Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 26
T26 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ1993 Venesúela Þingið setur Perez af Caracas. Reuter. ÖLDUNGADEILD þingsins í Venesúela samþykkti í gær, að Carlos Andres Perez, for- seti landsins, léti af embætti meðan hæstiréttur fjallaði um mál á hendur honum og tveimur fyrrverandi ráðherr- um fyrir spillingu. Perez kveðst saklaus af öllu mis- jöfnu og neitar að segja af sér en það hefur ríkisstjórnin gert til að gefa hugsanlegum eftirmanni hans kost á að skipa sína ráðherra. Hún sit- ur þó áfram til bráðabirgða. Reuter Margir flokksbræður Perezar í stjórnarflokknum snerust gegn hon- um á þingi en verði hann fundinn sek- ur, verður hann jafnframt fyrsti forsetinn í 35 ára sögu lýðræðis í Venesúela, sem sviptur er embætti. Perez hélt í gær ræðu fyrir ráðherr- um sínum og yfir- mönnum hersins og sagðist saklaus, hann hefði aldrei reynt að auðgast með ólögmætum hætti. Af þeim sökum ætlaði hann ekki að segja af sér sjáifviljugur. Gjaldeyrisbrask Perez og ráðherrarnir fyrrverandi,. eru sakaðir um að hafa keypt 17 milljónir dollara á sérstökum vildar- kjörum af seðlabankanum og greitt fyrir með innlendum gjaldeyri. Síðan er þeir sagðir hafa selt aftur á frjáls- um markaði og hagnast um 10 millj- ónir dollara, 630 millj. fsl. kr. Ríkissaksóknarinn í Venesúela gaf út ákæru í málinu í mars og á fimmtudag samþykkti hæstiréttur landsins að taka málið fyrir. Er búist við, að Octavio Lepage, forseti þings- ins, taki við forsetaembætti til bráða- birgða. Perez gegndi forsetaembætti á árunum 1974-79 og var endurkjörinn 1988. 1989 bakaði hann sér óvin- sældir þegar hann afnam miklar nið- urgreiðslur en það olli aftur veruleg- um verðhækkunum. ------» ---------- Fyrsti kven- biskupinn á Norðurlönd- um vígður Ósló. Frá Jan Gunnar Furuly, fréttaritara Morgunblaðsins. FYRSTI kvenbiskup Norður- landa, Rosemarie Kohn (53 ára), tók biskupsvígslu í Hamar-dóm- kirkjunni í Noregi á uppstigning- ardag. Þremur prestum, sem telja að Kohn hafi of fijálslyndar skoðanir á fóstureyðingum, var ekið á brott í lögreglubíl eftir að þeir höfðu kastað 30 blóðugum brúðum, sem líktust fóstrum, á kirkjutröppurnar. Nokkrar af dúkkunum lentu 15-20 metrum frá Haraldi konungi og Sonju drottningu þegar þau gengu inn í kirkjuna. Að öðru leyti fór vígslan vel fram og flestir voru ánægðir með að Norðmenn skyldu loksins hafa fengið sinn fyrsta kvenbiskup. Þeg- ar Kehn, sem vinir hennar kalla Rósu, gekk út úr kirkjunni var rauð- um rósum kastað yfir hana. Heyra bresku leigubílarnir senn sögunni til? HESTVAGNI er hér ekið á undan röð svartra leigubíla bílar yrðu notaðir sem leigubílar. Leigubílstjórarnir í Lundúnum í gær þegar leigubílstjórar mótmæltu telja að slíkt yrði til þess að hinir hefðbundnu leigubíl- áformum bresku stjórnarinnar um að heimila að minni ar í Lundúnum myndu senn heyra sögunni til. Forystugrein breska tímaritsins The Economist i • Tímabært að leyfa notkun eiturlyfja BRESKA tímaritið The Economist hefur hvatt til þess í forystugrein að kannað verði með hvaða hætti gera megi neyslu eiturlyfja löglega. Blaðið telur sterkustu rökin fyrir þessu af efnahagslegum og félagslegum toga; núverandi skipan mála geti af sér glæpi og upplausn auk þess sem hugtökin „fíkn“ og „óæskileg neysla“ hafi engan veginn verið skilgreind með fullnægjandi hætti. Þá telur leiðarahöfundur að stuðla beri að frekari rann- sóknum er miði að því að gera almenningi