Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 24
24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAI 1993 OPINBER HEIMSOKN GRO HARLEM BRUNDTLANDS FORSÆTISRAÐHERRA NOREGS Morgunblaðið/Sverrir Gluggað í handritin JÓNAS Kristjánsson sýnir Gro Harlem Brundtland handrit í Stofn- un Árna Magnússonar. Fólkið vekur mestanáhuga „ÉG Á MJÖG erfitt með að gera upp á milli þess sem ég hef séð. Og hvernig er hægt að greina á milli? Eru Reykholt og handritin ekki greinar af sama meiði? Annars vekur fólkið sem verður á vegi mínum í ferðum sem þessum alltaf mestan áhuga minn, líka hér á íslandi, sagði Gro Harlem Brundtland, forsæt- isráðherra Noregs, þegar hún var innt eftir því hvað henni hefði fundist áhugaverðast í heimsókn sinni og var hún þá stödd í Stofnun Árna Magnússonar á lóð Háskóla Islands. Eftir að hafa þegið hádegis- verðarboð frú Vigdisar Finn- bogadóttur, forseta íslands, að Bessastöðum heimsóttu norsku forsætisráðherrahjónin Stofnun Áma Magnússonar og voru þau komin þangað ásamt fylgdarliði um kl. 14. 50. Jónas Kristjánsson, forstöðu- maður stofnunarinnar, tók á móti gestunum og flutti nokkur inngangsorð. Hann vék þá m.a. að því af hverju íslendingar hefðu lagt sig meira fram um ritun á miðöldum en flestar aðr- ar þjóðir og benti í því samhengi á að auðvelt hefði verið að rekja ættir fólks aftur til landnámsins og sterk staða kirkjunnar hefði ýtt undir skrásetningu ýmiss konar fróðleiks. Jónas minntist líka á tengsl íslands við Noreg og seinna Danmörku og sagði í nokkrum orðum frá hinni svo- kölluðu handritadeilu íslendinga og Dana. Því næst sýndi Jónas hjónunum nokkur handrit stofn- unarinnar en meðal þeirra voru íslendingabók Ara fróða, Landn- ámabók, Snorra-Edda og Njáls- saga. Áhugi og þekking Jónas sagði að hinir erlendu gestir hefðu sýnt öllum hand- ritunum áhuga. „Mér fannst sér- staklega gaman að sýna þeim handritin vegna þess að þau höfðu bæði áhuga og þekkingu á þéim,“ sagði Jónas og játti því að þau hefðu sýnt því sem sér- staklega tengdist Noregi meiri áhuga en öðru. Eftir að hann hafði sýnt gestunum handritin sýndi hann þeim nokkrar útgáfur fomrita óg gaf þeim að skilnaði eintak af bók sinni Eddas and Sagas sem er saga íslenskra fombókmennta. Að heimsókninni lokinni héldu forsætisráðherrahjónin á fund Alþýðuflokksmanna í Reykjavík en dagskránni lauk með móttöku Gro Harlem Brundtland í veit- ingahúsinu Perlunni. Hún heldur ásamt eiginmanni sínum og fylgdarliði til Noregs kl. 9 árdeg- is í dag, laugardag. Gro Harlem Brundtland á blaðamannafundi Símtal Gore skiptí ekki miklu máli SAMTAL A1 Gore varaforseta Bandaríkjanna við Gro Harlem Brundtland forsætisráðherra Noregs fyrir skömmu, þar sem varaforsetinn varaði Brundt- land við mögulegum afleiðing- um hvalveiða Norðmanna, skipti ekki miklu máli, að mati Gro Harlem. Það hefði þó kom- ið sér vel fyrir Norðmenn að varaforsetinn skyldi með þess- um hætti fyrir fund Alþjóða- hvalveiðiráðsins í Kyoto gera skýra grein fyrir því sjónarmiði Bandaríkjamanna að vísinda- legar niðurstöður myndu ekki breyta andstöðu þeirra við allar hvalveiðar. Þetta kom fram á blaðamannafundi norska for- sætisráðherrans í gær. Þriggja daga opinberri heimsókn Gro Harlem Brundtland, forsætis- ráðherra Noregs, var fram haldið á uppstigningardag og átti hún viðræður við forsætisráðherra, Davíð Oddsson, í stjórnarráðinu og hitti einnig utanríkismálanefnd Al- þingis að máli. Brundtland og"eig- inmaður hennar, Arne Olav Brundtland, skoðuðu Ráðhúsið í Reykjavík undir leiðsögn Markúsar Amar Antonssonar borgarstjóra. Að því loknu var haldið til hádegis- verðar í Höfða i boði borgarstjóra- hjónanna. Fram var borið ijúpna- seyði, kinnfiskur með hunangs- sósu, vorgrænmeti og í lokin gul- rótarterta með ostakremi. Brundtland-hjónin heimsótti Reykholt í Borgarfirði og þar tóku á móti þeim Olafur G. Einarsson menntamálaráðherra og sóknar- presturinn, séra