Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 48
<!Ld& ' Stefanía hefur alla tíð ögfrað fjöl- skyldunni með framferði sínu. FRÁ KOMPÁSTIL FELLIHYSIS _tllNICs ^NAI Glenn Close og Woody Harrelson. STJÖRNUR Astarsamband í uppsiglingu? Nýjasta kyntáknið vestur í Bandaríkjunum er sagður vera hinn rúmlega þrítugi Woody Harrelson, en hann leikur meðal annars vitgrannan þjón í sjón- varpsþáttunum Staupasteini. Auk þess sést hann æ oftar á breiða tjaldinu, nú síðast í myndinni „Indecent Proposal“. Woody og Glenn Close, sem er 46 ára, eru sögð farin að líta hvort annað hýru auga. Þau hafa þó forðast að láta sjá sig saman, því Woody hefur ekki enn slitið sambandi við barnsmóður sína Lauru Louie. Þau Woody og Glenn urðu því heldur aulaleg þegar ljósmyndari kom þeim að óvörum fyrir skemmstu. Louis með mömmu í bænum STJÖRNUR Rómantískasta hlutverk Jodie Foster til þessa Jodie Foster segir um mótleikara sinn Richard Gere í kvikmynd- inni Sommersby að einstaklega skemmtilegt sé að vinna með hon- um, því hann sé mikill fagmaður. „Það sem ég skil hins vegar ekki og hlæ bara að, er að kvenfólkið skuli æpa og öskra um leið og það sér hann. Hann er bara venjulegur maður, sem er alltaf í svörtum bux- um og slitnum leðurjakka," bætir hún við í ærslafullum tón. Sjálf segist hún hafa notið þess að leika hlutverk Laurel í myndinni. Sagan sé dæmigerð ástarsaga, sem hún vonist til að skilji eitthvað eftir sig hjá áhorfendum. — Hún hefur að minnsta kosti gefið mér mikið, seg- ir leikkonan og bætir því við að þetta sé rómantískasta hlutverk sem hún hafi nokkru sinni leikið. Jodie Foster segir Richard Gere ósköp venjulegan mann. MÓNAKÓ opiö laugardag kl. sunnuclag kl. Ljósmyndari náði fyrir nokkru mynd af Stefaníu Mónakó- prinsessu, þar sem hún var á göngu með son sinn Louis. Það sem vakti athygli og þótti skemmtilegt var að sonurinn er þegar kominn með sólgleraugu þótt hann sé ekki farinn að ganga. Velta gárungamir því fyrir sér, hvort Stefanía sé farin að undirbúa drenginn að fela sig bak við gler- augu vilji hann ekki þekkjast. Annars ganga þær sögur fjöllunum hærra í smáríkinu Món- akó, að fjölskyldan litla þurfí ekki að óttast frægðina, því Rainer fursti og systkinin Albert og Karó- lína séu hætt að umgangast Stef- aníu. Einhvers staðar var haft eft- ir Rainer að það væru ekki þau sem útskúfuðu hana heldur hefði hún sjálft sagt að fjölskyldan hennar væri Daniel Ducruet og sonurinn Louis. Furstafjölskyldan mun hins vegar aldrei hafa sætt sig við að fyrrverandi lífvörður væri orðinn eiginmaður Stefaníu. Sagan segir einnig að Stefanía hafi fyrir nokkru fengið tilboð um að leika Christinu Onassis í kvik- mynd. Launin áttu að vera óheyri- lega há eða um 60 milljónir ís- lenskra króna. Stefanía er sögð hafa snúið sér til föður síns og sagt honum, að ef hann borgaði henni ekki sömu upphæð tæki hún tilboðinu. Svar föðurins er sagt hafa verið á þá lund, að hún fengi enga peninga og helst vildi hann að hún yfirgæfi furstadæmið. Morgunblaðið/J6n Svavarsson. F.v. Stefán Á. Magnússon, Hall- dór Blöndal, Orri Vigfússon og Stefán Sigurðsson. STANGAVEIÐI Þúsundir í Perlunni Um þessar mundir stendur yfir í Perlunni í Öskjuhlíð svokölluð Stangaveiði„messa“ og hafa á annan tug þúsunda manna lagt leið sína í húsið, að sögn forsvarsmanna þess, til að skoða það sem þar ber fyrir augu. En flestir þeir sem framleiða, flytja inn eða selja það sem tengist stangaveiði, eru þar með sölubása. Á meðfylgjandi mynd, sem tekin var við setningu þessarar hátíðar stangaveiðimanna, eru skipuleggj- endur ásamt sérstökum gestum setn- ingarinnar. Frá vinstri talið eru Stef- án A. Magnússon markaðsráðgjafi sýningarinnar, Halldór Blöndal land- búnaðarráðherra, sem setti hátíðina, Orri Vigfússon formaður alþjóða lax- akvótanefndarinnar, heiðursgestur sýningarinnar, og Stefán Sigurðsson framkvæmdastjóri Perlunnar. SÝNINGARTILBOÐ: 4 sólstólar á 2,400»» Stefanía prinsessa með soninn. o tRÐ'/v
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.