Morgunblaðið - 27.04.1993, Síða 36
36
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 27. APRÍL 1993
Kristín Krisljáns■
dóttir — Minning
Fædd 2. júní 1897
Dáin 16. apríl 1993
Elsku nafna mín, Kristín Krist-
jánsdóttir, yfirgaf jarðneskan lík-
ama sinn 16. apríl sl. 95 ára göm-
ul. Hún fæddist 2. júní 1887. For-
eldrar hennar voru Guðrún Gísla-
dóttir og Kristján Þorvaldsson. Þau
bjuggu á Bollastöðum í Hraungerð-
ishreppi í Ámessýslu. Þeim varð 14
barna auðið og af þeim komust 10
til fullorðinsára. Kristín fór ung að
árum í fóstur að Skeggjastöðum í
sömu sveit. Þar eignaðist hún nokk-
ur fóstursystkini. Mjög kært varð á
milli hennar og Halldóru fóstursyst-
ur hennar, sem lést á síðasta ári
103 ára gömul. Öll systkinin eru
nú horfín héðan.
Nafna mín, eins og ég kallaði
hana alltaf, hefur verið hjartfólginn
fjölskylduvinur frá því að ég man
eftir mér. Hún tók þátt í gleði okk-
ar og sorgum og var í raun eins og
nánasti ættingi okkar. Hún var
matráðskona í Iðnó, sem faðir minn
veitti forstöðu. Mamma vann þar
líka og urðu þær Kristín mjög góðar
vinkonur. Það var ævintýri fýrir litla
stúlku að fara í heimsókn í pabba-
hús þar sem margt forvitnilegt var
að sjá. Nafna bjó í herbergi uppi í
risi og þangað var gott að koma
þó að ekki væri vitt til veggja. Þeir
vora ófáir nammibitarnir, sem röt-
uðu þar upp í lítinn munn. Hinum
megin við ganginn var straustofan
þar sem hægt var að fylgjast með
íjölbreyttu fuglalífi tjamarinnar út
um glugga. Á vetuma, þegar farið
var á skauta, var gott að geta
skroppið inn til nöfnu til að ylja
kaldar tær. Úr risinu lá brattur stigi
niður í eldhúsið, sem var aðal vinnu-
staður nöfnu. Þar bakaði hún,
smurði brauð og eldaði mat fyrir
starfsfólk hússins, leikarana og leik-
húsgesti. Allt, sem hún gerði, var
gert af myndarskap, vandvirkni og
samviskusemi. Vinnutíminn var oft-
ast langur, því að nafna var einfald-
lega alltaf til staðar þegar eitthvað
var um að vera í húsinu. Á sumrin
gafst tækifæri til að ferðast. Ég
minnist þess að hún fór með mig
vestur í Isafjarðardjúp til afa míns
sem þar bjó. Á hveiju sumri fór hún
austur í sveit til þess að heimsækja
ættingja sína. Dvaldist hún þá jafn-
an hjá bróðurdóttur sinni, Margréti
Gísladóttur á Vindási. Hún hafði
mikla ánægju af að dvelja þar og
fara í heimsóknir. Síðasta ferðin var
farin síðastliðið sumar.
Nafna bjó í Iðnó í næstum því
hálfa öld. Þaðan fluttist hún í hús-
næði fyrir aldraða í Furagerði 1.
Hún hélt áfram að vinna í Iðnó til
90 ára aldurs. Á þeim tímamótum
héldu leikararnir og stjóm hússins
veglega upp á afmælið hennar. Hún
tók þátt í félagsstarfinu í Furagerði
og hafði gaman af þeirri dægradvöl
sem bauðst. Hún hafði gaman af
að fara í leikhús og í heimsóknir til
ættingja og vina. Síðasta árið má
segja, að hugurinn hafi þó borið
hana hálfa leið því að heilsunni var
farið að hraka og erfiðara að kom-
ast á milli staða.
Nafna mín var róleg og hljóðlát
kona, sem flíkaði ekki tilfinningum
sínum. Ég dáðist að jafnaðargeði
hennar og æðraleysi. Ég minnist
þess ekki að hafa nokkurn tíma séð
hana reiðast og ekki kvartaði hún.
Hún var ákaflega barngóð, en eign-
aðist aldrei sín eigin böm. Böm
ættingja hennar og vina nutu í rík-
um mæli ástúðar hennar og vænt-
umþykju. Hún bar mikla umhyggju
fyrir öllu starfsfólkinu og leikuran-
um í Iðnó. Á vissan hátt vora þau
öll bömin hennar, sem hún hugsaði
um eins vel og hún gat.
