Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 57 Málfrelsishöft og hæfileikar Fri Hauki F. Hannessyni: í BRÉFI til Morgunblaðsins 22. ( apríl sl. skrifar Júlía Ómarsdóttir um málefni samkynhneigðra. Til- efni skrifa Júlíu er bréf Lönu Kol- ( brúnar Eddudóttur, sem birst hafði skömmu áður, um notkun Morgunblaðsins á orðunum kyn- Frá Hildi Helgadóttur: „GÓÐIR farþegar, í dag er ferðinni heitið til draumalandsins. Flug- stjóri í þessari ferð er Sverrir Berg- mann. Hann er hins vegar því mið- ur á stofunni sinni í dag svo við setjum bara sjálfstýringuna á og ' sjáum hvemig gengur." Eitthvað þessu líkt var innihaldið í martröðinni sem ég fékk nóttina 1 eftir að ég las viðtal við Sverri Bergmann, formann Læknafélags íslands í Tímanum þann 4. maí sl. 1 Umræðuefnið var drög að nýjum heilbrigðislögum þar sem gert er ráð fyrir stórskertri faglegri og rekstrarlegri ábyrgð hjúkrunar- fræðinga á eigin störfum og starfs- vettvangi. Hugmyndin er fjar- stæðukennd og reyndar ein gróf- asta móðgun sem hjúkrunarstétt- inni hefur verið sýnd frá upphafi vega. Um árabil hafa hjúkrunar- fræðingar borið ábyrgð á störfum sínum og daglegum rekstri sjúkra- deilda um allt er lýtur að manna- haldi og öflun aðfanga með stöðugt betri þjónustu ásamt rekstrarlegri hagkvæmni að leiðarljósi. Nú er hugmyndin að færa þessa ábyrgð I til annarrar fagstéttar sem starfar við hlið hjúkrunarfræðinga og ber ábyrgð á lækningaþættinum. Ekki 1 nóg með það. Samkvæmt formanni læknafélagsins eiga læknar nú einnig að verða yfirmenn á skrif- stofum og nærliggjandi fyrirtækj- um. Þá yrði væntanlegur lækninga- forstjóri Borgarspítalans sennilega yfírmaður Kringlunnar, Ikea og Islandsbanka. Honum yrði nú lík- lega ekki skotaskuld úr því þar sem út úr títtnefndu viðtali má lesa að villa og kynvillingar þegar fjallað var um samkynhneigð á síðum blaðsins fyrir skömmu. í skrifum Júlíu kemur fram að henni fínnist fulllangt gengið að talað sé um hæfileika til að hríf- ast af einhveijum af sama kyni, vegna þeirrar jákvæðu merkingar sem orðið hæfíleiki felur í sér. læknar séu best til þess fallnir að vera yfírmenn allra, sennilega stjórnendur af guðs náð. Það er vel að læknar vakni til vitundar um að það þarf að stjóma starfsemi eigi hún að vera mark- viss og hagkvæm og veita neytanda þjónustunnar það besta sem völ er á hveiju sinni. Það er hins vegar gráthlægilegt að þessi stjómunar- vakning skuli hafa í för með sér slíkan dómadags yfirgang sem drögin að nýju heilbrigðislögunum og túlkun Sverris fela í sér. Að gera lækna að yfírmönnum hjúkr- unarfræðinga, starfstéttar hverrar störf þeir hafa einungis innsýn í, er álíka gáfulegt og að gera sjúkra- þjálfara að yfírmönnum lækna eða veðurfræðinga að yfírmönnum við- skiptafræðinga. Störf lækna og hjúkmnarfræð- inga skarast eðlilega talsvert en sjálfstæði þessara stétta er grunnurinn að heildrænni þjónustu sem hingað til hefur verið veitt í samvinnuanda. Það er hins vegar uggvænlegt að lesa hvernig Sverir skilur hugtakið samvinna. Að hans mati er samvinna ekki möguleg nema annar aðilinn beygi sig undir vilja hins. Samvinna