Morgunblaðið - 01.04.1993, Side 29

Morgunblaðið - 01.04.1993, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 1. APRÍL 1993 29 Fágæt og verðmæt hebresk biblía er varðveitt á Hólum KOMIÐ hefur í ljós að hebresk bibl- ía sem var í eigu Guðbrands bisk- ups Þorlákssonar og varðveitt er á Hólum í Hjaltadal er einstaklega fágæt og líklega afar verðmæt, en um er að ræða útgáfu gamla testa- mentisins sem prentuð var í Ham- borg árið 1578. Að sögn Sigurðar Arnar Steingrímssonar prófessors er talið hugsanlegt að hún hafi verið höfð til hliðsjónar við þýðingu biblíunnar á íslensku og útgáfu Guðbrandsbiblíu árið 1584. Sigurður Örn Steingrímsson var staddur á Hólastað í vikunni ásamt Dr. Georg Braul- ik prófessor, sem er stjórnandi deildar gamla- testamentisfræða við Háskólann í Vín, og sýndi Bolli Gústavsson vígslubiskup þeim þá ýmsar bækur sem geymdar eru á kirkjuloft- inu. Dr. Braulik, sem staddur er hér á landi í boði guðfræðideildar háskóla íslands, stað- næmdist þá við hebresku biblíuna og varð hann mjög hissa á að svo fágætur gripur væri þarna niðurkominn, en gamlar prentan- ir af gamla testamentinu á hebresku er helst að fínna á söfnum eða hjá einstaka einkasöfn- urum, að sögn Sigurðar Arnar. „Allar þessar gömlu prentanir af hebreska textanum eru afar fágætar. Bæði var þetta gert í mjög fáum eintökum og svo hafa mörg þeirra glatast og horfið með ýmsu móti. Elstu útgáfurnar af hebreska textanum voru ætlaðar gyðingum, en síðan fóru kristn- ir menn að prenta þetta fyrir sig. Bókin á Hólum er áreiðanlega ein af þeim fyrstu, og þannig er hún eindregið mjög fágæt. Hún er í góðu ástandi nema hvað komist hefur í hana raki. Menn hafa einhvern veginn fram að þessu ekki áttað sig á því hvað þetta var. Þarf að athuga bókina betur og þá hvem- ig þessi prentun stendur af sér miðað við aðrar, en þetta er áreiðanlega ein af allra fyrstu prentunum sem er ætluð fyrir kristna menn,“ sagði Sigurður Örn. Gæti varpað ljósi á þýðinguna Hann sagði bókina geta varpað vissu ljósi á það hvernig unnið var að þýðingu biblíunn- ar á íslensku, en í raun og veru væri engin úttekt til á því hvernig að þýðingunni hafi verið staðið. Því hefði ævinlega verið slegið föstu að hin þýska þýðing Lúters hafí verið notuð og þýdd og væri það mjög trúlegt. Hins vegar hafi margir unnið að þýðing- unni, og til dæmis hefði Oddur Einarsson biskup í Skálholti verið orðaður við þýðing- una. „Það er vitað að hann var mjög lærður og til dæmis er talið að hann hafi kunnað hebresku. Ég hef verið að vinna að nýrri þýðingu biblíunnar undanfarin ár, og maður kíkir nú stundum í Guðbrand. Ég fullyrði ekki neitt, en það hefur oft slegið mig á sumum stöðum að mér fínnist íslenska þýð- ingin vera æði nálæg hebreska textanum. Ef Guðbrandur hefur haft þessa bók undir höndum, að minnsta kosti síðustu árin áður en íslenska þýðingin var prentuð, er ekki Fann fágætan grip DR. GEORG Braulik, austurrískur pró- fessor, varð undrandi á að finna svo fá- gætan grip sem hebresku biblíuna í safni Hólakirkju. Hann er hér í bæjarhlaðinu á Löngumýri í Skagafirði, ásamt fylgd- arliði, frá vinstri: Jón Pálsson, Dr. Brau- lik, Dr. Sigurður Orn Steingrímsson og Kristinn Olason. A litlu myndinni er hin merka biblía ásamt Guðbrandsbiblíu, sem er mun minni, þó æði stór sé. útilokað að einhveijir hafi getað notað þenn- an texta, og þá kemur Oddur sterklega til greina." Afram í öruggri geymslu Bolli Gústavsson vígslubiskup sagði að menn hefðu gert sér grein fyrir að um gagn- merka bók væri að ræða, en hins vegar hefði hún ekki komist í hendur sérfræðinga fyrr og því