Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Ritstjórnarfulltrúi Árvakur h.f., Reykjavík Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Björn Jóhannsson, Árni Jörgensen. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson, Ágúst Ingi Jónsson. Björn Vignir Sigurpálsson. Kringlan 1, 103 Reykjavík. Símar: Skiptiborð 691100. Auglýsingar: 691111. Áskriftir 691122. Áskriftargjald 1200 kr. á mánuði innan- lands. ( lausasölu 110 kr. eintakið. Kjarasamningar Eftir nokkrar sviptingar undanfamar vikur hefur það orðið niðurstaða atvinnu- rekenda, verkalýðshreyfingar og ríkisstjórnar að gera kjara- samninga, sem kosta ríkissjóð nokkra milljarða króna, sem ekki eru til. Rökin fyrir því að gera kjarasamninga, sem eru skattgreiðendum svo dýrir, em þau, að með þeim sé vinnufrið- ur tryggður til ársloka 1994, ennfremur stöðugleiki í efna- hagsmálum og verðbólga í lág- marki. Þótt samningarnir kosti ríkissjóð mikla fjármuni, mundi óróleiki á vinnumarkaði og hugsanleg verkföll einnig kosta þjóðarbúið mikið fé og þess vegna sé réttlætanlegt að taka nokkra áhættu í fjármálum rík- isins. Ríkisstjórnin geti nú snú- ið sér að öðrum veigamiklum verkefnum. Það eru vissulega rök, sem ástæða er til að hlusta á, að samningar án kauphækkana til ársloka 1994 séu svo mikils verðir að nokkru megi. kosta til að tryggja þá. Hins vegar er Ijóst, að á þessu stigi hafa samningar ekki verið gerðir nema til áramóta. Ástæðan er sú, að fyrir 10. nóvember nk. á að endurmeta forsendur samninganna og þá getur hvor aðili um sig sagt samningum lausum „ef marktæk frávik hafa orðið á samningsforsend- um skv. 6. gr.“, eins og segir í samningnum. Komi til upp- sagnar af þessum sökum tekur sú uppsögn gildi í byijun jan- úar 1994. í 6. gr. samningsins, sem vísað er til hér að framan, kem- ur fram, að ein forsenda samn- ingsins er sú, að aflakvótar á næsta fiskveiðiári verði ekki minni en á yfirstandandi fisk- veiðiári. Á yfirstandandi fisk- veiðiári er heimilt að veiða 205 þúsund tonn af þorski en stefnir^ í 230 þúsund tonna veiði. Á næstunni má gera ráð fyrir, að Hafrannsóknastofnun leggi fram tillögur sínar fyrir næsta fiskveiðiár. Fyrir tæpu ári urðu hörð pólitísk átök inn- an ríkisstjórnarinnar um afla- kvótann á þessu ári. Sjávarút- vegsráðherra vildi fylgja tillög- um Hafrannsóknastofnunar. Forsætisráðherra vildi ganga lengra. Niðurstaðan varð, að þeir mættust á miðri leið. Það yrðu óvænt og ánægjuleg tíð- indi, ef Hafrannsóknastofnun legði til sáma aflakvóta og ákveðinn var fyrir þetta fisk- veiðiár. Líkurnar á því, að svo verði, hljóta hins vegar að vera takmarkaðar. Ekki má mikið út af bregða til þess að þessi forsenda fyrir samningunum bresti. í sömu grein samningsins kemur fram, að hann byggist á því, að verðlag á sjávarafurð- um verði að meðaltali 3% hærra á þriðja ársfjórðungi en var á 1. ársfjórðungi og haldist a.m.k. svo hátt út samnings- tímabilið. Vandamál okkar Is- lendinga væru auðleyst, ef við- gætum samið um fiskverð á erlendum mörkuðum með þess- um hætti. Svo er ekki. í raun þýða bæði þessi ákvæði, að aðilar hafa samið um, að bresti þessar forsendur verði samn- ingum ekki sagt upp, ef gengi krónunnar verði fellt af þeim sökum. Gengisfelling, hvort sem er nú eða síðar á þessu ári, jafngildir hins vegar upp- gjöf í efnahags- og atvinnumál- um okkar og jafnframt uppgjöf í baráttu núverandi ríkisstjórn- ar fyrir því að leiða þjóðina út úr kreppunni. Ríkisstjórnin lýsir því yfir, að hún muni stuðla að vaxta- lækkun og slík vaxtalækkun er ein af forsendum kjarasamn- inganna, En jafnframt er ljóst, að lánsfjárþörf ríkissjóðs mun stóraukast á þessu ári og næsta ári vegna stórfellds aukins hallareksturs í kjölfar samning- anna. Bankar og sparisjóðir bera sí og æ fyrir sig lánsfjár- þörf ríkisins, þegar spurt er, hvað valdi hinu háa vaxtastigi í landinu. Þess vegna er erfitt að sjá, hvernigþað