Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATVINNIJI.ÍF ÞRIÐJIÍÐÁGUR 15. JÚNÍ Í993
3l
Atvinna
Iðnaðurgegn atvinnuleysi
LANDSSAMBAND iðnaðar-
manna hélt 45. iðnþing íslend-
inga 21. og 22. maí síðastliðinn
á Hótel Sðgu. Þar var eftirfar-
andi ályktun samþykkt sam-
hljóða:
Aldrei fyrr í sögu lýðveldisins
hefur þrengt eins mikið að á ís-
lenskum vinnumarkaði og um
þessar mundir. Aldrei fyrr hefur
hægt eins lengi á hjólum atvinnul-
ífsins og afkomu eins margra fyrir-
tækja, einstaklinga og heimila ver-
ið stefnt í jafn mikla hættu sem
nú. Og aldrei fyrr hefur verið jafn
augljós nauðsyn þess að byggja
upp sterkan iðnað. 45 iðnþing Is-
lendinga gerir körfu til þess að
Fjölbreytt starfsemi fór fram á
vegum ÍMARKS, að því er fram
kom á aðalfundinun. Þar bar hæst
heimsókn hins þekkta prófessors,
Philip Kotlers. Auk fastra liða á
borð við samkeppnina um athyglis-
verðustu auglýsingar ársins tók
ÍMARK þátt í ráðstefnunni „Sigur
í samkeppni" sem fram fór á Hótel
Örk í október. Þá veitti klúbburinn
hin árlegu markaðsverðlaun fyrir
stjórnvöld bregðist við þessum
vanda á víðtækan hátt. Leita verð-
ur allra leiða í þessu skyni, jafnt
þeirra sem fela í sér skammtíma-
sem langtímalausnir. Iðnþingið tel-
ur að í þessum tilgangi verði sér-
staklega að gaumgæfa eftirtalin
atriði:
Jafnrétti atvinnuvega. Löngu er
orðið tímabært að sömu lögmál
verði látin gilda um allar atvinnu-
greinar hér á landi. Láta verður
af þeirri áráttu að mismuna at-
vinnugreinum eftir ímynduðu mik-
ilvægi. Á þetta bæði við þegar
gerðar eru ráðstafanir í efnahags-
og atvinnumálum sem og í al-
mennri umfjöllun um atvinnulífið.
Gengisstefna. Festa í gengis-
framúrskarandi árangur í markaðs-
málum og hlaut fyrirtækið Miðlun
þau að þessu sinni.
Nokkur fjöldi sótti um inngöngu
í klúbbinn á sl. ári og eru félagar
nú um 350 talsins. Stjórnin hefur
samið við heildverslunina Niko hf.
um skrifstofurekstur fyrir klúbbinn
næstu 12 mánuði. Mun Sigurður
K. Kolbeinsson, framkvæmdastjóri
Niko, veita skrifstofunni forstöðu.
málum er æskileg en fær þó ekki
staðist nema hún styðjist við aga
á öðrum sviðum efnahagsmála. Til
lengdar verður gengisskráning að
miðast við að halda jafnvægi í
utanríkisviðskiptum jafnframt því
að treysta stöðugleika í verðlags-,
launa- og gengismálum. Þá er
löngu kominn tími til að viður-
kenna að gengisstefna þarf að taka
mið af því acL sjávarútvegurinn
hefur gjaldfrjálsan aðgang að mik-
ilvægustu auðlind þjóðarinnar og
þolir af þeirri ástæðu hærra gengi
en ella.
Ný atvinnutækifæri.Á næstu sjö
árum mun þurfa að skapa 20.000
ný atvinnutækifæri. Skapa þarf
iðnaðinum skilyrði til að taka við
dijúgum hluta þessa fólks. Aldrei
má sættast á að telja atvinnuleysi
eðlilegt hlutskipti tiltekins hluta
þjóðarinnar. Með innflutningi iðn-
aðarvöru fyrir u.þ.b. 20 milljarða
króna sem væri hægt að framleiða
innanlands er í raun verið að flytja
inn atvinnuleysi á þúsundum at-
vinnutækifæra. Hér verður þróun
að taka við af öfugþróun.
Smáiðnaður - stón'ð/alsland er og
verður smáfyrirtækjasamfélag.
