Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993
37
nær ij'órum áratugum. Síðan höfum
við verið vinir. Það, sem hann hefur
verið mér og minni fjölskyldu, verð-
ur aldrei fullþakkað. Ekki er ætlun-
in að rekja þá sögu hér. Hjá honum
fór allt saman: Mannvit, þekking,
góðvilji, dugnaður og skopskyn. Sá
sem átti Svein að vini var ekki ber-
skjaldaður.
Hann dó eins og hann lifði,
ákveðið og fumlaust.
Sveinn var gæfumaður. Á það
við um hvort tveggja, fjölskyldulíf
og hinn ytri heim. Hann var vel af
guði gerður bæði til sálar og lík-
ama. Þessar guðs gjafír nýtti hann
á þann veg, sem ég álít að góður
og grandvar maður eigi að vera.
Aldrei vissi ég til þess, að Sveinn
þyrfti að svæfa samviskuna. Hann
lifði þannig, að samviskan, sem býr
í bijósti sérhvers manns, var samof-
in starfi og framkomu hans. Enda
var hann valinn til forystu og það
var sóst eftir honum sem slíkum í
hveijum þeim félagsskap, sem hann
tók þátt í.
Svo hittist á, að þegar kallið kom
var Herdís kona hans að hug-
hreysta og hlúa að konu minni í
þungum veikindum.
Einmitt nú í sólmánuði, þegar
hann naut lífsins í fyllstum mæli,
kom kallið, sem enginn fær umflúið.
Huggun er það nokkur, að hann
þurfti ekki að þola heilsubrest og
langvinn veikindi. Slíkt hefði orðið
honum, aðstandendum og vinum
ennþá þungbærara.
Um leið og ég með þessum fá-
tæklegu orðum vil þakka Sveini
áratuga vináttu votta ég Herdísi
konu hans og fjölskyldu mína inni-
legustu samúð.
í hvert sinn er ég heyri góðs
manns getið minnist ég hans, stend-
ur í Njálu. Þessi orð vil ég gera að
mínum.
Jón Júlíus Sigurðsson.
Sárt er að sjá á eftir sínum nán-
ustu þegar þeir ganga á vit feðra
sinna. Söknuður er mér efst í huga
nú í dag þegar tengdafaðir minn
er til moldar borinn. Kynni okkar
Sveins hófust fyrir 17 árum, þegar
ég og Herdís dóttir hans vorum að
draga okkur saman. Það er mér
minnisstætt hversu vel mér var tek-
ið á heimili hans, jafnt af honum
og tengdamóður minni, Herdísi Sig-
urðardóttur. Okkar samskipti hafa
ætíð verið góð, enda var Sveinn
stakt ljúfmenni. Síðustu fjögur árin
bjuggum við í sama húsi, en við
hjónin vildum búa nálægt foreldrum
okkar því að við teljum að bömum
sé hollt að umgangast afa sinn og
ömmu hversdags. Þegar það losnaði
íbúð í sama stigagangi og tengda-
foreldrarnir bjuggu í þá gripum við
tækifærið og fluttum inn, að höfðu
samráði við þá. Ég vil þakka Sveini
fyrir sambúðina og þá hlýju og
umhyggju sem hann hefur sýnt
börnunum mínum.
Sveinn var gæfumaður í lífinu.
Hann fæddist að Hvilft í Önundar-
firði, 23. nóvember 1920, sá sjötti
í röð ellefu systkina. Fljótlega eftir
sem urðu miklir vinir hans. Stuttu
eftir að Anna fæddist veiktist Hild-
ur mikið og lést um sumarið ’55.
Þá var Anna send skv. beiðni Hild-
ar í fóstur til Harðar bróður Hildar
sem bjó á Hofi á Kjalarnesi ásamt
eiginkonu sinni, Aðalbjörgu Jóns-
dóttur, og börnum og ólst hún upp
hjá þeim. Jóna og Bergljót ólust
upp hjá Gísla og var hann þeim
góður faðir. Gísli giftist aldrei aft-
ur.
Þegar Gísli hætti búskap fór
hann suður og vann hin ýmsu störf,
m.a. við byggingu Búrfellsvirkjun-
ar, en lengst af vann hann á Kirkju-
sandi, fyrst hjá Júpiter og Mars
og síðast hjá Kirkjusandi hf. og bjó
hann þar á staðnum í 21 ár til
ársins 1983 þegar hann hætti störf-
um og flutti í Mosfellsbæinn í ná-
lægð við okkur og barnabörnin.
