Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.05.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 22. MAÍ 1993 Öflug milliríkjaverslun er lykill að bættum lífskjörum eftir Birgi Rafn Jónsson Félag íslenskra stórkaupmanna er 65 ára á þessu ári. í fundargerðum félagsins segir frá því að hinn 7. febrúar 1927 hafi 15 stórsöluverslan- ir ákveðið að stofna með sér félag sem síðan leiddi til stofnunar Félags íslenskra stórkaupmanna mánudag- inn 21. maí 1928. í undirbúnings- nefnd og fyrstu stjórn félagsins áttu síðan sæti þeir Bjöm Ólafsson, Hall- grímur Benediktsson, Magnús Th. Blöndal, Ingimar Brynjólfsson, John Fenger, Kristján Skagfjörð og Arent Claessen sem var kjörinn formaður. Hér á landi var stofnun Félags íslenskra stórkaupmanna liður í þeirri þróun atvinnulífsins til aukins ftjálsræðis sem hófst með fríhöndl- uninni, þegar verslun var heimiluð við alla þegna Danakonungs, og svo fullu verslunarfrelsi 1855. Frá upp- hafi var aðalviðfangsefnið að andæfa hvers konar höftum og hindrunum í verslun milli landa. Verslunin lagði grunninn Danir vom snemma meðvitaðir um gildi milliríkjaverslunar og þá stað- reynd að jákvæður viðskiptajöfnuður við önnur lönd eykur hraðar auð þjóða og einstaklinga en innanríkis- verslun. Til að treysta greinina enn frekari í sessi, stofnaði Kristján VI. félag danskra stórkaupmanna með lögum 1742. Þeir sem stunduðu milli- ríkjaverslun voru skyldaðir til aðildar og féll sú aðildarskylda ekki niður fyrr en 1970. Verslunarauðurinn, sem safnaðist í Danmörku vegna nýlenduverslunar og - ekki síður - með stóraukinni milliríkjaverslun í kjölfar iðnbyltingarinnar í Englandi, varð síðan undirstaða danskrar iðn- byltingar, sem átti sér stað á árunum 1870 og fram til aldamótanna. Þá vom það danskir stórkaupmenn sem stofnuðu fyrirtæki eins og Tuborg, Dansukker, Dansk Smör, Bing og Gröndahl o.fl. Hér á landi voru það einnig oftast stórkaupmenn sem settu á stofn ýmis grónustu iðnfyr- irtæki þjóðarinnar, svo sem Vífilfell, Nóa-Hrein og Síríus, Kaffibrennslu Kaaber, Kexverksmiðjuna Frón og fleiri. Útflytjendur að uppruna Þegar íslenskir kaupsýslumenn hófu milliríkjaviðskipti, vom þeir kallaðir stórkaupmenn til aðgrein- ingar frá þeim kaupmönnum sem stunduðu smásöludreifingu. Ekki var auðæfum eða fjárfestingarsjóðum fyrir að fara á þeim tíma. Því hófu stórkaupmenn að flytja út afurðir íslenskra bænda og útgerðarmanna og notuðu andvirðið til kaupa á inn- fluttum vörum. íslenskir stórkaup- menn em þannig að uppmna útflytj- endur. Vegna ýmiss konar hafta og einokunar á útflutningsvömm þjóð- arinnar hafa hins vegar kraftar þeirra í ríkari mæli beinst að inn- flutningi. Félagar í Félagi íslenskra stórkaupmanna standa þó í dag fyrir 20-25% af útflutningi sjávarafurða landsmanna. í nýlegri könnun meðal félagsmanna kemur fram að 15% þeirra sem oft era skilgreindir sem innflytjendur, flytja einnig út eða selja beint milli landa ýmsar vörar, t.d. dún og áfengi. Til landsins flytja svo íslenskir stórkaupmenn allt frá toguram og tölvum til lyíja og mat- vara eða selja beint milli landa t.d. plastkassa og timbur. Efnahagslíf okkar og velmegun byggist á viðskiptum við aðrar þjóð- ir. Við seljum meira en % hluta af framleiðslu okkar til annarra landa, enda em íslendingar meðal 10 stærstu útflytjenda heims miðað við íbúafjölda. Við kaupum í staðinn þær nauðsynjar, tækni og þekkingu sem leggja undirstöðu að þeim lífs- kjömm sem við búm við í dag. Útverðir íslenskrar verslunarstéttar Félag íslenskra stórkaupmanna er eina hagsmunafélag atvinnurekenda hér á landi þar sem meginviðfangs- efni aðildarfélaganna er milliríkja- verslun. Margir hafa á þessu skilning og má í því sambandi minnast orða Geirs Hallgrímssonar forsætisráð- herra í ávarpi til félagsins á 50 ára- afmæli þess er hann sagði: „Stór- kaupmenn eru útverðir íslenskrar verslunarstéttar og oft ekki síður erindrekar þjóðar sinnar á erlendum vettvangi en stjórnskipaðir fulltrú- ar.