Morgunblaðið - 27.04.1993, Síða 25

Morgunblaðið - 27.04.1993, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993 25 Fundar- stöður en ekkisetur Tókýó. Reuter. JAPANSKIR sérfræðingar í skil- virkum vinnubrögðum hafa nú fundið snjalia lausn á löngum og leiðinlegum fundarsetum: Losið ykkur við stólana og standið í fæturna. Þá er engin hætta á ein- hverju sióri við fundarstörfin. Ráðamenn í japönsku hafnarborg- inni Yokohama ætla að hrinda þess- ari hugmynd í framkvæmd í borgar- stjórninni að því er segir í japönskum blöðum og í stað stóla verður hveijum borgarfulltrúa ætlað sitt ræðupúlt. „Borgarfulltrúar verða nú að ein- beita sér að borgarstjórnarmálefn- unum og geta ekki leyft sér að sofna á fundum eins og stundum hefur gerst. Það er líka hætt við, að þeir þreytist fyrr og vilji því koma sér beint að efninu án mikilla málaleng- inga,“ sagði í blaðinu Yomiuri Shimb- un. Þar kom einnig fram, að þessi háttur hefði nú þegar verið tekinn upp í ýmsum einkafyrirtækjum með þeim árangri, að daglegar fundarset- ur hefðu styst um meira en klukku- stund á dag. ------» ♦ ♦---- Allt í rúst Reuter GÍFURLEGT tjón varð í sprengjutilræði IRA í fjármálahverfinu í London á laugardagsmorgun. Rúður brotnuðu og innanstokksmunir eyðilögðust í tugum bygginga í nágrenni sprengjunnar. Ljóst er að rífa verður sum húsin. Tilræði Irska lýðveldishersins um helgina valda gríðarlegu tjóni í London Sprengjubílnum stefnt að embættisbústað Majors - segir Orri Vésteinsson en bílsprengja sprakk fyrir utan heimili hans „HVELLURINN frá bílsprengjunni sem sprakk hér fyrir utan húsið hjá okkur var ekki hár, það var miklu meiri hvellur og þyngri dynk- ur frá sprengingunni niðri í fjármáiahverfinu [City] um morguninn," sagði Orri Vésteinson, sagnfræðinemi í London, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Rétt fyrir miðnætti á iaugardagskvöld sprakk bíl- sprengja fyrir utan húsið sem hann leigir íbúð í við Judd-stræti í Hoiborn-hverfinu ásamt tveimur öðrum námsmönnum, Þóru Einars- dóttur og Guðmundi Jónssyni. Um 14 klukkustundum áður sprakk hins vegar risastór bílsprengja hryðjuverkamanna Irska lýðveidishers- ins, IRA, við Bishopsgate í fjármálahverfinu. Einn maður beið bana, 44 slösuðust og ijón á mannvirkjum varð gífurlegt. „Það varð nokkurt tjón á framhlið að halda áfram. Hann mun hafa séð hússins en okkur sakaði ekki enda íbúðin á þeirri hliðinni sem snýr frá götunni. Leigubíllinn sem sprengjan var í gjöreyðilagðist. Tveir menn sem töluðu með írskum hreim voru sagð- ir hafa tekið sér far með bílnum og skipað bílstjóranum að keyra að bústað Majors forsætisráðherra í Downingstræti 10. Þeir fóru síðan úr bílnum en skipuðu bílstjóranum til lögreglu hér við húsið, greip þá tækifærið til að láta vita hvað var á seyði. Samskonar atvik átti sér samtímis stað annars staðar í borg- inni og var þeim leigubístjóra skipað að aka að höfuðstöðvum lögreglunn- ar Scotland Yard. Hann stöðvaði bifreið sína áður og sprungu sprengj- urnar tvær á sömu mínútunni. Það slasaðist enginn enda hafði lögreglan tíma til að loka götunni og vísa fólki nógu langt frá leigbíln- um. Það var hins vegar beðið með að tæma húsið sem við búum í þar til sprengjan hafði sprungið. Bifreið- in stóð svo gott sem við inngang hússins,“sagði Orri Vésteinsson. Rífa verður nokkrar laskaðar byggingar Talið er að tjón sem varð á mann- virkjum í fjármálahverfinu á laugar- dagsmorgun nemi mörg hundruð milljónum sterlingspunda. Þrátt fyrir skaðann var starfsemi peningastofn- ana í fjármálahverfmu að mestu með eðiilegum hætti í gær. Talið er að eitt tonn af sprengi- efni hafí verið í sprengjunni sem falin var í blárri Ford-sendibifreið. Djúpur gígur, 12 metrar að þver- máli, myndaðist á staðnum. Mest tjón varð á 52 hæða hárri NatWest-byggingunni, næst hæstu byggingu borgarinnar. Einnig 'varð umtalsvert tjón á 22 hæða byggingu Hong Kong og Shanghai-bankans. Rífa verður nokkur mannvirki, þar á meðal Ethelburga-kirkjuna en hún er að hluta til frá miðöldum. Þá skemmdist Botholps-kirkja einnig talsvert en hún er frá þeim tíma er Rómaveldi var og hét. Miklar skemmdir urðu einnig í Liverpool- lestarstöðinni en rúður sprungu í allt að 500 metra fjarlægð frá sprengj ustaðnum. IRA lýsti sprengjutilræðinu í Bishopsgate á hendur sér en sagði að manntjón yrði að skrifa á reikn- ing lögreglunnar sem fengið hefði viðvörun um sprengjuna 70 mínútum áður en hún sprakk. Lækka ráð- herrakaup París. Reuter. EDOUARD Balladur, forsætisráð- herra Frakklands, hyggst lækka laun franskra ráðherra um 10% til að minnka fjárlagahallann og sýna Frökkum fram á að ýtrasta sparnaðar verði gætt. Lækkunin sparar 1,6 milljónir franka, um 18 milljónir króna, sem er ekki mikið miðað við fjárlagahall- ann í ár, sem stefnir í 330 milljarða franka, 3.800 milljarða króna. Launalækkunin gæti þó haft tákn- rænt gildi þar sem búist er við að franska stjórnin tilkynni í næsta mánuði að skattar almennings verði hækkaðir verulega. HJOÍBARDA ÞJONUSTA FRÍR ÞV0TTUR vo TEFAL smátækin eru þekkt um allan heim fýrir gæði og endingu. Hjá Bræðrunum Ormsson bjóðast þér nú heimilistæki á sérstöku vortilboði. Gufustraujárn 1418 m/spray Verð áður kr. 4.270. Tilboð kr. 3.690 stgr. Baðvog 1302 electronic m/minni Verð áður kr. 8.351. Tilboð kr. 6.490 stgr. RTIL Mínútugrill 1304 Verð áður kr. 8.790. Tilboð kr. 7.490 stgr. Upplýsingar um umboðsmenn fást hjá B O Ð Kaffivél 8921 8 bolla, 1200 W Verð áður kr. 2.730. Tilboð kr. 2.290,- stgr. Umboðsmenn um land allt. 62-62-62 BRÆÐURNIR DJ ORMSSON HF Lágmúla 8, sími 38820.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.