Morgunblaðið - 27.04.1993, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRIL 1993
5
Metþátttaka
á Andrésar-
leikunum
ÁTJÁNDU Andrésar-Andarleik-
unum lauk í Hlíðarfjalli við Ak-
ureyri á laugardag og lék veðrið
við keppendur alla þijá keppnis-
dagana. Metþátttaka var að
þessu sinni, 738 keppendur frá
16 héruðum á aldrinum 6 til 12
ára. Það ríkti sannkölluð skíða-
stemmnig í Hlíðarfjalli þessa
daga. Á myndinni er Þórdís
Linda Dúadóttir frá Dalvík, í
keppni í svigi 8 ára stúlkna.
2000 sím-
ar tengdir
TVÖ ÞÚSUND símnotendur í
Reykjavík hafa verið tengdir
nýrri stafrænni símstöð. Núm-
erin sem byrja á 12 eða 13 hald-
ast óbreytt en þau voru áður
tengd stöð í Landssímahúsinu
frá árinu 1932.
Að sögn Ágústs Geirssonar,
umdæmisstjóra Pósts og síma,
hefur til þessa þurft að breyta
númerum úr fimm í sex stafa
númer með tengingu við stafræna
stöð, en þess gerist ekki þörf leng-
ur. Vonast er til að með breyting-
unni batni símasamband á þessu
svæði auk þess sem notendur fá
^ðgang að sérþjónustu sem býðst
í stafræna kerfinu.
Hagvirki-Klettur
Kröfulýs-
ingarfrestur
útrunninn
FRESTUR kröfuhafa til að lýsa
kröfum í bú Hagvirkis-Kletts hf.
og öðlast þannig rétt til að fjalla
um nauðasamninga sem fclaginu
hefur verið heimilað að leita eft-
ir, rann út síðustu viku. Að sögn
Eyjólfs Kristjánssonar lögfræð-
ings Hagvirkis-Kletts er þessa
dagana verið að fara yfir og stað-
reyna þær kröfur sem lýst var í
búið, og sagði hann að í lok vik-
unnar yrði ljóst hvort heimild
tilskilins meirhluta kröfuhafa til
nauðasamninga væri fyrir hendi.
Hagvirki-Klettur lagði þann 10.
mars síðastliðinn fram beiðni hjá
Héraðsdómi Reykjaness um heimild
til nauðasamninga við kröfuhafa,
en forsvarsmenn félagsins höfðu
þá aflað tilskilinna meðmæla kröfu-
hafa til að láta reyna á vilja þeirra
um nauðasamninga. Boðin var
greiðsla á 40% almennra krafna
sem þýðir að farið er fram á niður-
fellingu á tæplega 300 milljónum
af rúmlega 900 milljóna skuldum
félagsins.
Atkvæði greidd
Frumvarp til nauðasamninga verð-
ur borið undir atkvæði 4. maí næst-
komandi, og hafa forsvarsmenn
Hagvirkis-Kletts lýst því yfir að
náist samningar séu nýir hluthafar
tilbúnir til að leggja fram 100 til
120 milljónir kr. til að standa við þá.
--------........
Atta fengu
úthlutunúr
Húsvemd-
arsjóði
ÁTTA einstaklingum, félagasam-
tökum og fyrirtækjum hefur verið
úthlutað lánum úr Húsverndar-
sjóði árið 1993. Úthlutað var 12
milljónum samtals, lægsta upp-
hæðin var 500 þús. kr., hæsta 2,5
milljónir.
Veitt er 2,5 milljón króna lán til
Angulus hf. og Hverhamars hf.
vegna Lækjargötu 2 og Einar G.
Guðjónsson og Kristín Axelsdóttir
fá sömu upphæð vegna Lækjargötu
10. Róbert Árni Hreiðarsson fær 2
millj. vegna Tjarnargötu 18, Helga
Jónsdóttir fær 1,5 millj. vegna
Bræðraborgarstígs 8, Sævar Karl
Ólason fær millj. vegna Hverfisgötu
12, Heimir Þorleifsson f.h. Sögufé-
lagsins fær milljón vegna Fischer-
sunds 3 og Guðmundur Árnason fær
milljón vegna Þingholtsstrætis 11.
Þá fá þau Tómas Jónsson, Sig-
urbjörn Svavarsson, Jón G. Gylfason
og Kristín Þóra Harðardóttir, 500
þúsund krónur vegna Miðstrætis 10.
ACO kynnir ódýrasta lita-leysisprentamnn d markaðnum
ÍÉÍll
wSgP
einu
upum pinum
PrimercC Það ótrúlega
c o l o r printer hefur gerst.
Kominn er á markaðinn lita-
leysisprentari fyrir PC-
tölvur á verði sem er
tugum þúsunda lægra en
áður hefur þekkst eða
aðeins 79.900 krónur.
Primera prentarinn prentar
allt að fjórum sinnum hraðar
/ j en bleksprautuprentari og
j|| með honum fylgir Microsoft
Windows3.1 rekill (driver).
wL bitirnir eru skírir og gæði
prentunar hin bestu enda er
hér um að ræða hitaprentara,
Og nú þegar verðið er orðið
jafn ótrúlega gott og raun ber
vihú er vissara að höndla hratt
því birgðir eru takmarkaðar.
aco