“ Fyrstu 25 árin í sögu félagsins, frá 1928 til 1953, voru tími mikilla breytinga í umhverfi verslunar. Kreppan mikla gekk yfir með miklu atvinnuleysi og höftum í inn- og út- flutningi, heimsstytjöldin síðari með auknum viðskiptum við Norður- Ameríku, flutningabylting eftir- stríðsáranna í lofti, á sjó og á landi, og fyrstu sjálfsafgreiðsluverslanimar vora opnaðar hérlendis. Spennandi framtíð Næstu 25 ár, fram til 2018, eru spennandi og ljóst að stórkostlegar breytingar eru í vændum. Framtíð- arsýn margra er að á þessum tíma verði Evrópa orðin einn markaður án allra hindrana með 20-25 aðild- arlöndum. Þar verði einn gjaldmiðill, seðiar og mynt heyri sögunni til og greiðslukortin tekin við. Það verður jafneinfalt að selja vöm til Mílanó og Mosfellsbæjar. Þetta mun tvö- falda verslun milli landa, enda hug- takið heimamarkaður þá búið að fá víðtækari merkingu. í heimsverslun- inni mun samkeppnin aukast, þijú markaðssvæði verða ráðandi - Evr- ópa, Japan og Norður-Ameríka og hart barist um efnahagslega og tæknilega forystu. Sameiginlegir hagsmunir Hvar ísland stendur í þessari mynd ræðst að miklu leyti af því umhverfi sem versluninni verður búið á næstu ámm og möguleikum til að laga sig að breyttum aðstæðum og afla aukinnar reynslu í alþjóðavið- skiptum fyrir upprennandi kynslóð. Sameiginlegir hagsmunir allra fé- lagsmanna í Félagi íslenskra stór- kaupmanna em að hámarka þau verðmæti sem myndast í viðskiptum við aðrar þjóðir. Um leið eru það sameiginlegir hagsmunir þjóðarinnar allrar. Félag stórkaupmaijna er félag lí- tilla og meðalstórra fyrirtækja. Kost- ir smærri fyrirtækja fyrir viðskiptalíf þjóðarinnar felast m.a. í dreifðri áhættu á viðskiptalönd, vöru- og gjaldeyristegundir, uppsprettu hug- Birgir Rafn Jónsson „Félag- íslenskra stór- kaupmanna er eina hagsmunafélag at- vinnurekenda hér á landi þar sem meginvið- fangsefni aðildarfélag- anna er milliríkjaversl- un.“ mynda til nýrra útflutningstækifæra og innflutnings nýrrar tækni. Það er sannfæring mín að rétt eins og stofnendur FIS gegndu lykilhlutverki í að leggja gmnninn að þeim góðu lífskjöram sem íslendingar sam- tímans þekkja, þá sé öflug ísiensk milliríkjaverslun ein meginundir- staða þess að hægt verði að yfirstíga þá erfiðleika og þær hindranir sem við búum við í dag. Þá mun eflast hér blómleg byggð og fjölþætt mann- líf á komandi árum. Höfundur er formaður Félags íslenskra stórkaupmanna. Brúardalir Fagridalur, Grágæsadalur í Grágæsadal. Ljósm.: Bjöm Ingvarsson eftir Björn Ingvarsson Það er sumar, við emm stödd á móts við Álftadalsdrög á Brúa- röræfum og ferðinni er heitið inn í Grágæsadal. Framundan til suð- urs er röð lágra ávalra hnjúka úr móbergi sem liggja í sömu stefnu og aðrar hnjúkaraðir hér, þ.e. í suðvestur norðaustur, þetta er Hatthryggur. Fagradalsíjall blasir við í suðvestri mikið um sig og gróðurvana og samanstendur af mörgum hnjúkum og bungum. Hæst ber það 1022 metra yfir sjó. Slóðin stefnir í há suður og við nálgumst Fagradalinn smátt og smátt, en hann liggur norðaustan undir