dæmi geng- ur upp hjá ríkisstjórninni að tryggja vaxtalækkun, eins og hún hefur lofað, en auka jafn- framt hallarekstur ríkissjóðs með -því að taka á ríkissjóð margra milljarða útgjöld. Það dæmi getur gengið upp, ef ríkisstjómin tekur ákvörðun um stórfelldan niðurskurð rík- isútgjalda. Til þess að svo megi verða þarf hins vegar að verða hugarfarsbreyting hjá ráðherr- um. Þeir verða að hætta að líta á sjálfa sig sem hagsmuna- gæzlumenn þeirra aðila, sem heyra undir viðkomandi ráðu- neyti en líta í þess stað svo á, að þeir séu fulltrúar almenn- ings í landinu, skattgreiðenda, og ganga til verks með hags- muni þeirra í huga. Hið já- kvæða við þessa samninga er kannski það, að ríkisstjórnin hefur lokað sjálfa sig inni. Kjarasamningarnir standa og falla að töluverðu leyti með því, hvort ríkisstjórnin stendur sig í niðurskurði ríkisútgjalda. Það er engin ástæða til að hafa uppi óskhyggju vegna gerðar þessara kjarasamninga. Boltinn er hins vegar hjá ríkis- stjórn Davíðs Oddssonar og það er ekki sízt framtíð hennar, sem nú er í veði. NÝIR KJARASAMNINGAR UNDIRRITAÐIR Kjarasamniíig’ar undirritaðir NÝIR kjarasamningar voru undirritaðir í húsnæði ríkissáttasemjara á sjötta tímanum aðfaranótt föstudags. Benedikt Davíðsson forseti Alþýðusambands íslands Náðum fram ákveð- inni kollsteypuvöm BENEDIKT Davíðsson, forseti ASí, segir að efnislega hafi lítil breyting orðið á innihaldi þess kjarasamnings sem náðist í fyrrinótt og á yfirlýs- ingu ríkisstjórnar sem gefin var í tengslum við gerð samningsins frá þeim hugmyndum sem lágu fyrir um miðjan apríl þegar slitnaði upp úr viðræðum. „Það sem breyttist var fyrst og fremst það að við náðum fram ákveðinni kollsteypuvörn, sem er í þessum samningi. Ef forsendur samningsins breytast að verulegu leyti þá getum við sagt honum upp hvenær sem er á samningstímabilinu með þriggja mánaða fyrirvara," sagði hann. „Þetta er meginbreytingin sem varð til þess að nú náðist samstaða í okkar röðum um að gera þennan samning,“ sagði Benedikt. „Niðurstaðan er nokkuð í samræmi við það sem við fórum af stað með eftir fundi með stjórnum allra félaga innan Alþýðusambandsins í haust,“ sagði Benedikt. „Það var ekki í kröfu- gerð okkar frá upphafi að sækjast eftir auknum kaupmætti launa heldur að reyna að ná verðlagi niður. Þessi samningur stefnir að því að renna stoðum undir atvinnulífið og ná stöð- ugleika í verðlagi. Þannig hefur meg- inmarkmiðunum verið náð auk þess sem það er mjög mikilvægt að það tókst breiðasta samstaða sem unnt var að ná í okkar röðum,“ sagði hann. ASÍ lagði mikla áherslu á það í viðræðunum að fá fyrirheit um hvern- ig ríkisstjórnin ætlaði að fjármagna lækkun virðisaukaskatts af matvælum en Benedikt segir að þeir hafi ekki fengið neina tryggingu fyrir því hvernig þessi lækkun yrði fjármögnuð umfram fjármagnstekjuskattinn sem lagður verður á um næstu áramót. „Hins vegar er núna yfirlýsing frá ríkisstjórninni um það að allar tillögur ríkisstjómarinnar um fjádagagerð og um íjármögnun kostnaðar á árinu 1994 verði komnar fram áður en kem- ur að þeim tímamörkum þegar við þurfum að taka ákvörðun um hvort við eigum að segja samningnum upp í október. Ef tillögurnar verða ekki í samræmi við þær hugmyndir sem við höfum verið að ræða um og við teljum nauðynlegar forsendur fyrir því að matarskattsbreytingin skili árangri, það er að segja, að ekki sé verið að færa ljármagn á milli vasa hjá sama fólkinu, þá getum við gripið inn í og sagt samningnum upp fyrir 10. nóv- ember," sagði Benedikt. Benedikt sagði einnig að samkomu- lag aðila um að beita áhrifum sínum til þess að lífeyrissjóðirnir beini aukn- um hluta af ráðstöfunarfé sínu til kaupa á ríkisverðbréfum til að stuðla að vaxtalækkun yrði hrundið í fram- kvæmd strax á næstu vikum. Gengið gæti sigið Bendikt sagði einnig að samnings- forsendur um að aflakvótar á næsta fiskveiðiári verði ekki minni en á yfir- standandi