Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 Grammófónn með trekt eftir Kjartan Guðjónsson í upphafi máls míns vil ég biðja forláts á því að ég skuli eingöngu fjalla um sjálfan mig andspænis sér- fræðingagenginu, en ég veit að margir góðir listamenn standa þar í sömu sporum og ég. Bjöm Th. er orðsins akróbat, ef á þarf að halda getur hann talið þeim sem ekki vita betur trú um að froðusnakk sé hin dýpsta speki. Núna hentar honum að snúa því svo, að ég haldi fram að listfræðingar sinni ekki fræðun- um. Því miður fyrir Björn er það skjalfest og öllum ljóst, ef þeir opna augun þegar þeir lesa, að í hvert sinn sem ég hef þurft að minnast á þessa stétt manna, hef ég óskað þess að þeir héldu sig við leistann sinn í stað þess að belgja sig út sem spámenn og spekinga, með allar klær úti eftir embættum og völdum. Björn er þar engin undantekning hvað varðar völd og áhrif, en sem betur fer orðinn of gamall til að sökkva sér niður í þá goðafræði og heimspekiþvælu sem heltekur obb- ann af listfræðingum þessa dagana og kom raunar sem himnasending í fang þeirra og forðar þeim frá því sem þeir eiga erfiðast með, að fjalla um myndlist klárt og kvitt. Óvinum heimspekinnar verður nú allt að vopni. Björn ræður öllu sem hann vill ráða í tveim söfnum, ASÍ-safni og Háskólalistasafni. Ummæli mín í sambandi við hið fyrrnefnda fóru illa í hann, raunar var hann svo fýld- ur að halda mætti að hann vissi uppá sig skömmina. Svo er þó ekki, skömmin hefur ekki þvælst fyrir honum hingað til. Ef ég vissi ekki betur myndi ég halda að það væri farið að slá útí fyrir karlinum. „Danskir listfræðingar uppgötvuðu Kjarval." Svo mörg voru þau orð. Og það voru náttúrlega þeir sem kenndu okkur að meta hann. Og hvemig fóru þeir nú að því — gegn- um ritsímann, með bréfum, eða voru það bréfdúfur — hvernig? Er ekki kominn tími til að Björn fari í enn einn leiðangurinn til að grafa upp bein þessara manna, svo að hægt sé að jarða þau í heiðursgrafreit á íslandi? Ég veit ekki betur en Kjarv- al sé lítið sem ekkert þekktur í út- löndum þrátt fyrir ámátlegar til- raunir listbraskara til að markaðs- setja hann og gera okkur sem eigum hann og fundum hann ókleift að hafa hann hjá okkur. Kjarval er ein íslands upphefð sem kemur ekki að utan. Og áfram rásar Bjöm og nú um mótívið vinnandi fólk og ASÍ- safnið. Það fannst einhver fnykur af rótgróinni fyrirlitningu hins skrif- lærða á þeim sem svitna við vinnu sína. Og sá uppgötvaði nú sannind- in: Safni ber ekki að kaupa verk fyrir mótívið eitt, og nú brakar í rambaldinu. Þetta getur ekki nokk- urt mannsbarn annað en samþykkt. En nú spurning: Eftir hveiju fer Björn þegar hann kaupir eftir — við skulum segja Helga Þorgils? Metur hann myndina eftir malerískum gild- um, eftir goðafræðilegu mótívi, frægð í útlöndum eða enn öðm? Það skyldi þó ekki vera mótívið og frægðin, því Björn þarf að sanna að hann sé með á nótunum í nútíð og fortíð. Og þá er það mergurinn málsins, hann er ófær um að meta málverk á eigin spýtur. Hér á árum áður, þegar septemberistar voru að hasla sér völl, var Björn þá ungur að árum eins og við flestir, einskonar málpípa hópsins. Hann hafði ekki verið lengi með okkur, þegar við allir