Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR/INNLENT MÖHG'uNBLADID SUNNUDÁGtÍR '30. MAÍ 1993 AF INNLENDUM VETTVANGI PÉTUR GUNNARSSON Þyrlusveitin aðeins kölluð til þegar urn lífsháska er að ræða LEIÐANGURINN sem þyrlur varnarliðsins á Keflavíkur- flugvelli fóru í á fimmtudag eftir stýrimönnunum á Baldvini Þorsteinssyni EA, sem þá var um 433 sjómílur út af Reykjanesi, hefur enn orðið til þess að setja mál- efni björgunarþyrlu í sviðsljósið og varpa ljósi á það að mati viðmælenda Morgunblaðsins að vilji Islendingar að sjómenn við strendur landsins njóti fullkominnar björg- unar- og leitarþjónustu þá geti íslendingar ekki ætlast til að aðrir veiti hana en þeir sjálfir. Þó eru viðmælend- ur Morgunblaðsins, jafnt skipstjórinn á Baldvin Þor- steinssyni, sem starfsmenn varnarliðsins og Landhelgis- gæslunnar einhuga um að sú fjögurra klukkustunda töf spm varð á því að björgunarleiðangurinn lagði af stað á fimmtudag hafi verið skiljanleg miðað við það fyrir- komulag sem nú gildir, þar sem aðstoð varnarliðsins er tiltæk í neyðartilvikum. „Það er ekki óeðlilegt að menn skoði málin í rólegheitum þegar það var ljóst að þetta var ekki það alvarlegt," segir Arngrímur Brynjólfsson skipsljóri á Baldvini Þorsteinssyni í samtali við Morgun- blaðið en ljóst þótti frá upphafi að skipverjarnir tveir væru ekki í yfirvofandi lífshættu eftir slysið um borð. Morgunblaðið/varnarliðið Við björgunarstörf ÞYRLA varnarliðsins býr sig undir að bjarga slösuðum sjómanni frá borði Baldvins Þorsteinsson- ar EA Sú töf sem varð frá því að til- kynnt var um slysið um borð í Baldvini Þorsteinssyni og þar til 20 varnarliðsmenn á tveimur þyrl- um og eldsneytisflugvél lögðu af stað kom til vegna þess að sam- kvæmt reglum sem gilda um sam- skipti vamarliðsins og íslenskra stjómvalda ber því aðeins að nota þyrlusveitina að um lífsháska sé að ræða. Strax ljóst að ekki var lífshætta Ljóst þótti frá upphafi að menn- irnir væru ekki í bráðri lífshættu en þó ríkti ákveðin óvissa um áverka annars þeirra, auk þess sem varla gat talist veijandi vegna mannúðarsjónarmiða að láta rúman sólarhring líða áður en þeir kæmust undir læknishend- ur. Eftir samtöl lækna á Borgar- spítala við kollega á Keflavíkur- flugvelli ákvað varnarliðið að senda þyrlusveit sína af stað. Þá voru um fjórar klukkustundir frá því að tilkynnt var um slysið og rúmar tvær klukkustundir frá því að aðstoðar vamarliðsins var ósk- að. Hefði þessi ákvörðun ekki verið tekin hefðu sjómennirnir tveir, sem útskrifaðir vom af Borgar- spítalanum að lokinni rannsókn og aðhlynningu skömmu eftir að þyrlurnar lentu með þá við sjúkra- húsið aðfaranótt föstudagsins, væntanlega orðið að bíða þar til í fyrrakvöld eftir læknishjálp, annar með áverka á höfði og hinn handleggsbrotinn. Super Puma gæti flogið 350 milur Ástæðan er sú að þyrla Land- helgisgæslunnar TF-SIF hefur ekki flugþol til að fljúga lengra isvélar Bandaríkjahers. Super Puma þyrla — eins og mest hefur verið til umræðu að kaupa — get- ur flogið um 350 sjómílur á haf út og því lætur nærri að slík þyrla hefði getað flogið út að þeim stað þar sem togarinn var staddur eft- ir 6 tíma stím þegar sjómennirnir vom hífðir um borð í þyrlur varn- arliðsins. 250 mannslíf á 22 árum Á undanförnum 22 ámm hefur björgunarsveit Varnarliðsins bjargað 250 mannslífum hér við land og að sögn Friðþórs Eydal blaðafulltrúa hefur varnarliðið aldrei hafnað beiðnum um aðstoð þegar mannslíf hafa legið við að svo miklu leyti sem veður og aðr- ar aðstæður hafa gert slíkar að- gerðir mögulegar. Fyrirvarinn um að um líf eða dauða þurfi að vera að tefla var ítrekaður fyrir fáum en 150 sjómílur frá Reykjavík og miðað við 11-12 sjómílna gang- hraða hefði skipið ekki verið kom- ið svo nærri landi fyrr en um kvöldmatarleytið í fyrrakvöld. Hefði Landhelgisgæslan hins missemm og er fylgifiskur mikils aðhalds í.rekstri varnarliðsins. Aðeins í neyð Það sem samkvæmt.upplýsing- um Morgunblaðsins gerði það hins vegar að verkum að menn töldu nauðsynlegt að setja slíkan fyrir- vara var hins vegar það að jafnt íslenskum og bandarískum aðilum þótti sem íslenskum björgunarað- ilum hafí hætt til að líta á varnar- liðið sem fastan hlekk í keðju ís- lenskra björgunarsveita og hafi jafnvel verið seilst til að óska aðstoðar hennar til þess eins að spara skipstjórum að halda í land með slasaða menn þegar vel gekk við veiðar þótt slík viðbrögð skiptu ekki höfuðmáli fyrir velferð hins sjúka eða slasaða. Lengi vel vom slík útköll ekki talin