Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993. Minning Guðmann Ólafsson á Skálabrekku í Þingvallasveit Fæddur 13. nóvember 1909 Dáinn 12. maí 1993 Þeim fækkar ört sem fæddir voru stuttu eftir aldamótin. Með stuttu millibili hafa látist nágrannar og mágar í Þingvallasveit, en það eru Guðmann Ólafsson á Skálabrekku sem lést hinn 12. maí og Jóhannes Sveinbjömsson á Heiðarbæ sem lést í desember síðastliðnum. Þeir voru báðir komnir á níræðisaldur og höfðu lifað tímana tvenna. Þing- vallasveitin er harðbýl sveit og ekki nema fyrir dugmikla menn að stunda þar búskap. Vetur eru þar erfiðir og oft vorar þar seinna en annars staðar. En hvergi er fallegra en í Þingvallasveit á vorkvöldum og eins á björtum vetrardögum. Og ekki hefðu þeir mágar kosið að búa í annarri sveit. Guðmann Ólafsson var sonur Ólafs Einarssonar og Guðrúnar Magnúsdóttur í Hagavík, þar ólst hann upp til fullorðinsára. Árið 1939 kvæntist hann Regínu Svein- bjamardóttur frá Heiðarbæ. Byij- uðu þau búskap í Hagavík, en árið 1941 fluttust þau að Skálabrekku í Þingvallasveit og bjuggu þar alla tíð. Nokkur 'ár eru síðan Hörður sonur þeirra tók við búskapnum. Guðmann og Regína eignuðust þijú böm. Þau eru Hilmar, fæddur 1938, dáinn 1961, Hörður, fæddur 1941, og Guðrún Þóra, fædd 1950. Bama- bömin em fjögur og barnabama- bömin þijú. Guðmann var mikill listamaður í útskurði og eru til margir og fagrir gripir eftir hann. Þekktastur er skírnarfonturinn í Þingvallakirkju, ,en í þeirri kirkju var hann meðhjálp- Minning Kveðja frá Þjóðleikhúsinu Ungur maður í blóma lífsins er allur. Ljúflingur og hvers manns hugljúfí. Gunnar Rafn kom hér á sviðið öðm hveiju frá því hann lauk námi frá Leiklistarskóla íslands 1978. Fyrsta hlutverk hans var í leikritinu Nótt og dagur eftir Tom Stoppard, hann lék síðar í söng- leiknum Gusti og loks eitt aðalhlut- verkanna í bamaleikritinu Rympa á raslahaugnum. Öllum þessum hlutverkum skilaði hann með sóma. Gunnar lék á ferli sínum mörg hlut- verk hjá Alþýðuleikhúsinu og var um árabil einn af ötulustu liðsmönn- um þess. Síðasta verkefni sitt fyrir Þjóðleikhúsið vann Gunnar Rafn í fyrravetur, þegar hann var aðstoð- armaður leikstjóra, hvíslari og sýn- ingarstjóri í opnunarsýningu nýja sviðsins á Smíðaverkstæðinu, í leik- ritinu Ég heiti ísbjörg — ég er ljón. Séríræðingar í blóiiiaslireylingiiin við »11 la‘kila‘i'i Skólavördustíg 12, á horni Bergstaðastrætis, sími 19090 ari í mörg ár. Og margir em þeir sem eiga útskorinn ask eftir Guð- mann. Ekki er að efa að Guðmann hefði orðið þekktari ef hann hefði getað sinnt þessari listgrein sinni meira. Seinustu árin fór hann einn- ig að mála og gerði mörg falleg málverk. Þetta em bara fáein minningar- brot, en margar em minningarnar, því að mikill samgangur og sam- starf var milli heimilanna á Heið- arbæ og Skálabrekku. Útför Guðmanns fer fram frá Þingvallakirkju í dag. Hvíli hann í friði. Anna María Einarsdóttir. Klukknahljómur berst yfír Lög- berg, sléttuna og dalinn! Hátíð er hafín! Það er hásumardagur. Hlíðin handan Öxarár gegnt Þingvalla- kirkju ber litklæði gróðursins og stöðugt fjölgar fólkinu sem er að koma á staðinn. Það er þjóðhátíðar- dagur, stafalogn og sólin skín frá heiðum himni yfir mannfjöldann sem sýnist eins og lifandi skrúð- garður, jafnvel dökkur veggur Al- mannagjár er sem gulli sleginn af þessari birtu. Við göngum yfír til hlíðarinnar frá heimili okkar á Þingvöllum og horfum þaðan yfir til kirkjunnar. Þar á að hringja klukkunum við setningu hátíðarinnar og hefja sam- tímis þjóðfánann að húni á Lög- bergi. Eins og títt er við setningu hátíðar var tímasetning nákvæm og ekkert mátti fara úrskeiðis. Eft- irvænting, jafnvel aðeins óttabland- in, gagntók