Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 40
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAI 1993 40 Minning Axel Thoraren 'sen frá Gjögri Fæddur 24. október 1906 Dáinn 14. maí 1993 Þú sæla heimsins svalalind, ó, silfurskæra tár, er allra svalar ýtakind og ótal læknar sár. Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, ^ er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Mér himneskt ljós í hjarta skín í hvert sinn, er ég græt, því drottinn telur tárin mín, ég trúi og huggast læt. (Kristján Jónsson) Þegar ég minnist ástkærs afa míns, Axels Thorarensen frá Gjögri, koma þessar ijóðlínur upp í hugskot mitt, því ósjaldan heyrðist hann raula þær þar sem hann sat í sæti sínu við eldhúsborðið og lá með brjóstkassann fram á borðið og hendur fram að sér. Þá var svo mik- il ró og friður yfír honum, þessum gamla manni sem lifað hafði tímana svo sannarlega tvenna. Hann verður borinn til grafar í dag, laugardaginn 22. maí, eftir að hann varð bráðkvaddur á heimili sínu að morgni dags þann 14. maí sl. rúmlega 86 ára að aldri. Með þessum fátæklegu orðum langar mig að kveðja hann og þakka honum fyrir að fá að vera svo lán- söm að hafa átt hann fyrir afa og eiga með honum margar skemmti- legar stundir, sem gefíð hafa mér —ííieira en nokkur sá skóli sem ég hef stundað sl. 15 ár. Ailur sá fróðleikur og ekki síður sú ást og umhyggja sem hann átti svo mikið af og spar- aði ekki, því afi var þannig að ef þú gafst honum eitthvað fékkstu það margfalt borgað til baka. Minningin um afa er vel geymd á góðum stað þar hún mun fylgja mér alla tíð. Ég vil enda þetta á orðum ungs sonar míns: „Hann langafi er farinn til Guðs, þar sem langamma er og þar ætla þau að passa hann fyrir okkur.“ Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Hafðu þökk fyrir allt og ailt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V.Briem) Agnes G. Benediktsdóttir, Almar Snær. Um leið og lífsbók tengdaföður míns er lokað vil ég þakka honum fyrir mig. Þegar ég fyrst kom á Gjögur 1961, þá erlendur ríkisborg- ari fjarri heimalandi mínu, tók Axel Thorarensen á móti mér á bryggj- unni á Gjögri, af einstakri hlýju og var engu líkara en við værum bemskuvinir. Þetta hafði djúpstæð áhrif á mig og snart mig mjög. Alla tíð síðan hafa móttökur hans á Gjögri verið á sama veg. Fyrir það er mér ljúft að þakka. Bent. í dag verður til moldar borinn frá Ámeskirkju í Trékyllisvík afi minn, Axel Thorarensen frá Gjögri. Hann var fæddur á Gjögri 24. dag októbermánaðar árið 1906, þriðja barn hjónanna Jóhönnu Sigrúnar Guðmundsdóttur og Jakobs Jens Thorarensen, úrsmiðs og sjómanns. Að honum stóðu sterkar ættir Thor- arensena, Hafsteina og Viborgara í föðurætt pg hin fjölmenna ætt Páls í Kaldbak í móðurætt. Allt fólk sem lét mikið að sér kveða í sinni sveit á sínum tíma, þekkt af ósérhlífni og dugnaði jafnt til sjávar sem lands í einhverri harðbýlustu sveit landsins. Afí bjó alla tíð á Gjögri í ein- stakri tryggð við staðinn og vildi hann helst ekki víkja þaðan um lang- an tíma. Hann hélt þar heimili ásamt Agnesi, ömmu, frá því um 1930 og saman ólu þau upp fjölmennan barnahóp við erfið skilyrði. Frá Gjögri reri hann til fiskjar frá bamsámm til dánardægurs. Á Gjögri leið honum vel og þar hafði hann allt til alls, að eigin sögn, hann þurfti ekki að leita annað. Þar var mannlífið, jörð til að yrkja, stutt á fengsæl fiskimið, fjölskrúðugt dýra- líf, stórkostleg og hrikaleg fjöll, ofsa- fengin veður og falleg veður. Nátt- úrubarnið hann afi var blanda af þessu öllu. Eiginkona afa, Agnes Guðríður Gísladóttir, lést í fyrrasumar, en þau höfðu búið saman i rúm sextíu ár, eins og að framan greinir. Þau eign- uðust níu börn og lifa sjö þeirra for- eldra sína, Fyrsta bam þeirra