ekki verið ljóst hversu fágæt hún væri. „Bókin hefur verið varðveitt hér í kirkj- unni sem nú er nýlega uppgerð, og verður hún að sjálfsögðu áfram í öruggri geymslu. Það er svolítið leitt að geta ekki haft þessa gersemi fyrir augum manna, en í umræðunni eru hugmyndir um söfn hér á staðnum. Þann- ig á ég mér þann draum að hér verði Hóla- prent frá öndverðu," sagði Bolli. Guðjón Friðriksson á fundi Félags frjálslyndra jafnaðarmanna um siðferði í stjórnmálum Stj órnkerfi hér ekki tillilýðilegt STJÓRNKERFI hér á landi er á lágu stigi, og langt undir þeim mörkum sem geta talist tilhlýðileg í þróuðu ríki, að sögn Guðjóns Friðrikssonar sagnfræðings. Að sögn Jónasar Krisljánssonar ritstjóra er spillingin söm nú og fyrir einum til tveimur áratugum. Einu umbæturnar kæmu utanfrá, þegar Bandaríkjamenn krefðust minni spillingar á vellinum og EB minni spillingar í dómskerfinu. Þetta kom fram á þingi Félags fijálslyndra jafnaðarmanna um siðferði í stjórnmálum, sem haldið var á þriðjudag. að í frelsisbaráttu íslendinga hefði innlendur „aðall“ einfaldlega tekið við af erlendum — þjóðin væri enn þegnar konungsins, en nú væri það ráðherrann sem væri konungur. Sem dæmi um viðhorfið mætti nefna, að eðlilegt þætti að ræða svo um, sem iðnaðarráðherra „ætti“ Seðlabanka- stjórastól, og að einn framsögu- manna fundarins, Karl Steinar Guðnason, „ætti“ bæði ráðherrastól og Tryggingastofnun. Spillingin færð yfir í einkageirann Jónas hélt því og fram að með einkavæðingu væri einungis verið að færa spillinguna frá opinbera geiranum yfír í einkageirann. Ekki væri sama, einkavæðing og mark- aðsvæðing, enda væri markaðsvæð- ing engin hjá til dæmis Bifreiðaskoð- un íslands og fleiri einkavæddum fyrirtækjum, og yrði það ekki heldur hjá Pósti og síma, verði það gert að hlutafélagi. Karl Steinar Guðnason alþingis- maður sagði að í litlu þjóðfélagi sem því íslenska yrði líklega ekki komist hjá því að þingmenn geri fólki greiða og aðstoði það við að komast gegn- um kerfíð. Hins vegar þyrðu menn oft ekki að taka á málum vegna hættu á atkvæðatapi, auk þess sem í núverandi kjördæmaskipun gæti minnihlutinn kúgað meirihlutann. Bjarni Vestmann sagði að enn væru þess engin dæmi að íslenskur ráðherra hefði sagt af sér til að axla ábyrgð af stjórnsýsluákvörðun- um. Hann minnti jafnframt á að engin lagasetning væri til um upp- lýsingaskyldu stjórnvalda hér á landi á sama hátt og í Skandinavíu, en íslensk stjórnskipunarlög væru ekki nógu skýr til að látið hafi verið reyna á ábyrgð ráðamanna. Þá hafi aldrei komið til þess að skipaðar hafi verið sérstakar þingnefndir til að rann- saka mál, eða að landsdómur hafí verið settur, svo sem heimildir eru til í lögum. Umboðsmanni svarað seint og illa Bjarni sagðist þekkja þess dæmi að stofnanir hafí svarað fyrirspurn- um umboðsmanns Alþingis bæði seint og illa, enda gæti hann ekki krafist upplýsinga á sama hátt og dómstólar. Guðjón Friðriksson sagnfræðing- ur sagði að núverandi kjördæma- skipan ýtti undir spillingu. Leynd um fjárreiður stjórnmálaflokka byði einnig upp á spillingu, og vel gæti verið að „ítalskt ástand" væri í gerj- un undir yfírborðinu, _ þótt ekkert væri um það vitað. I heild væri stjórnkerfí hér á lágu stigi, og langt undir þeim mörkum sem gætu talist tilhlýðileg í þróuðu ríki. Að eiga Tryggingastofnun Jónas Kristjánsson ritstjóri sagði ÞRU-MU LOSTINN! Fyrirferðarlítil og hljómurinn er eins og þruma úr heiðskíru tœki. Verð aðeins 52.500 Stgr. A9.900 (JjþHeimilistæki SÆTUNI 8 • SIMI: 6915 15 • KRINGLUNNI • SIMI: 69 15 20

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.