Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 55

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 55
: MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAI 1993 55 Þjóðaratkvæðagreiðsla framhjá sljórnvöldum Frá Birni S. Stefánssyni: Það er almenn skoðun, að EES- samninginn eigi að bera undir þjóð- aratkvæði. Þetta hefur komið vel fram í vetur og vor. Helzta undan- tekningin frá því, eru þeir, sem stjórna landinu. Margvísleg fjöl- menn samtök hafa sett fram kröfu um þjóðaratkvæðagreiðslu. Undir kröfuna hafa tekið tvívegis í vetur þingmenn úr fjórum stjórnmála- flokkum. Til slíkrar þjóðaratkvæða- greiðslu verður að koma fyrr eða síðar. Það er engin ástæða til þess fyr- ir fjölmenn samtök í landinu að láta stjórnvöld hunza sig í þessu efni. í haust á samkvæmt sveitarstjórnar- lögum að greiða atkvæði um sam- einingu sveitarfélaga um svo til allt land. Atkvæðagreiðslunni á að vera lokið fyrir 1. desember. Vegna hennar verður útbúin kjörskrá í flestum sveitarfélögum. Það ætti ekki að vera mikið mál fyrir hin ýmsu samtök almennings, sem krafizt hafa þjóðaratkvæðagreiðslu um EES-samninginn, að taka hönd- um saman, hagnýta sér kjörskrána og halda þjóðaratkvæðagreiðslu um hann framhjá stjórnvöldum. At- kvæðagreiðslan um sameiningu sveitarfélaga fer væntanlega fram á laugardegi, sinn daginn á hveijum stað í nóvember. Atkvæðagreiðsla framhjá stjórnvöldum um EES- samninginn gæti þá staðið á sama stað frá föstudegi til sunnudags og farið fram í nálægum húsakynnum, ef kostur er, jafnvel undir sama þaki, þar sem svo semdist. BJÖRN S. STEFÁNSSON, Vesturvallagötu 5, Reykjavík. LEIÐRETTING Röng mynd Röng mynd birtist með greininni „Hver er skrípi?" eftir Jón Magnús- son, lögmann, í fimmtudagsblaðinu. Höfundur og aðrir hlutaðeigendur eru beðnir velvirðingar á mistökun- um. Göngur í heilsuviku I aukablaði Morgunblaðsins sem tileinkaður er heilsuviku samtak- anna íþróttir fýrir alla hefur blaðið slegið saman tveimur dagskráratr- iðum þ.e. göngudegi Ferðafélagsins og hverfagöngum sem félagið er einnig ðaili að. Eins og þegar hefur verið kynnt er 15. göngudagur Ferðafélagsins nú á sunnudaginn 23. maí. Honum tilheyra aðeins þær tvær göngur sem kynntar voru með korti á bls. 5c í heilsuvikublaðinu. Kl. 11 er farin 3 klst. ganga frá Heimörk niður í Kaldársel og kl. 13 er fjölskylduganga frá Kaldárs- eli í Valból. Hverfagöngur verða aftur á móti á þriðjudagskvöldið 25. maí en alls ekki á sunnudaginn eins og skilja mátti á heilsuviku- blaðinu bls. 4c. Þær verða fjórar og hefjast kl. 20 og taka um 1 klst. hver. Mæting er við Mjódd í göngu um Elliðaárdal. Ganga um Laugar- dal fer frá Mörkinni 6 (Ferðafélags- húsinu). Ganga um Öskjuhlíðina hefst við Perluna og ganga um Seltjarnarnes fer frá Seltjöm. FÆST f BLAÐASÖLUNNI Á JÁRNBRAUTA- STÖOINNI, KASTRUPFLUQVELLI OG Á RÁÐHÚSTORGI VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Fjallahjól fannst Hvítt og blátt fjallahjól fannst í Seláshverfi. Upplýsingar í síma 75796. Týnd leðurtaska RAUÐ leðurtaska týndist í