lést óskírt nokkurra vikna gamalt árið 1931. Var það drengur. Annað bam þeirra var Jóhanna Sigrún, fædd 1932, búsett í Mosfellsbæ, gift Bene- dikt Bent ívarssyni, þriðji í röðinni var Ölver, fæddur 1935, hann lést 1982, ógiftur. Því næst fæddist Ólaf- ur Gísli árið 1938, hann býr á Gjörgi, ókvæntur. Fimmta í röðinni var Steinunn, fædd 1940, búsett í Mos- fellsbæ, gift Ólafi Grétari Óskars- syni. Næst í röðinni kom Kamilla, fædd 1943, búsett á ísafirði, gift Rósmundi Skarphéðinssyni. Sjöunda í röðinni var Olga Soffía, fædd 1945, til heimilis á Krossi, A-Landeyjum, gift Sveinbimi Benediktssyni. Jakob Jens fæddist 1949, hann eins og Ólafur býr á Gjögri. Jakob er ókvæntur. Yngst systkinanna er Elva, fædd 1955, býr hún á ísafirði og er hún ógift. Áfkomendur afa og ömmu em nálægt fjömtíu. Fylgdist afi vel með lífshlaupi allra afkom- enda sinna og mundi alla tíð fæðing- ardag þeirra flestra og sló gjaman á þráðin við þau tilefni, hversu ung sem afabömin vom. Afi var sjómaður alla ævi. Reri hann á eigin trillu, þó hann hafi ein- stöku sinnum, á sínum yngri ámm, farið róður og róður sem háseti á hinum ýmsu útgerðum í Ámes- hreppi. Hann eignaðist ekki vélbát fyrr en nokkuð var liðið á sjötta áratuginn. Fram til þess tíma reri hann tveimur höndum einn eða ásamt bömum sínum út í opinn Húnaflóann vetur, vor, sumar og haust og þá var allur fiskur dreginn á höndum. Eins og nærri má geta þá þótti honum það mesti lúxus þegar hann fékk vélbátinn og handrúllurnar komu til sögunnar. Hvert vor lagði afi rauðmaga- og grásleppunet. Svo var einnig nú í vor og daginn fyrir andlát sitt hafði hann einmitt verið að fjölga netum sínum í sjó vegna þess að útlit var fyrir að veiðin væri loksins að glæðast eftir trega byij- un. Afi var afburða skytta og þekkt- ur veiðimaður. En hann skaut ekki meira í einu en nýttist. Skot óg matur var of dýrmætt til að eyða að ástæðulausu. Hann var mjög fær að flá seli og tófur. Á meðan eitt- hvað verð fékkst fyrir selskinn fékk afí yfírleitt fyrsta flokks verð fyrir sín skinn og tófurnar hans voru eftir- sóttar. Afi hafði aldrei margt sauðfé, en nóg til heimabrúks. Að föður sín- um gengnum tók afi við sem vita- vörður á Gjögri. Þá tók hann einnig veður fyrir Veðurstofu íslands frá 1971 til æviloka. Rekinn hefur alla tíð verið góð búbót á Ströndum og fram á síðustu ár hleypti afi rekavið og seldi víða um land. Áhugamál hans afa voru margvís- leg. Auk veiðimennskunnar og nátt- úrufræði var það þjóðlegur fróðleik- ur og sögur sem hann las mikið og var hann vel lesinn. Afi var einnig músíkalskur og lék bæði á harmon- ikku og munnhörpu. Kunni hann fjölmörg lög og lék á dansleikjum á Minning Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir frá Asp- arvík á Ströndum Fædd 24. mars 1917 Dáin 13. apríl 1993 Guðrún Ingibjörg Jónsdóttir frá Asparvík á Ströndum verður jarð- sungin frá Bjamarhafnarkirkju í dag, laugardaginn 22. maí. Gauja, eins og hún var alltaf köll- uð af frændfólki og vinum, fæddist i Asparvík 24. mars 1917, ein 16 systkina. í Asparvík ólst hún upp í stórum og glaðværum systkinahópi við ástúð og umhyggju foreldranna, Jóns Kjartanssonar og Guðrúnar Guð- mundsdóttur. Sem fulltíða fluttist hún til Reykjavíkur og bjó þar til æviloka. Gauja átti lengst af við mikla van- heilsu að stríða og allmörg síðustu ár var hún blind og að mestu líkam- lega ósjálfbjarga og bundin við hjóla- stól. Hún sofnaði burt að morgni hins 13. aprfl síðastliðinn. Kveðjultundir eru oft sárar, en þær geta einnig verið þrungnar gleði, virðingu og þökk. Þannig er í huga okkar, þegar Gauja frænka er til moldar borin hér í Bjamarhafnar- kirkjugarði. Svo mjög var líf hennar samofið tilveru okkar og sporum í þessu jarðneska lífi. Sumum okkar