Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993
11
Kogga leirmunahönnuður, Ögmundur Jónasson for-
maður BSRB, Magnús Kjartansson myndlistamaður og
Magnús Ingi Magnússon veitingamaður.
MENNING/LISTIR
Eitt verka Erlu B. Magnúsdóttur.
Myndlist
Erla B. Axels-
dóttir sýnir í
Slunkaríki
Erla B. Axelsdóttir opnar á þjóðhá-
tíðardaginn, 17. júní kl. 16, sýningu á
verkum sínum í Slunkaríki á ísafirði.
Erla hefur haldið sjö einkasýningar.
Síðast sýndi hún í Listasafni ASÍ við
Grensásveg í október 1992. Jafnframt
hefur Erla tekið þátt í samsýningum
hér heima og erlendis.
Erla starfrækir Art-Hún gallerí og
vinnustofur ásamt fjórum öðrum lista-
konum við Stangarhyl 7 í Reykjavík.
Art-Hún hópurinn opnaði samsýningu
í Poppay Museum í Saratoga Springs,
NY, Bandaríkjunum, 5. júní sl. Þetta
er önnur samsýning hópsins í Banda-
ríkjunum, en áður sýndu þær stöllur í
John Almquist-gallerí í Chicago í nóv-
ember á sl. ári.
Á sýningu Erlu í Slunkaríki eru olíu-
málverk og pastelmyndir unnar á und-
anförnum 2-3 árum.
Veitingastaðurinn í Munaðamesi,
sem staðsettur er í þjónustumiðstöð
orlofshúsa BSRB í Munaðamesi, hefur
allt frá árinu 1988 staðið fyrir mynd-
iistarsýningu í veitingarsölum hússins.
Rekstraraðili veitingahússins í Munað-
arnesi er Árberg hf. í Reykjavík, sem
hefur verið í rekstri um árabil og í
eigu sama aðila, Magnúsar Inga Magn-
ússonar veitingamanns, frá árinu
1988. Staðarhaldari og vert í Veitinga-
staðnum í Munaðarnesi í sumar er
Hallgrímur H. Gröndal.
Tónlist
Tónleikar í Lágafells-
kirkju
Tónleikar verða í Lágafellskirkju á
morgun, miðvikudaginn 16. júní, kl.
20.30. Organisti kirkjunnar, Guð-
mundur Ómar Óskarsson, og Kirkjukór
Lágafellssóknar standa að tónleikun-
um. Á efnisskrá eru orgel- og kórverk
eftir þekkt tónskáld. Auk fyrrnefndra
flytjenda leikur Ingibjörg Lárusdóttir
á trompet.
í desember á sl. ári var tekið í notk-
un nýtt 14 radda orgel í Lágafells-
kirkju sem Björgvin Tómasson orgel-
smiður í Mosfellsbæ hefur smíðað og
gefst hér tækifæri til að kynnast hljóm-
um þess.
Allir em velkomnir og aðgangur er
ókeypis.
Fyrirlestur
Fyrirlestur í Norræna
húsinu
Atli Heimir Sveinsson tónskáld held-
Listalíf í Munaðarnesi
Veitingastaðurinn í Munaðarnesi hóf
sinn árlega sumqrrekstur 15. maí sl.
og 5. júní sl. var haldin opnunarhátíð
með „listamönnum sumarsins“, en þeir
eru hjónin Magnús Kjartansson mynd-
listamaður og Kogga leirmunahönnuð-
ur. Verk þeirra hjóna verða til sýnis
og sölu í veitingahúsinu í sumar. Lif-
andi tónlist verður einnig og mun
Megas verða með fyrstu tónleika sum-
arsins, laugardaginn 19. júní.
ur fyrirlestur í Norræna húsinu í dag,
þriðjudaginn 15. júní, kl. 20.30 er hann
nefnir „Grieg frá sjónarhóli nútímatón-
skálds", en í dag eru 150 ár liðin frá
fæðingu norska tónskáldsins Edvards
Grieg.
Hann mun segja frá verkum Grieg,
leika á píánó og spila tóndæmi af
hljómplötum. Fyrirlesturinn er á ís-
lensku og er um 40 mín. að lengd.
Allir eru velkomnir og er aðgangur
ókeypis.
Til sölu í Hafnarf irði
Nýkomin til sölu mjög falleg 7 herb. íb. á tveimur hæðum alls 4 50
fm á góðum og rólegum stað við Hamarinn. 70 fm timburskúr.
Skipti á 4ra herb. íbúð koma til greina.
Árni Gunnlaugsson, hrl.,
Austurgötu 10, simi 50764.
ORKURÍKT
FITUSNAUTT
MORGNA
Háir sem lágir, mjóir sem breiðir, ungir sem aldnir
þurfa Weetabix til að halda athygli sinni og
starfsgleði í erli dagsins.
ÞÚ KEMST LANGT Á EINNI KÖKU.
TREFJARÍKT
Weetabix
Arðbærir söluturnar
Höfum til sölu nokkra söluturna með mánaðar-
veltu frá 3,0 millj. til 5,0 millj.
Hagstæð lán gegn góðum tryggingum. Nú er
gott tækifæri að eignast eigið, arðbært fyrirtæki.
Upplýsingar aðeins á skrifstofunni.
r^iTTiT7^T7I^iTvn
T
SUÐURVERI
SfMAR 812040 OG 814755, REYNIR ÞORGRÍMSSON.
Bergstaðarstræti
Einbhús um 250 fm, ásamt 20 fm bílskúr. Húsið er tvær
hæðir og kjallari. Mjög góð staðsetning í nágrenni Landspítal-
ans. Gæti losnað fljótlega.
Akurgerði
Húsið er parhús, sem er kjallari og tvær hæðir eða um 129
fm og sérgarður. Húsið er í góðu ástandi og getur losnað fljót-
lega. Staðsetning er mjög góð, á friðsælum stað nálægt nýja
miðbænum. Makaskipti möguleg.
Fagrabrekka - Kóp.
Einbýlishús, íbúðarhæð um 133 fm og í kj. eru 90 fm.
24 fm bílsk. Upphituð innkeyrsla. Skipti möguleg.
Lögmannsstofan Siðumúla 1, Reykjavík, simi 688444.
Hafsteinn Hafsteinsson hrl., Hrund Hafsteinsdóttir hdl.
( EINNIG Á SUNNUDÖGUM )
HOLLT OG GOTT
ÖRKIN1012-