Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 60

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 60
MORGUNBLAVID, KRINGLAN 1 103 REYKJA VÍK SÍMI 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 15S5 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR. Stóra kókaínmálið Hæstiréttur staðfesti dóm Héraðsdóms HÆSTIRÉTTUR hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur um sjö ára fangelsi yfir Steini Armanni Stefánssyni, sem hand- tekinn vár 18. ágúst sl. eftir að hafa ekið á lögreglubíl með 1,2 kg af kókaíni sem hann hafði flutt inn frá Kólumbíu. Hæstiréttur telur að rannsóknar- aðferðir Bjöms Halldórssonar, lög- reglufulltrúa fíkniefnadeildar, hafí verið innan þeirra marka sem verða að vera við svo sérstakar aðstæður. Steinn Ármann var sakfeildur fyrir að flytja inn fíkniefnin og fyr- ir að raska almennu umferðarör- yggi með flóttaakstri og stofna lífí fólks í hættu á ófyrirleitinn hátt. Einnig er hann sakfelldur fyrir stór- felldar líkamsmeiðingar af gáleysi og stórfellda líkamsárás. Sjá bls. 25: „Rannsóknarað- ferðir innan ...“ Forsætisráðherra segir aukin útgjöld vegna Iqarasamningaima réttlætanleg FORSETI íslands, frú Vigdís Finnbogadóttir, og forsætisráðherra Noregs, Gro Harlem Bmndtland, ræða um daginn og veginn á Bessastöðum í gærdag, m.a um gróðurvemd og umhverfismál, sem er sameigin- legt áhugamál þeirra beggja. gjá bls, 24: „Fólkið vekur ...“ Halli ríkissjóðs er talinn geta orðið á 13. milljarð KOSTNAÐUR ríkissjóðs í tengslum við ný- gerða kjarasamninga er, að mati sérfróðra aðila um fjármál ríkisins, 2,6 milljarðar króna á þessu ári og rekstrarhalli ríkissjóðs er samkvæmt heimiidum Morgunblaðsins talinn geta orðið á 13. milljarð króna á ár- inu. Davíð Oddsson forsætisráðherra segir að aukin útgjöld í kjölfar kjarasamninganna séu réttlætanleg en hann telur að útgjalda- aukinn á þessu ári sé eitthvað innan við tvo rnilljarða kr. og eitthvað á þriðja milljarð á næsta ári. Sérfræðingar Alþýðusambands íslands og Vinnuveitendasambands íslands te\ja aftur á móti að nettókostnaður ríkis- sjóðs verði talsvert lægri, eða um 1,5 millj- arðar kr. á þessu ári. Kjarasamningurinn sem undirritaður var að- faranótt fímmtudags gildir til ársloka 1994. Eng- ar launahækkanir verða á samningstímabilinu en kveðið er á um greiðslu launabóta til þeirra sem höfðu heildartekjur undir 80 þús. kr. á ákveðnu viðmiðunartímabili með sama sniði og í eldri samningi, allt að 8.000 kr. orlofsuppbót og að desemberuppbót hækki í 13 þús. kr. Ríkisstjómin gefur fyrirheit um greiða niður tilteknar kjötvör- ur og mjólkurafurðir frá 1. júní til áramóta þeg- ar virðisaukaskattur á þeim verður lækkaður í 14% en með því er talið að verð á kjötvörunum lækki um 3‘/2%-5% og á mjólkurvörum um 8,4%. Lág verðbólga Davíð Oddsson sagði að af samningnum leiddi að nú stefndi í að verðbólga yrði mjög lág á næstu mánuðum og að svigrúm ætti að skapast til að vinna sig út úr þeim vanda sem við væri að glíma. ASÍ telur að verðbólga verði 0,7% frá upphafi til loka næsta árs. Að mati VSÍ mun samningurinn leiða til þess að samkeppnisstaða atvinnuveganna batni um allt að 8%. Sjómannasambandið og nokkur aðildarfélög ASI undirrituðu ekki samningana og stendur verkfallsboðun Flugvirkjafélags íslands. Samn- ingsaðilar þurfa að hafa lokið afgreiðslu samning- anna fyrir hádegi næstkomandi miðvikudag og er talið er að hann verði borinn upp í félögum rúmlega 60 þúsund félagsmanna innan ASÍ. Sjá kjarasamninginn í heild á bls. 28 og viðtöl og fréttir á miðopnu. Tvíhöfðanefnd skilar lokaáliti Styðja ekki málamiðlun ráðherra um smábáta MEIRIHLUTI Tvíhöfðanefndar- innar svokölluðu, sem unnið hefur að endurskoðun fiskveiðistefn- unnar, telur sig ekki geta stutt þá málamiðlun varðandi veiðar smábáta, sem Þorsteinn Pálsson sjávarútvegsráðherra lagði til í drögum að frumvarpi um fisk- veiðistjórnun sem hann birti í vor. Þetta kemur fram í bréfi, sem fylgir lokaáliti nefndarinnar til ráðherra. Nefndin hefur nú skilað af sér og lokið störfum. I fyrsta lagi segja nefndarmenn að hugmyndir þeirra um að setja utankvótategundir í aflamark bygg- ist á að veiðiþol