eftir, jafnvel við hættulegar og erfiðar aðstæður til þyrluflugs. vegar haft yfir að ráða björgunar- þyrlu af fullkomnustu gerð hefði verið unnt að koma sjómönnunum undir læknishendur í fyrrinótt, um svipað leyti og niðurstaðan varð eftir leiðangur þyrlna og eldsneyt- Er það meðal annars þakkað góðu persónulegu sambandi forkólfa íslenskra björgunarsveita. Á veg- um þeirra gátu ljölmargir aðilar fyrr á árum hringt beint í varnar- liðið og kallað út þyrlusveit. Fyrir nokkrum misserum þótti hins vegar nauðsynlegt að koma þessum samskiptum í stöðugra horf m.a. til að tryggja að til björgunarsveitar Varnarliðsins yrði ekki leitað nema í neyðartil- vikum en bæði íslenskum og bandarískum stjórnvöldum hafi verið ljóst að þá aðeins ættu af- skipti Varnarliðsins við. Kauptilboð í nýja þyrlu í haust? Fyrir nokkru var sú ákvörðun tekin af ríkisstjórn íslands að leita eftir samningum um kaup á björg- unarþyrlu. Morgunblaðið spurði Þorstein Pálsson dómsmálaráð- herra á föstudag að því hvort slys- ið um borð í Baldvini Þorsteins- syni yrði til að herða á þeim kaup- um og hvort hann teldi viðbrögð varnarliðsins fullnægjandi miðað við það sem til væri ætlast. „Út af fyrir sig skil ég alveg sjónar- mið Bandaríkjamanna í þessu efni en þetta sýnir auðvitað það sem við höfum alltaf gert okkur grein fyrir og það er að það væri nauð- synlegt að við réðum yfir eigin björgunarþyrlu,“ sagði ráðherra. Hann sagði að undirbúningur málsins væri í föstum farvegi í samræmi við samþykktir ríkis- stjórnarinnar. Hann kvaðst vonast til að tilboð vegna þyrlukaupa gæti legið fyrir í haust en afhend- ingartími færi eftir því hvort ofan á yrði að kaupa notáða þyrlu eða nýja en í síðarnefnda tilvikinu gæti afhending dregist í allt að 18 mánuði frá samningi. Undirstrikar þörf á úrbótum Þegar Morgunblaðið náði síð- degis á föstudag tali af Arngrími Brynjólfssyni, skipstjóra á Bald- vini Þorsteinssyni EÁ, var skipið á siglingu í átt að landi til móts við skip sem flutti nýja stýrimenn um borð í stað hinna slösuðu. í samtali Morgunblaðsins við Arn- grím lagði hann áherslu á að hann hefði skilning á því að menn hefðu staldrað við til að meta hvort senda skyldi þyrlur af stað eins og atvik voru og skipulagi þessara mála væri háttað í dag þar sem leita þyrfti til varnarliðsins. Hins vegar teldi hann að ekki hefði verið hægt að réttlæta það að láta mennina tvo bíða í einn til tvo sólarhringa í viðbót eftir lækn- N ishjálp ekki síst þar sem annar þeirra hefði hlotið höfuðhögg. „En þetta mál undirstrikar það að þessi mál eru ekki í nógu góðu lagi og að það er nauðsynlegt að við íslendingar sjálfir getum af- greitt þessi mál og þurfum ekki að leita annað,“ sagði hann. Heimskeppni ungra söngvara Ólafur Ámi Bjama- son fer til Cardiff ÓLAFUR Árni Bjarnason hefur verið valinn til þátttöku fyrir íslands hönd í heimskeppni 25 söngvara sem fram fer í Cardiff Laxastigi í Norðurá sem miðlunartæki FYRIR liggur heimild frá Veiðifélagi Norðurár til handa leigutökum árinnar, Stangaveiðifélagi Reykjavíkur, að laxastigi í fossinum Glanna verði notaður sem miðlunartæki á göngur laxa fram ána í því skyni að „halda öllum svæðum árinnar virkum", eins og Ólafur Haukur Ólafsson, varaformaður SVFR, orðaði það í samtali við Morgunblaðið. Hugmyndin er þá að opna ekíri stigann fyrr en síðla júnímánaðar. Með tilkomu Iaxastiga í Glanna fyrir nokkrum árum hefur breyting í Wales í júní. Valið fór þannig fram að dóm- nefndin lagði land undir fót og hlýddi á ótal söngvara þar sem þeir voru við störf, þar á meðal nokkra íslendinga. Nefndin fór t.d. til Þýskalands og hlýddi á Ólaf Árna þar sem hann er starfandi og varð_ hann fyrir valinu sem fyrr segir. í dómnefndinni eiga sæti m.a. Marilyn Horne, Nicolai Gedda og Dame Joan Sutherland. Keppn- in verður sýnd í beinni útsendingu hjá BBC og stendur dagana 10.-20. júní. Ólafur Árni Bjarnason orðið á dreifingu laxins í ánni við viss skilyrði. Glanni hefur löngum verið erfiður laxinum og fyrir tíma stigans komst lax aðeins fram fyrir fossinn í vissri vatnshæð og þurfti oft að bíða vikum og jafnvel mánuð- um saman eftir réttum skilyrðum. Þá safnaðist mikið af laxi á „milli fossa“ eins og það er kallað veiði- manna á meðal, þ.e.a.s. á milli Glanna og Laxfoss. Mjög stór hluti árinnar var þá á sama tíma fisklaus að mestu. Umrætt svæði, á „milH fossa“ hefur verið sýnu lakasta veiði- svæðið síðustu sumur, enda Glanni engin fyrirstaða lengur.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.