Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 47

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 47
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAI 1993 47 Bjarki Friðriks- son - Minning Fæddur 24. ágúst 1973 Dáinn 13. maí 1993 Vorið er að koma, daginn að lengja, laufín að springa út, allt er svo bjart og fagurt. Skyndilega dreg- ur ský fyrir sól, sjúkrabíl er ekið að næsta húsi, alvara er á ferðum, lítill sonur okkar kemur og færir okkur þau tíðindi að Bjarki vinur okkar, nítján ára gamall, hafi verið fluttur burt, fáum klukkutímum síðar er þessi ungi vinur okkar látinn, bana- mein heilahimnubólga. Foreldrar Bjarka, Þuríður Einars- dóttir og Friðrik Alexandersson, og við hjónin höfum átt farsæla sam- leið. Sérstaklega er okkur mikils virði að minnast námsáranna í Danmörku, vináttu og samstarfs og fá svo mögu- leika til að verða nágrannar þegar heim var komið. Bjarki var fjörmikill drengur, átti auðvelt að finna sér leikfélaga, gekk vel í skóla. Til marks um það þá hélt hann góðu sambandi við kenn- ara og skólafélaga í Danmörku. Við og fjölskylda okkar fylgdumst með Bjarka gegnum árin, hann gekk ekki svo fram hjá manni að hann gæfi sér ekki tíma til að heilsa með sínu fagra brosi og viðmótshlýju. Bjarki var vinsæll í sínum skóla, virkur þátttakandi í félagslífinu, en tónlistin átti hug hans allan. Við fjölskyldan í Kambaseli 10 kveðjum Bjarka með söknuði og biðj- um góðan Guð að gefa foreldrum hans, systkinum og öðrum aðstand- endum styrk í mikilli sorg. Hví var þessi beður búinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni heyrir trúin hljóma gegnum dauðans nótt. Það er kveðjan: „Kom til mín.“ Kristur tók þig heim til sín. Þú ert blessuð hans í höndum, hólpin sál með ljóssins öndum. (B. Halld.) Bjarney Ólafsdóttir og Richard A. Hansen. Nú á dögunum barst okkur sú fregn til eyma að vinur okkar Bjarki Friðriksson hefði látist eftir stutt veikindi. Við kynntumst honum fyrst er við vorum í grunnskóla þar sem grunnur var lagður að traustum vin- áttusamböndum sem héldust allt fram til þessa dags. Bjarki hafði yfir að ráða mikilli glaðværð og hjartahlýju sem gerði honum einstaklega auðvelt að um- gangast annað fólk. Hann var vinur vina sinna, og eru ófáar minningam- ar sem við geymum í hjörtum okkar um ánægjulegar samverustundir á undanfömum ámm. Eitt helsta áhugamál Bjarka var tónlist og spilaði hann í ýmsum hljómsveitum ásamt vinum sínum. Hann tók þátt í uppfærslu með skóla- félögum sínum í Fjölbrautaskólanum í Breiðholti á söngleiknum „Ðí ko- mittments" sem gerður var góður rómur að. Er ekki vafi á að hann hefði átt bjarta framtíð í tónlistar- heiminum ef honum hefði enst aldur til. Með þessum fátæklegu orðum vilj- um við heiðra minningu góðs vinar og vonum að góður Guð gefí fjöl- skyldu hans styrk til að yfirvinna þá miklu sorg sem hvílir á herðum hennar um þessar mundir. Minning hans lifir í hugum okkar. Elmar, Guðjón, Magnús, Símon, Sævar og Orvar. Það er erfítt að átta sig á því að við eigum ekki eftir að sjá fallega brosið hans oftar. Manni finnst það ósanngjarnt þegar svona ungur og •'fsglaður drengur er tekinn burt. En þegar hugurinn fer að róast