Morgunblaðið - 22.05.1993, Page 34

Morgunblaðið - 22.05.1993, Page 34
34 MORGJUNBLAÐIÐ I.AUGARUAGUR .22. MAÍ 1993 Ferðaþjónusta Ráðstefna haldin um fjárfestingar FJÁRFESTINGAR í ferðaþjónustu á íslandi er yfirskrift ráðstefnu sem haldm verður á Hótel KEA á kl. 9 til 17. Ráðstefnan er haldin í samvinnu við Byggðastofnun. Birgir Þorgilsson setur ráðstefn- una, síðan flytur Halldór Blöndal samgönguráðherra ávarp og þá taka við erindi. Þeir sem flytja er- indi eru Sigurborg Kr. Hannesdótt- ir ferðamálafræðingur hjá Byggða- stofnun, Gunnar Karlsson, hótel- stjóri á Hótel KEA, Paul Richards- son, framkvæmdastjóri Ferðaþjón- ustu bænda, Arngrímur Hermanns- son, framkvæmdastóri Addís, Magnús Oddsson, markaðaðsstjóri Ferðamálaráðs íslands, Pétur J. Eiríksson, framkvæmdastjóri mark- aðssviðs Flugleiða, Kjartan Lárus- son, framkvæmdastjóri Ferðaskrif- stofu íslands og Þórhallur Jóseps- son aðstoðarmaður samgönguráð- Akureyri mánudaginn 24. maí frá á vegum samgönguráðuneytisins herra. Að loknum erindum verða pall- borðsumræður, en auk frummæl- enda taka þátt þeir Guðmundur Malmquist forstjóri Byggðastofn- unar og Jóhannes Torfason stjóm- arformaður Framleiðnisjóðs. Fjallað verður m.a. um bætta nýtingu fjár- festinga, mat á forsendum í lánsum- sóknum, áætlanagerð og ákvarð- anatöku um fjárfestingar, markaðs- setningu og hlut hennar í stofn- kostnaði, leiðir til fjármögnunar, hlutverk ferðaþjónustu í byggða- þróun, framtíðarhorfum og nauð- synlegar breytingar á áherslum í uppbyggingu íslenskra ferðaþjón- ustu. MENNTUN OG Ráðstefna haldin í safnaðarheimili Akureyrarkirkju og Hótel KEA á Akureyri 4. júnf 1993. Dagskrá ráðstefnunnar: 08.30 Skráning. 09.15 Ráðsefnan sett. Dr. Stefán G. Jónsson, forstöðumaður rekstrardeildar Háskólans á Akureyri. 09.25 Framtíðarsýn. Ásmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri rekstrar- deildar og fjárfestingalána íslandsbanka. 09.45 Þróun gæðastórnunar. Jan Hannah, Director of Programmes, Scottish Quality Management Centre, University of Stirling, Skotlandi. 10.45 Kaffihlé. 11.15 Menntun og viðhorf til þekkingar. Dr. Kristján Kristjánsson, lektor við Háskólann á Akureyri. 11.45 Þörf fyrir menntun i gæðafræðum. Dr. Pétur Maack, prófessor við Háskóla íslands. 12.15 Gæðastjórnun og námsbraut Háskólans á Akureyri. Smári S. Sigurðsson, lektor við Háskólann á Akureyri. 12.35 Matarhlé. 13.50 Kynning á lokaverkefnum. A) Innleiðing gæðastjórnunar með Quality Function Deployment (QFD) aðferðinni (13.50-15.00). B) Stefnumótun með aðferðum gæðastjórnunar (13.50-15.00). C) Lrtil iðnfyrirtæki, ISO 9000 og krafa um vottun (13.50-15.00). D) Áhrif gæðastjórnunar á stjórnkerfi fyrirtækja (13.50-15.00). E) Gæðastjórnun í ferðaþjónustu (15.20-16.30). F) Sjö þrepa umbótaferli um borð í togurum (15.20-16.30). G) Innleiðsla gæðastjórnunar í byggingaiðnaði (15.20-16.30). H) Umbótaverkefni í þjónustufyrirtækjum (15.20-16.30). 16.30 Kaffihlé. 16.50 Samstarf háskóla og fyrirtækja um þróun gæðafræða. Dr. John G. Rochc Director, Quality Assurance Rese- arch Unit, University College Galway, írlandi. 17.50 Samantekt um efni ráðstefnunnar og umræður. Davíð Lúðvíksson, formaður Gæðastjórnunarfélags ís- lands. Ráðstefnugjald er kr. 9.500 á mann. Inniíalið í því er hádegisverður, kaffiveitingar og ráðstefnugögn. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku til Háskólans á Akureyri í síma 96-11770. Rekstrardeild Háskólans á Akureyri. GÆÐASTJÓRNUN Morgunblaðið/Hólmfríður í Tröllakoti HARALDUR og Óli Hjálmar eru í efri röðinni, en í þeirri neðri eru frá vinstri Einar Helgi, Brynjar Arnar, Garðar, Hinrik og Þorleifur Hjalti. Kofabygging í Grímsey Grímsey Ferming- armessa Fermingarmessa verður í Mið- garðakirkju í Grímsey á morgun, sunnudaginn 23. maí, og hefst hún kl. 11. Fermd verða: Bjarney Anna Sigfúsdóttir, Vogi, Björg Jónína Gunnarsdóttir, Tröð, Hafrún Elma Símonardóttir, Hellu, Halla Rún Halldórsdóttir, Sigtúni, Vilberg Ingi Héðinsson, Sæborg. Messur á Akureyri Akureyrarkirkja. Messað verður kl. 11 f.h. á morgun, sunnudaginn 23. maí. í tengsl- um við aðalfund Gídeonfélags- ins á íslandi, sem haldinn verð- ur í Safnaðarheimilinu 21. til 23. maí, predikar fulltrúi al- þjóðasamtaka Gídeonfélaga, Bandaríkjamaðurinn Skott Mayer, og verður predikun hans túlkuð jafnóðum. Altaris- ganga. NOKKRIR félagar 4 Grímsey hafa verið önnum kafnir þessa vor- daga við byggingaframkvæmdir, en þeir hafa notað frístundir sínar til að reisa sér myndarlegan kofa sem þeir kalla Tröllakot. Aldursmunur er nokkur á vinunum og hafa þeir innt mismikla vinnu af hendi, þeir yngstu komast næst því að kallast handlangarar en hinir eldri sjá um smíðavinnuna. Ný þjónusta RÓBERT Friðriksson, Benedikt Rúnarsson, Jónas Reynir Helga- son og Þórhallur Þórhallsson kynntu nýja starfsemi hjá verslun- inni Radionausti. Radionaust og Heimilis- tæki hefja samstarf RADIONAUST hefur aukið verulega við starfsemi sína, en nýlega tók verslunin upp sam- starf við Tækni- og tölvudeild Heimilistækja hf. í kjölfar þessa samstarfs mun Radionaust annast sölu á og veita tæknilega þjónustu í ýmsum vöru- flokkum, s.s. tölvum, ljósritunar- vélum, þjófavarnarhliðum fyrir verslanir, móttökubúnaði fyrir gervihnetti, símstöðvar, símabún- að og fleira.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.