Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 01.04.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 45 Nótt í borginni Kvikmyndir Arnaldur Indriðason Nótt í New York („Night and the City“). Leikstjóri: Irwin Winkler. Handrit: Richard Price, byggt á sögu Geralds Kersh. Aðalhlutverk: Robert De Niro, Jessica Lange, Alan King. Síðast þegar þau léku saman voru Robert De Niro og Jessica Lange svarnir óvinir í spennu- myndinni Víghöfða. Regnboginn hefur frumsýnt nýja mynd með þeim, Nótt í New York („Night and the City“), þar sem samband- ið er öllu elskulegra. Eins og svo margar myndir að vestan er þessi endurgerð. En á meðan þær eru svona skemmtileg- ar, vel leikriar og gerðar er erfitt að setja út á endurunnar hug- myndir. Nótt í New York er fynd- in og vel skrifuð, ör og hröð en alltaf nöturleg og jafnvel óþægileg úttekt á heimsmynd þess sem verður alltaf undir í lífinu, þess sem hreppir aldrei ameríska drauminn, þess sem situr fastur í sama farinu og óvíst er að læri nokkurntímann af mistökum sín- um. Og hún er frábærlega leikin, sérstaklega af hinum kraftmikla De Niro, sem er hjartá hennar og sál. Frumgerðin er eftir Jules Dass- in og var filmuð 1950 með Ric- hard Widmark og Gene Tierney. Richard Price er handritshöfundur nýju myndarinnar, sem Irwin Winkler leikstýrir, en myndimar eru byggðar á sögu Geralds Kersh. Fyrri myndin gerðist í London en Price flutti söguna til New York. De Niro leikur efnalítinn lögfræð- ing sem er í tygjum við eiginkonu bareiganda (Lange) og eygir tæki- færi til að auka tekjurnar á tals- j vert Iangsóttri og áhættusamri ráðagerð. Hann ætlar að skipu- leggja hnefaleikakeppni en fær í ráðandi veðmálatröll á móti sér og lendir í slæmum málum. De Niro er stórkostlegur sem | ódýri lögfræðingurinn sem sífellt er að reyna að finna leiðir til að auðgast í þessari bragðmiklu film noir sögu. Hann er þriðja flokks. Lægsta sort. Hann eltist við sjúkrabílana í von um slysamál, kjafturinn á honum, uppfullur af áformum, stoppar ekki, götustæl- arnir, handahreyfingarnar, kostu- leg svipbrigðin; allt er þetta full- komnað af De Niro. Bestur er hann þegar hann er að -reyna að selja glataðar hugmyndirnar sínar í mönnum sem era þreyttir á hon- um, slá lán hér, fá velvild þar. Þar fyrir utan á hann í brösum með einkalífið. Lange, sem heldur framhjá manninum sínum með lögfræðingnum, á líka drauma um betra líf og vill flytjast í burtu. En bareigandinn maðurinn hennar kemst að öllu saman. Eins og lög- spekingurinn hafi ekki nóg á sinni könnu. Lange er skemmtilega sjúskuð og þreytt á öllu saman en Nótt í New York er De Niro mynd. Price hefur samið handrit sem gefur leikaranum efni í eitt af hans bestu hlutverkum síðustu ára og Winkler skapar honum umhverfi við hæfi, stræti, bari, íbúðir og skemmur sem gefa myndinni raunsæi en líka hrörlegt og dapurlegt andrúms- loft. Yfirbragðið, fyrir utan svart- an húmorinn, er ekki upplífgandi. Kynlífið í öllum þessum látum er einn snöggur upp við vegg í ein- hveiju skuggasundinu. En ástin þarf ekki að vera minni fyrir það. Og Irwin magnar á frábæran hátt hraðann stig af stigi, ráðagerðir lögfræðingsins vinda uppá sig og hann er alltaf við það að missa tökin á þeim, örvæntingin eykst og magnast, hann þarf sífellt að selja sig ódýrar þangað til þetta verður kapphlaup upp á líf og dauða. Aukaleikararnir eru stórkost- legir. Grínistinn Alan King er kostulega harðneskjulegur sem óvinur De Niros, Jack Warden er í manndrápsskapi í hlutverki bróð- ur hans, Eli Wallach er okurlánari sem vill honum vel og Cliff Gor- man kokkálaður barþjónninn. Það er aðeins í endinn sem Nótt í New York svíkur lit, lokin eru fáránleg, en annars er hér bráðgóð bíómynd á ferðinni. Bragðlitlir bragðarefir Bragðarefir („Mo’ Money“). Sýnd í Stjörnubíói. Leikstjóri: Peter MacDonald. Handrit: Damon Wayans. Aðalhlutverk: Damon Wayans, Marlon Way- ans, Stacey Dash, Joe Santos og John Diehl. Damon Wayans, sem þekktast- ur