tók hún á móti, öðrum bjó hún fyrstu laugina, öllum okkur gaf hún af sjálfri sér frá fyrsta degi til hins síð- asta. Gauja elskaði lífið, alla litina, nátt- úruna, æskuna, allt sem bar með sér ást og umhyggju, von og trú og þrótt til að njóta og miðla. þama var hún sjálf hluti af. Þeir, sem farið hafa norður Strandir, norður Bala og framhjá Asparvík og sjá þar lítinn tanga út í kaldranalegan Húnaflóann, geta trauðla séð fyrir sér garð prýddan fegurstu blómum, laukum og ljúf- fengum matjurtum. Sem ung stúlka í Asparvík kom hún þar upp. sínum unaðsreit. Hún sótti fjölær blóm út til stranda og inn til heiða og dala. Pantaði fræ erlend- is frá, sáði til og uppskar hin feg- urstu blómstur, sem uxu þar norður undir heimskautsbaug, ættuð frá suðrænum heitum löndum. í minn- ingu okkar er garðurinn hennar Gauju hreint eins og ævintýri úr öðrum hejmi. Við krakkamir biðum alltaf með óþreyju eftir því að Gauja kæmi heim í stuttum sumarfríum, hvort heldur var í Asparvík eða síðar í Bjamarhöfn. Með henni kom ný veröld, nýjar víddir, annar skilningur á lífinu, umhverfmu, fegurðinni. Hún leiddi okkur að blómunum og fræddi okkur á hvemig blómálfamir byggju um sig. Hún benti okkur á myndir og svipi sem mátti sjá úr klettum og skýjum. Hún sagði okkur að fugl- amir gætu talað og ættum við gott hjarta og fallegar hugsanir mundum við skilja fuglamál. Marga stundina sátum við í grasinu kringum máln- ingartrönumar hennar og horfðum á myndir festast á léreft, svipi úr nátt- úrunni sem okkur voru huldir sjón- um. Já, það var unaðslegt að vera spur- ult bam og fá að halda í höndina á Gauju frænku og labba út um tún og móa, niður í fjöru eða uppað fossi. Eitt af öðru fórum við systkinin suður í skóla eða til vinnu, óframfær- in, uppburðarlítil, oft einmana í hinni stóru Reykjavík. Þá stóð húsið henn- ar Gauju okkur alltaf opið. Og oft lágu þangað sporin. Gera við saum- sprettu, pressa föt, sjóða nýfenginn kjötbita að heiman, deila kökunum frá mömmu eða njóta hennar matar- rausnar. Heimili Gauju var athvarf hins stóra hóps af ungu frændfólki sem var að freista gæfunnar í höfuð- borginni. Þar var setið og spjallað um ljóðagerð, myndlist, gömul ís- lensk orð og hugtök, foma þjóðdansa og vikivaka eða bara óbreytt við- fangsefni dagsins. í hennar félags- skap, í lítilli íbúð í miðborg Reykja- víkur, gleymdist tíminn. Við urðum aftur spuralu bömin sem þótti svo gott að halda í höndina á henni Gauju þótt nú væri völlurinn Laugavegur- inn og Hverfísgatan. Gauja dáði vonir gróandans og hina blómstrandi náttúru. Trú henn- ar var sterk. Líf hvers og eins er gjöf guðs, óðurinn til eilífðarinnar, öllu æðra. Hún átti sér unaðsreit, lítinn sum- arbústað uppi við Elliðavatn, sem hún kallaði Ásparlund. Þar gat hún haldið beinu sambandi við blómin og fuglana, sem svo sannarlega svöruðu kalli hennar. Undanfarin vor var hún flutt af góðum vinum frá Vara upp í Asparlund þar sem hún naut sum- arsins, blind og farlama í hjólastóln- um sínum. Hún var mjög þakklát þessum vinum sínum fyrir þeirra alúð og umhyggju alla. Við kveðjum hina stoltu og göfugu frænku okkar með einlægri þökk og djúpri virðingu. Hún veitti okkur og við nutum. Saman áttum við stundir, sem aldrei gleymast. Jón Bjarnason. Vari, góðan dag. Halló, þetta er hún Guðrún Ingi- björg. Þannig hófust fyrir rúmum tveim- ur áram kynni mín af Guðrúnu Ingi- björgu Jónsdóttur frá Asparvík. Fyrir 10 árum fékk Guðrún, fyrst íslendinga, neyðarhnapp sjúklinga tengdan við öryggismiðstöð Vara. Jafnframt fylgdumst við með henni tvisvar á sólarhring, að allt væri í lagi hjá henni. Þrátt fyrir mikla fötl- un af völdum erfiðra sjúkdóma, vildi Guðrún fá að vera heima hjá sér og Gjögri á sínum yngri áram. í seinni tíð er það enginn