þá sem staðið höfðu Gunnar hélt utan um þessa sýningu af stakri samviskusemi og alúð og sá til þess að ekkert færi úr skorð- um, stjanaði við leikarana, ljúfur en ákveðinn í 60 sýningar. Sjálfum verður mér Gunnar minnisstæður vegna samvinnu okk- ar, þegar hann lék hjá mér eitt af aðalhlutverkunum í Fiðlaranum á þakinu hjá Leikfélagi Akureyrar fyrir nokkmm ámm. Þar lék hann, söng og dansaði hið skemmtilega hlutverk skraddarans Motels, þess sem kvænist elstu dóttur Tevjes. Eitt af því, sem Gunnari var falið, var að dansa hinn fræga flöskudans í eigin brúðkaupi. Hann felst í því að setja opna vínflösku ofan á hatt- inn, sem gyðingar bera við hátíðleg tækifæri, og dansa síðan eins og viðkomandi eigi lífið að leysa. Gunnar jesúsaði sig í bak og fyrir, þegar ég sagði honum, að vegna skorts á dönsumm, yrði hann að vera einn þriggja flöskudansara. En ekki skoraðist hann undan, held- ur beit á jaxlinn, æfði af einurð og festu þess, sem ekki vill gefast upp, og sló þeim félögum sínum alveg við með því að missa aldrei flöskuna! Eins og verða vill, þegar margir sunnanmenn gista Akureyri vegna starfa fyrir Leikfélagið, héldu að- komumenn hópinn og þar eð við vomm mörg, sem störfuðum við þessa sýningu, var oft glatt á hjalla utan æfínganna og þar var Gunnar hrókur alls fagnaðar. Hann var bæði sem leikari og í einkalífinu ■ sérlega einlægur og heill, bamsleg að undirbúningi þess að í engu skeikaði milli hljóms klukknanna og sýnar til fánans. Þó vissum við að við máttum vera alveg róleg. Það var Guðmann Ólafsson frá Skálabrekku í Þingvallasveit sem hringdi klukkunum og íþróttafull- trúi hélt um fánalínuna. Það var öllu óhætt. Guðmann Ólafsson er nú látinn og verður í dag, laugar- dag, til moldar borinn á Þingvöllum. Þegar við lesum bók flettum við blaði að næsta kafla. Kaflaskil vom er við komum að Þingvöllum. Mjög fljótlega gerðist Guðmann og hans flölskylda samstarfsmenn og vom það um áratuga skeið. Því mátti alltaf treysta að þar var fulltingis að leita, ekki aðeins við kirkjulegar athafnir heldur einnig við margs konar önnur störf sem þurfti að leysa. Það var okkur ómetanlegt. Guðmann var listamaður að eðlisfari. Hann hafði hlotið í vöggu- gjöf heiðríkju hugans og hendur sem mótuðu efniviðinn og gæddu hugmyndir hans sérstöku lífí. Öll verk hans bám því vitni. Unun var að sjá handbragð hans hvort sem hann var að skrýða fyrir altari eða tók í klukknastrengina í Þingvalla- kirkju. Enginn vann þau verk eins og hann. Eitt sinn langaði okkur konur í Kvenfélagi Þingvallahrepps að eignast félagsmerki. Guðmann teiknaði það. Merkið er mynd af konu er stendur undir hamri Al- mannagjár, leiðir barn við hlið sér og horfír til fjallsins Skjaldbreiðar þar sem morgunsólin gyllir hlíðar. Þangað er ferðinni heitið. Allar vild- um við ganga undir því merki. Langt mál yrði fyrir mér ef ég segði frá persónulegum velvilja þeirra hjóna og fjölskyldu þeirra, höfðinglegri vináttu sem enn varir. Þessi kveðjuorð til Guðmanns Ólafs- sonar, meðhjálpara við Þingvalla- kirkju, em vottar einlægs þakklæt- is til hans sem genginn er og konu hans, Regínu, sem var sóknamefnd- arformaður langa hríð og lifir nú mann sinn. Að leiðarlokum munu hljómar klukknanna í Þingvallakirkju fylgja honum til æðri heima. Kristín Jónsdóttir. gleði hans sem oft var auðvakin, gat smitað alla, þannig að það var gaman að vera samvistum við hann. Hann var trúr því, sem honum var falið, og kastaði aldrei höndunum til neins. Honum mátti ætíð treysta. Ég votta aðstandendum Gunnars Rafns innilega samúð mína og sam- starfsfólk hans hér í íjóðleikhúsinu sendir einnig samúðarkveðjur. Við söknum hans öll. Með Gunnari er genginn góður drengur. Blessuð sé minning hans. Stefán