sem einn vorum orðnir klárir á því, að Björn sá ekki myndir. Þegar hann skrifaði var hann bestur í formálanum. Eng- inn skipti um skoðun er tímar liðu. Hann er eins og skáld, sem vantar brageyra, eða söngvari, sem vantar tóneyra. Margir leikmenn, listunn- endur, hafa einmitt þessa tilfinningu eða myndrænt brageyra, en eru nú orðið margir famir að trúa því að þeir botni ekkert í myndlist vegna rövisins í sérfræðingum. Trúlega hefur til þessa enginn verið nógu hreinskilinn til að segja honum sann- leikann, enda líklega orðið til lítils því að hann gerðist fljótlega lunkinn við að fá skoðanir að láni og gera þær að sínum. Stíllinn brást honum aldrei. Snemma komst hann á þá skoðun — eða fékk hana að láni — að ég væri ekki burðugur listamaður. Það hlýtur að hafa verið talsverður pót- entát sem lánaði honum, því að ég lenti ofan í skúffunni: Afgreitt mál í eitt skipti fyrir öll. Þess ber þó að geta að hann hefur nú nýlega viður- kennt að ég væri liðtækur skopteikn- ari — eða hafi verið. Dómgreindin leikur Björn jafnan grátt. Skopteikn- ingar hef ég aldrei ráðið við, þrátt fyrir örvæntingarfullar tilraunir bæði í skóla og einkum þegar mig langaði til að efla kommúnismann. Og víkjum nú aðeins að söguskoðun sérfræðinganna. Samkvæmt sér- fræðinni í Listasafni íslands dó ég einhvern tímann kring um 1978. Samkvæmt sérfræðiúrskurði í Borg- arlistasafni dó ég daginn sem Gunn- ar Kvaran tók þar við völdum. Sam- kvæmt sérfræðingi ASÍ-safns og Háskólalistasafns hef ég aldrei verið til. En þetta gerir ekkert til, hvorki Björn né hinir listfræðistrumparnir hafa nokkra burði til að afskrifa einn eða neinn. Þagnarmúr þeirra er bara frauðplast og mætti Úlfar Þormóðsson hafa það í huga. Síðan hin margvíslegu og ótlmabærtu and- lát mín báru að garði hef ég haldið mínar stærstu sýningar við frábærar undirtektir fólks sem ég treysti. Björn á sér gamlan grammófón með trekt og plötur með fyrirlestrum sem hafa dugað honum í áratugi og ekkert iát þar á, og þar er nú aldeil- is ekki urg né hopp í nálum því að hann veit heilmikið um söguna. Hann er bráðlaginn við að drífa upp kvöldvökustemmningu og seiðir fólk til sín í fífilbrekkurnar. Og nú líður að grand finale í sápuóperunni Björn Th. Björnsson, Björnspostilla í burð- arliðnum I Listasafni, sópran Bera Nordal, rauður dregill í átt til ódauð- Kjartan Guðjónsson „Síðan hin margvíslegu og ótímabæru andlát mín báru að garði hef ég haldið mínar stærstu sýningar við frábærar undirtektir fólks sem ég treysti.“ leikans. Aðeins er eftir smáfínpússn- ing fyrir söguna: Björn má ekki láta það spyrjast að hann hafí verið orð- inn lummó í ellinni, svo að hann tekur nú í faðm sér ungviðið, hina framsæknu og þar fram eftir götun- um, hvað sem hann nú botnar í því öllu saman. Það kæmi mér ekki á óvart að einhveijum dytti í hug við lestur þessarar greinar að hér fari gamall bitur maður. Svo er þó ekki. Ég er ekki líkt því jafn reiður og ég sýnist vera. Þetta heyrir undir hrekkvísi, það má ekki milli sjá hvort mér þyk- ir skemmtilegra að gera at I oflát- ungum eða draga burst úr nefi hrokagikkja. Höfundur er listmálari. ATVINNULEYSI • • Atvinnumöguleikar í atvinnuleysinu Betri nýting í stað