Þegar við hjónin fluttumst í Teiga-
hverfið mynduðust mikil tengsl við
Gísla og hann heimsótti okkur oft
og ekki minnkuðu heimsóknirnar
eftir að nafni hans fæddist. Gísli
fór aldrei dult með pólitískar skoð-
að ég kynntist fjölskyldunni heyrði
ég talað um menningarsetrið Hvilft
og sæmdarhjónin sem þar bjuggu,
Finn Finnsson og Guðlaugu Sveins-
dóttur. Þau hjón ræktuðu með börn-
um sínum gildi góðrar menntunar,
enda gengu þau öll menntaveginn
og hangir mynd af systkinahópnum
í Menntaskólanum á Akureyri, en
þaðan luku 10 þeirra prófi. Það ell-
efta fór beint í Kennaraskóla ís-
lands og lauk þaðan prófi. Það var
Ragnheiður Finnsdóttir, kennari
minn í gagnfræðaskóla, og hafði
ég ekki beyg af að tengjast Sveini
þegar ég vissi hverrar bróðir hann
var.
Sveinn lauk lögfræðiprófí árið
1949 og hans lífsstarf tengdist
þeirri menntun. Hann var bæjar-
stjóri á Akranesi um nokkurt skeið,
vann hjá Verslunarráði íslands og
víðar, en meginhluta starfsævinnar
var hann framkvæmdastjóri Verð-
lagsráðs sjávarútvegsins og síðar
einnig Fiskimálasjóðs.
Hinn 4. ágúst 1951 kvæntist
Sveinn eftirlifandi konu sinni, Sig-
ríði Herdísi Sigurðardóttur. Þeirra
hjónaband var farsælt. Þau eignuð-
ust fjögur mannvænleg börn. Þau
eru Guðlaug Sveinsdóttir, kerfís-
fræðingur og kennari, f. 2. júní
1952, hennar maki er Benedikt
Hauksson, verkfræðingur og eiga
þau þijú börn, Svein, Hauk og
Maríu Bryndísi; Jóhann Sveinsson
framkvæmdastjóri, f. 15. mars
1955, hans sambýliskona er Guðný
Hafsteinsdóttir, kennari og mynd-
listanemi og eiga þau tvö börn,
Elísu og Hafstein; Herdís Sveins-
dóttir, eiginkona min, dósent í
hjúkrunarfræði, f. 2. maí 1956 og
eigum við þijú börn, Óttar, Nínu
Margréti og Jakob; og Finnur
Sveinsson, viðskiptafræðingur, f.
11. september 1966, hans sambýlis-
kona er Þórdís J. Hrafnkelsdóttir
læknir og eiga þau tvö börn, Svein
Finnsson og Arndísi Evu.
Þau hjón Herdís og Sveinn áttu
sér ástríðufullt áhugamál, golf-
íþróttina. Ég þekkti þau ekki fyrir
daga golfsins, en Sveinn gekk í
Golffélag Reykjavíkur árið 1972.
Það var sama hvernig viðraði, alltaf
var kylfan á lofti. Og golfsveiflan
hans Sveins var einstök og verður
vart leikin eftir! Ég á margar
ánægjulegar minningar frá sameig-
inlegri spilamennsku okkar og var
sonur minn Óttar oft með okkur.
Ávallt var keppt innbyrðis og hlakk-
aði í Sveini þegar hann sagði: Og
enn á kallinn pallinn!! Svo sannar-
lega átti kallinn pallinn laugardag-
inn 5. júní, tveimur dögum fyrir
andlát sitt, þega.r hann vann öld-
ungamót Frímúrara í þriðja sinn frá
því þetta mót var haldið fyrst árið
1983. Hann sagði sjálfur glað-
hlakkalegur að það væri að verða
regla hjá honum að vinna þetta
mót á fimm ára fresti.
Sunnudagurinn, 6. júní 1993,
verður fjölskyldunni minnisstæður
vegna ánægjulegrar fjölskylduferð-
ar sem farin var á Reykjanesið að
tilstuðlan Sveins. En hann hafði,
lengi talað um að fara með barna-
börnin í Reykjanesvita og um nesið.
Slíkar ferðir hafði hann farið með
sínum börnum og haft ánægju af.
Að leiðarlokum vil ég þakka tengda-
föður mínum góðar stundir. Herdís,
tengdamóðir mín á nú um sárt að-
binda, en minningar um góðan eig-
inmann og farsælt hjónaband eru
henni stoð á erfiðri stund.
Rolf E. Hansson.
Hann kom að vestan, ættaður
af Ströndum og úr Breiðafjarðar-
eyjum, af kjarnakyni, bæði í móð-
ur- og föðurlegg. Hann fæddist og
ólst upp á Hvilft í Önundarfírði.
Þau voru mörg systkinin, öll saman
tápmikið fólk, sem hlutu mennt og
frama jöfnum höndum í langskólum
og í skóla lífsins.