Baldursson. Orð féllu niður Orð féllu niður á tveimur stöðum í upphafi minningargreinar Guð- rúnar Snæfríðar Gísladóttur um Gunnar Rafn Guðmundsson í Morg- unblaðinu á fímmtudag. Hlutaðeig- endur em innilega beðnir afsökunar á mistökunum, en hér á eftir fer upphafskaflinn í heild: Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum. (H.K.L) Gunni átti alltaf einhveija eigin hlutdeild í himninum. Augun hans vom þaðan, sáu þaðan; mér fannst hann alltaf vera úr einhveiju öðm efni, af einhveiju dýrara kyni en við hin. Ég man enn vel þegar ég sá hann. Fyrsta gaggóballið mitt var að rúlla af stað og allir tvístigu í sparifötun- um á göngum Austurbæjarskólans. Eftir hveiju var verið að bíða? Jú, ég heyrði ofan í nýjar bekkjarsystur mínar að aðal spenningurinn væri að sjá í hveiju Gunni kæmi. Svo kom hann í splunkunýjum græntein- óttum ullar-sjakkett, sem mamma hans hafði saumað, og bleikri skyrtu. Teinréttur, dökkur og alvar- ■ legur - eins og huldustrákur. Og þó við töluðumst ekkert við þá, er þetta nú samt það eina sem ég man af baliinu. Um hádegi 12. maí hringdi yngri sonur minn í mig og segir mér, að nú hafí afí dáið í morgun. Á þessum tímamótum hvarflar hugurinn til baka. í gegnum hugann renna margar samverustundir með Guð- manni Ólafssyni bónda á Skála- brekku. Honum kynntist ég fyrst 1971 og líkaði strax vel við mann- inn. Hann reyndist vel gáfaður, gegnum góður og mikill hagleiks- maður. Guðmann var frá Hagavík í Grafningi, ættaður af Skeiðum. Hann sótti kvonfang að Heiðarbæ í Þingvallasveit sem var Regína Sveinbjamardóttir. Þau settu síðan niður bú á Skálabrekku í Þingvalla- sveit 1940. Þeim hjónum varð þriggja bama auðið og em tvö á lífí. Guðmann bjó alla tíð síðan að Skálabrekku með fé aðallega, kýr og hænsn til heimilis og að sjálf- sögðu var vatnið hluti af búskap þeirra á Skálabrekku, og oftast var til nýveiddur silungur þar á bæ. í daglegu lífi hygg ég að búskapur hjá Guðmanni hafí ekki verið ýkja frábmgðinn því sem gerðist hjá öðrum. Ég kynntist þó Guðmanni ágæt- lega fyrir utan búskapinn og þar reyndist vera á ferð afar merkilegur maður. Hann var afskaplega nátt- úmfróður og athugull á það um- hverfí sem hann bjó í og sátum við oft og skeggræddum hin ýmsu mál og var hann sífellt að koma mér á óvart með því sem hann kom auga á í kringum sig, en öðmm sást yf- ir. Svo var það kímnin sem hann bjó yfír og sýndi eflaust ekki hveij- um sem var og vom frásagnir margar og skemmtilegar og tilsvör hnyttin. T.d. má segja frá því að hann sagði mér eitt sinn að hann þyrfti ekki að nota við smíðar halla- mál eða vinkil, honum dygði sög, enda hefði guð skapað augað hans en Stanley hallamálið og hann treysti betur á sinn guð en Stanley. Hann stundaði mikið smíðar meðfram búskap og oft fannst mér að smíðar og einkum útskurður, sem hann lærði ungur hjá Ágústi Sigurmundssyni, stæðu mjög ofar- lega í huga hans. Um hagleik hans reisti hann sér minnisvarða í verk- um sínum sem em æði mörg og hafa farið nokkuð víða. Má þar nefna farandbikar hestamannafé- lagsins Trausta og mikinn fjölda aska og vegghillna og fleira og fleira. Sem dæmi um hagleik Guð- manns má nefna, að hann heyrði einhvers staðar að menn notuðu skriðil við netalagnir á ísi lögðum vötnum. Hann er þannig notaður að hann er settur niður um vök og látinn flytja línu undir ís og tekinn þar upp sem hún endar. Þá liggur net undir ís milli tveggja gata á ísnum. Þennan skriðil gat hann smíðað án þess að hafa séð hann fyrst. Hin síðari ár söðlaði hann um í listgrein og hóf að mála með olíu á striga og náði ótrúlegum árangri. Hann sagði við mig í því sam- bandi: „Ég hlýt að geta málað, ég er nokkuð góður að teikna og sé vel liti.