Morgunblaðið - 30.05.1993, Qupperneq 14
14
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993
Leitaft eftir stuóningi
Bill Clinton forseti beitti símanum óspart til að tryggja stuðning við efnahagsstefnu sína sem fulltrúadeild
Bandaríkjaþings hefur nú lagt blessun sína yfir.
Bill Clinton hefur endurtekið mistökin frá
ríkisstjóraárum sínum í Arkansas og hans bíða sömu
örlög og Jimmy Carter bregðist hann ekki hart við
Eftir Ásgeir Sverrisson
DYGGUSTU stuðningsmenn for-
setans viðurkenna að að fjöl-
margt hafi farið úrskeiðis á þeim
fjórum mánuðum sem liðnir eru
frá því Bill Clinton settist að í
Hvíta húsinu við Pennsylvania-
breiðgötuna í Washington. Hörð-
ustu gagnrýnendurnir eru þeirr-
ar hyggju að frammistaða Clint-
ons í embætti sanni áður fram-
komnar fullyrðingar; maðurinn
sé ekki boðberi nýjunga, ákveðni
og stefnufestu sé ekki að finna
í orðasafni yfir helstu eiginleika
hans, annáluð yfirsýn hans sé í
besta falli þokukennd, forgangs-
röðun verkefna í molum, hið
beina og milliðalausa samband
við fólkið í landinu orðin tóm;
neytendavænar plastumbúðir um
hugmyndafræðilega fjöldafram-
Ieiðslu, sem enga næringu veiti.
Hinir sem enn hafa ekki fyllst
örvæntingu vegna hraklegs
gengis Clintons forseta í vin-
sældakönnunum vestra benda á
að hann hafi í kosningabaráttu
sinni á síðasta ári boðað algjör
umskipti í bandarísku þjóðlífi og
órökrétt sé með öllu að vænta
þess að þau fari fram á svo
skömmum tíma. Þau áföll sem
forsetinn hafi orðið fyrir megi
að hluta skýra með tilvísun til
þeirra háleitu viðmiða sem hann
hafi markað. Mörg þeirra mála
sem vakið hafi undrun og jafnvel
hneykslan hefðu í tíð annarra
forseta vakið litla athygli.
*
IBandaríkjunum, líkt og víða
annars staðar, ríkir viðvar-
andi Þórðargleði á stjórn-
málasviðinu en því verður
tæpast á móti mælt að í
Hvíta húsinu hafa menn
gerst sekir um nánast
óskiljanleg mistök á þessum fjórum
mánuðum, þó svo sú lýsing kunni
ekki að eiga við um það sem sett
hefur mestan svip á umræðuna er-
lendis um meintan hæfileikaskort
forsetans, tilraunir hans til að binda
enda á ógnaröldina í Bosníu.
Þegar Bill Clinton var kjörinn for-
seti Bandaríkjanna var á það bent
að það væri einkum þrennt sem
honum bæri að varast. I fyrsta lagi
mætti honum ekki verða á sömu
mistökin og á fyrsta kjörtímabili
sínu sem ríkisstjóri Arkansas er
hann hugðist leysa öll vandamál
íbúa þar á einu bretti. í annan stað
var riljað upp hvernig Jimmy Cart-
er mistókst gjörsamlega flest sem
hann tók sér fyrir hendur þegar í
upphafi forsetatíðar sinnar árið
1976. Og í þriðja lagi var á það
minnt hversu mikilvægt væri að
nýta þann tíma sem liði frá forseta-
kjörinu þar til Clinton tæki við.
embætti til að raða málum í for-
gangsröð og undirbúa samskiptin
við þingheim. Allt virðist þetta hafa
mistekist hjá Clinton forseta og það
má að sönnu teljast með ólíkindum
hvernig menn hafa þar á bæ hunds-
að þann lærdóm sem af sögunni
má draga.
Hugsjónir og pólitísk bernska
Þetta kallar á örlitla uppriijun.
Bill Clinton sór embættiseið ríkis-
stjóra Arkansas 10. janúar 1979.
Skeggjaðir ungir menn í vinnu-
skyrtum og þokkalega fijálslegar
konur tóku völdin í ríkinu og hugð-
ust umbylta þar öliu í nafni fram-
fara á undraskömmum tíma. Clint-
on og undirsátar hans gerðust sek-
ir um pólitíska bernsku. Forgangs-
röðun verkefna var í raun aldrei
mörkuð, hugsjónamanninum unga
þótti aðkallandi að umbylta samtim-
is menntakerfinu, sem að sönnu var
í molum í heimaríki hans og fram-
kalla grundvallarbreytingar á vett-
vangi efnahagsmála. Skattlagingin
sem fylgdi reyndist ekki vinsæl en
verra þótti að ríkisstjórinn sýndi
ekki mikla ráðdeild og virtist hroka-
fullur. Undirsátar Clintons þóttu
vaða uppi og efasemdir tóku að
vakna um stjórnunarhæfileika
hans. Svo fór að Clinton náði ekki
endurkjöri árið 1980, tapaði fyrir
minniháttar spámanni á stjóm-
málasviðinu Frank nokkrum White.