mið- bænum sl. þriðjudag, trúlega í Tjarnargötu. Þetta er tilfinnan- legt tjón fyrir eigandann því í töskunni voru námsbækur sem hann þarf nauðsynlega á að halda vegna prófa. Upplýsingar í síma 13271. Týnd húfa? DRAPPLJTUÐ mohair-húfa með alpahúfulagi fauk út úr bíl á leið- inni frá Grensásvegi og upp í Breiðholt. Upplýsingar í síma 681806. Týnt fjallahjól GRÆNT og hvítt Icefox-fjalla- hjól með svörtu stýri og hnákk tapaðist frá Hjarðarhaga 60 fyr- ir u.þ.b. tveimur vikum. Finnandi vinsamlega hringi í síma 614647. Fundarlaun. Týnt hjól RAUÐBRÚNT DBS-kvenreið- hjól með barnastól á bögglabera hvarf frá Sundlaug Vesturbæjar sl. þriðjudag. Hafí einhver orðið hjólsins var er hann vinsamlega beðinn að hringja í síma 23658. Týnt gullarmband GULLARMBAND með Bi- smarcs-munstri tapaðist S Perl- unni á uppstigningadag innan eða utan dyra. Skilvís finnandi er vinsamlega beðinn að hringja í síma 34145. Fundarlaun. GÆLUDÝR Týndur köttur ÞESSI köttur hefur villst að heiman og heldur sig í Rafstöðv- arhverfinu við Eliiðaár. Hann langar að komast heim til sín sem fyrst. Eiganda kattarins er vel- komið að hringja í síma 33711 til að fá nánari upplýsingar. Vinn ngstölur ,------------ miövikudaqinn: 19. maí 1993 I VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING H 63,6 1/0 á ísl. 21.085.000,- |C1 5 af 6 |U3+bónus 1 1.486.682,- m 5 af 6 5 61.456,- U 4 af 6 332 1.472,- m 3 af 6 IfJ+bónus 953 221,- Aðaltölur: .712 15 (17) (^2) (29) BÓNUSTÖLUR Heildarupphæö þessa viku: 23.578.279,- áísi.: 2.493.279,- UPPLÝSINGAR, SlMSVARI 91- 68 15 11 LUKKULlNA 99 10 00 - TEXTAVARP 451 BIRT MEO FYRIRVARA UM PRENTVILLUR Háskólanámskeið og námsferð til Kína, Fillippseyja og Japan Námskeiðið stendur yfir í 10 mánuði: 3ja mánafta undirbúningur í Farandháskólanum (Den rejsende Ilnjskole) i Bogense. Farið yfir sögu, menningu og tungu Suðaustur-Asíu og gerð myndbanda. 2ja mánaða tekjuöflunarstarf. Við vinnum okkur inn peninga til ferðaútgjaldanna. 3ja mánaða námsferð til Suðaustur-Asíu. Bændur og námsmenn heimsóttir. Sigling á Yangtze-kiang-ánni, dvalið í kínversku þorpi og búin til kvikmynd um fólkið sem við hittum. Með því að tala við götubörn i fátækrahverfum Manilla svo og verksmiðjuverka- menn og forstjóra í Tókíó kynnumst við lífskjörum fólks í Suðaustur-Asíu. 2ja mánaða úrvinnsla í háskólanum Við höldum fyrirlestur með skyggnimyndum frá ferðalagi okkar og vinnum úr þeim kvikmyndum, sem við höfum tekið i ferðinni. Námskeiðið byijar I. október. Kynningarfundur í Reykjavík 7. júní. Hringið í síma 90 45 42 99 55 44 eða sendið símbréf: 90 45 42 99 52 89 Den rejsende Hojskole, 5400 Bogense, Danmörku. PA R FU M S SSEY MIYAKE Ilmvatnið vinsæla PAKFUMS ISSEY MIYAKE er komið aftur í verslanir. Pantanir óskast sóttar. ÍSSEY.MIVAICE Útsölustaðir: Clara, Kringlunni; Clara, Austurstræti; Sigurboginn, Laugavegi; Jami, Laugavegi; Bylgjan, Kópavogi; Sandra, Hafnar- firði; Vörusalan, Akureyri; Krisma, ísafirði; Annetta, Keflavík; Bjarg, Akranesi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.