Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 56
56 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 fftArigiiwMíifoííi) BRÉF TIL BLAÐSINS Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691329 - Símbréf 681811 Opið bréf til háskólarektors Frá Orra Hrafnkelssyni: Á föstudaginn langa grúfði þoka yfir umhverfmu. Ytri ásýnd náttúr- , unnar var þannig í samræmi við innri vitund okkar, sem teljum okk- ur til hins kristna hluta mannkyns- ins; þokukennd vitneskja um sam- stöðu með þeim, sem langt í fjarska höfnuðu sannri þekkingu og gerðu hinn langa dag að sögulegri stað- reynd. A aflíðandi degi létti þok- unni skyndilega, og ásýnd Snæfells birtist hvít og tíguleg við fagurblá- an himinn, böðuð gulrauðum geisl- um síðdegissólarinnar; engilhrein ímynd þess er skáldið orðar svo: „Þar sem jökulinn ber við loft hættir landið að vera jarðneskt, en jörðin fær hlutdeild í himninum." Á norðurbrún Fjarðarheiðar, þar sem ástælasta skáld 19. aldar taldi feg- urstan stað á okkar stórbrotna landi, blasti þessi upphafna sýn við sjónum. Á þeirri stundu fæddist sú hug- mynd að skrifa þér bréfkorn þess efnis, hvernig þekkingarfræðinni verði helst beitt í átt að akademísk- um markmiðum, þegar við blasir víðtækur samdráttur í framlögum hins opinbera til menntamála. Frá því er sagt í fomum bókum þegar framsýnir menn suður í álfu stofnuðu Akademíuna fýrir 24 öld- um, í þeim tilgangi að lyfta mann- kyninu úr viðjum fáfræði, illgirni og heimsku, upp á svið sannrar þekkingar, á grundvelli þeirrar trú- ar að sannleikurinn gjöri menn ftjálsa. Þessi atburður er nefndur hér til sögu, þar eð þú stýrir nú um stundir flaggskipi hins akadem- íska flota okkar fámennu eyþjóðar, og a.m.k. sumir þegnar hennar lita svo til, að stýra eigi í sömu átt og Platón forðum, að hinu göfuga marki. Þá er dapurt til þess að vita ef flotann skortir vistir eða aðrar nauðsynjar í þessari örlagaríku för mót ókomnum tíma. í okkar fámenna ríki virðast flest ytri skilyrði vera hagstæð til að ná hinum háleitu markmiðum þekking- arfræðinnar. Sameiginlega eigum við býsna merkilegan bókmennta- arf, allir tala sömu þjóðtungu og eru læsir og skrifandi, og engin rótgróin stéttaskiptin er fyrir hendi. Hinn mikli útsær skilur land okkar frá öðrum stærri og voldugri ríkj- um, og hefur veitt okkur ómetan- lega vemd fyrir utanaðkomandi árásum frá upphafi vega. Þótt nátt- úra landsins sé óblíð á stundum, býr hún yfir sérstæðri fegurð og seiðmagni og lífríki lands og sjávar er jafnframt undirstaðan að velsæld okkar. Hin vísindalega þekking hef- ur því miður sjaldnast verði notuð í þjónustu akademískra markmiða, heldur í þágu skammsýnna og tillit- lausra ágimdarsjónarmiða þess fyr- irbæris sem kallar sig „hinn viti boma mann“. Því er nú svo komið, að allt lífríki jarðarinnar hrópar á hjálp, hrópar á breytta stefnu mannkynsins, stefnu skynsemi og góðvilja, stefnu sannrar þekkingar og réttrar breytni. Ekkert ríki, eng- in þjóð, já raunar engin manneskja, getur leyft sér að skella skollaeyr- um við þessu neyðarópi jarðarinnar, því að hér eru allar lífvemr á sama báti, einnig vér menn. Og á morgun kann að vera of seint að breyta um stefnu til úrbóta. Sem einn af okkar minnstu bræðmm vil ég vekja athygli þína á þessu hættulega ástandi, þar sem þú hefur verið valinn til að beita veldissprota hinna háleitu akade- mísku hugsjóna í þjóðfélagi vom. Hvemig getum við, þegnar einnar fámennustu en jafnframt gæfusöm- ustu þjóðar á jörðinni, hér fjærst í eilífðar útsæ, orðið sem best að liði við að beita hinu mikla valdi þekk- ingarfræðinnar, sjálfum okkur og öðrum til farsældar, og stefnt að þeirri háleitu akademísku hugsjón að elska hinn sanna vemleika? ORRI HRAFNKELSSON, Bláskógum 13, Egilsstöðum. HEILRÆÐI SLYSAVARNAFÉLAG ÍSLANDS RAUÐI KROSS ÍSLANDS SMITH & NORLA NÓATÚNI 4 • SÍMI 628300 Símafólk fór nýlega í heimsókn að Ási/Ásbyrgi í Hveragerði og flutti heimafólki ávörp, söng, ljóð, gamansögur og kviðlinga. Hér er Símakórinn, sem söng undir stjórn Kjartans Sigurjónssonar. Höfðingsskapur í garð aldraðra Frá Jóni Tómassyni: FYRIR fáum árum frétti ég að Dvalarheimilið Ás/Ásbyrgi í Hveragerði byði árlega fjölda manns til nokkurra daga gistidv- alar, algjörlega endurgjaldslaust. Ég tók þessa frétt ekki alltof al- varlega, fannst hún ámóta trú- verðug og þegar stjómmálamenn lofa okkur gulli og grænum skóg- um, rétt fyrir kosningar. Fannst líklegt að um væri að ræða gisti- boð til vina og vandamanna aðila heimilisins. Svo