eyðslu í atvinnuleysi eru atvinnumöguleikar lausnarorðið. Atvinnumögu- leika er víða að finna ef grannt er skoðað. Áherslubreytingar hafa orðið á neyslumunstri þjóðarinnar án þess að við höfum veitt því sérstaka athygli. Margar þessar breyting- ar hafa verið til hins betra en aðrar orkar tvímælis. Þjóðin hefur lifað við betri efnahag síðustu áratugina en nokkurn tíma áður en sóun hefur hefur líka verið meiri. Þó að ekki sé litið lengra aftur I tímann en 20 ár, þá má sjá að breytingar á lífskjörum fólks og lífs- stíl urðu ótrúlega miklar á þessu tuttugu ára tímabili. Breytingamar komu ekki aðeins fram I stærri umgjörð heimila heldur einnig öllu neyslumunstri íjölskyldunnar. En um leið breyttist einnig viðhorf til verðmæta. Fjölmargt sem þótti bruðl hér áður fyrr, hefur á seinni árum verið litið á sem sjálfsagðan hlut og er þar m.a. átt við nýtingu hluta eins og smærri heimiiistækja sem aflað hefur verið til heimilis, oft með nokkrum tilkostnaði. Það hefði þótt mikil sóuna á verð- mætum hér á árum áður ef ekki hefði verið farið með biluð heimilis- tæki eins og straujám, brauðrist, lampa, útvarpstæki, plötuspilara .o.s.frv., í viðgerð - i stað þess að fleygja þeim og kaupa ný eins og hér hefur verið gert undafarin ár. Fyrir tveim áratugum síðan vom starfrækt viðgerðarverkstæði þar sem góðir fagmenn tóku að sér við- gerðir fyrir viðráðanlega þóknun. Síðan hefur þessi þjónusta lagst af, hún þótti ekki borga sig. Rafmagnstæki eru tiltölulega dýr í innkaupum, það getur því orðið dýrt, ekki aðeins fyrir heimilin held- ur einnig fyrir þjóðfélagið, þegar henda þarf tækjum, oft vegna smá- vegis bilana, vegna þess að ekki er hægt að fá þau get við þau. Um þessar mundir kreppir að í þjóðfélaginu, efnahagur fólks er þrengri en áður og atvinnuleysi er hjá mörgum starfsstéttum. Og þó að ekki sé alltaf um atvinnuleysi að ræða þá hafa fjármál heimila víða farið úr böndunum, eyðslan hefur verið meiri en það sem aflað hefur verið. En oft hafa aðstæður boðið upp á óþarfa eyðslu. Að und- anförnu hafa fjölmörg félagasam- tök, þar á meðal Neytendasamtök- in, verið að bjóða upp á aðstoð við að koma reglu á fjáreiður heimilis- ins og hvatt er til hagsýni á öllum sviðum. Nú ætti því að vera kjörinn tími taka upp gamla siði og nýta betur þess sem aflað er. Það gæti því orðið atvinnuskap- andi fyrir framtaksama rafvirkja eða rafeindavirkja að setja upp við- gerðarverkstæði þar sem hægt væri að fá viðgerð á algengum heimilistækjum. Slík þjónusta gæti einnig leitt til sparnaðar í útgjöldum hjá almenningi. Annar þáttur sem ekki hefur verið sinnt sem skyldi undafarin ár, eru viðgerðir á fatnaði. Það getur verið mikill sparnaður í góðu við- haldi á fötum. Föt eru dýr, jafnvel stuttir einfaldir sokkar geta kostað um 500 krónur parið. Það getur því legið talsverður peningur í sokk- um sem lagðir hafa verið til hliðar vegna þess að göt eru komin á þá og þekkingu skortir til að gera við þá á viðunandi hátt. Námskeið í viðgerðum og einnig í breytingum á fatnaði kæmi ekki aðeins ijölmörgum fjölskyldum og einstaklingum að gagni, heldur gæti það orðið hæfu fólki atvinnu- skapandi starf. Orkubú Vestfjarða með lægsta orkuverðið til fiskvinnslustöðva