Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 42
42 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 Tryggvi Héðins- son - Minning Fæddur 11. júní 1974 Dáinn 16. maí 1993 Hvar sem fyrir hug þig ber hjörtun okkar fylgja þér. (Stefán G.) Það er erfiðara en orð fá lýst að skrifa minningargrein um elskulegan systurson minn sem féll frá í blóma lífsins. Tryggvi var elsti sonur hjónanna Huldu Finnlaugsdóttur og Héðins Sverrissonar á Geiteyjarströnd í Mývatnssveit. Systkini Tryggva eru Ema, f. 10. janúar 1976, Jóhannes Pétur, f. 31. mars 1979, Helgi, f. 13. apríl 1988 og Einar, f. 20. apríl 1990. Tryggvi ólst upp við leik og störf, var kraftmikill og því all fyrirferðar- mikill í æsku sinni, en varð með árun- um ábyrgðarfullur og duglegur ung- ur maður. Þar sem undirrituð á dreng ekki ósvipaðan í háttalagi og Tryggvi var, þá hugsa ég oft um að ef hann líkist frænda sínum þá þarf ég ekki að kvíða framtíð hans, því að annan eins öðlingsdreng og Tryggva er vart hægt að hugsa sér. Síðastliðin fyögur ár var hann í Laugaskóla þar sem hann stundaði nám sitt með mjög góðum árangri. A sumrum vann hann við fyöl- skyldufyrirtækið og bústörfin ásamt föður sínum, afa og öðrum sínum nánustu. Þar komu kostir hans og hæfni vel í ljós. Fjölskylda mín hefur mörg und- anfarin ár notið gestrisni og hlýju á Geiteyjarströnd bæði í sumarleyfum og á páskum. Alltaf fylgdi því mikil tilhlökkun þegar lagt var í þessar ferðir. Okkur Hákoni fannst því mik- ið gleðiefni þegar við eignuðumst stóra íbúð miðsvæðis í höfuðborginni og gátum að nokkru endurgoldið þær einstöku móttökur og gestrisni sem við nutum þar nyrðra. Tryggvi var einn þessara aufúsu- gesta sem í heimsóknir kom, og ég tel að ekki verði á nokkum hallað þótt ég segi að engan betri gest bar að okkar garði en hann. Hann var einstaklega þægilegur í allri umgengni. Og ekki fannst Ingv- ari Andra frænda hans verra ef hann tók nokkur glímutök við hann, meðan á dvölinni stóð. Tryggvi hafði um árabil stundað glímu og keppt í þeirri íþróttagrein heima og erlendis. í aprílmánuði síð- astliðnum keppti hann í Islandsglím- unni 1993 um Grettisbeltið. Þar náði Tryggvi þriðja sæti. Þorsteinn Ein- arsson, fyrrverandi íþróttafulltrúi ríkisins, sagði í blaðagrein, þar sem hann fjallaði um þessa glímukeppni, að Tryggvi Héðinsson hefði verið sá glímumaður sem mestar framfarir hefði sýnt frá síðustu Íslandsglímu. Það var gaman að hitta Tryggva glaðan og kátan eftir þessa keppni því að hann hafði ekki náð slíkum árangri í glímukeppni fyrr. Við sát- um og spjölluðum fram á nótt um framtíð hans, því að hann hafði enn ekki afráðið í hvaða skóla hann færi næsta vetur. Um síðustu helgi fórum við ásamt öðrum úr fjölskyldunni okkar norður til að samgleðjast Jóhannesi Pétri bróður Tryggva, í tilefni af fermingu hans. En slqött skipast veður í lofti. Um kvöldið fréttist um lát Tryggva. Eins og hendi væri veifað tók sorgin öll völd í sveitinni fallegu. Aldrei er svo bjart yfir öðlingsmanni, að eigi geti syrt eins sviplega og nú; og aldrei er svo svart yfir sorgarranni að eigi geti birt fyrir eilífa trú. • (M. Joch.) Við vitum að núna líður honum betur, Guð hefur ætlað