Geir Waage, er sýndi gestum staðinn. Norski for- sætisráðherrann þá að gjöf Nýja testamenti Odds Gottskálkssonar. Um kvöldið buðu Davíð Oddsson og eiginkona hans, Ástríður Thor- arensen, til kvöldverðar í Viðeyjar- stofu. Á borðum var grafín villibráð með grænmeti og vinaigrette-sósu, humarseyði, lambahryggur með ferskum kryddjurtum, grænmeti og rauðvínsmyntusósu, skyr með blábeijakrapi í sykurkörfu og loks kaffí og konfekt. í ræðu sinni lagði Brundtland áherslu á að þótt svo gæti farið að öll Norðurlönd að Islandi undanskildu gengju í Evr- ópubandalagið yrði tryggt að það yrði ekki útundan í Evrópusam- starfínu. £ —^ - - . • Morgunblaðiö/RAX I Reykholti GRO Harlem Brundtland ásamt Ólafi G. Einarssyni menntamála- ráðherra og Geir Waage sóknarpresti við Snorralaug í Reykholti á uppstigningardag. Refsiaðgerðir Á blaðamannafundi Brundtland og Davíðs Oddssonar voru hval- veiðar Norðmanna efst á dag- skránni. Morgunblaðið spurði hvort Brundtland teldi að afskipti A1 Gore, varaforseta Bandaríkjanna, sem hringdi til Brundtland til að vara Norðmenn við að hefja hrefnu- veiðar, hefðu haft góð áhrif á hval- veiðiumræðuna. Hún sagðist ekki telja að upphringing Gore hefði skipt miklu máii. Það hefði þó kom- ið sér vel fyrir Norðmenn að vara- forsetinn skyldi með þessum hætti fyrir fund Álþjóðahvalveiðiráðsins í Kyoto gera skýra grein fyrir því sjónarmiði Bandaríkjamanna að vísindalegar niðurstöður myndu ekki breyta andstöðu þeirra við allar hvalveiðar. Brundtland var spurð hvort hún óttaðist meira, viðskiptalegar refsi- aðgerðir af hálfu ríkisstjóma eða frumkvæði fyrirtækja og fijálsra samtaka almennings gegn veiðun- um. Hún sagði hvort tveggja geta valdið Norðmönnum miklum vanda en minnti á að gripu stjómvöld til refsiaðgerða gegn Noregi yrði um að ræða brot á GATT-samningun- um um alþjóðaviðskipti. Margs var spurt um Nesjavallaveituna GRO Harlem Brundtland, forsætisráðherra Noregs, vildi vita hver væri hámarkshiti vatns úr borholum á Nesjavöllum þegar hún skoðaði starfsemi veitunnar í gærmorgun. Gunnar Kristins- son hitaveitustjóri veitti norsku forsætisráðherrahjónunum leið- sögn um svæðið og svaraði hann því til að hæstur hiti vatns úr holunum hefði mælst 380 gráður. Gro Harlem Brundtland og Arne Olav Brundtlands, eigin- maður hennar, komu ásamt fylgdarliði sínu og Gunnari Kristinssyni hitaveitustjóra að borholu númer 6 á Nesjavöllum um kl. 10 í gærmorgun. Létt var yfír fólkinu, sem ekið hafði verið með í rútu, og lét norski forsætis- ráðherrann engan bilbug á sér finna þegar holan spjó vatni yfír viðstadda og fékk lánaða regn- hlíf til þess að komast nær henni. Hún spjallaði því næst nokkra stund við hitaveitustjóra og ís- lensku forsætisráðherrahjónin en að því loknu var haldið að sjálfu veituhúsinu. Sérstaklega áhugaverð heimsókn Þegar þangað var komið skrif- uðu gestirnir í gestabók staðar- ins og bar Gro Harlem Brundt- land þar fram þakkir sínar fyrir sérstaklega áhugaverða heim- sókn. Því næst hlýddi hún á út- skýringar Gunnars Kristinssonar á yfirlitsmynd af veitukerfinu. Hann lét þess m.a. getið að Hita- veita Reykjavíkur þjónaði Reykjavík og sex nágrannasveit- arfélögum og nytu hennar því um 144.000 manns, eða 55% þjóðarinnar. Næst útskýrði Gunnar vinnsluráS veitunnar fyr- ir forsætisráðherrahjónunum og sýndu þau henni mikinn áhuga. Þess má geta í þessu sambandi að Norðmenn þekkja lítið til hita- veitu enda hita þeir flest hús sín upp með rafmagni. Þó hitar svo- kölluð varmadæla upp hluta Óslóar. Eftir þetta var gestunum vísað um vélarsal í stjómstöð þar sem staldrað var við skamma stund. Áður en haldið var til Reykjavík- ur að nýju þáðu gestimir kaffí og kökur í veituhúsinu. Morgunblaðið/Sverrir Við borholu 6 DAVÍÐ Oddsson, Arne Olav Brundtland, Gro Harlem Brundtland, Gunnar Kristinsson og Ástríður Thorarensen við borholu 6.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.