Það er högg fyrir okkur bekkjar-
systkini hans af árgangi ’43 í gamla
MA að missa hann einmitt þegar
minnzt er fimmtíu ára stúdentaaf-
mælis okkar með fagnaði fyrir norð-
an og góða veizlu gera skal. Sveinn
Finnsson mátti kallast forsprakki
bekkjarins - öllu heldur bekksagn-
arinnar, en svo er sameiginlegt
heiti stærðfræði- og máladeildar.
Sveinn var i stærðfræðideild;
inspector schoale - umsjónarmaður
skólans - var hann síðasta vetur
okkar. Annar kom ekki til greina.
Hann var fæddur foringi, virður vel
og dáður. Nærvera hans þýð. Örlít-
ið kvankvís var hann á köflum og
gleðimaður. Kom ávallt góðu tii
leiðar með tilgerðarlausri fram-
komu. Tvíburabróðir hans Jóhann
heitinn, tannlæknir og dósent við
Háskóla íslands, drukknaði með
váveiflegum hætti fyrir tuttugu
árum og fimm dögum. Var að hon-
um harmdauði. Hann var einhver
bezti drengurinn í bekknum (bekks-
ögninni) gæddur óvenju léttri lund,
svo að það var hollt fyrir sálina að
hitta hann. Um hann var eitt sinn
sagt, að hann hefði verið með svo
„heitt hjarta, að maður brenndi sig
á því“. Þeir bræður voru á vissan
hátt líkir, Sveinn ávallt dulari en
jafn raungóður eins og Jóhánn, og
öllum sem honum kynntust að ráði,
kom saman um, að hann væri „fínn
pappír" og traustverðugur, enda
voru honum falin ýmis trúnaðar-
störf bæði hjá Fiskimálasjóði, sem
hann vann hjá lengst af, og víðar.
Skólaárin í MA, einkum í stríð-
inu, voru ekki atburðalaus. Fór
ekki hjá því að árgangurinn ’43
drykki í sig áhrif frá sveiflum, sem
urðu í íslenzku samfélagi og þjóð-
lífi með tilkomu hernáms, enda
kölluðum við okkur „stríðskynslóð
númer eitt“, öll komin á herskyldu-
aldur síðasta skólaárið. Atburðir úti
í heimi, sú spenna, sem þeim fylgdi,
læddist inn í sálarlíf margra ís-
lenzkra ungmenna á þessum tím-
um.
Við þóttum léttúðugt ungt fólk,
sem gekk ofan úr skólanum niður
Syðri-Brekkuna á Ak. vorið 1943,
vorum léttstíg með hvítar húfur
eftir útskrift - brautskráninguna
eins og slíkt var nefnt fyrir norðan
- og svo þá um kvöldið komið sam-
an á Hótel Akureyri - og þar var
„gleði í höll“, sem einstaka gat orð-
ið hált á. Þetta var árgangurinn
frægi, sem Sigurður skólameistari
las pistilinn við útskrift sennilega
af því að yngsti sonur hans var í
hópnum. „Ög allt urðu þetta mætir
menn með lífsábyrgð," sagði ein-
hver nýlega og maður eins og
Sveinn Finnsson gaf okkur hinum
alltaf vissan lífstón til að fara eftir
beint og óbeint. Meistari mat Svein
líka mikils eins og hin Hvilftar-
systkinin, sem höfðu öll numið í
norðlenzka skólanum utan eit.
Hjálmar forstjóri bróðir Sveins var
gerður að inspector scholae og
Sveinbjörn, einn bróðirinn, var
gangavörður og afar áberandi í
skólalífinu. „Þeir Hvilftarbræður
voru alltaf svo frískir," sagði einn
kunnugur.
Einhvers staðar stendur að sorg-
in eigi að vera til að dýpka gleðina.
í minningu og huga okkur félaga
og vina Sveins verður hann alltaf
snarlifandi eins og allt annað, sem
gefur sál manns líf og gleði.
Steingrímur St.Th. Sigurðsson.
Ég hef misst tengdapabba minn,
afa litlu barnanna minna.
Sveinn var afi sem stóð undir
nafni. Hann var stoltur afí og fylgd-
ist gjörla með bömunum og þeirra
framförum og þroska. Alltaf var
hann tilbúinn til að gæta litlu kríl-
anna þegar þannig stóð á og hann
þreyttist aldrei á að tala um þau
og jieirra uppátæki.