er sem sagt kúgun samkvæmt Sverri. Drottinn hjálpi heiibrigðiskerfínu ef ofan á allt sem undan er gengið á að lög- festa öld kúgunar og yfírgangs. Það er því ekki að ósekju að martröðin mín endaði með því að allar flugfreyjumar stukku út í fallhlíf á meðan þotan branaði út í óvissuna, á sjálfstýringunni einni saman. HILDUR HELGADÓTTIR hjúkrunarfræðingur. Jafnframt hvetur hún til þess að * tjáningarfrelsi samkynhneigðra séu settar skorður. Eftir lestur bréfs Júlíus vakna ýmsar spurningar um mannrétt: indi og stöðu þeirra hér á landi. í grein sem Sigurður A. Magnússon skrifar í Morgunblaðið 24. apríl sl. (Menning og mannréttindi) er fjallað um gagnrýni Sameinuðu þjóðanna á sinnuleysi íslenskra stjórnvalda hvað varðar umfjöllun um mannréttindamál. Vitnað er til svars íslensks fulltrúa við þess- ari gagnrýni: „Á íslandi er enginn áhugi á abstrakt umræðum." Jafn- framt kemst greinarhöfunur að þeirri niðurstöðu að mannréttindi hafi ævinlega verið homreka í ís- lenskri löggjöf. Þessi ummæli Sigurðar era at- hyglisverð í ljósi þeirra málfrelsis- heftandi viðhorfa sem Júlía setur fram í bréfí sínu. Rétturinn til að tjá skoðanir sínar, þótt óvinsælar séu, er grundvöllur mannréttinda. Það að kúga fólk til þagnar er þar af leiðandi brot á mannréttindum, hvernig sem að því er staðið. Það era líka mannréttindi að fá að njóta hæfíleika sinna. í augum samkynhneigðra er hæfíleikinn til að hrífast að eigin kyni grundvalL arþáttur í persónuleika þeirra. í augum gagnkynhneigðra er hæfi- leikinn til að hrífast af gagnstæðu kyni grandvallarþáttur í persónu- leika þeirra. Það er eini grundvall- armunurinn. Allt annað er tilbúið gildismat. Samkynhneigðir hafa undan- farna áratugi barist fyrir þegnrétt- indum sínum. Barátta þeirra er barátta fyrir mannréttindum og samtök þeirra víða um heim því mannréttindasamtök. Þessi skiln- ingur er nú viðurkenndur af öðram mannréttindasamtökum, t.d. Amnesty International, sem lætur málefni samviskufanga, sem sitja í fangelsum vegna samkynhneigð- ar, til sín taka. Tilfínningar samkynhneigðrar manneskju til sjálfrar sín og ann- arra eru henni þær einu tilfínning- ar sem era eðlilegar. Allar aðrar tilfinningar era sama einstaklingi óeðlilegar, og breytir þá engu hversu mikið þeim er haldið að honum. Grandvallareðli verður ekki breytt, frekar en að fólk breyti um augnlit. Það er því ljóst að hommar og lesbíur era jafn eðlilegt fólk og aðrir. Það hefur löngum vakið mér furðu hvers vegna fólki fínnst sér ógnað vegna þess að til er annað fólk í heiminum sem er ólíkt því sjálfu. Að hluta til er ástæðan hér á landi vafalaust sú að íslendingar era einsleit þjóð og engin hefð er Hver vill láta veiða sig á stöng? Ferðin til Draumalandsins fyrir því að minnihlutahópar sem frábrugðnir eru, t.d. sakir litar- háttar, byggi landið. Það er hins vegar tímaskekkja að halda að íslendingar séu stikkfrí í þeirri mannréttindabaráttu sem fram fer í heiminum í dag. Mannréttindi og baráttan fyrir þeim birtist í ýmsum myndum. Ein af þessum myndum er barátta samkyn- hneigðra fyrir sömu þegnréttind- um og aðrir þjóðfélagsþegnar njóta á íslandi. HAUKUR F. HANNESSON, Baldursgötu 6, Reykjavík. TAKIÐMEÐ TAKIÐMEÐ - tilboð! W - tilboð! Jarlínn miðasala i verslunu : Steinars, íþróttahúsinu K APLAKRIKA Hafnarfirði 12.júní kl. 20.30 versluninni Hljómalind og sölustöðum Listahátíðar Hafnarfjarðar upplýsingar og miðapantanir í síma 65 49 86 1 I THE H M HAFNARHORÐUR M Æ INTERNATIONAL W f ART FESTIVAL § 1 ICELAMD V ALÞJO0LEC , 1 LISTAHATIÐ I HAFNARFIRÐI 4.