Það er alltaf sárt að kveðja ást-
vini. Við viljum alltaf hafa þá, sem
okkur þykir vænt um hjá okkur, en
þegar heilsan er horfin og einskis
frekar hægt að njóta er það blessun
að leggja frá sér slitinn líkama,
hverfa inn í himneska birtu og hefja
nýja ferð á þroskabrautinni.
Himneski faðir, umvef þú elsku
nöfnu mína kærleika þínum, ljósi
og friði. Vemda þú hana og bless-
aðu og veit henni alla þá hjálp, sem
hún þarfnast í nýjum heimkynnum.
Ég og fjölskylda mín þökkum
fyrir samverana. Minningin um
góða konu lifir í hjörtum okkar.
Ása Kristín Oddsdóttir.
í Orðskviðunum stendur: Væna
konu, hver hlýtur hana? Hún er
miklu meira virði en perlur. Enginn
eiginmaður var svo lánsamur að
hljóta slíka konu sem hún Kristín
okkar var. En við Leikfélagsfólk
fengum hana að hlutskipti og feng-
um að reyna að hún var miklu meira
virði en perlur.
Hún réð ríkjum uppi á lofti í
gömlu Iðnó. í eldhúsinu hennar
Kristínar, þar sem gluggarnir snera
út að Vonarstræti, var stórt kringl-
ótt borð, með mörgum stólum. Þar
hópuðumst við saman yfir kaffibolla
og bakkelsi sem Kristín hafði bakað
og bar þar mest á jólaköku og klein-
um. Þessi samkomustaður okkar var
alltaf kallaður „Kringlan". Hvers
vegna veit ég ekki, en eitt er víst
að aldrei vora þar kringlur á borð-
um, svo að ekki var það ástæðan
fyrir þessari undarlegu nafngift.
Ékki er ég viss um að það hafi allt-
af verið þægilegt fyrir Kristínu,
þegar mikið var að gera, að hafa
þetta eldhúshom alltaf fullt af fólki,
blaðrandi og skríkjandi. En eitt er
víst að aldrei var okkur bent á að
fara eitthvað annað, því að við vær-
um fyrir. Reyndum við að hugsa
okkur að það væri vegna þess að
Minning
> *
AmiAmason útgerð■
armaður, Landakoti
Fæddur 26. maí 1930
Dáinn 1. apríl 1993
Á vegamótum er tilefni að nema
staðar og athuga leiðina. Á vega-
mótum lífs og dauða skilja leiðir
og áfallið fá nánustu ættingjar og
vinir.
Bróðir minn lést 1. apríl, aðeins
62 ára. Foreldrar hans voru þau
Ámi Magnússon útvegsbóndi,
Landakoti, Sandgerði, f. 1886, d.
1966, og Sigríður Júlíana Magnús-
dóttir, f. 1887, d. 1961. Ámi Magn-
ússon var ættaður úr Mýrdal undir
Eyjaíjöllum, af kunnri ætt sbr. bók
eftir Eyjólf Guðmundsson frá Hvoli,
„Afí og amma“. Foreldrar hans
vora þau Vilborg Berentsdóttir og
Magnús Eyjólfsson. Þau fluttust til
Sandgerðis árið 1886. Sigríður var
fædd á Örlygshöfn við Patreksfjörð.
Foreldrar hennar vora þau Bergljót
Gunnlaugsdóttir og Magnús Ein-
arsson af svokallaðri Kollsvíkurætt.
Ámi Ámason fæddist í Landa-
koti og átti þar heimili æ síðan.
