Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 45

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 45 • • Orn Albert Ottósson, * ' Olafsvík - Minning' Fðgur er hlíðin, fritt um vðll og haga, fagurt er vorið, sem lífgar allt. Jesús er fegri, hærri og hreinni, sem hjartað lífgar, snautt og kalt. (Þýskur höf. ók. Svbj.E.) F.h. fjölskyldunnar á Nesjavöllum, Ómar G. Jónsson. Látinn er eftir þunga vanheilsu, Guðmann Ólafsson, Skálabrekku í Þingvallasveit. Hann fluttist ásamt foreldrum sínum og systkinum að Hagavík í Grafningi árið 1920. Guðmann kvæntist Regínu Svein- bjarnardóttur frá Heiðarbæ í Þing- vallasveit og hófu þau búskaphjá foreldrum hans í Hagavík. Árið 1941 fluttust þau svo að Skála- brekku í Þingvallasveit og bjuggu þar upp frá því. Guðmann og Regína eignuðust þrjú börn: Hilmar rafvélavirki, var kvæntur Ásthildi Sigurgeirsdóttur. Hann lést árið 1961 frá tveimur ungum sonum, Óskari Arnari og Guðmanni Reyni. Þeim hafa Guð- mann og Regína raunar verið sem aðrir foreldrar. Hörður bóndi, er ókvæntur. Hann hefur verið ellistoð foreldra sinna heima á Skála- brekku. Guðrún Þóra, starfsmaður Alþingis, giftist Ólafi Bjamasyni, en þau skildu. Þeirra synir eru þeir Guðmann og Jón Ólafur. Afkomendurnir áttu löngum at- hvarf og skjól á Skálabrekku og hafa þeir á síðari árum sameinast um að aðstoða Guðmann og Regínu á alla lund. Fáir voru jafn samgrónir um- hverfí sínu og Guðmann og var hann kunnugri Þingvallavatni en flestir, enda ól hann mestan sinn aldur á bökkum þess eða yfír sjötíu ár. Hann var afar næmur maður og listhneigður og var hann á sínum yngri árum nokkur ár við nám og störf hjá Ágústi Sigurmundssyni myndskera. Eftir það vann hann ætíð nokkuð að myndskurði, þótt mest væri það í stopulum frístund- um frá öðmm störfum. Liggur eftir hann margt góðra gripa og má þar nefna útskorinn skímarfont í Þing- vallakirkju. Á sinum tíma birtist grein með myndum af nokkrum gripa hans í tímaritinu „Hugur og hönd“. Einnig hafa gripir hans ver- ið til sýnis á heimilisiðnaðarsýning- um á Selfossi. En Guðmann hafði ýmsu öðru að sinna og var með óiíkindum hverju hann afkastaði, þrátt fyrir að hann þjáðist af bak- veiki í mörg ár. Hann stundaði sitt sauðfjárbú og byggði upp öll hús á Skálabrekku með eigin höndum. Hann stundaði veiðiskap í vatninu og sá um silungaklak fyrir Þing- vallavatn í mörg ár. Hann gerði við það sem aflaga fór fyrir sveitunga sína og alltaf var jafn gott að leita til hans. Hann vann mikið við hús- byggingar og innréttingar innan sveitar og utan og á öllu var sama snilldarbragðið. Guðmann var um árabil í hrepps- nefnd Þingvallahrepps og var bæði sóknarnefndarformaður og með- hjálpari Þingvallakirkju áratugum saman. Honum var annt um mál- efni kirkjunnar og átti framúrskar- andi gott samstarf við Þingvalla- presta. Guðmann var hógvær maður og heimakær, en hrókur alls fagnaðar í vinahópi og enginn var kátari við spilaborðið í jólaboðunum. Hann hafði mjög gaman af tafli og var jafnvel stundum tefld símaskák milli Heiðarbæjanna og Skála- brekku að vetrinum. Alltof seint fór Guðmann að fást við málverk eða varla fyrr en hann gat ekki lengur skorið út, en hæfileikamir leyndu sér ekki. Af ævistarfi Guðmanns má sjá að hann hafði mikilhæfa eiginkonu sér við hlið. Með aðstoð fjölskyldunnar gat Guðmann dvalist heima fram á mitt síðasta. ár, er hann varð að fara á Elliheimilið á Selfossi þar sem hann andaðist 12. maí sl. Regínu, Herði, Guðrúnu Þóru, öðrum afkomendum og aðstandend- um vottum við innilega samúð og biðjum Guðmanni og þeim öllum blessunar Guðs. Þórdís, Sigrún, Sveinbjöm og Jóhanna. Vegna mistaka í vinnslu láðist að birta eftirfarandi minning- argreinar um Örn Ottósson í fimmtudagsblaðinu. Em hlut- aðeigendur