honum annað og meira hlutverk, og við erum þess fullviss að vel verður tekið á móti Tryggva af Helga bróður mínum, sem átti afmæli á dánardegi hans, og öllum hans nánustu sem famir eru yfír móðuna miklu. Systir mín, mágur, Ema, Jói, Helgi, Einar, Sverrir, Fríða, mamma og pabbi og allir vinir og vanda- menn, á svona stundum er Guð okk- ar besta stoð. Megi minningin um góðan dreng verða styrkur í sorg okkar. Vertu sæll elsku vinur. Ágústa Rósa Finnlaugsdóttir og fjölskylda. í dag munum við fylgja til hinstu hvílu ástkæmm vini og félaga Tryggva Héðinssyni. Mikið skarð er hoggið í hóp glímumanna og vina við fráfall þessa unga drengs sem átti allt lífið framundan. Tryggvi var mikill og góður íþróttamaður sem sýndi sig best þeg- ar hann keppti í glímu, því hann lagði sig ávallt allan fram til að ná árangri en var þó ávallt drengilegur jafnt innan vallar sem utan. Við kynntumst Tryggva fyrst náið í keppnisferðum erlendis á vegum Glímusambands íslands. Þar kynnt- umst við því hvaða mann hann hafði að geyma. Tryggvi hafði einstakt Iag á því að hrífa aðra með sér í keppn- Sigurgeir Guðjónsson frá Hliði — Minning Fæddur 9. september 1900 Dáinn 13. maí 1993 Hve sæl, ó hve sæl er hver líðandi lund, en lofaðu engan dag fyrir sólarlags stund. (M. Joch.) Þessar ljóðlínur komu mér í huga er ég frétti lát móðurbróður míns, Sigurgeirs Guðjónssonar. Sigurgeir var sonur Guðjóns Ein- arssonar útvegsbónda frá Hliði í Grindavík og konu hans Maríu Geir- mundsdóttur. Hann var næstelstur fimm barna þeirra hjóna er upp kom- ust. Systur hans þær Ráðhildur, Bjargey og Fanney eru nú látnar, en Guðbjörg María býr í Grindavík. Ungur hóf Sigurgeir sjómennsku. Fimmtán ára gamall er hann orðinn fullgildur háseti á áraskipi föður síns. Lífsstarf hans var æ síðan tengt sjónum. Hann varð formaður á vél- bátum, er þeir komu til sögunnar í Grindavík og var síðan lengi við út- gerð ásamt Guðjóni systursyni sín- um. • Sigurgeir var einn þeirra manna, er virtist alltaf síungur, þó árin færð- ust yfír. Hann fylgdist vel með öllu, sem gerðist í þjóðlífinu, og er hann á sínum nær daglegu gönguferðum tók sjómenn tali við höfnina eða sinnti garðyrkju, golfi eða öðrum hugðarefnum léttur og kvikur á fæti, var ekki hægt að merkja að þar færi öldungur á tíræðisaldri. Þannig var Sigurgeir til síðasta dags. Mér eru minnisstæðar göngu- ferðirnar, sem við áttum út með sjó, þar sem hann sagði frá örnefnum og sögnum þeim tengdum. Hann þekkti einnig vei gömlu fiskimiðin, sem Grindvíkingar sóttu á undan ströndinni. Með hans aðstoð voru heiti þeirra og staðsetningar skráð og merkum fróðleik þannig forðað frá gleymsku. Sigurgeir kvæntist Guðrúnu Ein- arsdóttur frá Eyrarbakka og hófu þau búskap að Brimnesi í Grindavík. Árið 1953 byggðu þau íbúðarhús, er þau nefndu Hlið. Þar bjuggu þau hjón síðan lengst af, en áttu heima í Reykjavík um nokkurt skeið. Á heimili þeirra var alltaf gott að koma. Þar voru gestrisni og hlýjar um, að rifa upp baráttuna ög'képpn- isskapið. Hann var einnig einstakur félagi utan vallar og var afar hlátur- mildur og gat alltaf komið öllum í gott skap í kringum sig með alls konar uppátækjum, hnyttnum tils- vörum og