Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 2
2 ‘ MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 Varasöm íþrótt MIKILVÆGT er að hafa góð- an búnað við bjargsig. V estmannaeyjar Hrapaði í Hánni við eggjatöku Vestmannaeyjum. TÓLF ára drengur hrapaði niður 20 metra í Hánni í Vest- mannaeyjum er band, sem hann notaði til að síga eftir eggjum, slitnaði. Drengurinn var fluttur á Sjúkrahúsið í Eyjum en siðan til Reykjavík- ur þar sem hann gekkst und- ir aðgerð. Nokkrir drengir voru saman við eggjatökuna og var einn þeirra að siga í bergið eftir eggjum. Bandið sem hann not- aði slitnaði. Hann hrapaði og slasaðist illa. Grímur Bankaráð og bankastjórn Búnaðarbankans vegna frétta um vopnasölu Starfsmaðurinn fór óra- langt út fyrir starfsramma STJÓRNENDUR Búnaðarbankans segja að það hafi komið sér í opna skjöldu þegar í ljós kom á haustmánuðum að sá starfsmaður bankans sem sá um að veita viðskiptamönn- um bankans þá þjónustu að nýta erlend bankasambönd til að koma á sambandi milli þeirra og erlendra fyrirtækja, hafði um tveggja mánaða skeið vorið 1992 tekið upp sam- skipti við aðila innanlands og erlendis um málefni sem féllu óralangt utan þess starfsramma sem honum hafði verið settur. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá bankaráði og bankastjórn Búnaðarbankans sem send var út eftir fund þessara aðila í gær. Fréttatilkynningin fer hér á eftir: „Síðustu daga hefur verið fjallað opinberlega um málefni sem varða meintar tilraunir íslenskra aðila til milligöngu um alþjóðlega vopna- sölu. í þessari umfjöllun hefur mál- ið verið tengt nafni Búnaðarbanka Islands. Búnaðarbankinn hefur þegar sent frá sér yfirlýsingu af þessu tilefni en nauðsynlegt er að bankinn geri viðskiptamönnum sín- um og öllum almenningi frekari grein fyrir staðreyndum málsins. Meginatriði þess sem hér er um að ræða eru eftirfarandi: 1) Bankinn hefur frá árinu 1985 boðið viðskiptamönnum sínum upp á þjónustu sem felst í því að nýta erlend bankasambönd til að koma á sambandi milli viðskiptamanna Búnaðarbankans og erlendra fyrir- tækja. Megintilgangurinn var að efla útflutning á íslenskum land- búnaðarafurðum, iðnvarningi og öðrum íslenskum vörum. Sama gilti um sölu á hvers konar íslenskri þjónustu til erlendra aðila, þar á meðal ferðaþjónustu. Til þessarar þjónustu var stofnað að erlendri fyrirmynd en ýmsir er- iendir bankar höfðu hafíð slíka starfsemi sem lið í aukinni þjónustu við viðskiptamenn sína. Lögð skal áhersla á að hér er ekki um það að ræða að bankinn hafi verið að stofna til samkeppni um viðskipti við verslunar- og þjónustufyrirtæki. Þvert á móti var Búnaðarbankinn að greiða fýrir auknum umsvifum þessará fyrirtækja með því að koma þeim í samband við erlenda aðila, ekki síst með því að nýta erlend bankasambönd sín. Bankinn tók ekki gjald fyrir þessa nýju þjónustu. 