innilega beðnir afsökunar. Utför Arnar var gerð frá Ólafsvíkurkirkju í gær. Fæddur 26. nóv. 1932 Dáinn 12. maí 1993 í röðum Alþýðuflokksmanna á Vesturlandi er nú skarð fyrir skildi. Fallinn er frá Örn A. Öttósson í Ólafsvík, en hann lést á sjúkrahúsi í Reykjavík miðvikudaginn 12. maí, rétt rúmlega sextugur að aldri. Öm var borinn og barnfæddur í Ólafsvík og þar var starfsvettvang- ur hans alla tíð. í áratugi starfaði hann hjá Hraðfrystihúsi Olafsvíkur hf. þar sem hann stjómaði lengi vélflökun. Allt hans ævistarf tengd- ist sjósókn og fiskvinnslu. Öm var mikill áhugamaður um landsmálin og einlægur jafnaðarmaður. Eg minnist varla nokkurs fundar Al- þýðuflokksfólks í Ólafsvík þar sem Orn var ekki mættur. Hann var ekki fyrirferðarmikill eða hávaða- samur á fundum, hæglátur og gaumgæfinn, sannur verkalýðs- sinni, sem vann mikið og óeigin- gjamt starf fyrir verkalýðsfélagið í sinni heimabyggð. Örn verður mér minnisstæður fyrir skýrt og skorin- ort innlegg í umræður á fundum þar sem rætt var um landsins gagn og nauðsynjar. Það var jafnan hlýtt með athygli á það sem hann hafði til málanna að legja. Fáum hefi ég kynnst sem vom jafn traustir stuðningsmenn Al- þýðuflokksins og Öm Ottósson. Hugsjónir jafnaðarstefnunnar vom honum í blóð bomar því að faðir hans Ottó Ámason var um árabil ieiðtogi jafnaðarmanna í Ólafsvík og farsæll forystumaður byggðar- lagsins. Atvikin haga því þannig, að þeg- ar Öm Ottósson verður kvaddur frá Ólafsvíkurkirkju á ég þess ekki kost að fylgja honum síðasta spöl- inn. En að leiðarlokum þakka ég honum samfylgdina og traust kynni. Jafnaðarmenn á Vesturlandi kveðja góðan félaga. Það er mann- bætandi að fá að starfa með mönn- um eins og Emi Ottóssyni. Eigin- konu hans og bömum og öðmm ástvinum votta ég innilega samúð. Guð blessi minningu góðs drengs. Eiður Guðnason. Að morgni miðvikudagsins 12. maí sl. andaðist góður vinur og vinnufélagi, Örn Ottósson, Bæjar- túni 13 hér í Ólafsvík, á Borgarspít- alanum í Reykjavík. Á þriðjudagsmorgni þegar halda skyldi til vinnu varð skyndileg breyting til hins verra á heilsu hans og var hann strax fluttur á sjúkra- húsið, en lést þar u.þ.b. sólahring síðar. Örn hafði um þriggja ára skeið búið við verulega skerta heilsu vegna hjarta- og æðasjúkdóms. Hann verður jarðsettur frá Ólafs- víkurkirkju á morgun, föstudaginn 21. maí. Örn fæddist í Ólafsvík 26. nóv.1932. Hann var tvíburi, en tví- burabróðir hans, Hallgrímur, býr í Reykjavík. Þeir Örn og Hallgrímur eru elstir af sex bömum hjónanna Kristínar Þorgrímsdóttur og Ottós Árnasonar bókara sem jafnan vom kennd við Nýjabæ hér í Ólafsvík en bæði em þau látin fyrir mörgum ámm. Önnur böm þeirra hjóna em systurnar Nanna og Þuríður báðar búsettar í Hafnarfirði, Gunnar bú- settur í Reykjavík og Vignir, en hann lést bam að aldri af slysfömm. Örn lifði allan sinn aldur og starf- aði hér í Ólafsvík og samkvæmt venju þeirra tíma hóf hann sem unglingur störf við sjávarútveg og fiskvinnslu. Þar hefur aðalstarfs- vettvangur hans verið hjá Hrað- frystihúsi Ólafsvíkur, eða þar til það hætti rekstri 1991. Eftir það starf- aði hann um tíma hjá Fiskvinnslu- stöðinni Bakka hf., en tók á sl. ári aftur upp störf í húsakynnum Hrað- frystihúss Ólafsvíkur þegar nýr aðili, Fiskverkun Guðmundar T. Sigurðssonar, hóf þar rekstur. í fiskvinnslunni starfaði Örn alltaf við stjórn og vélgæslu fiskvinnslu- vélanna. Af öðrum störfum má geta þess að um allmörg ár hafði hann sem aukastarf að vera sýningar- stjóri Ólafsvíkurbíós og sá alveg um rekstur þess síðustu árin sem það var starfrækt. Öm tók snemma þátt í félagsmál- um hér í byggðinni. Hann var ein- lægur jafnaðarmaður og verkalýðs- sinni og sem slíkur helgaði hann um áratugaskeið Verkalýðsfélaginu Jökli hina