Það er staðreynd sem stjómmála-
menn, samtök atvinnuvega, emb-
ættismenn, sérfræðingar og þjóðin
öll verða að viðurkenna. Skapa
þarf íslenskum fyrirtækjum rekstr-
arskilyrði sem taka mið af þessari
staðreynd. Um leið þarf að leita
markvisst iðnaðarfæra á sviði
orkufreks iðnaðar. Við uppbygg-
ingu stóriðju verður að nýta vel
möguleikana til uppbyggingar í
verktaka- og þjónustuiðnaði og
úrvinnsluiðnaði.
Menntamál. Efla þarf iðnmennt-
un og auka almennan skilning á
gildi iðnnáms. Kominn er tími til
að iðnmenntun sé metin að verð-
leikum hér á landi eins og í öðrum
tæknisamfélögum, og viðurkennt
í verki að hún sé bæði lykillinn að
aukinni hagsæld og ákjósanleg leið
til þroska og lífsfyllingar. Efla
þarf rannsóknir og nýsköpun í iðn-
aði og hvetja til nýrra mennta-
brauta á sviði iðnaðar þar sem ís-
lendingar geta og eiga að skapa
sér sérstöðu, t.d. við nýtingu auð-
linda hafs og orkulinda.
45. iðnþing íslendinga leggur
áherslu á að horft verði til margra
átta í senn til að leysa atvinnu-
vanda þjóðarinnar og hvetur til
samstarfs ólíkra hópa í þjóðfélag-
inu; s.s. launþega og atvinnurek-
enda, bænda og sjómanna, opin-
berra starfsmanna og þeirra sem
starfa innan einkageirans. Verk
er að vinna: tími er kominn til að
Islendingar snúi bökum saman og
standi einhuga að uppbyggingu
íslensks atvinnulífs 21. aldarinnar.
LJósmynd/Kristján E. Einarsson
STJÓRNIN — Ný stjórn var kjörin hjá ÍMARKI á aðalfundi
fyrir skemmstu. Á myndinni eru standandi f.v. Sigurður K. Kolbeins-
son, sem veitir skrifstofu klúbbsins forstöðu, Magnús Kristjánsson,
starfandi formaður og Árni Geir Pálsson. Hjá þeim sitja þau Hrönn
Greipsdóttir og Helgi Helgason.
Markaðsmál
Ný sijóm hjá ÍMAKKI
NÝ stjórn var kjörin hjá ÍMARKI, íslenska markaðsklúbbnum fyrir
næsta starfsár á aðalfundi sem haldinn var nýlega á Hótel Sögu.
Hana skipa þau Magnús Kristjánsson, starfandi formaður, Helgi
Helgason, ritari og Árni Geir Pálsson. I varasljórn var kjörin Hrönn
Greipsdóttir. Birna Einardóttir, formaður ÍMARKS, er í ársleyfi
erlendis og kemur aftur til starfa í september.
ANDRES SKÓLAVÖRÐUSTÍG 22A - SÍM118250
Fyrir 17. júní:
Stakir jakkar nýkomnir á kr. 7.800
Sumarhattar í úrvali á kr. 1.900-4.900
Sumarbuxur á kr. 3.900
Flauelsbuxur á kr. 1.790-5.600
Vandaður fatnaður á hóflegu verði. Sendum í póstkröfu.
Þegar við segjum
að Honda sé óvenju-
sparneytinn bill,
erum við ekki bara
að segja að hann sé
spar á eldsneyti,
heldur einnig á
umhverfið.
VTEC vélin sem nú prýðir helstu gerðir
Honda, er byltingarkennd nýjung sem
tryggir hámarksnýtingu á eldsneyti
án þess að það komi niður á
krafti bílsins. Verndun
umhverfisins er ábyrgð
allra. Honda er
leiðandi í hópi þeirra
bílaframleiðenda sem
sinna þeirri ábyrgð.
(H)
1
VATNAGÖRÐUM - SÍMI 689900
...spameytni
Þú færð \ extina af Launabréfum
senda heim áþriggja mánaða fresti.
Launabréf gáfu bestu ávöxtun tekjusjóða síðastliðna 12 mánuði.
Kynntu þér kosti Launabréfa, eignarskattsfrjálsra bréfa sem
byggja einvörðungu á ríkistryggðum verðbréfum.
Þú færð Launabréf hjá Landsbréfum hf. og umboðsmönnum LANDSBRÉF HF.
í Landsbanka íslands um allt land. Landsbankinn stendurmed okkur
Sudurlandsbraut 24, 108 Reykjavik, sími 91-679200, fax 91-678598
Löggilt verðbréfafyrirtæki. Aðili að Verðbréfaþingi íslands.