eftir fyrsta áfallið hlýtur maður þó að átta sig á því að honum hefur verið ®tlað eitthvert annað og göfugra hlutskipti. Bjarki og Albert sonur okkar voru óaðskiljanlegir vinir frá 12 ára aldri. Ótal minningar koma upp í hugann. Bjarki með sitt bjarta bros stendur á tröppunum og spyr eftir vini sínum. Albert að koma heim eftir margra klukkustunda dvöl hjá Bjarka. Hann er varla kominn inn þegar Bjarki hringir og þeir halda áfram samræð- um sínum. Minning um tvo litla polla á leið í sitt fyrsta skátaferðalag með allt of stóra bakpoka. Þeir voru mjög leitandi á þessum árum, voru alltaf að prófa eitthvað nýtt. Fyrir um það bil fjórum árum datt þeim í hug að stofna hljómsveit þótt þeir hefðu aldrei komið nálægt tónlist áður. Þeir fengu til liðs við sig fjóra góða vini sína og stofnuðu hljómsveitina „Elsku Unni“. Æfingar fóru fram í bílskúmum hjá okkur og reyndi þá oft á þolinmæði nágrann- anna því að ekki voru nú hljóðin allt- af falleg til að byija með. En það rættist úr þeim og eftirvænting for- eldra og systkina var mikil er þeir þreyttu sína frumraun sem tónlistar- menn á bindindismóti í Galtalæk. Eftir þetta átti tónlistin hug þeirra allan. Bjarki byijaði sem prýðilegur söngvari með „Elsku Unni“. Síðar keypti hann sér hljómborð og var orðinn mjög góður hljómborðsleikari sem hann sannaði eftirminnilega með leik sínum í skemmtisýningu Fjöl- brautarskólans í Breiðholti „ÐÍ KOMMITTMENTS". Það tókst svo vel til með allan hljóðfæraleik og söng hjá krökkunum í þessari uppfærslu, að þau fengu tækifæri til að koma víða fram. Fyr- ir örfáum dögum var Bjarki að segja okkur með ljóma í augunum að þeir væru bókaðir alla helgina og átti fyrsta uppákoman að vera að kvöldi fimmtudags. Allt var til reiðu og hljóðfærin biðu eftir þeim. En máttarvöldin gripu í taumana. Ekki eigum við eftir að hlusta á Bjarka spila eða njóta samvista við hann á annan hátt, en við þökkum fyrir allt það góða sem við eigum í minningunni um hann. Við biðjum Guð að blessa foreldra hans og systkini og alla vini hans og veita þeim styrk. Þegar undir skörðum mána kulið feykir dánu laufí mun ég eiga þig að rósu Þegar tregans fíngurgómar styðja þungt á strenginn rauða mun ég eiga þig að brosi. (Stefán Hörður Grimsson) Elsku Bjarki, takk fyrir allt. Guðjón, Vala, Hjörtur, Helga og Heimir. Hinn 13. maí síðastliðinn, þegar ég kom heim úr vinnunni, hringdi vinkona mín í mig og sagði: „Hann Bjarki vinur þinn er dáinn.“ Auðvitað gat ég ekki trúað þessu, hann var alltaf svo hress og lífsglaður, alltaf að grínast og alltaf brosandi. Alveg síðan ég kynntist honum fyrst fyrir um ári síðan í gegnum Sigurgeir frænda minn. Eftir það kynntist ég honum betur vegna þess að við vor- um í sama skóla, og bæði í söngleik árshátíðarinnar. Það var alltaf hægt að leita til Bjarka ef eitthvað kom upp á, hann var alltaf reiðubúinn að hlusta og ræða málin. Það er ekki hægt að lýsa hversu góður Bjarki var í fáum orðum. Ég vil þakka fyrir að hafa fengið að kynnast svo lífsglöðum vini sem Bjarki var. Hans mun ég ætíð minn- ast. Ég votta fjölskyldu og vinum Bjarka samúð mína. Allt eins og blómstrið eina upp vex á sléttri grund fagurt með fijóvgun hreina fyrst