Hann var yngstur systkina sinna,
en þau vora mörg. Hálfsystkinin
eru Sveinbjörg, sem er elst, býr í
Reykjavík, móðir hennar var Halla
Pálsdóttir, þá Magnea Vilborg, lést
1933, Sigurbjöm, lést 1987 og Am-
ar Eyjólfur, drukknaði 1940. Móðir
þeirra var Amdís, hún lést 1918
úr spönsku veikinni. Alsystkinin eru
Bergljót, lést á fyrsta ári; Ásta,
búsett í Keflavík; Óskar, býr í Sand-
gerði; Einar, býr í Reykjavík; og
Sigríður, lést 1989. Með þessum
systkinahópi ólst Ámi upp. Upp-
vaxtarárin vora ánægjuleg, næg
verkefni við sjóinn sem vora óþijót-
andi fyrir fijóan og duglegan strák,
enda var hann hvers manns hug-
ljúfí, geðgóður og fljótur til og mjög
geðþekkur. Hann hafði mjög létta
lund og var mikill bjartsýnismaður
sem hjálpaði honum mikið í lífsins
ólgusjó. Ungur kynntist hann eigin-
konu sinni, Halldóru Þorvaldsdótt-
ur, sem ættuð er frá Flatey við
Breiðafjörð. Var það hans gæfu-
spor. Hófu þau búskap sinn í lítilli
þriggja herbergja íbúð á loftinu í
Landakoti. Þar eignuðust þau böm-
in sín fimm sem eru Sigríður Árný,
gift Sigurði H. Guðjónssyni bif-
reiðastjóra, Þorvaldur yfirlyfja-
fræðingur, kvæntur Auði Harðar-
dóttur kennara, Magnea, lést á
fyrsta ári, Magnea, gift Viðari Lök-
en vélstj., Katrín Halldóra við-
skiptafræðingur og dóttir Halldóra,
Hrefna Magnúsdóttir, gift Viðari
Markússyni vélgæslumanni.
Ánægjulegt var að fylgjast með
hve þau uinvöfðu bamahópinn sinn.
Alltaf var Hadda, sem við kölluðum
hana, heima og tilbúin að veita alla
þá þjónustu og hjálp sem gott heim-
ili þarfnast. Eitt er það sem eykur
gleði og ánægju, að koma á æsku-
heimili sitt og vera stoltur af, svo
vel hafa þau búið í Landakoti að
sómi er að.
Ámi var verkhygginn og hagur
og var fljótur að sjá hlutina rétt,
enda naut þess hvað sem hann
gerði, allt lék í höndum hans. Hann
lauk meiri vélstjóraréttindum 1965
og starfaði lengst af við eigin út-
gerð, þar sem verklagni og útsjón-
arsemi hans nýttist honum vel.
Hans sterkustu eðlisþættir vora rík
sjálfsbjargarviðleitni og hjálpsemi.
Hann var mjög viljasterkur og hafði
mikið baráttuþrek sem sýndi sig
hvað mest síðustu árin þegar starfs-
þrek hans minnkaði til muna vegna
hjartasjúkdóms sem hann bar.
Hann gafst aldrei upp. Það var ótrú-
legt hvað hann afrekaði miklu með
svo takmarkað þrek, það var eins
og hann vissi að tíminn var naum-
ur. Þegar atorkan og umsvifin era
stór í sniðum, verður tómarúmið
stærra sem skilið er eftir.
Guð veri með honum. Guð gefí
Qölskyldu hans styrk.
Ásta.
Kristínu þætti vænt um okkur og
vildi gjarnan hafa okkur í kringum
sig, en staðfestingu á slíkum vænt-
ingum fengum við aldrei, hún var
lítið fyrir slíkar málalengingar hún
Kristín. Hún átti meira að segja til
að setja upp ósveigjanlegan um-
vöndunarsvip, þegar við vorum á
vappi í kringum hana í eldhúsinu
að reyna að sníkja bita af kræsing-
unum, sem hún var búin að útbúa
í hádegisverð fyrir flokkinn. En það
var á þeim tímum þegar Alþýðu-
flokkurinn átti Iðnó. Og vora þá
stundum haldnir hádegisverðar-
fundir fyrir flokksforystuna á loft-
inu í Iðnó. Og fyrir slíka viðburði
pantaði Kristín heilan kindaskrokk
og sagaði þetta allt niður, skar af
beinum, bjó til kæfu og rúllupylsu
og vora bestu bitamir teknir frá til
veisluhalda hjá flokknum. Varð fólki
á að hugsa hve einn flokkur væri
vel settur með slíkan vinnukraft í
sinni þjónustu. Voram við leikarar
miður okkar af afbrýðisemi á slíkum
tyllidögum. Við spurðum Kristínu
hvað eftir annað, hvort henni þætti
ekki jafn vænt um okkur og Alþýðu-
flokksmenn? Af hveiju fengjum við
aldrei lambalæri og friggasé? „Æ,
látið þið ekki svona,“ sagði Kristín.