stofnanna verði kannað betur. „Ekki er gert ráð fyr- ir að tegundir fari í aflamark ef við- komandi stofnar þola þær veiðar sem á þeim eru,“ segir í bréfinu. í annan stað leggur nefndin til að „við afnám línutvöföldunar sé reynt að leita leiða til þess að úthlutun viðbótaraflamarks hafi ekki í för með sér minni afla í mánuðunum nóvem- ber til febrúar", en það eru þeir mánuðir, sem tvöföldun er nú í gildi. Halda við tillögur um smábáta í þriðja lagi segist nefndin hafa rætt sérstaklega um kvótasetningu krókaleyfisbáta í ljósi harðrar gagn- rýni á tillögur hennar í því efni. Meirihluti nefndarinnar ítrekar fyrri afstöðu sem skynsamlegustu leiðina í því efni. Þeir benda hins vegar á tvær aðrar leiðir; annars vegar að útfæra banndagakerfí með hámarks- afla á einstökum tímabilum þannig að umframafli á einu tímabili leiði til fækkunar róðrardaga á því næsta, og hins vegar að aflamarki verði að hluta eða öllu leyti úthlutað eftir stærð báta, en ekki veiðireynslu. „Nefndin bendir þó á að allar leiðir aðrar en sú sem meirihluti nefndar- innar lagði til koma verr út fyrir þá sem hafa útgerð smábáta að aðal- starfí." Morgunblaðið/Júlíus Rússar í viðskiptum við SH FRYSTITOGARINN Ozherelye í Hafnarfjarðarhöfn. SH stefnir að þvi að taka 1.500-2.000 tonna úthafskarfaafla hans í umboðssölu. Karfí í umboðssölu SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihúsanna hefur tekið i umboðssölu um 100 tonn af hausuðum heilfrystum úthafskarfa af rússneskum frysti- togara og er allt útlit fyrir að framhald verði á þessum viðskiptum og 1.500-2.000 tonn tekin í umboðssölu. Þetta er í fyrsta sinn sem íslenskt fyrirtæki tekur afla rússnesks frystitogara i umboðssölu, en stefnt er að þvi að selja hann í Japan. Skipið er gert út frá Rostock í Þýskalandi, en þýskir aðilar leigja skipið. Eftirlitsmaður frá SH var um borð i skipinu meðan á veiði- ferðinni stóð og eru forsvarsmenn fyrirtækisins ánægðir með gæði físksins. Skipið, sem ber nafnið Ozherelye, er hið snyrtilegastá og ágætlega búið tækjum. Það er með íslenskt troll og trollhlera og tæki frá Marel. Framtíðarferðum óheimilt að starfa sem ferðaskrifstofa Ekkí lengur fuUtrúar fyrir Domino do Sol SAMGÖNGURÁÐUNEYTIÐ hefur sent Framtíðarferðum bréf þar sem segir að fyrirtækið fái ekki ferðaskrifstofuleyfi þar sem það uppfylli ekki nauðsynleg skilyrði. Þá hefur Neytendasamtökunum borist i hendur bréf frá fyrirtækinu Domino do Sol í Portúgal þess efnis að Framtíðarferðir hafi ekki lengur umboð fyrir sölu á íbúðarréttindum á vegum þess. Þórhallur Jósefsson deildarstjóri í samgönguráðuneytinu segir að skil- yrðin sem Framtíðarferðir gátu ekki uppfyllt hafí verið 6 milljóna króna bankatrygging og að starfandi væri hjá fyrirtækinu fólk sem hefði þekk- ingu á íslenskum ferðamannaiðnaði. Töluverður fjöldi manna hefur keypt sér íbúðarréttindi í Portúgal á vegum Framtíðarferða. Erik Jensen eigandi fyrirtækisins segir að unnið sé að því að uppfylla skilyrði sam- gönguráðuneytisins. Hvað varðar samskiptin við Domino do Sol segir Erik að þeim hafí fundist portúgalska fyrirtækið of seinvirkt og því sé unn- ið að breytingum og að fá annan aðila í Portúgal til samstarfs. Aðspurður um hagsmuni þess fólks sem keypt hefur íbúðarréttinn segir Erik að þeir séu tryggðir og vitnar í bréf frá Antonio Rosado for- stjóra Domino do Sol. Þar segir að „sökum nýjustu markaðsáætlana" sé fyrirtækið ekki lengur með sölufull- trúa á íslandi en að „fjárfesting yðar er í öruggum höndum“. Jafnframt er það tekið fram að viðkomandi verði að inna greiðslur sínar af hendi beint inn á reikninga Domino do Sol og aðrar greiðslur verði ekki teknar til greina. Neytendasamtökin kanna málið Jóhannes Gunnarsson formaður Neytendasamtakanna segir að sam- tökin séu að kanna málið og hafí beðið neytendasamtökin í Portúgal um aðstoð við þá könnun. „Við erum að reyna að afla okkur upplýsinga um hvaða tryggingar það fólk hefur, sem greitt hefur fyrir íbúðarréttinn," segir Jóhannes. „Og við munum at- huga hvort greiðslurnar til Framtíð- arferða séu öruggar enda eru hags- munir fjölda fólks í húfi.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.