Morgunblaðið - 01.04.1993, Side 36

Morgunblaðið - 01.04.1993, Side 36
36 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 Þingsályktunartillaga Alþýðubandalagsins Annar valkostur en kvótakerfið í boði Aflagjald til hafrannsókna o g úreldingar fiskiskipa ÞINGFLOKKUR Alþýðubandalagsins kynnti í fyrradag þingsályktunartillögu um sjávarútvegsstefnu. Samhliða til- lögunni voru kynnt drög að frumvarpi til laga um stjórnun fiskveiða. Flutningsmenn segja að að sú óvissa „pattstaða“ sem ríkisstjórnin hafi teflt málefnum sjávarútvegsins I sé óþolandi með öllu. Þeir vilja að málið verði tekið úr hönd- um svonefndrar „tvíhöfðanefndar“. í fyrradag var fulltrúum fjöl- miðla í Alþingishúsi kynnt þingsá- lyktunartillaga sem allir þingmenn Alþýðubandalagsins standa að. Fyrsti flutningsmaður en Jóhann Ársælsson (Ab-Vl). Þingsályktun- artillagan gerir ráð fyrir að: „Al- þingi ályktar að fela sjávarútvegs- nefnd Álþingis að sjá um endur- skoðun laga um stjóm fiskveiða, sbr. ákvæði til bráðabirgða VII í lögum nr. 38/1990, um stjóm fisk- veiða. Einnig leggi nefndin drög að mótun heildstæðar sjávarútvegs- 'jNStefnu. Sjávarútvegsnefnd vinni að þessu verkefni í samráði við sjávarútvegs- ráðuneyti og Fiskistofu, sem og samtök hagsmunaaðila, útvegs- manna, sjómanna, verkafólks og sveitarfélaga. Sjávarútvegsráðu- neytið og Fiskistofa aðstoði nefnd- ina og leggi henni til upplýsingar og starfsfólk eftir þörfum. Þá skal sjávarútvegsnefnd heimilt að ráða sér starfsmann meðan á þessu verki stendur og skipa starfshópa á sínum vegum og greiðist allur kostnaður af Alþingi. Sjávarútvegsnefnd skili áfanga- skýrslu og tillögum um framtíðartil- högun við stjórn fiskveiða í frum- varpsformi til ríkistjórnarinnar eigi síðar en 15. september næstkom- andi. Þá stefni nefndin að því að ljúka störfum og skila endanlegum tillögum um heildstæða sjávarút- vegsstefnu fyrir árslok 1993.“ um Þróunarsjóð. Af öðru því sem fréttist frá nefndinni væri ljóst að ekki yrði neinn friður og sátt um þær hugmyndir sem brytust um í „höfðum tvíhöfða". Stefnan væri að festa núgildandi kvótakerfi í sessi og setja á enn meiri viðskipta- og eignarréttargrundvöll. Opna umræðuna Alþýðubandalagsmenn sögðu það hafa verið mikið óheillaspor þegar ríkisstjórnin hefði ákveðið að taka endurskoðun laga um stjórn fiskveiða í sínar hendur og „tví- höfða“. Um þetta mál yrði að vera sem víðtækust samstaða, allra landsmanna og allra flokka. Þetta mál yrði að ræða í þjóðfélaginu öllu. Ragnar Amalds formaður þing- flokksins boðaði að Alþýðubanda- lagsmenn myndu eftir páska nýta sér rétt sinn sinn samkvæmt 77. og 78. grein þingskaparlaga; fara þess á leit að umræðu um þings- ályktunartillöguna og stöðuna í sjávarútvegsmálum yrði útvarpað og sjónvarpað. Stjómarflokkamir vom átaldir fyrir að hafa skákað málinu sín á milli í „pattstöðu", á meðan festist kvótakerfið í sessi, og með degi hverjum yrði erfíðara að snúa við. Alþýðubandalagsmenn fólu því Jó- hanni Ársælssyni að semja drög að frumvarpi í samráði við fulltrúa úr sjávarútvegmálaráði Alþýðubanda- lagsins. Alþýðubandalagið vildi bjóða fram annan valkost. Tals- menn Alþýðubandalags sögðu