Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRIL 1993 Fossarnir í hundana? eftir Friðrik Daníelsson í fullri alvöru er nú farið að ræða um útflutning raforku um sæstreng til Evrópu. í hnotskurn er hér stefnt að því að leyfa erlendum aðilum að virkja ijómann að íslenskri fallvatns- orku og koma henni ónýttri úr landi án þess að nokkur varanleg atvinnu- sköpun verði í landinu. Þetta er aug- ljóslega hættulegt ákvörðunarrétti, arði og atvinnu landsmanna. Auðlindimar Höfuðauðlindir íslands, sem nýta má til atvinnusköpunar og útflutn- ings, eru fiskimiðin og orkan i fall- vötnum og jörð. Með mikilli baráttu hefur íslendingum tekist að halda fiskimiðunum. Jafnvel beiting her- valds frá Evrópubandalagsríki megnaði ekki að buga vilja þjóðar- innar. Aldrei hefur komið til greina að veita útlendingum aðgang að fiskimiðunum. Að mínu mati kemur ekki heldur til greina að veita útlend- ingum aðgang að orkulindunum. Þegar nú sér fyrir endann á nýtingu fiskimiðanna verða menn að snúa sér að fullri alvöru að nýtingu orku- lindanna. Talið er að hægt sé að virkja hér um 45 árs-terawattstund- 4M*ir rafmagns, til viðbótar því sem þegar er virkjað. Þar af um 20 úr jarðvarma og 25 úr fallvötnum. Jarðvarminn Hagkvæm raforkuvinnsla á há- hitasvæðum fæst ekki nema með samnýtingu orkunnar með iðnaði og‘ hitaveitum, þannig er hægt að nýta um fimmtung orkunnar til raf- magnsframleiðslu. Nýting háhita- svæðanna til iðnaðar er ekki komin það langt á veg að hægt sé að fá raforku þaðan til uppbyggingar orkufreks iðnaðar svo um muni. Framleiðslugetan er nú um 0,3 terawatt-stundir. Hana mætti þó auka verulega þar sem samkeyrslu- hagræðið er fyrir hendi, sérstaklega á Nesjavöllum, þar sem stórt háhita- svæði er nýtt til varmaöflunar og raforkan fæst mjög hagkvæmlega sem aukaafurð. En jafnvel þó um fimmföldun yrði að ræða hefði það litla þýðingu við útflutning 9 teraw- att-stunda til Evrópubandalagsins, eins og verið er að bollaleggja nú. Væru háhitasvæðin virkjuð til raforkuframleiðslu eingöngu færi megnið af orkunni til spillis. Háhita- svæðunum má líkja við varmanámur þar sem varmaorkan eyðist með tím- anum. Opnun háhitasvæðis um nokkur þúsund megawött (sem til þyrfti ef framleiða ætti til dæmis helminginn af því sem færi í hundana, um 500 MW) mundi þýða, að sóað væri meiri orku en Landsvirkjun og Hita- veita Reykjavíkur framleiða til sam- ans! En það sem mestu máli skiptir er, að óvissuþættirnir um kostnað við slíkar (ósamtengdar) gufuafl- stöðvara eru margar. Áhættan við •byggingu þeirra er mikil. Reynsla okkar af þeim er afar slæm. 500 MW stöð, fyrir útflutning raforku, yrði dýr og of áhættusöm fjárfesting fyrir íslenska aðila. Fallvatnsorkan Talið er að hagkvæmt sé að virkja um 25 árs-terawatt-stundir vatns- orku til viðbótar. En af þessum 25 eru aðeins um 15 sem kosta svipað og núverandi virkjanir, verði virkjað meira hækkar kostnaðurinn ört. Þær 9 terawatt-stundir sem talað er um að flytja ónýttar úr landi eru því ijóminn af íslenskri vatnsorku eða um 60% af hagkvæmasta óvirkj- uðu vatnsafli landsins! Þeir tveir aðilar sem eru að at- huga uppbyggingarmöguleika áliðn- aðar hér (Átlandal og Keiser) munu líta til möguleika á stækkun álver- anna síðar. Orkuþörf þeirra, sem er um 6 terawatt-stundir í byijun, gæti hægiega aukist í 10-15 teraw- att-tíma samanlagt þegar til lengra tíma er litið, þeir þurfa að tryggja sér aðgang að orkunni ef vel skyldi ára til framleiðsluaukningar síðar. Þannig verða samningsumleitanir um sölu orku á hagstæðara verði til þessara aðila ósannfærandi, ef virkja þarf dýrasta vatnsaflið til þess að útvega þeim rafmagn, á sama tíma og verið er að tala um útflutning 9 terawatt-stunda til Evrópubanda- lagsins. Og þá á eftir að reikna með ann- arri uppbyggingu orkufreks iðnaðar sem kemur til á næstu áratugum. íslendingar ráða ekki við útflutning Framleiðsla 9 árs-terawatt- stunda, sem verið er að athuga með sölu á til Hollands er stærri fjárfest- ing en svo að íslendingar