fiskveiðiári væru óvissu háðar. „En fiestar spár eru með þeim hætti, að það séu líkur á að við verð- um að draga eitthvað úr þorskafla, en hins vegar er því líka spáð að við getum verulega aukið loðnuafla, þannig að heildaraflaverðmætið verði ekki langt frá því sem það var á síð- asta ári,“ sagði hann. Samningsforsendumar gera ekki ráð fyrir stöðugu gengi og sagði Bene- dikt að fastgengi í dag miðaðist við 2,25% fráviksmörk og það væru ekki brigð á samkomulaginu af hálfu stjórnvalda þótt þau mörk verði að fullu nýtt. „Ef forsendur um afla og afurðaverð verða ekki í samræmi við það sem við gerum ráð fyrir í samn- ingnum, þá gæti gengið hugsaniega sigið eitthvað til þess að mæta þeim halla sem þar yrði en ef genginu yrði breytt umfram það, þá væru forsend- urnar brostnar," sagði hann. Davíð Oddsson forsætisráðherra Þetta eru vamarsamning- ar hinna lægst launuðu DAVÍÐ Oddsson forsætisráðherra kveðst afskaplega ánægður með það að kjarasamningar hafi tekist og menn reyni að taka höndum saman um það að skapa hér vinnufrið og tækifæri til að viðhalda stöðugleika og lágri verðbólgu. „Það stefnir í það að verðbólga verði mjög lág á næstu mánuðum og vonandi misserum, sem ætti að gefa okkur svigrúm til þess að auðvelda mönnum að vinna sig út úr þeim vanda sem menn glíma nú við,“ sagði forsætisráðherra í samtali við Morgunblaðið í gær. „Það er enginn vafi hins vegar að menn tefla á tæpt vað í fjárhagsstöðu ríkissjóðs," sagði Davíð, „en það er erfitt að reikna hvað það myndi kosta að vera með óróleika og átök á vinnu- markaði, kannski reglubundið næstu 18 mánuði, sem verða mjög mikilvæg- ir í okkar efnahagslífí.“ Forsætisráðherra sagði að þrátt fyrir aukin ríkisútgjöld í kjölfar þess- ara kjarasamninga þá væru þau út- gjöld réttlætanleg. Hann sagði erfitt að meta nákvæmlega hversu mikinn útgjaldaauka þetta þýddi fyrir ríkis- sjóð, því þótt sjá mætti hver yrði beinn útgjaldaauki, væri erfitt að áætla hvað kæmi inn í ríkissjóð í staðinn, svo sem í auknum skatttekjum af þeim millj- arði sem varið yrði í auknar fram- kvæmdir á vegum hins opinbera. „Útgjaldaauki ríkissjóðs á þessu ári vegna kjarasamninganna er eitthvað innan við tvo milljarða króna og á því næsta eitthvað á þriðja milljarð króna,“ sagði Davíð. Hann sagðist telja að niðurstaðan yrði farsæl fyrir þjóðarbúið og samningarnir í raun gæfu góð tækifæri til þess að byggja upp þróttmikið atvinnulíf. „Oft hefur verið talað um það í kjarasamningum mikilla launabreyt- inga, að styrkja stöðu hinna lægst launuðu, án þess að þau markmið hafi náðst. Ég er ekki í nokkrum vafa um að þessir samningar eru, umfram alla aðra samninga, varnarsamningar fyrir hina lægst launuðu," sagði for- sætisráðherra. Aðspurður hvernig hann liti á samningsákvæðin um óbreyttar afla- heimildir og 3% fiskverðshækkun á þriðja ársfjórðungi svaraði forsætis- ráðherra: „Þarna er bara um viðmiðun að ræða, sem aðilarnir setja sér í samningnum. Þeir gefa sér það, að ef forsendur verða aðrar og óhagstæð- ari en þessar, þ.e. að aflaheimildir verði ekki þær sömu og fiskverð hækki ekki, þá væru ráðstafanir, sem kynnu að verða gerðar, ekki tilefni til þess að menn segðu upp samningum eða endurskoðuðu þá.“ Forsætisráðherra var spurður hvort hér væri ekki um innbyggt samn- ingsákvæði um gengisfellingu að ræða: „Það er ekki verið að semja um gengisfellingu í þessum samningum, eða að undirbúa gengisfellingu. Þarna er sett ákveðin viðmiðun og menn segja sem svo, að ef staðan batnar ekki frá því sem nú er með hærra fiskverði, eða versnar frá því sem nú er vegna þess að afli yrði .dreginn enn meir saman en gert var í fyrra, þá eru það þess konar ástæður, að ef við þeim yrði brugðist með einhveijum hætti, að það ætti ekki að gefa tilefni til þess sjálfstætt að samningum yrði sagt upp,“ sagði Davíð Oddsson for- sætisráðherra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.