Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 28
NYIR KJARASAMNINGAR UNDIRRITAÐIR 286S- M0tU};IilNBtíAM}3) IiAUGAHOAGUJi< 02; /MAk X'ðgái >M Gengisforsendur miða við óbreyttan afla og hækkun á afurðaverði HÉR á eftir fer texti kjarasaraninganna sem undirritaðir voru aðfaranótt föstudags auk yfirlýsinga sem þeim fylgja fyrir utan yfirlýsingu ríkissljórnarinnar, sem verður birt á morgun. Samningunum lokið Benedikt Davíðsson forseti ASÍ og Þórarinn Þórarinsson fram- kvæmdastjóri VSI takast í hendur að afloknum samningum. Kjarasamningur milli Múrarafé- lags Reykjavíkur, Málarafélags Reykjavíkur, Sveinafélags pípu- lagningamanna, Veggfóðrarafé- lags Reykjavíkur og Múrarasam- bands Islands annars vegar og Vinnuveitendasambands Islands, Meistara- og verktakasambands byggingamanna, Vinnumálasam- bands samvinnufélaganna og Reykjavíkurborgar hins vegar. 1. gr. Allir síðast gildandi kjarasamn- ingar aðila framlengjast til 31. desember 1994 með þeim breyting- um og fyrirvörum, sem í samningi þessum felast og falla þá úr gildi án sérstakrar uppsagnar. 2. gr. Launabætur. Á árinu 1993 skal greiða sér- stakar launabætur. Launabætur ákvarðast af meðaltali heildar- tekna án orlofs fyrir starf hjá hlut- aðeigandi vinnuveitanda næstliðna þijá mánuði fyrir 1. maí og 1. desember 1993, enda hafi samn- ingi þá ekki verið sagt upp. Launa- bætur skv. framanskráðu greiðast vikukaupsfólki fyrir 15. dag sömu mánaða en mánaðarkaupsfólki við næstu launaútborgun þar á eftir. Launabætur eru sérstakar ein- greiðslur og greiðast fyrir tímala- unuð störf þeim sem eru í starfi á viðmiðunartímabilum og reiknast hlutfallslega miðað við fast starfs- hlutfall af 40 stunda vinnuviku (38 stundir hjá skrifstofufólki) og starfstíma hjá viðmiðunartímabil- um. Starfshlutfall þeirra sem vinna að jafnaði óreglulegan vinnutíma eða utan dagvinnutíma er fundið með hlutfalli unninna stunda af vinnustundafjölda, sem gildir fyrir fullt starf á viðkomandi starfssviði. Launabætur reiknast þannig, að fundið er meðaltal heildartekna á tímabilunum 1. febrúar - 30. apríl 1993 og 1. september - 30. nóvem- ber 1993. Sú upphæð sem þannig er fundin er dregin frá kr. 80.000 miðað við fullt starf allan viðmið- unartímann. Viðmiðunarupphæðin lækkar í hlutfalli við starfshlutfall og starfstíma á tímabilinu. Upp- hæð launabóta er helmingur þann- fg fenginnar niðurstöðu. Orlof er innifalið í launabótum. Framan- greindar tölur breytast ekki skv. öðrum ákvæðum samningsins. Launabætur greiðast þó ekki ef unnar stundir eru færri en 15 að meðaltali á viku og ekki þeim sem taka laun samkvæmt unglinga- töxtum, yngri en 16 ára. Launabætur iðnnema. Launabætur iðnnema, sem eru í föstu vinnusambandi og fullu starfi og fá greidjd laun á ársgrund- velli reiknast þannig, að fundið er meðaltal heildartekna án orlofs á tímabilunum 1. febrúar - 30. apríl og 1. september - 30. nóvember 1993. Sú upphæð sem þannig er fundin er dregin frá kr. 47.000 miðað við fullt starf allan viðmið- unartímann. Viðmiðunarupphæðin lækkar í hlutfalli við starfshlutfall og starfstíma á tímabilinu. Upp- hæð launabóta er helmingur þann- ig fenginnar niðurstöðu. Launa- bætur að meðtöldu orlofi verða að hámarki kr. 8.200 í hvert sinn miðað við fullt starf. Framan- greindar tölur breytast ekki skv. öðrum ákvæðum samningsins. Launabætur iðnnema, sem eru í föstu vinnusambandi og fullu starfi og fá greidd laun fyrir unn- inn tíma reiknast þannig, að fund- ið er meðaltal heildartekna án or- lofs á tímabilúnum 1. febrúar - 30. apríl og 1. september - 30. nóvember 1993. Sú upphæð, sem er þannig fundin, er dregin frá kr. 68.000 miðað við fullt starf allan viðmiðunartímann. Viðmiðunar- upphæðin lækkar í hlutfalli við starfshlutfall og starfstíma á tíma- bilinu. Upphæð launabóta er helm- ingur þannig fenginnar niðurstöðu. Launabætur að meðtöldu orlofi verða að hámarki kr. 12.000 í hvert sinn miðað við fullt starf. Framan- greindar tölur breytast ekki skv. öðrum ákvæðum samningsins. Launabætur greiðast ekki þegar nemi er launalaus í skóla á viðmið- unartímabili. 