var það fyrir tveimur ámm, að það féll í minn hlut að ráð- stafa þangað 8 manns úr röðum eftirlaunafólks Landssíma íslands til 10 daga dvalar. Ég skrapp austur til að skoða aðstæður, þar eð ég hafði ekki komið að Ási áður, og til að sannfærast um að boðsgestum nægði að hafa með sér tannbursta, rakvél og púður- dós, ef þurfa þætti. Fyrir austan var mér sýnt ágætis hús, sem mér var tjáð að við símamenn fengjum til afnota í tilgreinda 10 daga. Síðan var þetta boð endurtekið í fyrra. Við nánari athugun kom á daginn að slík vináttuboð hafa viðgengist í mörg ár, og margt símamanna og aðrir jafnaldrar okkar hafa verið þiggjendur slíkrar vinsemd- ar og rausnar úr hendi stjórnenda stofounarinnar. Ég var og er undrandi yfir slík- um höfðingsskap, hver em rök fyrir því að þetta er hægt? For- ustuhlutverk í þessu stórkostlega ævintýri hefur verið allt frá byrjun hér í Hveragerði í höndum Gísla Sigurbjörnsson, forstjóra, sem er einn af snjöllustu stjórnendum og fjármálamönnum landsins, hug- sjónamaður, búinn þeirri náðar- gáfu að láta verkin tjá mannúð og bjartari daga. Kona hans og fjölskylda hafa staðið við hlið hans og unnið með honum að því að fegra og bæta mannlíf eldri borgara, og svo mun einnig vera um fjölda margt ágætt starfsfólk við stofnunina í áratugi. Það er athyglisvert að þeir sem stofnuðu Elli- og hjúkmnarheimil- ið Gmnd í Reykjavík 29. október 1922, fimm hugsjónamenn, undir forastu séra Sigurbjöms Gísla- sonar, voru helgaðir kjörorðunum: Trú, von og kærleikur. Þennan óð um fegurð lífsins mátti oft sjá í skrifum séra Sigur- bjöms og kannske ekki síður hjá konu hans, skáldkonunni Guð- rúnu Lárusdóttur. Hún vildi gera lýðum ljóst að: „EfDrottinn bygg- ir ekki húsið, þá erfiða smiðirnir til einskis. “ Öllum sem vilja sjá, hlýtur að vera ljóst, að ríkulegur ávöxtur hefur sprottið af hugsjón og hugarfari frumkvöðlanna. Mannkærleikur, hlýhugur og umhyggja fyrir þeim er miður mega sín hefur verið drifkraftur þeirra er hér hafa afkastað miklu og fögm starfi, verki sem alþjóð mætti gefa meiri gaum en raun er á. JÓN TÓMASSON, Hæðargarði 33, Reykjavík. „Svívirðilegur hryllingur“ Frá Sigurði Sigurmundssyni: MYND þessi var svívirðilegur hryll- ingur, þar sem dregin er fram mynd af hreinu djöflasamfélagi, allt frá landsnámstíð til þessa dags og bændastéttin talin ábyrg fyrir. I hvaða skyni leyfir sjónvarpið sér að sýna slíka mynd? Er það innlegg í þær deilur sem staðið hafa á milli borgar og byggðarlaga eða er það til að sýna æskunni, sem alin er upp við morð og glæpamyndir, eitthvað sem gæti orðið henni að fyrirmynd? Að leiða fram í dagsljósið allt það grimmdaræði og spillingu sem viðg- ekkst fyrr á tímum? Það er ekki ætlunin að bera brigð- ur á að margt af því sem í myndinni kom fram hafi við rök að styðjast, en hatrið til bændastéttarinnar er svo skeijalaust að jafna má við svörtustu marxísku skoðanir byggðar á stétta- hatri. Allt sem vitnar um þjóðemis- kennd og skáldin hafa ort um ódauð- leg ljóð, baðstofumenningin, griða- staður andlegra afreka, og fjallkonan dregin ofan í svaðið. íslenskir bænd- ur bám ekki einir ábyrgð á þessu grimma, siðspillta þjóðfélagi, en urðu sjálfír að gjalda þess ekki síður en aðrir. Verslunaránauðin, sem harðast kom niður á bændum, er ekki nefnd á nafn þar sem svæðaverslunin varð til þess að bændur vom húðstrýktir fyrir að versia utan síns umdæmis. Kirkjan, sem hélt bændum í kreppu sem ánauðugum þrælum, er líka lát- in sleppa. Bændur áttu að eyðileggja sjávarútveg og allar yfírleitt framfar- ir í landinu. Ekki vora það bændur sem eyðilögðu innréttingar Skúla fógeta. Kynvilla og önnur siðspilling átti ekkert erindi þama til þess að níða bændur. Engin tilraun er gerð til að rekja rætur þessa grimma þjóðfélags. Höf- und vantar alla sagnfræðilega yfir- sýn til að vinna svona verk. ísland verður eins og einangrað í heiminum. Hann virðist ekki skilja, að flestar þær stefnur og lög sem upp em tek- in hér hafa gengið yfir önnur lönd áður. ísland verður legu sinnar vegna alltaf á eftir. Svo er það með borgarmenning- una sem höfundur sér enga ann- marka á og hlutdrægni hans þar í slíku hámarki að eins er og hann sé kominn úr helvíti til himnaríkis. Eftir er að sýna nokkra þætti þess- arar myndar og af orðum má ráða að níðið um bændur haldi áfram allt til enda. Slíka mynd hefði átt að banna. SIGURÐUR SIGURMUNDSSON, áður bóndi í Hvítárholti, Hrunamannahreppi, Ámessýslu.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.