Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 20
20____________MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993_ Fæðingarslys gera oft ekki boð á undan sér eftirAuðólf Gunnarsson Að undanfömu hefur mikil um- ræða farið fram um málefni fæð- andi kvenna á íslandi. í þeirri um- ræðu hefur verið látið að því liggja, að konum kunni að vera úthýst af kvennadeild Landspítalans, og ef þær komist þar inn, megi þær eiga von á því að fæða á göngum án nægjanlegs eftirlits. Þannig sé hættuminni og heppilegri kostur að fæða í heimahúsi eða á öðrum stofn- unum, þar sem nútíma læknisþjón- usta og „hátæknibúnaður“ sé ekki fyrir hendi til að trufla og jafnvel auka áhættu fæðingarinnar. Þetta væri betur skiljanlegt, ef vanþekk- ingu þeirra, sem um fjalla, væri fyrir að fara, en svo er þó ekki. Þeir íslendingar, sem komnir eru yfir miðjan aldur, muna flestir eftir heimafæðingum og mér er enn í fersku minni sá beygur, sem bjó í hugum fólks um, að eitthvað kynni að fara úrskeiðis varðandi móður eða bam í fæðingu. Sá ótti var ekki ástæðulaus, því um 1950 lét- ust 2-3 konur af hverjum 1000, sem fæddu á ísiandi, og burðar- málsdauði var hár. Ég minnist úr bemsku vetrarkvölds, þegar hér- aðslæknirinn var sóttur til konu í bamsnauð á næsta bæ, þar sem ljósmóðir stóð ráðþrota yfir konu, sem ekki gat fætt. Læknirinn dró út bamið með töngum við erfið skilyrði og maður getur ímyndað sér þær kvalir og þann sársauka, sem konan hefur mátt þola. Barnið lifði, en er bæklað frá fæðingu. Auðvitað vom aðstæður aðrar í heimahúsum uppi í sveit í þá daga en nú á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Það breytir þó ekki þeirri stað- reynd, að erfið fæðing verður oft ekki séð fyrir. Því til staðfestingar vitna ég til þess, að á tveimur und- anfömum vöktum mínum á kvenna- deild Landspítalans strandaði fæð- ing vegna þess að stóð á öxlum bamsins án þess að fyrir væri séð, að til vandræða myndi koma í fæð- ingunni. í slíkum tilfellum eru góð ráð dýr og stuttur tími til athafna. Það sama gildir, þegar naflastreng- ur fellur fram, eða fylgja losnar. Þá skipta nokkrar mínútur og góð aðstaða sköpum um það, hvort bamið næst út nógu fljótt, svo unnt sé að bjarga því frá skaða eða jafn- vel dauða. Sjá má fyrir vissa áhættuþætti í mæðraeftirliti og minnka áhættu í fæðingu með því að vísa þeim konum, sem til áhættu- hóps teljast, á svokallaða „hátækni- spítala". Stundum er vísað til þess, að burðarmálsdauði sé ekki hærri á stofnunum, þar sem nútíma tæknibúnaði er ekki beitt en á há- tæknispítölum. Sá samanburður sýnir þó aðeins, að ekki er alltaf unnt að sjá hættuna fyrir, þar sem áfram verða fæðingarslys á slíkum stofnunum, enda þótt þeim konum, sem teljast til áhættuhópa sé vísað á hátæknisjúkrahús. Nútímatækni, einkum hjartslátt- ar- og samdráttarsíritar auðvelda nákvæmt eftirlit með móður og barni í fæðingu. Tækin sjálf gera þó ekki annað en afla upplýsinga. Túlkun þeirra og réttar ákvarðanir eru óhjákvæmilega háðar þekkingu og reynslu þeirra, sem fylgjast með fæðingunni. Ef hætta steðjar að, er nauðsynlegt að reynt starfsfólk og aðstaða sé fyrir hendi svo unnt sé að forða slysi. Ef ekki er brugð- ist rétt við hættumerkjum í tíma, getur verið um seinan að grípa inn í, þegar í óefni er komið. Frá því að menntaðir læknar og ljósmæður hófu störf á íslandi með tilkomu fyrsta landlæknisins, Bjarna Páls- sonar, og ljósmæðra, sem hann kenndi, hafa fæðingar hérlendis verið í sameiginlegri forsjá þessara tveggja stétta í góðri samvinnu. Ljósmæður hafa vakað yfir hinni fæðandi konu og kallað til lækni, þegar hætta steðjaði að. I því sam- bandi gildir það sama og um sam- vinnu lækna og hjúkrunarfræðinga. Þessi samvinna verður að byggjast á gagnkvæmu trausti. Læknir, sem ábyrgð ber á fæðingu, hefur rétt til þess að fylgjast með konunni frá upphafi fæðingarinnar og fá að vita um allan afbrigðileika og hættu- merki, sem upp koma og leggja dóm á það, hvemig við skuli brugðist. Enginn læknir á að þurfa að standa frammi fyrir þeim vanda að vera tilkallaður, þegar í óefni er komið. Mikið er rætt um rétt kvenna til að velja sér fæðingarstað og stell- ingar. Ég veit ekki til þess, að í nútímafæðingaraðstoð séu neinar hömlur á stellingar kvenna í fæð- ingu svo framarlega, að það bijóti ekki í bága við nauðsynlega aðstoð, t.d. við tangar- eða sogklukku- ádrátt. Ekki er ágreiningur um að