frásögnum. Það er því eðlilegt við fráfall slíks vinar og félaga að eftisjáin og sökn- uðurinn séu mikil en við erum líka þakklátir fyrir að hafa notið vinskap- ar Tryggva og munum ávallt minn- ast hans sem góðs drengs. Að lokum viljum við votta fjöl- skyldu Tryggva og vinum okkar dýpstu samúð og biðjum Guð að styrkja þau í hinni miklu sorg. F.h. glímudeildar KR, Jón Birgir Valsson, Orri Björnsson. Við kvörtum yfir ýmsu, yfir veðri og vindum, yfir frosti og snjó þegar á að vera komið vor, yfir öllu stóru og smáu í daglegu lífí, en allt í einii berst okkur helfregn og þá skiptir ekkert lengur máli. Hann Tryggvi á Strönd, þessi myndarlegi, duglegi drengur er dáinn. í dag fylgjum við honum síðasta spölinn og biðjum al- góðan guð að vemda hann á æðri leiðum. Ég minnist þess, þegar hann var pínulítill í bamastól og mamma hans kom með hann og bað mig að gæta hans smástund á meðan hún færi að líta á eitt Kröflugosið. Hann var ekkert hrifinn af því að mamma hans færi frá honum og grenjaði hressilega en allt í einu birtist lítið bros og lýsti upp allt andlitið, þá varð tilveran allt önnur. Þannig var með brosin hans Tryggva, hann var ekkert að sóa þeim í tíma og ótíma en þegar þau birtust svo hógvær og hlý þá birti yfir stundinni. Hann var elstur fimm bama Huldu Finnlaugs- dóttur og Héðins Sverrissonar á Gei- teyjarströnd í Mývatnssveit og ólst því upp á bökkum Mývátns og vand- ist snemma öllum sveitastörfum. Hann var bráðger og fór fljótt að taka þátt í öllum daglegum störfum heimilisins. Hann var bara smásnáði þegar hann var farinn að vinna í fjár- húsum, þekkti hveija kind og vissi allt um þær. Hann var harðduglegur og hlífði sér hvergi, átti enda ættir til slíkra. Hann lærði snemma að glíma og fór fljótlega að keppa og vann til margra verðlauna á þeim vettvangi. Hann átti létt með að læra og stundaði nám sitt vel. Hann var nemandi í Laugaskóla og var einn fulltrúi skólans í spuminga- keppni framhaldsskólanna í vetur. Hann axlaði snemma ábyrgð og öllu var vel borgið í höndum hans. Hann var kröfuharður við sjálfan sig og vildi gera allt eins vel og hægt var og gerði það líka. Allt lífíð er örlögum háð, allt hefur sinn tilgang, það skiptir ekki máli hvort árin em fleiri eða færri en það skiptir máli hvaða spor menn skilja eftir sig. Sporin hans Tryggva em hrein og skýr, hann var drengur móttökur í fyrirrúmi. Böm þeirrá, þau Ásdís Eyrún, Guðmundur Óli og Sigrún eru öll búsett í Grindavík. Með þakklæti í huga fyrir allar góðu stundirnar, sem við áttum sam- an, kveðjum við Sigurgeir Guðjóns- son. Eiginkonu hans, börnum og fjöl- skyldum þeirra sendun, við samúðar- kveðjur. Olafur Rúnar og fjölskylda. góður, hraustur og heiðarlegur. Minningin um hann mun vera björt í hugum okkar allra. Stundum jægar ég heyri fallegt lag þá setur mig hljóðan. Ég hafði heyrt þetta áður, minningamar síbylju mannshugans og uppspretta góðs og ills verða að deyjandi draumum. ... Mig setur hljóðan. Víst semja mennimir ennþá falleg lög en lagið mitt litla kemur aldrei aftur. (Vilmundur Gylfason) Kæru vinir, Hulda og Héðinn, bömin, afar og ömmur, og aðrir að- standendur, megi góður guð styrkja ykkur í sorg