-50. JÚNÍ 1995 M.Ú-S-I-K& MrNDI.R T' K'O ISLANDhl umboSllMln Frá Magnúsi H. Skarphéðinssyni: FLJÓTLEGA munu flestir þéttbýl- isbúamir og aðrir landsmenn flykkj- ast út í náttúrana í leit að gleði fyr- ir sig og fjölskyldur sínar. Sumir virðast því miður ekki getað unnað náttúrunni á annan hátt en að veita henni óbærilegar þjáningar. Ein öflug slík aðferð er að fara í svokall- aðar „stangveiðar". Já, gætið að því hversu fallegt orð þetta er yfír munnöngulsveiðar. Ætli stangveiðimenn geri sér minnstu grein fyrir því hversu óbæri- legum þjáningum hann er að valda laxinum eða urriðanum, eða bara hvaða físk sem er sem hann veiðir á öngul? Nú eru stangveiðimenn ekkert verra fólk en bara hvaða íslendingur sem er. Öðru nær. Þetta era yfir- leitt góðhjartaðir heimilisfeður sem unna börnum sínum alls hins besta sem öðrum samborgurum sínum. En gagnvart fískunum er það hark- an sex. Menn depla ekki auga yfír einnar eða tveggja klukkustundar dauðastríði laxins. Því meiri barátta með stöngvopnið á veslings fiskinn, því betra og „skemmtilegra" að sögn þeirra sem staðið hafa í. Bestir og hreyknastir eru þessir ágætu heimilisfeður þegar þeir lenda í því að þurfa að þreyta allt þrek og allan lífsvilja úr laxinum helst klukkutímum saman. „Ég var í þijá klukkutíma að ná þessum inn!“ Það er toppurinn að geta sagt frá þessu við viðhlæjenduma í þessum yndis- legu útivistarferðum, eins og þær heita á sumu mannamáli. En hvað sagði ekki meistarinn frá Nazareth: „Þú skalt ekki gera öðrum það sem þú vilt ekki að sjálfum þér sé gert.“ Er virkilega nánast enginn hér á landi sem fer eftir þessari reglu? Að minnsta kosti veit ég að eng- inn veiðimaður mundi vilja láta plata sig sársvangan með mat sem öngull væri festur innan í og kræktist síðan fastur einhvers staðar í góminn þeg- ar reynt væri að bjarga sér frá sá- rasta sultinum með því að éta þessa forbölvuðu máltíð úr mannheimum. Og láta síðan „þreyta sig“ í ca eina til tvær klst. þar til örmögnun næði yfirhöndinni og hin ójafna barátta væri töpuð sem langoftast gerist. Vill einhver veiðimaður gefa sig fram sem vildi láta koma svona fram við sig? Og hvar er svo allt sannkristna fólkið hér á landi? Og hvar er nú allur kærleikurinn sem flestir játast undir að eiga að sitja sem mest og víðast fyrir í athöfnum hinna sið- menntuðu manna? Spyr sá sem ekki veit. MAGNÚS H. SKARPHÉÐINSSON, Grettisgötu 40b, Reykjavík. Opel Corsa vsk. - bíll Er þrælsterkur, spameytinn og lipur sendibíll. Tilvalinn í atvinnureksturinn -0- □PEL Verð kr 696.OOO.- árg. 1992 Verð kr. 559*000.- án vsk. BÍLHEIMAR Höfóabakka 9, sími 634000 og 634050 ■0- □PEL AUKhf
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.