vafi að skák var eitt af hans aðalhugðarefnum. Tefldi hann mjög mikið við gesti og gang- andi. Hygg ég að hann hafi kennt öllum bömum sínum mannganginn, auk fjölmargra barnabama og barnabamabarna. Hann eignaðist skáktölvu fyrir nokkrum áram og notaði hana mikið á vetuma. Afi var allt til dánardægurs stálminnugur og skýr, þakkaði hann ekki síst tafl- áhuga sínum fyrir það. Afí hafði mikla og góða frásagnargáfu og var hrein unun að fá hann til að segja sér frá liðinni tið jafnt sem nútíma- lífi á Ströndum. Hann var alla tíð hressilegur í máli og málfari og var ekkert að skafa utan af hlutunum ef honum fannst gengið á rétt ein- hvers. Hygginn og rökfastur stóð hann á skoðunum sínum. Hreinskil- inn var hann og hégóma þoldi hann ekki. Hann var skapmikill, væri því að skipta, en reiðin rauk yfirleitt jafnskjótt úr honum og hún rann á hann. Neðanritaður var nokkur sum- ur hjá afa og ömmu sem barn og unglingur. Alltaf var afi tilbúinn að hafa mig með í hverskonar veiði- skap. Óþreytandi við að leiðbeina um rétt handtök, segja frá umhverf- inu, kostum þess og göllum. Helgina fyrir andlát afa var ég í heimsókn á Gjögri. Við tefldum og skiptumst á skoðunum um lífíð og tilverana og síðast en ekki síst skim- uðum við eftir kríunni. Krían var uppáhaldsfuglinn hans afa. Og loks tókst okkur að koma auga á hana og þá ljómaði afi. Kvað hann þá uppúr um að nú væri komið vor hjá sér, nú þegar krían væri farin að stinga sér í voginn hjá sér, rétt fyr- ir framan eldhúsgluggann hjá hon- um. Einnig þá leit út fyrir að grá- sleppuvertíðin væri að lifna. Náttúr- an var að stilla upp leiksviði sínu fyrir veiðimanninn og náttúrabamið Áxel Thorarensen eitt vorið enn. Púsluspilið var að ganga upp, en þá kom kallið. Afi var kvaddur á vit feðra sinna að morgni 14. maí. Ég vil að endingu kveðja minn ástkæra afa, Axel Thorarensen, með tveimur erindum úr ljóðinu Afaminning eftir Jakob Thorarensen skáld, en afi og Jakob voru hálfbræður. Dægurglamm og gleymskunótt geta seint mér dulið afa minn, þó margt sé fljótt mistri tímans hulið. bjarga sér sjálf eins lengi og hún gæti „með Guðs og góðra manna hjálp í Vara“, eins og hún sagði allt- af. _ Á kvöldin, eftir að Guðrún var búin að láta vita að hún væri komin í rúmið, áttum við oft gott spjall saman. Það leyndi sér ekki að Guð- rún var gáfuð og fróðleiksfús kona, sem fylgdist með mönnum og mál- efnum og hafði á þeim eindregnar skoðanir. Hún hafði mikinn lífskraft sem hélt henni gangandi langt um- fram það sem heilsan megnaði. Guð- rún var mikill náttúraunnandi. Á sumrin fór hún alltaf í sumarbústað- inn sinn, Asparlund við Elliðavatn. Einsömul, nær blind, með heyrnar- tæki og bundin í hjólastól, naut hún þess að skyrija ilm gróðursins, söng fuglanna, fjallahringinn og sólsetrið speglast í vatninu. Guðrún málaði meðan hún hafði sjón til. Myndir hennar vora fullar af litagleði, meira að segja af snjónum, Guðrún var í senn lífsþyrst og sátt við dauðann. Hún var þess fullviss í trú sinni á Guð og Jesú Krist að hennar biði sælla líf. Hún átti líka von á endur- fundum við ástvini sína, enda sá hún fleira en augað sér, en „þú geymir það allt saman hjá þér“ og því ekki fleiri orð um það. Nú þegar þetta er ritað, tístir klukkan sem minnir á timana hennar Guðrúnar. En það verður ekki hringt til hennar meir og vaktin er ekki söm og var. Ég skila innilegri kveðju frá öllum „góðu strákunum" í Vara. Vin- konu mína Guðrúnu Ösp kveð ég með kærri þökk fyrir okkar stuttu kynni. Soffía. Elsku Gauja frænka er dáin eftir löng og mikil veikindi og þjáningar. Loksins fékk hún hvíld og bata og nú líður henni öragglega vel. Ég á svo margar minningar um þessa elsku frænku mína. Við vorum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.