3. gr. Þrátt fyrir ákvæði 2. mgr. 2. gr. skulu launabætur greiðast mánaðarkaupsfólki í fyrsta sinn skv. samningi þessum með maí- launum eða næstu launaútborgun þar á eftir en vikukaupsfólki fyrir 15. júní. Greiðslur skv. 2. gr. skulu end- urteknar á árinu 1994 með sama hætti og þar greinir, enda hafi samningi þessum þá ekki verið sagt upp. 4. gr. Orlofsuppbót. Starfsfólk, sem hefur áunnið sér fullan orlofsrétt með starfi hjá sama vinnuveitenda næstliðið or- lofsár og er í starfi í síðustu viku apríl eða í fyrstu viku maí, skal við upphaf orlofstöku eða eigi síðar en 15. ágúst fá greidda sérstaka eingreiðslu, orlofsuppbót, kr. 8.000 miðað við fullt starf, en hlutfalls- lega miðað við starfshlutfall og starfstíma. Fullt starf telst í þessu sambandi 45 unnar vikur eða meira fyrir utan orlof. Orlofsuppbót er föst tala og tek- ur ekki launabreytingum skv. öðr- um ákvæðum. Láti starfsmaður af störfum vegna aldurs eða eftir 20 vikna starf á orlofsárinu skal hann við starfslok fá greidda orlofsuppbót vegna áunnins tíma m.v. starfs- hlutfall og starfstíma. Sama gildir þótt starfsmaður sé frá störfum vegna veikinda eftir að greiðslu- skyldu vinnuveitenda lýkur eða vegna fæðingarorlofs allt að 6 mánuðum. Orlofsuppbót iðnnema er kr. 5.300. Á orlofsuppbót greiðist ekki or- lof. Framangreind ákvæði gilda að- eins á árinu 1993 komi til uppsagn- ar samningsins. Sérákvæði í gildandi kjarasamn- ingum haldast að öðru leyti óbreytt. 5. gr. Desemberuppbót. Desemberuppbót verði kr. 13.000 og kr. 9.400 hjá iðnnemum, enda verði samningi þessum ekki sagt upp á árinu 1993. 6. gr. Samningsforsendur. Samningur þessi byggist á eftir- greindum forsendum: 1. Yfirlýsingu ríkisstjórnar um vaxtamál, aðgerðir og stefnumörk- un á sviði atvinnumála, niður- greiðslur tiltekinna kjöt- og mjólk- urafurða, lækkun vsk. á matvæl- um, tímabundna lækkun trygging- argjalds af útflutningsstarfsemi og um tímabundna endurgjaldslausa úthlutun aflaheimilda Hagræðing- arsjóðs. 2. Að gengi krónunnar verði innan viðmiðunarmarka Seðlabanka ís- lands enda standist neðangreindar forsendur um afla og verðlag sjáv- arvöruframleiðslunnar. 3. Að áætlað verðlagt sjávaraf- urða í íslenskum krónum verði að meðaltali 3% hærra á 3. ársfjórð- ungi 1993 en var á 1. ársfjórðungi 1993 og haldist a.m.k. jafn hátt út samningstímann. Miða skal við þá verðvísitölu sjávarafurða sem birtist í Hagvísum Þjóðhagsstofn- unar. 4. Að aflakvótar á fiskveiðiárinu 1993-1994 verði ekki minni en á yfirstandandi fiskveiðiári. 7. gr. Endurmat á forsendum. Upp- sagnarheimild. A samningstímabilinu skal starfa sérstök launanefnd skipuð þremur fulltrúum frá ASÍ og þrem- ur frá VSÍ og skal hún á samnings- tímanum fylgjast með framvindu efnahags,- atvinnu- og verðlags- mála og gera tillögur um viðbrögð til samtakanna og stjórnvalda eftir því sem aðstæður krefjast á hverj- um tíma. Launanefndin skal endurmeta samningsforsendur og hugsanleg tilefni til uppsagnar samnings þessa fyrir 10. nóvember 1993. Heimilt er hvorum hluta launa- nefndar að segja samningum laus- um ef marktæk frávik hafa orðið á samningsforsendum skv. 6. gr. að mati hlutaðeigandi fulltrúa í nefndinni. Við mat töluliða 2-4 í 6. gr. skal miða við heildaráhrif þeirra. Komi til uppsagnar samn- ingsins skv. framanskráðu tekur hún gildi 1. janúar 1994. Með sama hætti er hlutaðeig- andi fulltrúum í launanefnd heim- ilt að segja samningum upp með þriggja mánaða fyrirvara ef gengi krónunnar víkur umtalsvert frá viðmiðunarmörkum Seðlabanka íslands umfram það sem breyting- ar á forsendum skv. 6. gr. kunna að gefa tilefni til. Samningsforsendur skulu á ný endurmetnar í maímánuði 1994. Verði horfur um þróun þjóðartekna á árinu betri en ofangreindar samningsforsendur leiða til skal launanefndin taka ákvörðun um viðbrögð sem miði að því að tryggja launamönnum eðlilega hlutdeild. Ákvarðanir launanefnd- ar skulu taka mið af atvinnustigi