Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 33
MORGUNKIiAÐÍÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JUÍÍÍ 19931
3£
Skógartoppur
- vaftoppur
Blóm vikunnar
Umsjón Ágústa Björnsdóttir
269. þáttur
Hvað er helsti vorboðinn?
Ja, þegar stórt er spurt verður
oft lítið um svör. Flestir
myndu segja farfuglarnir og
hugsa jafnvel til ljóðs Jónasar
um vorboðann ljúfa. Garðeig-
andinn hugsar stundum dálítið
öðruvísi, hann myndi e.t.v.
nefna fyrstu laukblómin, eins
og krókusa, vetrargosa eða
sjálfan vorboðann. 1. apn'l suð-
aði fyrsta hunangsflugu-
drottningin á sólpallinum mín-
um og þá hugsaði ég með mér
að nú hlyti vorið að bíða hand-
an við homið. En sumarið
finnst mér ekki vera almenni-
lega komið fyrr en ég hef
heimsótt gróðrarstöðvarnar í
nágrenninu og séð hvað þær
eru með á boðstólum. Oft læt
ég freistast til að prófa eitt-
hvað nýtt, en stundum er ég
að leita að einhveiju sérstöku,
sem ég hef jafnvel lesið um í
Blómi vikunnar.
Já, freistingarnar eru
margar og eitt af því sem
freistar mín eru klifurplöntur.
Já, klifurplöntur, þótt mér
finnist nú stundum þegar rok-
ið og rigningin eru í hástigi,
að ekki eigi að reyna að rækta
í görðum hærri en 10 sm jurt-
ir.
Þegar ég fór að velta vöng-
um yfir klifuijurtum, sá ég
að af ýmsu er að taka og ís-
lenskir garðeigendur hafa
prófað fjölmargt, að vísu með
mismunandi árangri. Ef ég
ætti að nefna nokkrar tegund-
ir koma fyrst upp í huga mér
bergfléttan, bjarmasóleyjan,
tijásúran, maríuklukkan,
humallinn, eiturflækjan, klif-
urhortensían, klifurrósirnar
og klifurtopparnir. í þessari
grein og nokkrum næstu
greinum ætlum við að skrifa
um klifuijurtir, þótt það verði
alls ekki tæmandi yfirlit yfir
þær tegundir sem þrífast hér.
Líklega eru toppamir -
Loniceria - algengustu klifur-
jurtimar á Suðvesturlandi.
Toppar hafa ýmsir reynst dug-
legir og harðgerir og margir
rannatoppar eru algengir. Má
þar nefna blátopp, rauðtopp,
gultopp og glæsitopp, en klif-
urtopparnir era skógartoppur
og vaftoppur. Klifurtoppur
hefur verið ræktaður hér í
marga áratugi og gengið und-
ir nafninu vaftoppur - Lonicer-
ia caprifolium - en fróðir menn
telja að þar hafi verið á ferðinni
skógartoppur - Loniceria
Periclymenum. Svona nafnarugl-
ingur er leiðinlegur, þótt hann
sé skiljanlegur því plönturnar era
líkar í útliti en þó auðþekktar í
sundur í blóma þar sem hjá vaf-
toppi era efstu 1-3 blaðpörin
undir blómsveipnum alltaf sam-
vaxin og mynda eins konar skál
undir blómhnappinn. Skógar-
toppurinn vex villtur á Norður-
löndum og er algengur á norsku
ströndinni allt norður í Mæri, þar
sem hann vefur sig upp eftir tijá-
stofninum. Náttúrulegt vaxtar-
svæði skógartoppsins nær norð-
ar í Evrópu en vaftoppsins og
hér hefur hann reynst mun blóm-
viljugri.
Skógartoppurinn finnst mér
bæði harðger og nægjusamur.
Greinarnar þurfa stuðning til að
geta klifrað, en þær vefja sig
sólarsinnis utan um t.d. sterkt
girni eða stálvír og geta náð
margra metra hæð á skömmum
tíma. Skógartoppurinn getur
með aldrinum orðið dálítið ber
neðst, en hann þolir vel klipp-
ingu, jafnvel niður að rót. Stund-
um kelur greinaendana nokkuð,
en það hefur ekki mikil áhrif á
blómgunina, sem er mikil, jafn-
vel á rigningasumrum. Blómgun-
artíminn er háður árferði og eins
hefur staðarval mikið að segja.
Ég á tvo skógartoppa. Þann við
suðausturhúshliðina kelur tals-
vert (versta vindáttin hjá mér)
en hann blómstrar hálfum mán-
uði fyrr en sá við suðvesturhlið-
ina. Blómgunartíminn er langur
og stendur yfir frá byijun júlí
fram í frost. Blómin á skógar-
toppi era mjög áberandi. Þau
sitja nokkur saman á smágreina-
endum í eins konar blómhöfði.
Blómlögunin er óregluleg og
blómblöðin mynda pípu, sem
fræflamir ná út úr. Hvert blóm
getur orðið 4-5 sm langt. Litur-
inn er örlítið breytilegur eftir
Skógartoppur
afbrigðum, en blómin á skógar-
toppnum mínum eru bleikleit að
utan áður en þau opna sig, þá
hvítgul en verða sterkgul með
aldrinum. Skógartoppurinn
þroskar ber í góðum sumrum.