ráði við hana. Við ráðum ekki einu sinni við að byggja virkjanirnar sem til þurfa að koma hér. Bara þær mundu kosta 130 milljarða króna og mundu auka heildarskuldir þjóðarinnar meira en 50%! (úr 220 í 350 milljarða, sé reiknað með lánsfiármögnun ein- göngu). Það er því ljóst að erlendir eignar- aðilar þyrftu að koma inn þegar við byggingu virkjananna. Það yrði kú- vending og meiriháttar uppgjöf af hálfu Islendinga sem hafa haft á stefnuskránni yfirráð yfir auðlindum landsins. Ef við héldum þeirri stefnu að virkja til nýtingar innanlands gæti Landsvirkjun sjálf ráðið við fram- kvæmdirnar. Áfangarnir yrðu minni og dreifðari. Litlar tekjur af rafmagnsútflutningi Með heppni gætu tekjur af sölu 9 terawatt-stunda orðið af stærðar- gráðunni 10 milljarðar á ári (miðað við afhendingu í hundana, þ.e. í tengistöð sæstrengs hér). Þetta er aðeins um 10% af núverandi útflutn- ingstekjum landsins. Þessar tekjur verða að miðast við þær gjaldeyris- tekjur sem fengjust frá orkufrekum iðnaði sem keypti þetta orkumagn til nýtingar innanlands. Þar gæti orðið um að ræða 5-10 falt hærri gjaldeyristekjur eftir því hvaða framleiðslu yrði um að ræða. Óviss- an um verðþróun raforku í Evrópu- bandalaginu til lengri tíma er og verður mikil. Mikil óvissa er og verð- ur um rekstraröryggi og viðgerðar- kostnað sæstrengs. Þegar tillit er tekið til þessara óvissuþátta verður tekjuáætlun mjög óviss og afkomu- Friðrik Daníelsson „íslendingar verða að fara fram í breiðri víg- línu úr vörn kreppu- hugsunarháttarins í sókn til frekari orku- nýtingar. Þar verður framtíðaratvinna og fjárafli landsmanna.“ möguleikar þar með. Má ekki mikið útaf bera ef reka á 1000 megawatta virkjun og þjóna 130 milljarða fjár- magnsbagga! Engin varanleg atvinnusköpun íslenskt efnahagslíf gæti orðið fyrir afdrifaríkri sprengingu yrði ráðist í 300 milljarða króna erlenda fjárfestingu hér (virkjanir og hund- ar). (Þetta er meira fjármagn en bundið er nú í helstu útflutningsat- vinnuvegum landsins samanlagt.) En þegar rykið verður búið að setj- ast yfir rústirnar verður litil sem engin atvinnustarfsemi eftir til fram- búðar tengd verkefninu. En vinnu- markaðurinn í sárum og verktakar verkefnalausir. Ef orkan væri nýtt innanlands gætu fleiri þúsund manns fengið atvinnu til frambúðar. Hér er mikilvægt að taka fram, að framleiðsla orkunýtandi iðnaðar hér á landi hefur tekist mjög vel. Vörugæði eru með því besta sem þekkist. Fyrirtækin hafa virka þró- unarstarfsemi. Mitt mat er, að þessi iðnaður, sem oft er erfiður og flók- inn tæknilega, henti íslendingum vel. Umhverfisvæn orka Menn telja að raforka héðan sé söluhæfari af því að hún sé umhverf- isvæn. En virkjanirnar valda varan- legum umhverfisspjöllum hérlendis. Ekki er von að Evrópubandalagsbú- ar geri sér grein fyrir þessu, Island er í þeirra augum svo fámennt að það er „nokkurn veginn óbyggt“ svo vitnað sé í orð Hollendinganna. 9 terawatt-stundir frá íslandi hafa hverfandi áhrif á mengun í Evrópubandalaginu, þar er orku- þörfin þúsundir terawatt-stunda þannig að orkan héðan gæfi varla útslag á mælana þar. Vörn í sókn Svo virðist sem yfirvöld orku- og iðnarmála og sérfræðinga þeirra séu farin að eyða tíma sínum og fé al- mennings í að koma orkuauðlindum landsins ónýttum í hendur útlend- inga, í stðinn fyrir að vinna að upp- byggingu orkufreks iðnaðar. Hér er illa farið með fjöregg afkomenda okkar og fjármuni almennings. Upphlaupið í kringum sæstrengs- hugmyndina sýnir, að það er brýnt að til komi skýrt afmörkuð stefna Islendinga í þessum málum. Þar þarf að vera ljóst að ásetningur stjórnvalda, hvaða stjórnmálaflokk- ur sem fer með völd, sé að nýta inn- lendar orkulindir til atvinnuupp- byggingar innanlands. Um þetta þarf að vera full sátt. Það er afar mikilvægt að gera langtímaáætlun um uppbyggingu orkunýtandi iðnað- ar til margra áratuga, sem íslenskt þjóðfélag getur byrgt. Leita þarf sem víðast eftir fjárfestingu og samvinnu erlendra fyrirtækja í orkufrekum iðnaði og fyrir