þessi framvarpsdrög ekki vera endanleg stefnumótun, en þessi umræðu- grundvöllur hlyti að vera traustari og farsælli en sá „óskapnaður" sem kvótakerfið væri. Sóknarstýring Jóhann Ársælsson gerði í nokkru máli grein fyrir meginmarkmiðum framvarpsins s.s. „að tryggja til frambúðar óumdeilanlegan eignar- rétt og fullan ráðstöfunarrétt þjóð- arinnar á auðlindum íslenska haf- svæðisins". Með þessu frumvarpi yrðu felld niður núgildandi ákvæði laga um aflahlutdeild og úthlutanir aflaheimilda. Ekki yrði lengur rétt- ur til að framselja aflaheimildir milli skipa og því myndi ekki mynd- ast verð á aflaheimildum. Frumvarpið miðar að því að færa veiðistýringuna nær upphaflegu formi. Eins og áður tíðkaðist byggj- ast veiðimöguleikarnir samkvæmt nýja kerfínu á umráðarétti yfir skipi, en 6. gr. segir: „Þau skip ein fá leyfi til veiða í atvinnuskyni sem höfðu slík leyfi fyrir gildistöku laga þessara. Hverfi skip, sem á kost á veiðileyfi samkvæmt 1. mgr., var- anlega úr rekstri má veita sambæri- legu skipi veiðileyfí í þess stað.“ Framvarpið kveður m.a. á um að sjávarútvegsráðherra skuli að fengnum tillögum sem Fiskistofa semji, í samráði við Hafrannsókna- stofnun, ákveða með reglugerð tak- markanir veiða og aðferð við nýt- ingu lífríkisins í sjónum kringum landið í þeim tilgangi að tryggja hámarksarð þjóðarinnar af auðlind- inni og viðhald og endumýjun henn- ar. A grundvelli rannsókna skal semja áætlun um nýtingu fisk- stofna. Taka skal upp veiðistýringu Morgunblaðið/Kristinn Frumvarpsdrög kynnt JÓHANN Ársælsson, Ragnar Arnalds, Steingrímur J. Sigfússon og Lilja Rafney Magnúsdóttir. sem byggir áætlunin á nýjustu upp- lýsingum um ástand fiskistofna og annars lífríkis í sjónum. Árinu er þá skipt í fjögurra mánaða tímabil, janúar-apríl, maí-ágúst, september- desember. Takmarkanir, sem ákveðnar verða, gildi fyrir næstu 11 mánuði en framlengjast um fjóra mánuði eftir hvert tímabil eftir að nýjustu upplýsingar um ástand físk- stofna, veiðiafköst flotans og áhrif veiðarfæra hafa verið metin. Meðal takmarkandi aðgerða má nefna lokun veiðisvæða, takmörkun eða bann við notkun ákveðinna veiðarfæra, reglur um notkun til- tekinna veiðarfæra, s.s. um há- markstíma, möskvastærð, neta- fjölda o.s.frv. Aflagjald í frumvarpinu er kveðið á um sérstakt aflagjald sem miðast skal við magn þess afla af hverri tegund sem að landi kemur af hverju skipi. Gjaldið skal vera mismunandi hátt, bæði milli tegunda og innan hverrar tegundar, t.d. hærra fyrir smáan fisk eða lélegan. Gjaldið skal endur- skoðað fyrir hvert veiðitímabil með tilliti til nýjustu rannsókna og upp- lýsinga um veiðarnar. Aflagjaldið skal renna í sér- stakan sjávarútvegssjóð. Sjóðurinn skal vera í vörslu Fiskistofu. Úr sjóði þessum skal greiða kostnað við þær rannsóknir sem Fiskistofa telur nauðsynlegar til að hægt sé að stjórna nýtingu lífríkisins. Heim- ilt skal að greiða úr sjóðnum upp- bætur á veiðar á vannýttum tegund- um, veita styrki til tilraunaveiða og tilrauna með nýjungar í sjávarút- vegi. Einnig er kveðið á um: „Fiski- stofu skal heimilt að leggja Hag- ræðingarsjóði sjávarútvegsins til ijármuni í þeim tilgangi að skip verði keypt til úreldingar eða sölu úr landi og leitast þannig við að koma sóknargetu hinna ýmsu út- gerðarflokka í það jafnvægi sem æskilegast er með tilliti til þeirra markmiða sem sett eru um þjóð- hagslega arðsemi.