, sem þú sýndir bæði á glöðum og erfíðum stundum. Og þó að þú væri komin í hjólastól aftaði það þér ekki. Og þú hafðir þetta innsæi í tilfinningar annarra. Álltaf fór ég ríkari frá þér en ég koma, af visku og kærleik. Fína húmorinn þinn og geislandi brosið á ég í minningunni." Hlutað- eigandi eru innilega beðnir afsökun- ar á mistökunum. Nafn Brynju féll niður í frétt um Norrænu kvikmynda- hátíðinni, sem birtist í blaðinu sl. þriðjudag, gleymdist að geta þess að Brynja Benediktsdóttir, leik- stjóri, var ein þeirra sem átti sæti í Alþjóðlegu dómnefndinni sem valdi mynd Friðriks Þórs Friðriks- sonar, Börn náttúrunnar, bestu mynd Norðurlanda 1993. Er hún beðin velvirðingar á mis- tökunm. Okeypis leglræöiaðstoð á hverju fimmtudagskvöldi milli kl. 19.30 og 22.00 í síma 11012. ORATOR, félag laganema. Sumarjakkar kr. I 1.980,- Bómullar- skyrtupeysur kr. 5.980)- Nýkomnar sumarvörur H® ÚTILÍFP H® GLÆSIBÆ. S/MI812922 jýE^AINlítURENf KYNNINC á nýju vor- og sumarlitunum í dag og á morgun frá kl. 13-18. Fimmtudag Föstudag SAJWXA Kópavogi Hafnarfirði 10% KYNNINGARAF5LÁTTUR Þórunn Jónsdóttir, förðunarfræðingur og Kristín Einarsdóttir YSL leiðbeinandi veita ráðgjöf um förðun og litaval. VERIP VELKOMIN.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.