félagslegu krafta sína, var á annan áratug gjaldkeri þess og lagði þá félaginu daglega til ólaunuð störf. Á þessu langa tíma- bili sat hann í stjórn og trúnaðar- ráði þess, svo og í samninganefnd- um. Ekki síður lét hann sig varða málefni sveitarfélagsins og fram- gang veigamikilla framfaramála. Traustleiki hans og málafylgja var af öllum samferða- og samstarfs- mönnum ávallt vel metin og virt. Hið mesta gæfuspor í lífi Arnar var þó er hann gekk í hjónaband með eftirlifandi eiginkonu sinni Magneu Magnúsdóttur héðan úr Ólafsvík, mikilhæfri og mætri konu. Þau Magnea og Örn gengu i hjóna- band 25. desember 1957. Hefur hjónaband þeirra verið farsælt og barnalán mikið. Synir þeirra eru fjórir og höfðu þau hjónin ríkulegan metnað fyrir menntun þeirra. Þrír þeir elstu hafa allir lokið háskóla- námi, en þeir eru Hrafn, kennari í Vestmannaeyjurn, sambýliskona hans er Hrönn Þórisdóttir; Helgi, löggiltur endurskoðandi í Reykja- vík, giftur Gunnhildi Haukdsóttur; Kristinn, skrifstofumaður í Reykja- vík, giftur Erlu Aðalgeirsdóttur; og Albert enn í heimahúsum, unnusta hans er Sigurrós Úlla Steinþórs- dóttir, en Albert undirbýr nám við Háskóla íslands. Barnabörn Magneu og Arnar eru orðin fjögur. Allir eru synirnir efnismenn og for- eldrum til mikils sóma. Leiðir okkar Amar hafa frá æsku legið saman, þótt ég sé sex árum eldri áttum við saman æskuminn- ingar nábýlisins í miðplási Ólafsvík- ur þeirra tíma, þar sem samgangur heimilanna var mikill og samkennd- in sterk. Þar er minningin um tví- burana í Nýjabæ í daglegum leikj- um og ærslum í hverfinu sterk og minnisstætt er hve_ þeir geisluðu af hreysti og krafti. Á fullorðinsárun- um lágu síðan leiðir okkar Arnar daglega saman í starfi og félags- málum. Að baki eru því fjölmargar sam- verustundir þar sem hin ýmsu mál voru rædd og viðhorf til þeirra mótuðust. Allt lagði þetta grunninn að góðri og traustri vináttu sem ég er afar þakklátur fyrir, þótt örlög manna verði ekki umflúin finnst okkur mörgum að dauðinn hafi barið hér harkalega að dyrum. Við vinnufélagar og vinir viljum að lokum votta eftirlifandi eigin- konu og ijölskyldunni allri okkar innilegustu samúð og þakkir okkar til hins látna. Við hjónin þökkum sérlega trausta og langa vináttu við Örn Albert Ottósson. Ólafsvík kveður hér góðan son. Elinbergur Sveinsson. Miðvikudaginn 12. þessa mánað- ar barst okkur andlátsfregn vinar okkar Arnar Ottóssonar. Hann var fæddur 26. nóvember 1932 og því aðeins 60 ára gamall. Þótt við höfum vitað að Örn gengi ekki heill til starfa, kom andlátið á óvart. Síðustu ár hafði hann átt við vanheilsu að stríða, en stundaði vinnu sína af sömu trúmennsku sem alla tíð hafði einkennt hann, hvar sem hann fór. Samskipti okkar voru löng, hann hafði, eins og við, búið alla sína daga í Ólafsvík, og unnið hliðstæð störf. Það eru liðin rúm- lega þijátíu ár síðan hann hóf störf hjá Hraðfrystihúsi Ólafsvíkur, aðal- lega við vélflökun og störf sem tengdust því. Örn öðlaðist mikla reynslu og þekkingu í meðferð flök- unarvéla og miðlaði til margra sem til hans leituðu. Oft þurftum við á Bakka að leita til Örra, eins og hann var kallaður, með ýmis vanda- mál sem hann greiddi úr. Hann var einstaklega hjálpfús og fann ávallí tíma til að rétta mönnum hjálpar- hönd. Þegar H.Ó. hætti starfsemi vorið 1991 kom Örn til starfa hjá Bakka og starfaði hjá okkur í eitt ár. Síðastliðið sumar byijaði hann að vinna hjá Fiskvinnslu Guðmund- ar T. Sigurðssonar og starfaði þar til síðasta dags. Nú þegar Örn Ottósson er kvadd- ur hinstu kveðju viljum við bræð- urnir færa þessum trygga vini hjartans þökk fyrir samfylgdina. Aðstandendum flytjum við samúð- arkveðjur. Gylfi, Hermann og Steinþór.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.