kleift að nota „skaðlausa vímugjafa“. í forystugreininni sem birtist í nýjasta hefti The Economist er vik- ið að því að te og fíkniefnið marijú- ana eigi ýmsilegt sameiginlegt. Bæði þessi efni komi neytandanum í vímu, bæði séu þau talin tiltölu- lega skaðlaus og bæði hafí þau vanabindingu í för með sér. Viðhorf almennings og stjómvalda víðast hvar til þessara efna mótist hins vegar af öðrum þáttum og því sé teneysla leyfð en neysla marijúana ekki. Sjónarmið manna í þessum efnum séu oft mótsagnarkennd. Skilgreining fíknarhugtaksins Hið sama gildi í raun um önnur efni sem almenningi á Vesturlönd- um sé leyft að nota. Tóbak og kóka- ín séu bæði skaðleg efni; neysla þess fyrmefnda sé leyfð nánast hvar sem er í heiminum en víðast hvar á Vesturlöndum hið minnsta eigi þeir sem hafa kókaín í fórum sínum vísa fangelsisvist komist upp um þá. Fíknarhugtakið sé ennfrem- ur víðtækara en svo að það taki einungis til neyslu efna og vísar blaðið til tölvu- og spilafíknar í þessu viðfangi. Blaðið víkur að því að fíkniefna- sjúklingar fjármagni oftlega neyslu sína með ránum og gripdeildum og glæpastarfsemi og ólögleg dreiflng eiturlyfja fari jafnan saman. Þá sé ótalinn sá kostnaður sem samfélag- ið beri sökum þessa. Eiturþrælar sem sagt hafi sig úr lögum við mannlegt samfélag neyðist til að nota óhreinar nálar og eitursalar hagnist á því að miðla sífellt hættu- legri lyfjum til slíkra ógæfumanna. I greininni segir að þrátt fyrir þetta séu menn almennt hikandi við að hugleiða hvemig heimila megi neyslu eitur- og fíkniefna. Að hluta til megi rekja þetta viðhorf til and- úðar á fíkn og því að vera ein- hveiju háður. Leiðarahöfundur The Economist er þeirrar hyggju að menn séu almennt og yfirleitt ekki sjálfum sér samkvæmir í þessum efnum, og hafi tilhneiginu til að rísa upp á afturlappirnar telji þeir að þeirra eigin hagsmunum með tilheyrandi hneigðum til ýmis konar atferlis sé ógnað. Nefnir höfundur byssueign í þessu sambandi. Þessi afstaða standist í raun ekki skoðun. Þannig telji sérfróði/ að tóbaksfíkn sé það fyrirbrigði sem orsaki flest þau dauðsföll í heimi hér sem unnt væri að afstýra. Drykkjumenn spilli lifur sinni og ofneysla áfengis geti af sér viðvarandi minnisleysi. Á ári hveiju láti mikill fjöldi fólks lífíð í umferðarslysum sem drukknir öku- menn valdi. Eftirlit og skatttekjur The Economist telur að frekar beri mönnum að beina athygli sinni að þeirri röksemdarfærslu að með því að heimila notkun eiturlyfja muni neyslan aukast og því muni sá skaði sem af því hljótist á endan- um verða meiri en ávinningurinn. „Hins vegar mega menn ekki skilja það sem svo að með því að leyfa neyslu eiturlyfja sé verið að hvetja til þess að allir geti nálgast slík efni öldungis eftirlitslaust. Væri rétt að málum staðið myndu stjórn- völd í stað glæpamanna taka að sér dreifíngu og gæðaeftirlit á þessum vettvangi,“ segir í greininni. Telur blaðið að svipuð lög gætu gilt á þessum vettvangi og nú eiga við um sölu og dreifingu áfengis og tóbaks. Haldið yrði uppi öflugu eft- irliti og refsingar yrðu strangar. Skatttekjur, sem þessi skipan mála tryggði ríkisvaldinu, yrði unnt að nota með mun skilvirkari og upp- byggilegri hætti en nú. Áherslan yrði í auknum mæli á meðferð og fræðslu í stað þess að eyða gífurleg- um fjármunum í að hefta ólöglega dreifingu fíkniefna. Blaðið telur að reynsla stjómvalda í sumum ríkjum Bandaríkjanna og í Hollandi gefi til kynna að neysla muni ekki auk- ast stórlega þó svo hún