Clinton náði síðar að leggja White
að velli og lagði þar grundvöllinn
að glæstum ferli í Arkansas.
Upphaf forsetatíðar Jimmys
Carters þykir skólabókardæmi um
hvemig ekki á að standa að stjórn-
arskiptum. Fræg er sú saga er að-
stoðarmenn forsetans nýkjörna
komu saman til fyrsta fundar síns
og einn viðstaddra lýsti yfir því
eftir vandræðalega þögn að hann
myndi stjórna samkundunni þar
sem hann væri elstur í hópnum.
Forgangsröðunin fór snemma i súg-
inn. Forsetinn taldi sér ekkert óvið-
komandi, leiðrétti stafsetningarvill-
ur í plöggum þeim sem honum bár-
ust, bar sjálfur töskur sínar á ferða-
lögum og taldi að honum bæri að
skilja smáatriði hvers máls. Carter
var, eins og Clinton, „utanbæjar-
maður“ í Washington og taldi, líkt
og gáfumennum hættir til, að skyn-
semin reyndist hagsmununum yfir-
sterkari. Líkt og Clinton lenti hann
snemma í erfiðleikum í samskiptum
sínum við þingheim. Hann sá ekki
skóginn fyrir tijánum og tókst aldr-
ei að koma til skila þeim umskiptum
sem hann boðaði.
Með sama hætti tókst arftaka
Carters, Ronald Reagan, frábær-
lega upp í upphafi forsetatíðar sinn-
ar og þess verður minnst í sögunni
hversu miklu honum tókst að fá
framgengt á fyrstu þremur til fjór-
um mánuðunum. Reagan naut leið-
sagnar hæfra manna, sem vissu
hvernig hlutirnir gengu fyrir sig í
þeim pólitíska dýragarði sem Wash-
ington er. Forsetinn var að sönnu
ekki í hópi þungavigtarmanna á
andlega sviðinu en honum var ljóst
hvert hlutverk leiðtogans var í hug-
myndafræðilegum efnum og hversu
mikilvægt var að raða málum í for-
gangsröð og tryggja að þau næðu
fram að ganga á þingi. Hann hafði
ákveðna „sýn“ til veruleikans, sem
arftaki hans George Bush átti í
mesta basli með að skilja eins og
ummæli hans báru vott um og Re-
agan studdist ávallt við ákveðin og
einföld grundvallarsannindi.
Vinnusýki og ímyndarfræði
Vegna þess að Clinton og aðstoð-
armenn hans og ráðgjafar ákváðu,
af einhveijum sökum verður að
ætla, að hundsa þessa alþekktu
sögu sem hér hefur verið stuttlega
rakin er forsetinn nú kominn í vörn.
Vinsældir hans fara síminnkandi
og ímyndarfræðingarnir eru teknir
að ókyrrast. í huga almennings er
óðum að mótast mynd af forseta,
sem að sönnu er haldinn þokka-
legri vinnusýki en veit ekki í hvaða
farveg hann á að beina kröftum
sínum. Forgangsröðunin hefur
óneitanlega verið einkennileg;strax
í upphafi forsetatíðarinnar var mik-
ilvægasta verkefnið það að tryggja
kynhverfum rétt til að veija (og þá
um leið falla fyrir) frelsið og föður-
landið. Clinton tókst með þessu að
styggja yfirmenn landvarna í
Bandaríkjunum, sem aldrei getur
talist gæfuleg byijun og síðar
neyddist hann til að draga í land
og kalla yfir sig heilaga reiði hinna
ýmsu samtaka örvkynja. Sérkenni-
leg byijendamistök áttu sér stað í
embættistilnefningum forsetans, er
gátu af sér hamslausar umræður
um kjör litaðra vinnuhjúa sem auð-
stéttin bandaríska ræður gjarnan
til að gera sér lífið léttara. Skyndi-
lega varð það skilgreiningaratriði
um siðferðisstyrk og dýpt sálarlífs
viðkomandi hvort sá hinn sami hafði
einhveiju sinni ráðið slíkan vinnu-
mann í þjónustu sína og greitt þau
opinberu gjöld sem slíkum „rekstri"
fylgja. Á sama tíma voru leidd að
því rök að nokkrir þeir sem Clinton
hafði hafið til hárra embætta stæð-