Fagradalsfjalli vel gróinn hið neðra. Lónhnjúkur lokar daln- um til norðvesturs og rennur Kreppa austur um þröngt skarð milli Fagradalsfjalls og Lónhnjúks og sveigir inn í mynni Fagradals áður en hún tekur strikið til norð- urs og hverfur sjónum okkar. Kreppa er mikið vatnsfall og hleð- ur hún stöðugt aur undir sig, þetta veldur því að Fagradalsáin sem í hana rennur er lygn og grann- vatnsstaðan í dalnum er há. Það er þessari vætu að þakka og skjóT- góðu umhverfi, að í Fagradal er einstaklega gróskumikil gróður- vin sem ekki er { neinu samræmi við hæð dalsins yfir sjó. Hér halda til flokkar heiðagæsa er líða tekur á sumar einnig era hé? oft álftir og endur. Fagridalur sveigir til suðurs austan við Fagradalsfjall og þar hækkar hann og verður þurrari og gróðurminni. Við skul- um staldra svolítið við þar sem slóðin liggur einna næst dalnum og ganga niður í dalinn. Hér hef- ur leysingavatn grafið talsvert gil í móbergið í austurhlíð dalsins og er þar vindsorfinn sandsteinn í ýmsum kynjamyndum. Innan við þetta gildrag er lágur hóll vaxinn kyrkingslegum þurrlendisgróðri, uppi á há hólnum eru leifar af leitarmannaskýli sem Fjalla Bensi hefur eflaust gist í á sinum tíma. Norðvestan í hólnum er tófugreni grafið í sendinn jarðveginn og sjást margir munnar, sennilega hafa hér oft verið gæsir á matseðl- inum. Það er freistandi að ganga niður með ánni þar sem hún lið- ast lygn og tær út dalinn -en við höidum áfram suður á vit öræf- anna. Leiðin liggur um skarð í Hatthrygg sem Markúsarskarð heitir þaðan er gott útsýni yfir Fagradalinn. Skammt sunnan skarðsins eru vegamót og til austurs liggur Brúardalaleið í átt að Sauðárfossi en við ökum áfram til suðurs um gróðursnauða sanda þar til við komum að skilti sem vísar á Brú- aijökul. Héðan era 8 km að jöklin- um en við tökum slóðina sem hér liggur til vesturs og stefnum á Grágæsadal. Grágæsadalur Eftir um þriggja km akstur frá vegamótunum förum við yfir Fagradalsdrögin og brátt opnast dalverpi til suðvesturs með all stóm jökullituðu lóni í, þetta er Grágæsadalur. Hann liggur suð- austan undir Fagradalsfjaih en austan að dalnum liggur Grá- gæsahryggur og syðst á honum er Grágæsahnjúkur. Fyrir mynni dalsins era jökulaurar Kverkár og þar suður af Kverkárnes og Kver- kárrani. í litlu grónu nesi norð- vestan vatnsins stendur snotur fjallaskáli sem er í eigu nokkurra ferðamanna á Egilsstöðum. Héð- an er fagurt útsýni til Kverkfjalla sem blasa við í suðvestri. Á vatninu em oft gæsir og aðrir vatnafuglar en hér er einnig bleikja, austan vatnsins gegnt skálanum er gil grafið í sandstein og smástuðlað basalt. Hægt er að ganga uppeftir gilinu og er það ómaksins vert. Eins og fyrr segir rennur Kverká til norðvesturs fyr- ir mynni dalsins hún, er viðsjár- verð með lúmskum sandbleytum og mörgum síbreytilegum kvíslum og í hana koma tíðum jökulhlaup sem flennast þá út í vatnið í Grá- gæsadal og viðhalda gmgginu í því. Kverká sameinast Kreppu suður af Fagradalsfjalli en rétt ofan ármótanna er þokkalegt vað á Kreppu sem ókunnugir ættu samt ekki að reyna við. Hér er loftið tært á haustdegi og kyrrðin aðeins rofin við og við af köllum lómsins á köldu vatninu. Við höld- um til baka sömu leið að vegamót- unum við Markúsarskarð en í næsta áfanga föram við Brúard- alaleið austur að Sauðárfossi og síðan út Skógarháls og komum meðal annars í Laugarvalladal. NÆSTA LAUGARDAG: Sauðárdalur, Skógarháls. Höfundur er áhugamaður um útivist og ferðaíög.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.