er hér á landi sem félagi Bruce Willis í hasarmyndinni Síðasta skátanum, er heilinn á bak við gamanspennumyndina Bragða- refi. Hann er einn af framleiðend- unum, hann skrifar handritið og fer með eitt aðalhlutverkið. Bróðir hans Marlon fer með annað aðal- hlutverkið. Hvorugum tekst að gera nokkuð af viti úr myndinni. Leikstjóri er Peter MacDonald, sem gerði gott, úr lokakafla Rambótrílógíunnar, en honum tekst illa að vinna úr handriti sem er í senn sakamálasaga og lýsir Böggull fylgir skammrifi Uppgjörið („Article 99“). Sýnd í Háskólabíói. Leikstjóri: How- ard Deutch. Aðalhlutverk: Ray Liotta, Kiefer Sutherland, John Mahoney, Lea Thompson, For- est Whitaker, Eli Wallach. Uppgjörið með Ray Liotta og Kiefer Sutherland er gamansöm ádeila á ókeypis heilbrigðiskerfí það sem stendur uppgjafaher- mönnum til boða í Bandaríkjunum. Myndin gerist á spítala fyrir upp- gjafahermenn þar sem allt er í niðurníðslu og stjórnun spítalans gengur öll út á að aðstoða ekki þá fyrrum hermenn sem þangað leita, vísa þeim frá, neita þeim um uppskurði og lækningu. Grein 99, sem er titill myndar- innar, svipar til „Catch 22“. Bögg- ull fylgir skammrifi. Samkvæmt grein 99 á fyrrum hermaður rétt á ókeypis læknisþjónustu en að- eins ef hann getur tengt sjúkdórri- inn eða meinin beint verunni í hernum. Sumsé: Ef þú ert alvar- lega veikur átt þú ekkert erindi á spítalann. Þessu una hermennirnir illa og sérstaklega læknar þeir sem aðalleikarar myndarinnar leika og því hafa þeir komið upp sérstöku kerfi innan spítalans sem miða að því að fela sjúklinga fyrir spítala- stjórninni þangað til þeir komast í viðeigandi aðgerð. En fjárveiting til spítalans er svo naum að upp- skurðir þekkjast varla lengur. Þetta er umhverfið sem myndin gerist í og það tekur talsverðan Tvífaraflækja | Tvífarinn („Doppelganger"). 3 Sýnd í Laugarásbíói. Leikstjóri: Avi Nesher. Aðalhlutverk: Drew | Barrimore. í hryllingsmyndinni Tvífaranum leikur Drew Barrimore, fyrram barnastjarna en verðandi kyn- þokkadís, unga geðtruflaða stúlku sem grunuð er um að fremja voða- verk. Geðlæknirinn hennar fær hana þó lausa á þeirri forsendu að hún sé geðklofi svo hún getur barasta flutt í nýja borg og inn til þekkilegs ungs rithöfundar þar sem ýmislegt afar gruggugt heldur áfram að eiga sér stað í kringum hana. Tvífarinn er þriðja flokks hroll- vekja með söguþræði sem er svo g margklofinn og óskiljanlegur að ™ persóna Barrimore virðist næstum því eðlileg í samanburði. Leikstjóri ;i er Avi Nesher en stjórn hans og hugmyndaflug er á einkar lágu plani. Hann styðst mest við brögð m eins og þrumur og eldingar og ef ^ eitthvað dularfullt gerist fer sífellt að hvessa í kringum það. Spennan er með gamansömu ívafi því rithöfundurinn ungi og tíma að koma áhorfandanum al- mennilega inní kringumstæðurnar og tekst reyndar ekki fullkomlega undir stjórn Howard Deutch („Pretty in Pink“). Uppgjörið teyg- ir sig eftir fáránleikafyndni og kaldhæðni mynda á borð við „M.A.S.H.“ og „Catch 22“ en nær þeim ekki. Liotta, Sutherland, Lea Thompson og fleiri eru svo full- komin eintök af læknum, sem reknir eru áfram af mannúðinni einni saman þegar þeir gætu verið að græða heilmikla peninga annar- staðar, að það er ekkert gaman að þeim. Þetta er svo glæsilegur uppreisnarhópur að þú þarft ekk- ert að halda með honum. Hann er sitt eigið klapplið. Sá eini sem eitthvert raunverulegt líf er í er John Mahoney, sem leikur yfir- mann spítalans og er gerspillt ill- menni sem frekar vill safna tölum látinna en setja eina krónu enn í reksturinn. Það er aldrei spurning hvernig fer í baráttu hans við næturgalana í læknasloppun- um. Myndin er ágætlega tekin og lýst eins og búið sé að taka allt rafmagn af spítalanum. En fyndnin og spennan á hinum dimmu göngum nær aldrei neinu flugi og þótt ádeiluþátturinn takist vel með lýsingu á hrörlegum spít- alanum og hrikalegri aðstöðu sjúklinganna, vantar talsvert uppá trúverðuga persónugerð og leik- stjórn