verði leyfð. Þetta hafi t.a.m. komið fram vestra þar sem neysla marijúana var tekin af lista yfír glæpsamlegt athæfi í nokkmm ríkjum á áttunda áratugn- um. Markmið rannsókna Rannsóknir á þessum vettvangi, segir í greininni, hafa einkum verið miðaðar við að endurreisa þá sem orðið hafa eitrinu að bráð og til að auka skilning á því nákvæmlega hvað það er sem orsakar fíkn í eitt og annað í mannheimum. Rann- sóknir gætu, að mati blaðsins, þeinst að öðmm þáttum og er vísað til þess að lyfjafræðingar séu nú teknir að hugleiða hvort búa megi til lyf sem veiti neytandanum vímu án þess þó að skaða þann hinn sama. Höfundur greinarinnar er þeirrar hyggju að svipuð viðhorfs- breyting kunni að vera réttlætanleg hvað meðferð varðar; að ef til vill beri að freista þess að fá þann ví- musjúka til að gerast háður öðmm og mildari efnum en hann nú not- ar. Endurskoðunar í þessa veru sé þegar tekið að gæta í Bandaríkjun- um og forsendur fyrir réttnefndum rökræðum um eiturlyfjavandann og viðbrögð við honum hafi verið skil- greindar. Telur The Economist að stjórn Bills Clintons forseta hafi sýnt lofsvert hugrekki á þessu sviði. Þing Bretlands Maastricht samþykktí neðri deild Lundúnum. Reuter, The Daily Telegraph. NEÐRI deild breska þingsins samþykkti Maastricht-sáttmál- ann um aukinn samruna ríkja Evrópubandalagsins (EB) á fimmtudagskvöld en búist er við andstöðu við sáttmálann í lá- varðadeildinni, meðal annars frá Margaret Thatcher, fyrrver- andi forsætisráðherra. Ráðherrar bresku stjórnarinnar vörpuðu öndinni léttar þegar neðri deildin samþykkti sáttmálann með 292 atkvæðum gegn 112 eftir átj- án mánaða deilu innan breska íhaldsflokksins. 650 þingmenn eiga sæti í þingdeildinni og sátt- málinn naut því aðeins stuðnings innan við helmings þingmanna. Leiðtogar Verkamannaflokksins sögðu þingmönnum flokksins að sitja hjá til að mótmæla þeirri ákvörðun stjórnarinnar að hafna félagsmálakafla sáttmálans. 60 þingmenn Verkamannaflokksins greiddu þó atkvæði gegn sáttmá- lanum og 41 þingmaður íhalds- flokksins. Fimm þingmenn Verka- mannaflokksins greiddu hins vegar atkvæði með sáttmálanum. ----» ♦ ♦--- Bandaríkin viðurkenna Angóla BILL Clinton, forseti Bandaríkj- anna, ákvað á miðvikudag að viðurkenna sjálfstæði Afríkuríkis- ins Angóla. Bandarísk stjórnvöld viðurkenndu ekki Angóla í 18 ár á meðan marxistastjóm var þar við völd en veittu angólskum upp- reisnarmönnum aðstoð. Waigel áfram fjármálaráð- herra THEO Waigel, fjármálaráðherra Þýskalands, sagði í gær að hann myndi gegna embættinu áfram eftir að hafa orðið undir í baráttu um forsætisráðherraembættið í Bæjaralandi. Waigel sagði að Ed- mund Stoiber, innanríkisráðherra Bæjaralands, yrði einn í framboði í forsætisráðherrakjöri á þingi rík- isins í næstu viku. Kona dæmd fyrir kynferðis- lega áreitni DÓMARI í Kalifomíu hefur úr- skurðað að 31 árs karlmaður, Sab- ino Gutierrez, skuli fá rúma milljón dala í skaðabætur vegna kynferðis- legrar áreitni yfirmanns hans, sem var kona. Maður- inn bar fyrir réttinum að hann hefði kviðið fyrir því að mæta til vinnu vegna þess að konan hefði tíðkað það að loka sig inni í skrifstofunni hjá honum og biðja hann um að kyssa sig og faðma. Eftir að hann hefði gengið í hjónaband hefði hann neit- að að þýðast hana og þá hefði hún svipt hann stöðuhækkun sem hann átti að fá og tekið skrifborð hans í burtu. Konan er 39 ára, gift og tveggja barna móðir. Sabino Gutierrez
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.