„Þið getið fengið brauðsneið með
hangikjöti." Svo gaf hún ekkert út
á það meir. Við fengum sem sagt
aldrei að vita hvort hún elskaði okk-
ur jafnmikið og við elskuðum hana.
Það var ekki hægt annað en að
láta sér þykja vænt um og virða
þessa hæglátu, gráhærðu konu með
þykku vinnusömu hendumar. í
kringum hana hringlaði í lyklum,
því að í Iðnó vora svo ótrúlega
margir skápar og skúffur, undir
stigum og út í skotum og að öllu
þessu hafði Kristín lyklavöldin. Ef
mikið stóð til hjá okkur leikuranum,
fermingarveislur, brúðkaup eða
jarðarfarir, var komið til Kristínar
í bæn um fyrirgreiðslu. Tók hún þá
upp stóra lyklakippuna og opnaði
skápana óteljandi og dró út úr þeim,
allan þann borðbúnað, sem við
þurftum á að halda. Var í þau skipti
lítið amast út í Alþýðuflokkinn, en
allur borðbúnaður í Iðnó var merkt-
ur honum með lítilli mynd af styttu
Ingólfs Amarsonar á hveijum disk-
barmi. Og allir vissu þegar borðaðar
vora kræsingar á diskum sem skört-
uðu með mynd af landnámsmannin-
um, að hér hafði húsráðandi farið
bónarveg til Kristínar og hún opnað
alla sína skápa til hjálpar.
Einhver kyrrð, myndarskapur og
festa einkenndi þessa konu. Hún var
aldrei uppvæg yfír neinu. Ég man
hvemig við litum hvert á annað í
orðlausri lotningu daginn sem við
mættum á æfíngu og fengum að
vita það, að við höfðum skilið illa
við búningsherbergin í kjallaranum
að lokinni sýningu kvöldið áður, því
það hefði kviknað í raslafötu þar
um nóttina. Kristín bjó þá uppi á
lofti í risinu. Vora tvær hæðir á
milli hennar og kjallarans, samt
hafði hún fundið branalykt og
bragðið sér niður í kjallara, kom þar
að logandi raslafötunni, brá við
skjótt og slökkti eldinn, og fór síðan
aftur upp að sofa. „Varstu ekki
hrædd, Kristín?" spurði ég með
andköfum. „Nei, því skyldi ég vera
hrædd?“ svaraði hún. „Ég var búin
að slökkva í þessari óværa. Nei, það
er óþarfí að óttast, það kviknar
ekki í Iðnó, það er vel séð um þetta
hús.“ Og nú setti Kristín upp æðru-
lausa véfréttasvipinn sinn. Og and-
litið hafði þá sömu hlutleysisstefnu
og morguninn sem henni var tjáð
að Haraldur Björnsson leikari hefði
dáið þá um nóttina. „Það þykir mér
skrýtið,“ sagði þá Kristin, „hann var
kominn í morgunkaffí til mín í
kringluna eins og hann er vanur
klukkan níu.“
Enginn fór neitt að rengja bústýr-
una í Iðnó um að slíkt væri mögu-
legt eins og á stóð. Ég held að okk-
ur hafi öllum fundist það eðlileg
viðbrögð hjá Iðnóleikara, að bregða
sér eftir dauðann í Kringluna til
Kristínar, svona meðan verið væri
að ná áttum á nýju tilverustigi.
Aldrei fékk ég hana til að setjast
hjá mér í Kringlunni og rabba yfir
kaffísopa. Hún var alltaf á stjái,
henni féll aldrei verk úr hendi. En
ef ég lagði það á mig að elta hana
þar sem hún var að sinna störfum
sínum, fékk ég út úr þvf dýrlegar
stundir.
Ég var oftast að spyija hana um
atburði sem gerst höfðu í húsinu.