þurfa að liggja glögg- ar upplýsingar um hvað þeim býðst. Einnig þarf að leita leiða til þess að Islendingar, einstaklingar og fyrir- tæki, geti fjárfest í stórauknum mæli í orkunýtandi starfsemi og ekki síst, að núverandi fyrirtæki í greininni geti vaxið og dafnað. Ríkis- valdið verður að vera reiðubúið að taka forystuna sjálft í einstökum verkefnum, sérstaklega þeim minni. Islendingar verða að fara fram í breiðri víglínu úr vörn kreppuhugs- unarháttarins í sókn til frekari orku- nýtingar. Þar verður framtíðarat- vinna og Qárafli landsmanna. Höfundur er efnaverkfræðingur. Námskeið ætluð atvinnulausum Menningar- og fræðslusamband alþýðu stendur fyrir námskeiðum, sem eru ætluð atvinnulausum. Starfsmenntasjóður félagsmála- ráðuneytisins og Atvinnuleysistryggingasjóður greiða námskeiðs- gjöld. Eftirtalin námskeið verða í Reykjavík. Þau eru haldin ýmist fyrir eða eftir hádegi og standa yfir í 4 virka daga. Sjúlfsstyrking, fjórmól heimila, atvinnuumsóknir og mannleg samskipti 31. mars til 6. apríl annað 14. april til 20. apríl Enska - talmól 13. til 16. aprfl Enska fyrir byrjendur 13. til 16. apríl Tölvunómskeið fyrir byrjendur 5. til 7. apríl Almenn skrifstofustörf 13. til 16. apríl WINDOWS-forritið 14. til 16. apríl Bókfærsla 13. til 16. apríl Tölvunómskeið, fromhold 14. til 16. apríl Stafsetning 19.-21 apríl og 26. apríl Ritvinnslukerfið WORD 19. til 21. apríl Rifjum upp reikning 19. til 23. apríl Tölvunómskeið fyrir byrjendur 19. til 21. apríl Tölvunómskeið, framhald 26. til 29. apríl WINDOWS-forritið 26. til 29. apríl Skráning fer fram í síma 814233frá klukkan 9:00-17:00 alla virka daga. Námskeið eru einnig haldin utan Reykjavíkur ísamvinnu við stéttarfélög á hverjum stað. Hognýtt heimilishald Fatsaumur I 13. til 16. apríl Fatasaumur II 13. til 16. apríl Matreiðsla 19. til 21. mars £ fc MFA Ef til er skinka Heimilishorn Bergljót Ingólfsdóttir Það er kunnara en frá þurfi að segja að soðin köld skinka er til margra hluta nytsamleg. Hægt er að nota hana í heita og kalda rétti, svo ekki sé nú minnst á hvað hún er góð ofan á brauð. Margir fram- leiðendur senda þá afurð á markað- inn og skal ekki dæmt um hvað best er af því sem fáanlegt er. Lofs- vert er að auka fjölbreytnina. Má þar t.d. nefna svokallaða léttskinku, sem auk þess að vera hitaeininga- snauðari er ódýrari að því best er vitað. í verslunum, þar sem eru kjötborð, er stundum hægt að kaupa skinkuenda, sem þá er hægt að skera í þykkari bita en sneiðarnar í lofttæmdu umbúðunum eru. Ef til er skinka er hægt að hafa t.d. grat- íneraðar skinkurúllur eða blómkál með skinkubitum í matinn. Gratíneraðar skinkurúllur Ætlað fyrir 4 2 dl soðin löng hrísgrjón 8 sneiðar af skinku 1 dós aspas Sósan: 1 dl majones 'h dl chilisósa, helst sæt 1 'h dl kaffiijómi 1 dl rifinn ostur Soðin hrísgijónin sett í ofnfast fat. Soðið látið síga vel af aspasin- Gratíneraðar skinkurúllur. Blómkál með skinkubitum. um áður en skinkusneiðun- um er vafið utan um hann. Magn og gerð aspass getur hver ráðið. Skinkurúllurnar eru lagðar ofan á hrísgijón- in og er hægt að hafa rétt- inn tilbúinn þannig fyrir- fram. Sósan er búin til á eftirfarandi hátt: Majonesi og chilisósu blandað saman og ijóminn hrærður út í. Hellt yfir skinkuna, rifnum osti stráð yfir og bakað í ofni í 15 mín. við 225°C. Gott brauð, helst gróft, og grænmetissalat bor- ið með. Blómkál með skinkubitum Ætlað fyrir 4 1 stórt blómkálshöfuð soðið í söltu vatni, u.þ.b. 2 tsk. salt í 1 1 vatns Sósan: 2 msk. smjör 3 msk. hveiti 5 dl mjólk 100 g soðin skinka salt og pipar brytjuð steinselja Blómkálið tekið sundur í greinar, fyrir eða eftir suðu. Þess ber að gæta að hafa það ekki ofsoðið. Búinn er til venjulegur uppbakaður jafningur og látinn sjóða í nokkrar mín., kryddaður að smekk. Skinku í smábitum bætt út í og látið hitna með. Hellt yfir blómkálið um leið og borið er fram. Steinselju stráð yfir. Soðnar kartöflur eða gott brauð borið með.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.