Ég veit að það gladdi hann þegar
hann eignaðist lítinn alnafna og
mér finnst ég hafa átt dálítið meira
í tengdapabba fyrir bragðið. Sveinn
litli á líka oft eftir að vekja minning-
ar um hann, fallegar minningar
tengdar þessum hjartahlýja og
þróttmikla manni, sem naut þess
að vera innan um börn sín og bama-
börn. Þannig verður minningin um
þennan yndislega dag, sem við átt-
um saman öll fjölskyldan á Reykja-
nesi, ein af sterkustu minningunum
um hann. Þar naut hann sín, skipu-
lagði dálítið, stjórnaði dálítið, en
umfram allt var hann með fjölskyld-
unni. Þannig mun ég muna hann.
Að leiðarlokum kvaddi hann okkur,
að það yrði í hinsta sinn grunaði
mig ekki.
Sonur minn sagði í dag á sínu
barnamáli: „Langa fá afa.“ Það er
allt sem segja þarf. Ég á eftir að
sakna tengdapabba sem tók mér
svo opnum örmum þegar ég kom
inn í fjölskylduna. Ég á eftir að
sakna nær daglegra símhringinga
þegar hann hringdi „bara til að vita
hvernig við hefðum það“.
Sveinn kemur ekki aftur, en við
gleðjumst yfir því að hafa notið
þessa tíma með honum. Ég veit líka
að þótt hann sé dáinn þá vakir
hann yfir börnunum mínum, líkt
og hann gerði í lifanda lífí.
Heddý, þú misstir mest af okkur
öllum, en mundu að þú ert samt
ekki ein og að þú átt okkur öll að.
Þórdís Jóna, móðir Sveins
og Arndísar Evu.
anir sínar og ræddum við oft um
þau mál í eldhúsinu. Hann lagði
mesta áherslu á sjálfstæðismál
þjóðarinnar, en fannst lítið koma
til stjórnenda síðari ára.
Fyrstu árin í Mosfellsbænum bjó
Bergljót með honum eftir að hún
varð að flytjast frá Tálknafirði
vegna veikinda og þar til að hún
dó og síðustu árin hefur Jóna búið
með honum og annast hann af
stakri kostgæfni.
Miklar ánægjustundir átti Gísli
við að ganga til okkar og heim-
sækja barnabörnin og leika við þau
og gæta þeirra ef þess var óskað.
Síðustu árin var hann bundinn við
súrefniskút og máttur farinn að
þverra svo að hann gat ekki lengur
gengið í heimsókn. Það hlutskipti
var hann aldrei sáttur við, en alla
daga til loka fóru barnabörnin aldr-
ei úr huga hans og voru fagnaðar-
fundir þegar hann hitti þau.
Að lokum vil ég þakka honum
fyrir góð kynni. Öll fjölskyldan
kveður hann með söknuði.
Þröstur Karlsson.
Minning
Guðrún Guðjónsdóttir
Fædd 15. júní 1909
Dáin 15. janúar 1993
í dag, 15. júní, hefði móðir mín
orðið 84 ára. Á þessum degi langar
mig til að þakka móður minni fyrir
allt það sem hún gerði fyrir mig
og börnin mín. Móðir mín var mjög
vel gefin kona og henni var mjög
annt um okkur systkinin. Hún
fylgdist vel með barnabörnum sín-
um og spurði oft um þau. Því mið-
ur kynntist hún börnunum mínum
ekki nógu vel vegna ytri aðstæðna.
Þegar við komum inn í Hólmgarð
ljómaði hún öll og vildi allt fyrir
þau gera.
Mamma mín. Hjartans þakkir
fyrir allt. Ég var heppin að eiga
svona góða móður sem allt vildi
fyrir mig gera ef hún gat. Ég mun
alltaf minnast þín með hlýju og
söknuði. Hafðu þakkir fyrir allt og
allt.
Guðjón Sigurðsson.
HÓPFERÐIR VEGNA
JARÐARFARA
MÖÍUM GÆÐA HÓPBIFREIÐAR
FRÁ 12 I IL 65 I'ARM-.GA
LEITIÐ UPPLÝSINGA
HOPFERÐAMIÐSTOÐH
Bíldshöfða 2a,
sfmi 685055, Fax 674969 i
- ávallt
skammt undan
Sambyggðar
trésmíðavélar
Hjólsagir,
bandsagir,
spónsagir,
Verö frá kr. 18.360 stgr.
ALLEN loftpúðavélar fyrir
kröfuharða. Öruggar vélar
fyrir allar aðstæður. 5 gerðir.
Fjölbreytt úrval af sláttuvél-
um, akstursvélum, valsavél-
um, loftpúðavélum, vélorf-
um, limgerðisklippum, jarð-
vegstæturum, mosatæturum,
snjóblásurum o.fl.
/TIGFk
HAMRABORG 1-3
KÖPAVOGt SÍMI 91-641864