sem kafar dýpra. gríni og glensi bræðranna. Það rennur aldrei saman í neina vit- ræna heild fyrir utan að sagan er klén til að byija með og gamanið sáralítið gaman. Wayansbræðurnir leika bragða- refi sem hafa nokkur hundrað dollara eða bara hádegismat 'uppúr léttum svikum, sem byggjast á því að Damon gerir sig að vitleysingi á meðan bróðir hans prettar sak- leysingja. Það er lítið skondið við þær uppákomur þótt þær séu end- urteknar nógu oft. í.tilraun til að komast yfír kvenmann ræður Damon sig í vinnu hjá greiðslu- kortafyrirtæki og lendir þar í greiðslukortasvindli, sem hann tekur heilshugar þátt í áður en hann sér að sér — það er passað að ekki falli of stór blettur á góðu gæjana — og er þá hundeltur af*4 morðingjum. Afsökun hans er pottþétt. Hann var að gera þetta fyrir nýja kvenmanninn í lífinu hans. Þannig er þetta handrit nú. Og leikstjórnin eftir því. Rapp og rokk og hipphopp er mikið notað til að fylla uppí myndina og er mun meiri áhersla lögð á það en t.d. að koma því á hreint út á hvað greiðslukortasvindlið gengur. Það er nóg að vita að öryggisstjóri fyrirtækisins er vondi kallinn. Astarsagan á milli Wayans og stelpunnar hans er óþægilega væmin og illa leikin og heila málið á endanum svo lint að öll myndin virkar eins og bandarískur hand- boltaleikur. Það má finna einstaka brandara og skemmtilegheit inná milli en heildin er ekki góð, hér er enginn frumleiki eða alvöru fyndni, sem Wayans virðist þó stefna að. Kannski það gangi bara betur næst. vinkona hans eiga að vera mjög fyndið og skemmtilegt par. Þau rannsaka málefni ungu stúlkunnar oní kjölinn og leit þeirra leiðir þau í yfirgefið hús þar sem ris sögunn- ar nær hámarki og verulega undar- legir atburðir gerast. Geðlæknirinn fléttast inní þau ósköp með einkar skrítnum hætti og Drew Barrimore tekur slíkum breytingum að maður veit ekki lengur hvort hún er þessa heims eða annars eða hvort hún eigi að vera í þessari mynd eða einhverri annarri. Engin svör fást við spurningum eins og hvort hún sé geðklofi eða eigi tvíburasystur eða hvort hún hafi framið ódæðin eða hvort hún er frá Mars. Leikurinn er allur á einn veg í þessari íjarstæðukenndu mynd. Hlutverk Barrimore, sem frægust er fyrir að leika litlu stelpuna í E.T., er partur af markaðsátaki sem hófst með „Poison Ivy“ og miðar að því að gera hana að kynbombu með kynferðislega hættulegu og ógnvekjandi yfir- bragði. En hún nær varla langt á meðan hún leikur í ódýrum og heimskulegum myndum eins og Tvífaranum. 1.500 kr. A MANUÐI OG ÞIÐ FAIÐ iAHUSIÐ teppalagt Já, það er ódýrara en margir halda að teppaleggja stigana. Hér eru dæmi um verð á viðurkenndum teppum sem þola mikið álag. Dxmí 1: 6 íbúða stigahús í Flúðaseli. Dæmi 1:8 ibúða stigahús i Stóragerði. Staógreidsluv. kr. 26.147,- pr. íbúð. M/afborgunum. I<r. 27.200,- pr. íbúd. 8 mánadargr. kr. 3.400,- pr. íbúð. 12 mánaðargr. kr. 2.300,- pr. íbúð. 18 mánaðargr. kr. 1.500,- pr. íbúð. Staðgreiðsluv. kr. 22.000,- pr. íbúö. M/afborgunum. kr. 23.200,- pr. íbúð. 8 mánaðargr. kr. 2.900,- pr. íbúð. 12 mánaðargr. kr. 1.900,- pr. íbúð. 18 mánaðargr. kr. 1.300,- pr. íbúð. : T' Algengt er að útborgun nemi 1/3 af kaupverði og eftirstöðvar greiðist á 6 mánuðum. Sumir kjósa að greiða með greiðslukorti og dreifa afborgunum á allt að 11 til 18 mánaða greiðslutímabii. Með þeim hætti getur mánaðargreiðsla á hverja íbúð farið niður íkr. 1.500,- pr. íbúð. Gerum góð staðgreiðslutilboð. VORTILBOÐTIL l.jÚNÍ Á vormánuðum bjóðum við sérstakt tilboðsverð á teppum fyrir stigahús. Við fjarlægjum gömul teppi, mælum upp, sníðum og leggjum ný teppi fljótt og vel. Við lánum stórar teppaprufur og sendum ráðgjafa á húsfund ef óskað er. . m-cpPÁ I TUGUM LIt* "riAR GER«R tEP ITa > TEPPABUÐIN (D TEPPI • FLÍSAR • PARKET • DÚKAR • MOTTUR • GRASTEPPI • VEGGDÚKAR • TEPPAFLÍSAR • GÚMMÍMOTTUR • ÖLL HJÁLPAREFNI GOLFEFNAMARKAÐUR • SUÐURLANDSBRAUT 26 • SIMI 91-681950
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.