2) I fréttum hefur komið fram að bankaeftirlitið og viðskiptaráðu- neytið séu þeirrar skoðunar að með framangreindri þjónustu hafi Bún- aðarbankinn farið út fyrir starfs- heimildir sínar samkvæmt lögum um viðskiptabanka. Búnaðarbank- inn hefur gert bankaeftirlitinu grein fyrir að hann sé á annarri skoðun í þessu efni. Bankinn hefur skýrar röksemdir fyrir þeirri afstöðu og við túlkun á viðkomandi laga- ákvæði skiptir það máli að mati Búnaðarbankans að bankar víða um heim hafa árum saman veitt hlið- stæða þjónustu og hér um ræðir. Stjómendur Búnaðarbankans greinir ekki á við viðskiptaráðu- neyti og bankaeftirlit um það að í það skipti sem gerð er grein fyrir hér á eftir fór þessi starfsemi langt út fyrir þann ramma sem henni hafði verið markaður. 3) Þegar framangreind þjónusta hófst gerði bankinn samning við mann sem hafði reynslu í erlendum samskiptum um að taka að sér þessi störf. Þar sem hér var um tilraun að ræða gilti starfssamningurinn aðeins til eins árs í senn en ástæða þótti til að endumýja hann nokkmm sinnum. Það kom stjórnendum bankans í opna skjöldu þegar í ljós kom á haustmánuðum 1992 að starfsmað- urinn hafði um tveggja mánaða skeið vorið 1992 tekið upp sam- skipti við aðila innanlands og er- lendis um málefni sem féllu óra- langt utan þess starfsramma sem honum hafði verið settur. Leggja ber áherslu á að samband starfs- mannsins við þessa aðila leiddi aldr- ei til neinna viðskipta. Þessi alvar- legu mistök u.'ðu til þess að þessi maður hefur látið af störfum fyrir bankann. Stjómendum Búnaðarbankans þykir mjög miður að það starf sem hafíð var í góðri trú til eflingar ís- lenskum útflutningsatvinnuvegum skyldi þurfa að enda á þennan veg.“ Sjá bls. 29: „Liður í tilraun- um...“ Forseti Landssambands iðnaðarmanna á Iðnþingi Markmiðið að skapa 4-5.000 störf í iðnaði HARALDUR Sumarliðason, forseti Landssambands iðnað- armanna, benti á það í ræðu sinni á Iðnþingi í gær að á hveiju ári væru fluttar hingað til lands iðnaðarvörur sem hægt væri að framleiða hér á landi, fyrir u.þ.b. 20 millj- arða króna. Ekki væri óraunhæft markmið að færa nægi- lega mikinn hluta þessarar framleiðslu inn í landið til að skapa 4-5 þúsund manns atvinnu. Haraldur nefndi nokkur dæmi um hvernig hægt væri að ráðast í atvinnuskapandi aðgerðir. í því sambandi benti hann á að á sl. tveimur árum hefðu verið flutt inn niðurgreidd skip og skipaviðgerð- arverkefni fyrir um 7 milljarða króna. „Hér er um að ræða þre- falda ársveltu allra skipasmíða- stöðvanna í landinu. Það myndi ekki kosta ríkissjóð eina krónu þótt óeðlilegum rekstrargrundvelli íslenskra skipasmíðastöðva yrði breytt þannig að þær gætu keppt á réttlætisgrundvelli og náð veru- legum hluta þessara verkefna. Hugsanlega gæti hér íleiðinni orð- ið um tekjur að ræða fyrir ríkis- sjóð.“ Lán til nýbygginga hækki Hann benti einnig á möguleika í byggingariðnaði. „Það hefur ver- ið rætt um það að húsbréfaútgáfa sé óhófleg og þessi lán fari meira til neyslu en góðu hófí gegnir. Ef rétt er, ætli það sé þá ekki vegna þess að of mikið er lánað vegna viðskipta með notaðar íbúðir? Hér mætti slá tvær flugur í einu höggi og lækka útlánshlutfallið til not- aðra íbúða en hækka til nýbygg- inga og auka þar með atvinnu. Hins vegar mætti e.t.v. lækka láns- hlutfallið á notuðu íbúðunum minna ef þær þarfnast viðgerða eða endurbóta, enda yrðu menn að sýna reikninga fyrir slíku.