“ Þetta reyndist rétt hjá honum og málaði hann þó nokkrar mjög fallegar Iandslagsmyndir. Þær Gunnar Rafn Guð- mundsson leikari vom flestar af því landi sem hann þekkti best úr Þingvallasveit og Grafningi. Eitt var það starf sem hann hafði og var nokkuð ánægður með þó að hann gumaði ekki. af því, en það var meðhjálparastarf við kirkjuna á Þingvöllum og einnig var hann þar | hringjari og á þjóðhátíðardaginn 1974 hringdi hann klukkum þar. Síðar þann dag er mér minnisstætt ( að það lá vel á honum á þessum hátíðisdegi og lék hann þá fyrir sitt fólk hvemig hann hefði borið sig | að við hringinguna. Hann sagðist hafa vandað þessa hringingu sér- staklega og ekki var laust við að við skelltum upp úr þegar við sáum glampann í augunum. En svona var hann oft. Það mátti fá heilmikla skemmtun úr alvömstundum líka. Guðmann var að því er ég best veit heilsugóður og hraustur maður- alla sína tíð þar til hann fór á sjúkrahús fyrir einu ári. Hafði hann þá aldrei í slíkt hús komið. Guð- mann var fæddur 13. nóvember 1909 og var því á 84. aldursári er hann lést. Guðmann var mikill trú- maður og var alveg sannfærður um framhaldið að þessari jarðvist lok- inni og bið ég því guð að blessa hann og hans nánustu og þakka honum góð_ kynni. Ólafur J. Bjarnason. Látinn er sveitarhöfðinginn Guð- mann Ólafsson, bóndi á Skála- brekku í Þingvallasveit. Þar með em fallnir frá tveir merkir sveitar- höfðingjar í Þingvallasveit á skömmum tíma, en Jóhannes Svein- bjömsson, bóndi á Heiðarbæ, lést um síðustu jól. Báðir vora þeir miklir heiðurs- og kærleiksmenn hvort sem um var að ræða samstarf við sveitunga þeirra, nágranna sem aðra. Þeir höfðu miklar og djúpar rætur til sveitar sinna og stórbrotins um- hverfís í þeim, og báru mikla virð- ingu fyrir lífríki og fegurð Þing- vallavatns sem átti hug þeirra í rík- | um mæli. Enda settu þeir sterkan svip á mannlíf í sveitunum umhverf- is Þingvallavatn og var það þeim j hugleikið að mannlíf og hefðir sem þar hafa skapast héldust áfram með reisn og virðingu. j Ég og fjölskylda mín á Nesjavöll- um höfum átt mikið og gott sam- starf við Guðmann Olafsson og hans fjölskyldu. Ætíð hefur þetta samstarf verið með hinum mestu ágætum og léttleiki ætíð verið yfír samskiptunum og samstarfínu. Guðmann var mikill hagleiks- maður hvort sem var á tré eða pens- il og jafnframt mikill fræðimaður og fullyrði ég að fáir eða engir hafi verið jafn kunnugir og fróðir um umhverfi Þingvallavatns og Guðmann var. Hann gjörþekkti öll ömefni umhverfís vatnið og sögu þeirra og eftir hann em nokkur rit um þá þekkingu, en allt of fá og er það miður að jafn mikill fræði- maður og hann var hafði ekki tíma fyrr á ámm og nú vegna heilsu- , brests að koma þeim fróðleik á prent til miðlunar fyrir komandi kynslóðir. , Guðmann fór víða til smíða milli ' búverka og nutum við þess á Nesja- völlum eins og svo margir aðrir og má því víða sjá eftir hann snilldar- handverk og vandvirkni ásamt út- skurði og myndir, sem sýna þá hæfiieika sem hann bar og þá miklu vandvirkni sem hann lagði í öll sín handverk. Guðmann var maður léttur í lund og spaugsamur og því ætíð glatt á hjalla þar sem hann var og því margt spaugað þegar hreppsmenn úr Þingvallasveit og Grafningi áttu samstarf og hittust og áttu saman spaugsyrði í oft annasömu en góðu samstarfi sveitanna. Við söknum því þessa mikla ( kærleiks- og fræðimanns og hans léttleika, en eigum þó eftir minning- ar um gott samstarf liðinna ára eða | frá okkar fyrstu kynnum af Guð- manni. Með þessum fátæklegu línum ( kveðjum við Guðmann Ólafsson bónda á Skálabrekku með virðingu og þökk. Við vottum fjölskyldu hans samúð og óskum henni velferðar um ókomna tíð!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.