og samkeppnishæfni atvinnulífs- ins, þannig að heildarávinningur. allra launamanna verði hafður að leiðarljósi. Leiði umfjöllun launa- nefndar til samkomulags um hækkun launa, þá skal hún koma til framkvæmda frá l. júní 1994, enda liggi úrskurður nefndarinnar fyrir eigi síðar en 20. maí. 8. gr. Samning þennan skal taka til afgreiðslu fyrir hádegi miðviku- daginn 26. maí í einstökum félög- um, svo og hjá Vinnuveitendasam- bandi íslands, Meistara- og verk- takasambandi byggingamanna, Vinnumálasambandi samvinnufé- laganna og Reykjavíkurborg. Vinnuveitendasambandi íslands og/eða Meistara- og verktakasam- bandi byggingamanna skal hafa borist tilkynning um samþykki við- komandi félags fyrir kl. 12 á há- degi miðvikudaginn 26. maí nk., en viðkomandi félögum um af- greiðslu vinnuveitenda. Yfirlýsing ASÍ og vinnuveitenda um vaxtamál Samtökin lýsa yfir mikilli óánægju með þá sjálfheldu sem umræður um vaxtamál eru og hafa verið í undanfarin misseri. Allir eru sammála um að vextir séu of háir miðað við núverandi aðstæður, en á fjármagnsmarkaði bendir hver aðili á annan með þeim afleiðingum að lítil sem engin hreyfing verður til lækkunar vaxta. Stjórnvöld hafa ekki reynst tilbúin til að marka skýra stefnu til vaxtalækkunar. Sérstök ástæða er til að lýsa yfir vonbrigðum með þátt banka og sparisjóða og efndir þeirra á efni yfirlýsinga í tengslum við miðlun- artillögu ríkissáttasemjara sl. vor. Veruleg og varanleg lækkun vaxta er ekki aðeins skjótvirk leið til að stuðla að nýsköpun og at- vinnuuppbyggingu heldur bætir hún einnig afkomu atvinnulífsins og treystir þannig gengi íslensku krónunnar. Stöðugt gengi krón- unnar er jafnframt mikilvæg for- senda stöðugleika í verðlagsmál- um, en á undanfömum árum hefur stöðugleiki sannað gildi sitt með því að samkeppni og hagkvæmni hefur aukist og leitt til betri kaup- máttar launa en ella. Reynsla liðinna ára kennir að varanleg vaxtalækkun næst ekki fram með góðum ásetningi og yfir- lýsingum einum saman. Sam- ræmdra aðgerða á fjármagnmark- aði er þörf til að ná árangri, þar sem bæði er dregið úr eftirspurn eftir lánsfé og framboð þess aukið, auk þess sem yfirvöld peningamála þurfa að beita sér með virkum hætti fyrir því að vaxtalækkun nái fram að ganga. Það er mat samningsaðila að með eftirtöldum aðgerðum geti stjórnvöld náð fram verulegri lækkun vaxta á næstu mánuðum: 1. Dregið verði úr lánsfjáreftir- spurn ríkissjóðs með aðhaldi að lántökum almennt og tímabundn- um takmörkunum á útgáfu hús- bréfa. 2. Framboð af lánsfé verði aukið með verulegri lækkun bindiskyldu innlánsstofnana í Seðlabanka. Jafnramt verði reglur um lausafj- árhlutfall innlánsstofnana rýmkað- ar. 3. Náist ekki yfirlýst markmið um vaxtalækkun dragi stjómvöld úr sölu spariskírteina ríkissjóðs og beini lántökum sínum að hluta á erlenda lánsfjármarkaði, m.a. með útgáfu gengistryggðra ríkisverð- bréfa sem bæði yrðu boðin til sölu á innlendum og erlendum mörkuð- um. I trausti þess að stjórnvöld reyn- ist viljug til samstarfs um ofan- greindar aðgerðir og sýni þann vilja í verki eru samningsaðilar reiðubúnir til þess að beita áhrifum sínum til þess að lífeyrissjóðirnir beini auknum hluta ráðstöfunarfé sínu til kaupa á ríkisverðbréfum, einkum til skemmri tima, með það að markmiði að raunvextir lækki um a.m.k. 1% á næsta hálfa ári. Náist ofangreind markmið er brýnt að annað skref verði tekið til enn frekari vaxtalækkana. Hafi á hinn bóginn á þessu sex mánaða tíma- bili ekki verið gerðar þær ráðstaf- anir sem nægi til þess að vextir lækki almennt á fjármagnsmark- aði, telja aðilar forsendur fyrir framangreindri aðkomu lífeyris- sjóða ekki lengur fyrir hendi. Yfirlýsing Stéttarsambands bænda í tilefni af ákvörðun ríkisstjórn- arinnar um auknar niðurgreiðslur á landbúnaðarvörum sem gerð er í tilefni kjarasamninga mun Stétt- arsamband bænda beita sér fyrir því að þessar auknu niðurgreiðslur skili sér að fullu í lækkuðu verði til neytenda.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.