“ Gagnrýni á skattareglur Haraldur gagnrýndi í ræðu sinni reglur um frádrátt frá tekjuskatts- stofni vegna kaupa einstaklinga á hlutabréfum. Hann sagði algjör- lega ótímabært að leggja þennan frádrátt niður. Þessar reglur hefðu einvörðungu gilt um kaup á hluta- bréfum í almenningshlutafélögum og því í reynd fyrst og fremst kom- ið stærstu og stöndugustu fyrir- tækjum landsins til góða. Hér væri því um að ræða óeðlilega mismunun í skattmeðferð áhættufjár eftir stærð og rekstrar- formi fýrirtækja, smærri atvinnu- rekstri í óhag. Þá benti hann sömu- leiðis á misræmi á tekjuskattshlut- falli félaga og þess atvinnurekstrar sem menn stunduðu í eigin nafni og með ótakmarkaðri ábyrgð. Þau keyptu álfa SÁÁ GRO Harlem Brundtland og Jón Baldvin Hannibalsson keyptu álfa í gær af sölumönnum SÁÁ. Alfasalan byijar vel ÁRLEG fjáröflun SÁÁ, álfasalan, hófst í gær og hlaut góð- ar viðtökur almennings. Gro Harlem Brundtland forsætis- ráðherra Noregs, keypti álf þegar hún kom til að hitta ís- lenska alþýðuflokksmenn í Reykjavík í gær. Ýmis fyrirtæki og stofnanir keyptu í gær álfa í tuga- og hundraðatali handa starfsfólki og viðskiptavinum. Forstjóri eins fyrirtækisins keypti einn álf og bætti við 100 þúsund krónum til styrktar SÁÁ. Þá afhenti Rafiðn- aðarsamband íslands 500 þús- und krónur til samtakanna á ársþingi sínu í gær. Álfasala SÁA heldur áfram í dag og á sunnudag. Hagnaðinum af álfasölunni verður að þessu sinni varið til að efla ráðgjöf og meðferð fyrir aðstandendur alkó- hólista í fjölskyldudeild SÁÁ. í dag Fjölmiölakönnun Samkvæmt Félagsvísindastofnun lesa 64% svarenda Morgunblaðið sérhvem útgáfudag 4 Tímarítið Economist Hvetur í forystugrein til að kannað verði hvort lögleiða eigi eiturlyfja- notkun 26 Skógrækt Skeljungur leggur Skógrækt ríkis- ins lið með 8-10 milljónum kr. 14 Leiöarí Kjarasamningar 30 Menning/Listir ► Ljósmyndasýning Mary Ellen Mark á Kjarvalsstöðum - Safna- skoðun í Evrópu - Tónlist á lista- hátíð Hafnarfírði - Trompetleik- arinn Freddie Hubbard T-EgHflg M O n CUN0LAD8 I N 8 Lesbók ► Jóhanna Boga á forsíðu - Við- tal við Grigol Matsjavariani frá Georgíu - Laufey Helgadóttir um Matisse í París - Laugarnesið fyrr og nú - White Star á Laugavegi. Vatnsflóðið í Vestfj arðagöngunum Sænskir sérfræðingar reyna að þétta bergið ísafirði. VATNSFLOÐIÐ í Súgandafjarðarhluta Vestfjarðaganga hefur ekkert minnkað. Fimm sérfræðingar frá Svíþjóð hafa undan- farna daga gert tilraunir með ýmis efni sem þétt gætu berg- ið. Enn er ekki séð fyrir endann á þessu máli, en að sögn Björns Harðarsonar verkfræðings hjá Vegagerðinni er vonast til að einhver árangur verði farinn að sjást um miðja næstu viku. Boraðar hafa verið allt að 20 göngin nemur um 130 lítrum á sek- úndu eða tæp 500 tonn á klukku- stund. Framkvæmdir ganga vel í hinum göngunum og byijað er að keyra efninu á nýjan veg að Hauga- nesi í botni Skutulsfjarðar yfír að flugvelli. Úlfar metra langar holur í margar áttir og þéttiefnum sprautað inn í þær á móti vatnsþrýstingi sem nemur 6 kflóum á fersentimetra, sem jafn- gildir þeim þrýstingi sem er á 60 metra dýpi í vatni eða sjó. Vatns- magnið sem streymir þarna inn í I \ \ í I I I I I I i I i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.