um dags morgunstund, á snöggu augabragði, af skorið verður fljótt, lit og blöð niður lagði, - líf mannlegt endar skjótt. (H.P.) Guðríður H. Helgadóttir. Við kynntumst Bjarka vorið 1990. Það var fyrr um veturinn sem fyrsta hljómsveitin sem Bjarki var í var stofnuð. Það voru fjórmenningarnir Alli, Bjarki, Bjössi og Arnar sem stofnuðu þessa sveit. Þegar á vorið leið sáu þeir að auka þurfti við mann- skapinn. Þá voru bræðurnir Viktor og Birgir Örn fengnir til að vera með. Markið var sett hátt, og sama ár spiluðu sexmenningarnir í Galta- lækjarskógi um verslunarmanna- helgina. En hlutimir breytast og svo gerði einnig hljómsveitin. Arnar og Bjössi ákváðu að hætta og eftir stóðu Alli, Bjarki, Viktor og Birgir. En þeir létu ekki deigan síga og fengu til liðs við sig Hannes, sem var búinn að vera fylgifiskur hljómsveitarinnar frá því að Birgir og Viktor byijuðu. Svona var hljómsveitin skipuð í tæp tvö ár eða þar til hún lagði upp laupana og menn sneru sér að öðrum verkefn- um. Það var á þessum árum sem við kynntumst Bjarka best. Á milli þess að við æfðum stíft eyddum við nærri öllum okkar stundum saman. Það var ósjaldan sem við vinimir hitt- umst og elduðum góðan mat því að Bjarki var þá að læra kokkinn í FB. Þessi vinahópur átti margar frábær- ar stundir og er okkur minnisstæð- ast þegar hljómsveitin hélt upp á heiði í skála og hljóðfærin voru höfð meðferðis. Þó að hljómsveitin hætti hélst vin- skapurinn áfram, en þó aldrei jafn náinn og þegar hljómsveitin starfaði saman. Bjarki var ekki bara góður vinur heldur var einnig gott að vinna með honum, hann var glaðlyndur og sá alltaf góðu hliðarnar á málunum. Hann gaf sér góðan tíma fyrir vini sína. Hann var alltaf tilbúinn að hlusta og sýna skilning á okkar málum. Það sem einkenndi Bjarka var það að hann hafði ákaflega sterk- an persónuleika og var oftast í góðu skapi sem smitaði hvern þann er nálægt honum var. Það er þannig sem við munum minnast vinar okkar Bjarka um ókomin ár. Við biðjum Guð að blessa minningu hans og veita fjölskyldu hans styrk í sorg sinni. Hannes Pétursson, Viktor og Birgir Steinarssynir. Maður hefði ekki trúað því að óreyndu að maður þyrfti að skrifa minningargrein um félaga sinn að- eins nítján ára gamlan, en það er nú einu sinni þannig að.skjótt geta veður skipast í lofti og bilið milli lífs og dauða er oft miklu minna en maður gæti nokkru sinni ímyndað sér. Hvað það er sem fær svona ungan mann til að falla frá í blóma lífsins, burt frá ástvinum og fjöl- skyldu, veit enginn. En hve oft hefur maður ekki heyrt að „þeir deyja ung- ir sem guðirnir elska“. Þetta er oft eina hálmstráið sem aðstandendur geta huggað sig við, þó að nánast aldrei sé hægt að sætta sig við að missa svo ungan ástvin. Ég kynntist Bjarka fyrst um versl- unarmannahelgina 1990, nánar til- tekið í Galtalækjarskógi er hann var þar ásamt vinum sínum í hljómsveit- inni „Elsku Unnur“ að spila fyrir gesti. Þar kynntist ég þessum fríska hópi stráka sem skipuðu hljómsveit- ina og tóku þéir mig strax inn í hóp- inn. Upp frá því var ég kallaður „umboðsmaður" hljómsveitarinnar, og var mitt verk að hringja út um hvippinn og hvappinn og reyna að fá að koma