Þau era rauð á lit og freistandi
fyrir ungviðið, en eru örlítið ei-
trað. Blóm skógartoppsins ilma
ljúflega, og fylla garðinn sætri
angan, einkum á kvöldin. Ýmsar
fleiri gerðir klifurtoppa era vin-
sælar í nágrannalöndunum og
hafa líka verið prófaðar hér og
væri gaman að frétta af því.
S.I*j.
r
-i
Til Kaupmannahafnar
Daglega* kl. 08:30 og kl. 13:35
*laugardaga eiti flug kl. 08:30
Til Hamborgar
Daglega* kl. 08:30 og kl. 13:35
*laugardaga eittflug kl. 08:30
Frá Hamborg
Daglega* kl. 08:50 og kl. 17:40
*sunnudaga eitt flug kl. 17:40
Frá Kaupmannahöfn
Daglega* kl. 10:30 og kl. 19:30
*sunnudaga eittflug kl. 19:30
Flogið er til og frá Hamborg með við-
komu í Kaupmannahöfn. í Kaupmanna-
höfn býðst tengiílug með SAS til annarra
borga á Norðurlöndum, til annarra
Evrópulanda og til Asíu.
Hafðu samband við söluskrifstofur okkar,
umboðsmenn um allt land, ferðaskrif-
stofumar eða í síma 690300 (svarað alla 7
daga vikunnar frá kl. 8-18.)
FLUGLEIÐIR
Traustur íslenskur ferðafélagi
LSx
skölar/námskeið
tölvur
■ Tölvusumarskóli fyrir 10-16 ára.
Morgun- og síðdegisnámskeið fyrir
hressa krakka. Kennt á Macintosh eða
PC„ Næstu námskeið hefjast 21. júní.
Tölvu- og verkfræöiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 688090.
■ Excel tölfureiknirinn.
15 klst. ítarlegra og lengra námskeið,
28. júní-2. júlí kl. 9-12.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 688090.
■ Úrval tölvunámskeiöa á PC og
Macintosh í allt sumar.
Tölvu- og verkfræöiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 688090.
■ Word fyrir Windows. 15 klst. ítar-
legt námskeið, 21.-25. júníkl. 16-19.
Tölvu- og verkfræðiþjónustan,
Grensásvegi 16, s. 688090.
■ Tölvunám fyrir unglinga
hjá Nýherja í sumar.
30 klst. á aðeins kr. 12.9001
Nám, sem veitir unglingum forskot við
skólanámið og verðmætan undirbúning
fyrir vinnu síöar meir. Fræðandi,
þroskandi og skemmtilegt nám.
• 8.-23. júní kl. 9-12 eða 13-16.
• 28. júm - 9. júlíkl. 9-12 eða 13-16.
• 9.-20. ágúst kl. 9-12 eða 13-16.
Upplýsingar í síma 697769 eða 697700.
■ ■ Macintosh fyrir byrjendur.
15 klst. um stýrikerfi, ritvinnslu, gagna-
sðfnun og töflureikni, 2Í.-25. júm'
kl. 9-12.
Tölvu- og verkfræöiþjónustan,
Grensásvegi 16, s.. 688090.
| tungumál [
Enska málstofan
■ Sumarnámskeið:
Vantar þig þjálfun í að tala ensku?
Við bjóðum námskeið með áherslu á
þjálfun talmáls. Fámennir hópar. Nýjir
nemendur geta byrjað hvenær sem er.
Einnig bjóðum við námskeið i viðskipta-
ensku og einkatíma.
Upplýsingar og skráning f si'ma
620699 frá kl. 14-18 alla virka daga.
handavinna
■ Ódýr saumanámskeið
Sparið og saumið sumarfðtin.
Mest 4 nemendur í hóp. Faglærður
kennari. Upplýsingar í síma 17356.
nudd
■ ■ Námskeið i baknuddi helgina
26.-27. júní
Leiðbeint verður í slökunamuddi fyrir
bak, herðar, háls og handleggi. Þrýsti-
punktar (akupressure) og svæóanudd
fyrir bakvandamál. 100% kjamaolíur
notaöar. Afsláttur fyrir pör. Leiöbein-
andi er Þórgunna Þórarinsdóttir sem er
með 3ja ára svæðanuddnám og kennslu-
réttindi og eins árs slökunamudd ásamt
fjölda námskeiða í bakvandamálum,
iþróttameiðslum o.fl.
Upplýsingar og innritun á Heilsunudd-
stofu Þórgunnu, Skúlagötu 26,
símar 91-21850 og 624745.
■ Námskeið i' ungbarnanuddi
fyrir fólk úti á landsbyggðinni
I sumar býðst ykkur kennsla í heima-
byggð ykkar um helgar, ef næg þátttaka^
verður. Ungbarnanudd hefur reynst
mjög vel fyrir böm með magakrampa,
loft í þörmum, óvær böm, fyrirbura,
þroskaheft og heilbrigð börn. Leiðbein-
andi er með kennararéttindi í ungbarna-
nuddi frá Danmörku og hefur sjúkrahða-
menntun.
Upplýsingar og innritun á Heilsunudd-
stofu Þórgunnu, Skúlagðtu 26,
símar 91-21850 og 624745.
' 7.