“ Jóhann Ársælsson sagði að einn af íjölmörgum ágöllum núverandi kerfís væri að öll verðmætamyndun í útgerð hefði skekkst. 1 upphafi hefði því verið haldið fram að kvóta- verð myndi ráðast, þegar til lengri tíma væri litið, af kostnaðarverði nýs skips og ávöxtunarkröfunni á peningamarkaði. Þetta hefði ekki gengið eftir. Verð á aflakvótum hefði í reynd tekið mið af jaðar- kostnaði þeirra útgerða sem best hefðu staðið og hefðu nýtt sér möguleika á að sleppa við skatt- greiðslur með kvótakaupum. Jó- hann sagði að með því að leggja kvótakerfið af myndu verðmæti útgerða aftur fara að ráðast af ástandi skips og veiðimöguleikum. Skip og veiðheimild yrðu óaðskiljan- leg. Verð skips sem útgerðareining myndi ráðast af arðsemi rekstursins en ekki jaðarkostnaði veiðiheimilda eins og nú væri. „Vanefndir tvíhöfða“ Á fundi með fréttamönnum í gær mátti merkja að Alþýðubandalags- menn, Ragnar Arnalds þingflokks- formaður, Lilja Rafney Magnús- dóttir (Ab-Vf) og fulltrúar flokksins .í sjávarútvegsnefnd, Jóhann Ár- sælsson og Steingrímur J. Sigfús- son (Ab-Ne), væru orðin langeygð eftir niðurstöðum og tillögum svo- nefndrar „tvíhöfðanefndar“ sem stjórnarflokkamir hefðu skipað til þess að vinna að endurskoðun laga um stjórn fískveiða. Þau lög kvæðu á um að endurskoðun skyldi verða lokið fyrir árslok 1992. Steingrímur J. Sigfússon taldi það hæverskt orðalag að tala um „vanefndir". Þeir sögðu að samráð tvíhöfða- nefndarinnar við hagsmunaaðila og sjávarútvegsnefnd hefði nánast ekkert verið. Af störfum þessarar nefndar væri helst að fregna í gegn- um fjölmiðla og gengu miklar sögur um ágreining og erfiðleika, t.a.m (M° Hótel 'hSHarpa Hópar - einstaklingar Minnum á blómstrandi menningar- og skemmtana- líf, landsins besta skíðafjall og vetrartilboð okkar. Hótel Harpa Góð gisting á hóflegu verði íhjarta bæjarins. Sími 96-11400 Ath. að Hótel Harpa er ekki í símaskránni. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra í utandagskrárumræðu Landshankinn tapar ekki vegna eftirlaunaskuldbindinga SIS LÍFEYRISRÉTTINDI og eftirlaunasamningar 20 starfs- manna Sambands íslenskra samvinnufélaga voru rædd utan dagskrár í gær. Guðrún Helgadóttur (Ab-Rv) hafði áhyggjur af því að kröfur vegna þessa kunni að falla á Landsbank- ann. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra sagði litlar eða engar líkur á því að bankinn skaðist vegna þessara skuld- bindinga. Þingmenn ræddu mjög ágalla lífeyriskerfisins og misrétti. Fjármálaráðherra sagði að þessum málum yrði ekki breytt nema í tengslum við kjarasamninga. Málshefjandi, Guðrún Helga- dóttir, gerði að umtalsefni fjölm- iðlafréttir um eftirlaunasamninga 20 starfsmanna SÍS, nánar tiltekið tveggja forstjóra og 18 fram- kvæmdastjóra. Fréttimar voru að hluti þessara eftirlaunagreiðslna væru í óvissu sökum þess að eftir- launaskuldþindingar hefðu verið yfirteknar af nokkrum hlutafélþg- um sem var komið á fót þegar Sam- bandið skipti rekstri sínum