æskilegt væri, að konur ættu val- möguleika um fæðingarstað á Reykjavíkursvæðinu, t.d. á Fæðing- arheimili Reykjavíkur, svo framar- lega sem þar sé full mönnun bæði ljósmæðra og lækna. Ákvörðunar- rétt kvenna til að fæða barn við aðstæður, sem útiloka nauðsynlega aðstoð, ef út af bregður, tel ég hins vegar mjög umdeilanlegan. Að mínu áliti á öryggi hinnar fæðandi móður og hins ófædda bams að sitja í fyrirrúmi. Auðvitað má deila um, hve mikils öryggis á að krefj- ast og fæðingarslys verða jafnvel á hinum svokölluðu hátæknisjúkra- húsum. Það breytir þó ekki þeirri staðreynd, að með því að flytja fæðingar úr heimahúsum og inn á sérhæfðar sjúkrastofnanir og með bættu mæðraeftirliti og umönnun, hefur mæðradauði vegna með- göngu og fæðinga ekki komið fyrir á síðustu árum á íslandi og nýbura- dauði er með því lægsta, sem þekk- ist í heiminum. Að sjálfsögðu er lækkun burðarmáls- og mæðra- dauða ekki aðeins árangur aukinnar tæknivæðingar. Nútímatækni og góð samvinna sérhæfðs starfsfólks, Auðólfur Gunnarsson „Það hlýtur að vera aðalatriði í huga allra verðandi foreldra, að þeir eignist heilbrigt barn og móðurinni heilsist vel eftir fæðing- una.“ þ.e. ljósmæðra, fæðingarlækna og bamalækna, sem vinna við bestu skilyrði eru þó forsenda þess, að ísland verði áfram í tölu þeirra þjóða, sem náð hafa bestum árangri á þessu sviði. Ég held, að það sé ótvíræður réttur hvers ófædds barns, að fyllsta öryggis sé gætt við ferð þess inn í þennan heim, sem talinn er ein sú áhættusamasta, sem einstaklingur tekst á hendur á lífs- leiðinni. Það hlýtur að vera aðalat- riði í huga allra verðandi foreldra, að þeir eignist heilbrigt bam og móðurinni heilsist vel eftir fæðing- una. í þessu sambandi leyfi ég mér að vísa á bug þeirri fullyrðingu 4ra ljósmæðra í nýlegri blaðagrein, að umhyggja lækna fyrir velferð ófæddra bama komi ekki heim við viðhorf þeirra til fóstureyðinga og valfrelsis kvenna, hvað það varðar. Hér er um tvennskonar óskyldar aðstæður að ræða. Ég starfaði við líffæraflutninga á árdögum þeirrar sérgreinar í Bandaríkjunum, þegar læknar urðu að gera upp við sig, hvenær líf byijaði og endaði. Þeir komust að þeirri niðurstöðu í sam- ráði við veraldlega og andlega fræðimenn, að líf einstaklingsins sé háð starfhæfu miðtaugakerfi, og án þess geti ekki verið um neitt andlegt líf að ræða. Þetta viðhorf hefur nú verið viðurkennt hérlendis. Eins og blóm vex upp af fræi, verð- ur bam til úr eggfrumu og sæðis- fmmu. Þau renna saman og mynda frumumassa, sem síðan breytist í fóstur og það þroskast áfram til þess að verða bam, ef eðli þess og aðstæður leyfa. Þótt fræið sé lif- andi í líffræðilegu tilliti, er það ekki blóm, heldur vísir að slíku. Eins em frumurnar, sem em forver- ar fósturs og ólífvænlegt fóstur líf- fræðilega lifandi, en án þroskaðs miðtaugakerfis og ákveðins þroska annarra líffæra, getur ekki orðið um sjálfstætt líf að ræða á fyrstu skeiðum meðgöngunnar. Að eyða fóstri er þannig að koma í veg fyr- ir að líf kvikni, en aðstoð við fæð- andi konu er hjálp til þess, að heil- brigt barn megi fæðast og lifa eðli- legu lífi í þessum heimi. Þeir sem oft hafa orðið vitni að því að líf kvikni við fyrsta andkaf barns og að líf slokkni við dauða, þótt ein- stök líffæri kunni að starfa áfram, blandast vart hugur um, að andlegt líf er annað og æðra en starfsemi einstakra fmmna eða líffæra. Því ber öllum, sem að fæðingum standa, þ.e. foreldmm, stjórnvöldum og þeim sem annast fæðingarhjálp, að gera allt, sem unnt er til þess að heilbrigð sál megi verða til í heil- brigðum líkama við fæðingu sér- hvers barns á íslandi. Góð samvinna vel menntaðs fag- fólks, þ.e. ljósmæðra, fæðingar- og bamalækna, sem vinna við góð skil- yrði, er megin forsenda þess, að svo megi verða. Höfundur er læknir. YKKAR HEIMUR - OKKAR VERÐ! - I>ú getur sparað þér veðsamanburö! SÝNINGIN ER OPIN DAGANA 20. - 31. MAÍ OPNUWARTÍMAR: VIRKA DAGA KL. 13-88, LAUGARDAGA 11-17, SUNNUDAGA 13-17. OESBSU O Tjaldhýsi m/f ortjaldi Kynningarverö ....299.900,- stgr. Rétt verö..345.000,- stgr. Án fortjjalds .278.000,-stgr. 0OSS3 O Coleman Roanoke f ellihýsi Kynningarverö frá.. 398.000,- stgr Rétt verð ..490.000,- stgr. PALOMINO T-20,20 feta hjólliýsi m/öllu Kynningarverö....... 980.000,-stgr. Rétt verö..........1.299.000,-stgr. PALOMINO B-500, 7,4 feta pallhýsi Verö frá 420.000,-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.