ykkar. Minningin um góðan dreng mun lifa. Helga Valborg Pétursdóttir. Tryggva Héðinsson sá ég fyrst veturinn 1988. Glímusambandið hafði byijað umtalsvert starf fyrir yngri kynslóðimar og það var tekið að skila sér í stóraukinni keppni ungra glímumanna. Meðal þeirra sem nú komu til keppni á öðrum vetri var knálegur strákur norðan úr Mývatnssveit, fím'aharður og drengilegur keppnismaður. Var eftir honum tekið, enda frammistaða hans góð. Við fréttum líka að það væri hann sem væri allra manna áhuga- samastur, smalaði jafnöldmm sínum saman á glímuæfingar og gengi eft- ir því að þeir eldri fengjust til að þjálfa þá. Um sumarið var ég staddur með flokki glímumanna í Norður-Eng- landi, þar sem tekið var þátt í þjóð- legum fangbrögðum heimamanna, axlatökum eða Cumberland wrestl- ing. Hinn gamli kappi þeirra Eng- lendinga í greininni, Ted Dunglinson, tók að sér að leiðbeina okkar mönn- um, og það var áberandi að honum fannst mikið um þann yngsta í hópn- um, Tryggva Héðinsson. Hann átti líka eftir að sýna færni sína á næstu dögum. Hann keppti fyrst á Gra- smere-leikunum, hinum stærstu og merkustu á þessum slóðum. Þar varð hann, í sinni fyrstu keppni í grein- inni, fjórði í röðinni af vænum tveim- ur tugum sem kepptu í flokki yngri en 15 ára, og voru allir vel reyndir. Tveimur dögum seinna sigraði hann á mjög sterku móti í sama flokki, fór svo og keppti á móti annars stað- ar seinna um daginn og tók þar síð- an þátt í fyrstu landskeppni íslend- inga og Englendinga í axlatökum. - I þeirri ferð sýndi það sig hve hress og skemmtilegur ferðafélagi Tryggvi var, og talsvert hefði þessi för verið dauflegri án hans. Sveitakeppni unglinga í axlatök- um var háð fimm sinnum alls. Tryggvi var í íslensku sveitinni í öll skiptin. Fór svo að íslendingar unnu þijú árin af fimm og hlutu því verð- launabikarinn í mótinu til eignar í fyrra. Veturinn eftir stóð Tryggvi sig svo vel að hann var útnefndur efnileg- asti glímumaður ársins 1989. Um páska það ár hélt ég utan til Bretagne með fjóra unga glímumenn til æfinga og keppni í keltneskum fangbrögðum. Það var ekki laust við að Bretónarnir fyrtust við þegar ég mætti með hóp mjög ungra manna. Ekki síst þótti þeim fráleitt að fá svo unga pilta sem Tryggva og Sigurð Kjartansson, sem voru þá aðeins 14 ára gamlir. Þær raddir voru þó fljót- ar að þagna, enda virtust fáir sýna þár drýgri árangur. Næstá ár settú Bretónar viss aldursmörk, en sögðu mér um leið að ég þyrfti ekki að taka mark á þeim, ef þeir sem við sendum væru eitthvað á við þá sem komu árið áður. Einna eftirminnilegasta keppnin á ferli Tryggva var á landsmóti UMFÍ í Mosfellsbæ 1990. Þar voru þeir efstir og jafnir, Tryggvi og tveir af bestu og reyndustu glímumönnunum í milliþyngd. Þeir urðu því að keppa sérstaka umferð til úrslita um vinn- ingssætin, og það var Tryggvi sem sigraði, aðeins sextán ára gamall. Þær urðu þó nokkrar ferðirnar sem Tryggvi fór úr landi á vegum Glímusambandsins. Þar var það ekki aðeins góð frammistaða hans í keppni sem því réði, heldur ekki síð- ur það að hann var hrókur alls fagn- aðar, hress og kátur, og allra manna fremstur til að hvetja félaga sína og örva. Þar, eins og annars