upp. Nú væri hagur sumra þessara fyrir- tækja nokkuð óviss. Áhyggjur Guð- rúnar virtust þó ekki varða hag þessara tilteknu 20 einstaklinga, enda nægðu eftirlaunin vel til fram- færslu, jafnvel þótt þau skertust nokkuð. Guðrún benti á að Lands- bankinn hefði yfirtekið hlutabréf í sumum þessara fyrirtækja. Hana uggði sá möguleiki að þessar skuld- bindingar fyrirtækjanna féllu á Landsbankann og eiganda hans, ríkissjóð íslands. Ekki forgangskrafa Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að í þessum umtöluðu samningum væri gert ráð fyrir að þessum tilteknu einstaklingum væru greidd eftirlaun umfram það sem lífeyrissjóður samvinnustarfs- mannanna, Samvinnulífeyrissjóður- inn, greiddi. Hann lagði áherslu á að hér væri ekki um lífeyrisskuld- bindingar að ræða heldur aðeins samning um eftirlaun sem væru greidd beint af fyrirtækjunum. Fjármálaráðherra sagðist ekki hafa í sínu ráðuneyti miklar upplýs- ingar um einstök atriði_ viðskipta milli Landsbankans og SÍS. En það leiddi af eðli málsins að hér væri fyallað um fyrirtæki sem hefði verið breytt í hlutafélög og hefði Lands- bankinn eða einhver annar aðili eignast hlut í félagi, væri sá aðili einungis ábyrgur fyrir skuldbind- ingum félagsins að því marki sem hlutafjáreign hans drægi. Kröfum umfram það yrði ekki beint að við- komandi aðila. Fjármálaráðherra sagði litlar sem engar líkur á því að Lands- bankinn skaðaðist vegna þessara eftirlaunaskuldbindinga. Ráðherra sagði að gera yrði ráð fyrir því að skuldbindingar þessara fyrirtækja hefðu verið eðlilega metnar við yfir- töku Landsbankans á eignum SÍS og féllu ekki á bankann. En ef það gerðist að félag sem bankinn hefði eignast yrði gjaldþrota, yrði sá sem ætti eftirlaunarétt hjá félaginu að beina kröfu sinni að þrotabúinu eins og aðrir kröfuhafar. Fjármálaráð- herra sagði að ekki væru til staðar bein lagaákvæði um hvort þessir eftirlaunasamningar væru for- gangskröfur eða almennar kröfur og hefði ekki svo kunnugt væri reynt á það fyrir dómstólum. Hins vegar mætti telja einsýnt að hér væri um að ræða almennar kröfur. Að sínu mati væri hér ekki um að ræða launakröfu sem gæti fallið undir Ábyrgðarsjóð launa og lög um um þann sjóð. Þingmenn ræddu nokkra stund um lífeyrisréttindi landsmanna. Bar þeim öllum saman um að lífeyris- kerfi landsmanna þarfnaðist mikilla úrbóta, það væri dýrt í rekstri, ávöxtun sumra lífeyrissjóða ekki sem skyldi, og ærið misrétti milli félagsmanna í hinum ýmsu sjóðum. Kjarasamningar Friðrik Sophusson fjármálaráð- herra sagði að þessum stóra mála- flokki, lífeyrissjóðsmálum, yrði ekki breytt nema í tengslum við kjara- samninga. Lífeyrisréttindi og skuld- bindingar hefðu áhrif á launakjör íjölmargra; þarna væri samspil. Fjármálaráðherra tilgreindi þijú atriði sem menn yrðu að skoða. 1) Samræming á lífeyrisfyrirkomulagi opinberra starfsmanna og annarra. 2) Hvort leyfa ætti frelsi um það til hverra lífeyrisgreiðslurnar gengju og hver ætti að ávaxta þær. 3) Hvert ætti að vera samspil lífeyris úr lífeyrissjóðum og bóta sem greiddar væru af hálfu hins opinbera í gegnum almannatrygg- ingakerfið.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.