hljómsveitinni að í hinum og þessum félagsmiðstöðvum. Tæplega einu ári seinna skildu leiðir okkar og ég hætti sem „um- boðsmaður" en^^Jlestir strákanna héldu áfram að spila en hvort það var undir sama nafni man ég ekki. Frá haustinu ’90 hef ég verið í Fjölbraut í Breiðholti ásamt Bjarka heitnum og vorum við á sama sviði lengst af, þ.e.a.s. á matvælasviði, og skemmtum við okkur vel þar að malla hina ýmsu rétti. Einnig unnum við Bjarki saman ásamt tæplega hundrað manns að stórsýningu sem haldin var á Hótel Islandi, sýningin var unnin úr hinni stórgóðu kvik- mynd „The Commitments" og tókst frábærlega að allra mati. Með fráfalli Bjarka er lokið stuttri ævi hjá persónu sem átti gott með að laða að sér vini og átti fyrir vikið mikið af góðum vinum og félögum. Þeir allir sem þekktu Bjarka heitinn munu sakna hans sárt og lengi um ókomna tíð. Mig langar í lokin að votta foreldr- um Bjarka, þeim Þuríði og Friðrik, og systkinum hans, þeim Arnari, Siggu og Viðari, mína dýpstu samúð og bið ég Guð að veita þeim styrk í þessari miklu sorg. Sigurður Rúnarsson. Fleirí minningargreinar um Bjarka Friðriksson bíða birting- ar og munu birtast næstu daga. t ÁSA JÓIMSDÓTTIR uppeldisfræðingur frá Ásum f Húnavatnssýslu, lést aðfaranótt 20. maí í Sjúkrahúsi Sauðárkróks. Systkinabörn. t Móðir okkar, JÓNA KRISTÍN SIGURÐARDÓTTIR, Álftamýri 20, lést í Landspítalanum 19. maí. Dætur hinnar látnu. t Móðursystir mín, GUÐRÚN HALLDÓRSDÓTTIR frá Sauðholti, áður til heimilis á Norðurbrún 1, lést á öldrunardeild, Hátúni 10-B, miðvikudaginn 19. maí. Þórir Þórðarson. t Hjartans þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við fráfall og útför JÓNS NORÐMANN PÁLSSONAR, Melabraut 32. Jóhanna G. Ólafsdóttir, Asa Jónsdóttir, Guðmundur Hannesson, Óli Hilmar Jónsson, Kristín Jónsdóttir, Kristín Norðmann Jónsdóttir, Óttar Svavarsson, barnabörn, barnabarnabörn og systkini hins látna. t Innilegar þakkir til allra þeirra, sem sýndu okkur samúð og hlýhug við and- lát og jarðarför ALICE FOSSÁDAL, Víðihlíð, Grindavfk. Ragnar Magnússon, Ragna, Rannvá, Atli, Helgi, Ásla Fossádal og fjölskyldur. t Innilegustu þakkir fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför LILJU EIRÍKSDÓTTUR, Skólavöllum 2, Selfossi. Eiríkur Brynjólfsson, Valgerður Björnsdóttir, Valdimar Brynjólfsson, Jakobína Kjartansdóttir, Elfsabet Brynjólfsdóttir, Steinþór Þorsteinsson, Helga Brynjólfsdóttir, Hjörtur Hjartarson, barnabörn og barnabarnabörn. t Innilegt þakklæti fyrir auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför ástkærrar móður minnar, tengdamóður, ömmu og langömmu, SIGRÍÐAR ÞORGRÍMSDÓTTUR, Hringbraut 99, Keflavík. Þuríður Sölvadóttir, Bergsveinn Alfonsson, Sigrfður Gunnarsdóttir, Rúnar Þórmundsson, Linda B. Bergsveinsdóttir, Guðfinnur Guðnason, Sölvi Þór Bergsveinsson, Bergsveinn A. Rúnarsson. t Þökkum innilega öllum þeim, sem vottuðu okkur samúð sína og hluttekningu við andlát og útför ERNU JAKOBSDÓTTUR, Kotárgerði 10, Akureyri. Sérstakar þakkir sendum við starfsfólki lyfjadeildar Fjórðungs- sjúkrahússins á Akureyri. Ólöf Jakobína Þráinsdóttir, Margrét Jónsdóttir, Hrefna Jakobsdóttir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.