Isafirði. HVERGI á Iandinu er nú hagstæðara raforkuverð til fiskvinnslu- stöðva en hjá Orkubúi Vestfjarða. Almennt orkuverð hefur aldr- ei verið kaupendum hagstæðara í samanburði við önnur raforku- fyrirtæki. Þetta kom fram í máli Kristjáns Haraldssonar orkubús- stjóra á aðalfundi Orkubúsins. Það sem mesta athygíí vakti á fundinum var erindi Hauks Tóm- assonar jarðfræðings um það sem hann kallar þakrennuvirkjanir á Vestfjörðum. Með nútímalegum aðferðum má safna öllu vatni af svokölluðu Glámuhálendi og virkja þar 1400 gígavattstundir. Ekki er þó líklegt að hafist verði handa á næstunni, þar sem nóg raforka er nú til í landinu og gera þyrfti um 30 km löng jarðgöng á svæðinu auk á annars tug smárra og stórra stíflumannvirkja. Tap á rekstri Orkubúsins var 117 milljónir eftir að afskrifað hafði verið fyrirtæpar 195 milljón- ir. Formaður stjórnar Orkubúsins, Eiríkur Finnur Greipsson, var end- urkjörinn og stjórnin að öðru leyti en því að Kristján K. Jónasson á Isafirði fór úr aðalsæti í varasæti, en varamaðurinn Steindór Ög- mundsson settist í sæti hans. Úlfar TALAÐ GEGN BETRIVITUND eftir Friðrik Sigurðsson Ekki nenni ég fara í þrætubókar- list við Þorgrím Starra Björgvinsson, en sé mig þó tilknúinn að andmæla hluta af samhliða greinum hans í Morgunblaðinu 11. maí sl. og Degi 14. maí sl. Um áraraðir hefur Þorgrímur Starri haldið á lofti röngum og órök- studdum fullyrðingum um meinta skaðsemi Kísiliðjunnar á lífríki Mý- vatns. Rannsóknir á lífríki vatnsins hafa staðið yfír árum saman og kostað hátt I eitt hundrað milljónir króna. Þar hefur ekkert komið fram sem styður álit .Þorgríms Starra og skoðanabræðra hans. Þegar svo er komið sögu, bregður Þorgrímur Starri á það ráð, með dyggum stuðningi sveitunga síns, Eysteins Sigurðssonar á Arnarvatni, að beina spjótum sínum að persónu framkvæmdastjóra Kísiliðjunnar. Dylgjur þeirra eru ekki svaraverðar. Þær Iýsa aðeins rökþroti. Þeir Þorgrímur Starri og Eysteinn saka framkvæmdastjóra Kísiliðjunn- ar um að ala á sveitaríg. Sjálfir hafa þeir í áraraðir staðið að árásum á starfsemi Kísiliðjunnar og allt sem henni tengist og þannig átt í útistöð- um við að minnsta kosti 40% Mý- vetninga. Þeir hafa stefnt lífsafkomu þessa fólks í voða, sem og möguleik- um Skútustaðahrepps til að veita þá þjónustu sem honum ber. Hver elur á sveitaríg? í áðurnefndri Morgunblaðs- og Dagsgrein reynir Þorgrímur Starri að bera til baka yfírlýsingar sínar í frægu viðtali við Þjóðviljann árið 1959. Hann segir að ekki hafi sést önnur eins veiði í Mývatni og sum- arið 1959. Þá er talið að veiðst hafi 47.500 silungar. „Slík tala hefur Friðrik Sigurðsson „Þeir hafa stefnt lífs- af komu þessa fólks í voða.“ ekki sést á blaði síðan Kísiliðjan fór að láta að sér kveða,“ segir Þorgrím- ur Starri í grein sinni. Þetta er rangt. Þegar Kísiliðjan hélt upp á 20 ára starfsamæli sitt árið 1986, sama ár og þáverandi iðnaðarráðherra fram- lengdi námaleyfi félagsins til ársins 2001, veiddust 45.826 silungar I Mývatni, eða 96,5% af veiðinni 1959. hvers vegna velur Þorgrímur Starri að geta þess ekki? Höfundur er framkvæmdastjóri Kísiliðjunnar við Mývatn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.