Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 33
MORGMNBiíAÐlÐ MiyffASSAðM? íífoMAÍ, 33 Atriði úr Goðsögninni, eða Candyman. Goðsögnin sýnd í Regn- boganum REGNBOGINN hefur frumsýnt spennu- og hrollvekjuna Goðsögn- ina eða „Candyman“. Myndin var framleidd af fyrirtæki Siguijóns Sighvatssonar, Propaganda Films. Helen Lyle er nemandi á lokaári í háskóla sem tekur að sér að rann- saka goðsögn. Eftir því sem hún kafar dýpra í málið kemst hún að því að fjöldamorðingi gengur laus og að lögreglan vill sem minnst af málinu vita. Enginn trúir sögu henn- ar um fjöldamorðingjann Candyman, hvað þá að hann sé blökkumaður sem drepinn var árið 1890 og sé núna kominn aftur og í frekar slæmu skapi. „Candyman" fær sjúklega ást á Helen og vill fá hana til sín. En til að hún geti sameinast honum verður hann að drepa hana en hún verður að deyja sem sjálfviljugt fórn- arlamb hans. Helen sleppur undan honum en þegar hún rankar við sér er hún handtekin og sökuð um barnsrán en sleppt vegna skorts á sönnunum. Næst þegar hún kemst í kynni við „Candyman“ er hún sök- uð um morð og sett á geðveikra- hæli. Enginn trúir henni og sjúkleg áætlun Goðsagnarinnar virðist ætla að heppnast. -----» ♦ » Heilsuvikan í Kringlunni Iþrótta- og danssýningar MIKIÐ verður um að vera í Kringlunni dagana 21.-26. maí vegna Heilsuviku samtakanna íþróttir fyrir alla. Um er að ræða fjölmargar íþrótta- og danssýningar ásamt kynningu á starfsemi ýmissa aðila sem tengjast heilsu landsmanna á einhvern hátt. Kringlan tekur þátt í Heilsuviku ÍFA sem stendur yfir dagana 21.-26. maí og verður þar mikið um uppá- komur og kynningar. íþróttir og heilsumál eru eðlilega ofarlega á baugi þessa dagana en meðal þeirra íþróttaiðkana sem sýndar verða í Kringlunni má nefna júdó, kvondo, akito, karate, kimi wasa, þolfimi, körfuknattleik, joga, taichi, blindra- bolta og squass. Einnig verða dans- atriði frá fjölmörgum aðilum. Kynningar verða á starfsemi sjúkraþjálfara, hjúkrunarfræðinga og íþróttafélaga o.fl. Fyrirtæki í Kringlunni leggja áherslu á íþrótta- og heilsumál og má þar nefna að í Hagkaup verða heilsu- og matvöru- kynningar alla daga heilsuvikunnar. í dag, laugardag, verða eftirfar- andi atriði sýnd: Karate kl. 11, kimi wasa kl. 11, Stúdíö Ágústu og Hrafns kl. 12, Veggsport kl. 13.30 og Körfuknattleikssambandið kl. 14. Verslanir Kringlunnar eru opnar frá kl. 10-18.30 alla virka daga, nema föstudaga, þegar opið er til 19. Laugardaga er opið frá kl. 10-16. (Fréttatilkynning) Röng myndbirting Vegná mistaka við vinnslu Morgunblaðsins sl. fimmtudag birtist röng mynd með frétt viðskiptablaðs um þátttöku Eimskips í sýningunni Rotterdam Freight Show. Meðfylgjandi er rétta myndin af forstöðumönnum skrifstofa Eimskipafélagsins erlendis sem staddir voru á sýningunni ásamt forstöðu- mönnum að heiman. Talið frá hægri: Erlendur Hjaltason, forstöðumaður utanlandsdeildar, Sigurður Pétursson, forstöðumaður í Hamborg, Hjörtur Hjartar, forstöðumaður í Rotterdam, Sveinn Kr. Pétursson, forstöðumaður innflutningsdeildar, Jón B. Stefánsson, framkvæmdastjóri MGH, dótturfyrir- tækis Eimskips á Bretlandi, og Kjartan Jónsson, forstöðumaður í Gautaborg. Sveitadagar í Kolaportinu um helgina Hafnarfjarðarkirkja 30 og 40 ára fermingarböm í heimsókn 30 OG 40 ára fermingarböm munu á sunnudaginn kemur, sem er 6. sunnudagur eftir páska, heimsækja Hafnarfjarðarkirkju en þau voru fermd árin 1953 og ’63. Fermingarbörnin eru nú orðin vel lífsreynd og hafa látið að sér kveða í mannlífinu og líta á fermingu og unglingsár sem dýrmæta áfanga á * lífsleið og meta gildi samfunda sem - þessara á helgum stað. Eftir guðs- 1 þjónustuna munu þau hittast í kaffi- | samsæti í Veitingahúsinu Hraun- l holti og rifja upp fyrri tíð og kynni. Gunnþór Ingason, sóknarprestur. -----» ♦ ♦--- Stórsýning á annað hundrað aðila af landsbyggðinni sem sýna og selja fjölbreytta, skemmtilega, forvitnilega og nýstárlega hluti úr sveitinni. • Hestaábreiður • Bógsteikur • Bútasaumsteppi • Reyktur áll • Ullarvörur • Orkupokar • Axlabönd • Fagradalsbleikja • Vinnusloppar • Hólsfjallahangikjöt • Rjúpnaveiðivesti • Skinnskór • Trévörur • Malpokar • Reiðjakkar • Höfuðleður • Kassabílar • Reiðmúlar • Dúkkur • Hnakktöskur • Draumableiur • Hattar • Rúmfatnaður • Spjaldvefnaður • Minjagripir • Leirvörur • Veiðileyfi • Skartgripir og óteljandi margt fleira. SÉRSTÖK SÝNINGARTILBOÐ! Tískusýningar og aðrar skemmtilegar uppákomxu1 báða dagana. Kirkjudagur eldri borgara í Keflavík KIRKJUDAGUR eldri borgara í Keflavík verður sunnudaginn 23. maí og hefst með messu kl. 11 árdegis (altarisganga). Eldri borgarar lesa pistil og guð- spjall. Sungið verður úr nýju sálma- kveri fyrir kirkjustarf aldraðra og fjallað verður um málefni aldraðra. Veitingar verða í Kirkjulundi eftir messu í boði Systrafélagsins og sóknarnefndar. Vortónleikar Kórs Keflavíkurkirkju verða kl. 17. ...og auðvitað venjulega spennandi markaðstorg í öðrum hluta hússins. Sjáumst á Sveitadögum í Kolaportinu! KOLAPORTIÐ MARKAÐSTORG Opið laugardag kl. 10-16 og sunnudag kl. 11-17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.