Aldrei leiksýningar, hún talaði aldr-
ei um leiklist. En hún sagði mér frá
þeim tímum, þegar Hússtjómarskóli
frú Hólmfríðar var til húsa uppi á
loftinu í Iðnó. Var þá seldur hádegis-
verður fyrir almenning í salnum á
annarri hæð og kostaði hann eina gf
krónu og áttatíu aura. „En í her-
berginu þar fyrir innan,“ sagði
Kristín, „þar sem nú er skrifstofan
hans Jóns, þar var seldur hádegis-
verður fyrir heldri menn á þijár
krónur og fímmtíu aura. Enda vora 4
þá grænar plussmublur með kögri ™
og málverk á veggjum í hliðarher-
berginu. Svo sagði hún mér frá frú
Hólmfríði skólastýra Hússtjórnar-
skólans sem var mikil dama. Á
morgnana var það fyrsta verk okkar
stúlknanna, sagði Kristín, að hita
vatn og hella í stóran bala, sem við
svo roguðumst með upp stigann upp
á háaloft, svo að frú Hólmfríður
gæti fengið morgunbaðið sitt. Bún-
ingsherbergi leikaranna vora þá
notuð fyrir matvælageymslur Hús-
stjómarskólans. „En hvar voru leik-
ararnir þá?“ spurði ég. „Þeir smink-
uðu sig bara þarna innan um mat-
vælin, greyin, létu sig hafa það. Þau
kvörtuðu svolítið yfír rottugangin- íj
um þama niðri. í þá daga tóku þau
af sér sminkið með kókossméri. En
þeim hélst ekkert á því, rottumar
sóttu svo í það,“ sagði Kristín, en
bætti svo við: „Það var kannski
ekki alltaf björgulegt ástandið í ^
kjallaranum í Iðnó, en uppi vora
leiksýningar sem heldri borgarar
sóttu, og fínustu böllin í Reykjavík
vora haldin hér í Iðnó. Þá mættu
dömumar í síðum silkikjólum og
herrarnir í kjól og hvítt, með þrenna
hvíta hanska, því þegar þeir vora
búnir að dansa nokkra dansa urðu
lófamir sveittir, og þá mátti ekki
snerta mitti í silkikjól, svo að ráð
var að skipta um hanska. Svo komu
þeir hingað upp til okkar með döm-
urnar og buðu þeim upp á rauð-
g^aut með ijóma, já, já, rauðgrautur
var það besta sem fólk fékk í þá
daga,“ sagði Kristin og hló.
Ég dáðist alltaf að fallega, þykka, ^
gráa hárinu hennar, hún gaf lítið *
út á það, en sagði mér einhverntíma
að það hefði bara verið snoturt hér
áður fyrr, en þá hefði það verið *
rautt. Og ég fékk að vita að rauð-
hærða stúlkan, sem rogaðist með ^
balann hennar frú Hólmfríðar upp 1
á háaloft á sínum tíma, hefði aldrei
setið í silkikjól og borðað rauðgraut
í Iðnó. En hún hafði átt sína starf-
sævi í því húsi við að þjóna leikuram
og leikhúsgestum. Og það var hún
sem gerði þetta gamla leikhús að
notalegu heimili fyrir þá sem þar
störfuðu.
Hún Kristín var orðin níræð þeg-
ar ég kom eitt sinn að henni uppi
í eldhúsi eftir sýningu. Hún sat með
hendur í kjöltu sér og horfði fram
fyrir sig.
„Ertu þreytt Kristín mín?“ spurði
ég. Hún brosti til mín og sagði:
„Já, þetta verður síðasti veturinn
minn hjá ykkur. Ætli það sé ekki C
komið nóg.“ Ég man að ég fékk
meira að segja að kyssa hana á
kinnina þessa nótt, þegar ég kvaddi v
hana. Klukkan var orðin hálftólf.
Starfsdagur þessarar níræðu konu
var á enda, hann hafði hafíst klukk- |
an níu þann morgun eins og alla
aðra morgna og nú hafði hún viður-
kennt að hún væri orðin dálítið
þreytt.
Guðrún Ásmundsdóttir.
Kristín var fædd á Bollastöðum í
Hraungerðishreppi í Árnessýslu.
Hún var eitt 14 barna hjónanna
Guðrúnar Gísladóttur og Kristjáns
Þorvaldssonar bónda þar. Á ungum
aldri fór hún í fóstur að Skeggjastöð-
um í sömu sveit og ólst þar upp.
Kristín fluttist til Reykjavíkur um
tvítugsaldur og vann mestan hluta
ævinnar á veitingahúsum. Ekki ætla
ég að rekja það nánar, en í Iðnó var f
hún í nærri hálfa öld.
Kristín mín, nú þegar löngum
ævidegi er lokið, langar mig að
þakka þér fyrir allt gamalt og gott
og allt sem þú kenndir mér og allt
sem þú varst mér. Árin þijú sem tf
ég átti heima í Iðnó hjá þér eiga sér
sérstakan stað í minningunni og eru
oft rifjuð úpp og þá fara um mann
hlýir straumar. Bak við allar minn-