staðar sem hann kom, var loftið eins og ögn rafmagnað, og deyfð og doði víðs fjarri. - Það var sérkennilegt að oft þegar hringt var í forystumenn í glí- munni fyrir norðan og þeir spurðir eftir hvort hlutir væru að fara í gang, eða hvort svör væru við einhveiju nýnæmi, var þeim eitt andsvar tam- ast: „Ég skal tala við Tryggva." Ég sá hann síðast daginn sem ís- landsglíman var háð í vor. Hann fékk með mér far upp í íþróttahúsið að Varmá. Á leiðinni hafði hann á orði að hann væri ánægður með að mótið væri á þeim stað, því sér hefði alltaf gengið vel í því húsi. Hann hafði líka á orði að hann kynni því langbest þegar hann kæmist í margar viður- eignir í móti. Þessi orð hans reynd- ust að sönnu. í mótslok var svo kom- ið að tveir reyndir glímukóngar stóðu efstir, en Tryggvi og tveir þekktir kappar voru jafnir til þriðja sætis. Það þurfti tvöfalda umferð til að gera út um hver hlyti þriðja sætið, en að lokum var það Tryggvi Héðins- son sem sigraði, og það var hann sem mátti heita hin raunverulega hetja mótsins. Það koma ýmsar minningar fram í hugann. Þær voru margar minnis- stæðar upphringingamar sem ég fékk frá honum, þegar spurt var frétta eða sagt frá hvemig gengi fyrir norðan. Kímnin var eftirminni- leg og óhátíðlegt orðalagið oft skemmtilegt. Þær eru líka margar góðar minningamar frá ferðalögum og keppni, utanlands sem innan. Lík- lega verð ég að játa að ein mynd er mér sterkust í huga. Það var á lands- flokkaglímunni árið 1988 á Laugar- vatni. Tryggvi Héðinsson var þá tæpra 14 ára, mættur með jafnöld- mm sínum að norðan til keppni í flokki 14-15 ára. Hann var manna ötulastur við að hvetja aðra til keppni, en þegar hann sjálfur gekk til leiks var ljóst að eitthvað var að gerast. Ég hef aldrei litið jafn ákveð- inn og sigurþyrstan glímumann. Okkur glímumönnum er það þung- bært að horfa á bak þeim félaganum, sem flestum tók fram um drenglyndi og góðan félagsanda. Megi minningin um góðan dreng lifa. Jóhannes Jónasson. Elsti sonur hjónanna Héðins Sverrissonar og Huldu Finnlaugs- dóttur á Geiteyjarströnd er nú horf- inn á fund feðra sinna. Við slík tíð- indi setur mann hljóðan, og ótal spumingar vakna, spurningar sem ekki munu fást nein óyggjandi svör við, en Mývatnssveit hefur misst einn af sínum efnilegustu sonum. Það verður ekki aftur tekið. Frænda minn þekkti ég því miður allt of lítið, bæði vegna þesi að við höfum búið fjarri hvor öðmm og erum einrænir að eðlisfari, frænd- urnir, samskipti við hann snémst um erindi, klippt og skorið, ekki verið að eyða tímanum i óþarfa mas. Fyr- ir stutt en góð kynni þakka ég heils- hugar, þau hafa verið ánægjuauki. Tryggva var ekki ætlaður mikill timi í þessari jarðvist, en hann not- aði hann vel, alltaf að, bæði í leik og starfi. Hann var ekki stór þegar hann fór að ganga til verka í búinu í Reynihlíð sem fullorðinn maður væri. I búskapnum virtist hánn finna sig vel og rækti störf sín þar bæði af trúmennsku og kostgæfni, hafði enda lag á að taka sér til fyrirmynd- ar sér eldri og reyndari meitn, sem fundu fljótt að þar var á ferð trausts- verður maður. Tryggvi var afreksmaður í fyllstu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.