Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 30.05.1993, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 30. MAÍ 1993 33 Skýrsla Sameinuðu þjóðanna um velferð Tíu þjóðir búa við meiri velmegun en Islendingar New York. Frá Huga Ólafssyni, fréttaritara Morgunblaðsins. TÍU þjóðir í heiminum búa við meiri velferð en íslendingar, sam- kvæmt staðli Þróunarstofnunar Sameinuðu þjóðanna, sem birtur er í nýútkominni skýrslu. íslendingar vinna lengstan vinnudag af iðnv- æddum þjóðum, við tímgumst örar en aðrar Evrópuþjóðir að Alban- íu undanskilinni og engir Vesturlandabúar fara oftar í kvikmyndahús. GRAFARVOGSBÚAR, ÁRBÆINGAR, S MOSFELLSBÚAR í tilefni a f 1/2 árs afmæli vefnaðarvöruverslunarinnar Bútar og blúndur veitum við í vikunni 1.-5. júní 15% afsldtt affataejhwm 30% afsldtt af töskwm 5% afsldtt afhannyrðum Notið tækifæríð og saumið fyrír 17. júní. Full búð afnýjum efnum. Svokallaður þróunarstaðall SÞ er tilraun til að mæla velferð fólks og tekur tillit til þriggja atriða: Kaupmáttar, meðalævilengdar og menntunar. Aðeins Japanir, sem samkvæmt skýrslunni búa best allra þjóða, lifa lengur en íslending- ar, en við erum í tíunda sæti hvað kaupmátt launa varðar. Það sem dregur okkur niður er skemmri skólaganga en tíðkast víðast annars staðar, samkvæmt upplýsingum Þróunarstofnunarinnar. Íslendingar voru þriðju í röðinni á velferðarlista SÞ fyrir tveimur árum, sem í fljótu bragði virðist benda til að stórlega hafi brugðið_ til verri vegar. Hrapið virðist þó mega skýra að stórum hluta með smávægilegum breytingum á reiknijöfnu SÞ-manna, þar sem lengd skólagöngu fær aukið vægi en læsi í mati á menntun. Ef jafnrétti karla og kvenna er bætt inn í velmegunarstaðal SÞ færast öll Norðurlöndin upp á við, en skýrsluhöfundar hafa ekki talið sig hafa nægar upplýsingar um ís- land í þeim samanburði. Þó má búast við að staða okkar vænkist örlítið með slíkum reikningi; við erum aftast á merinni af Norður- löndum hvað launamun kynjanna og hlutfall kvenna á þingi varðar, en stöndum þó framar öllum þjóðum utan Norðurlanda. Meðal annarra forvitnilegra upp- lýsinga sem fram koma í Þróunar- skýrslu SÞ eru: Annar hvor íslend- ingur á bíl, sem er hærra hlutfall en hjá öðrum Evrópuþjóðum; sjón- varpstæki á mann eru hins vegar óvíða færri; aðeins Svíar fá fleiri bækur lánaðar á bókasöfnum; og 1.800 manns eru um hvert pósthús á íslandi og samkvæmt þeirri töl-. fræði ættu biðraðir hvergi að vera styttri nema í Noregi. Velferðarstaðall SÞ hefur verið umdeilidur frá því að fyrsta Þróun- arskýrslan kom út árið 1990, enda erfitt að mæla hamingju fólks í tölum þannig að allir séu sammála. FTestir telja hann þó komast nær því að mæla almenna velmegun en þjóðartekjur á mann, sem er sá kvarði sem lengst af hefur verið notaður til að bera saman lífskjör þjóða. Þau tfu ríki þar sem mesta velsæld er að finna eru, samkvæmt staðlinum (í þessari röð): Japan, "^ci 65 -8' X með frönskum og sósu TAKIÐMEÐ iíJíí TAKIDMU -tilboð! WW - tilboð! Jarlinn Kanada, Noregur, Sviss, Svíþjóð, Bandaríkin, Astralía, Frakkland, Holland og Bretland. ísland er svo í ellefta sæti, en á hæla okkar koma Þjóðvetjar, Danir, Finnar og Aust- urríkismenn. Hverafold 1-3,2. hæð (innangengt). M 1993 HU mun □ w NAÐ NAM ''i'. Iðnskolinn i Reykjavik og Reykjavíkurborg gefa ungu atvinnulausu fólki í borginni kost á launuðu starfsnámi við Iðnskólam í sumar. ■ i Iðnskólinn í Reykjavík Sumarstarfsnámið hefst þann 14.júní og stendur til 13. ágúst Innritun fer fram í Iðnskólanum dagana 2., 3., 4. & 7. júní frá kl. 10 -18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.