Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 48
48
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993
Éí(j \/erð oé> -fczrcx. -PstL þkr o
Þrjór v'ikuir. "
HÖGNI HREKKVÍSI
„ BKJCJ HKClVFA ÞJ6--. BtCK/ ANDA... E/CK/
l'ata henra t pée..."
BREF HL BLAÐSJNS
Kringlan 1 103 Reykjavík - Sími 691100 - Símbréf 691329
Hvert er hlutverk Iðnlánasjóðs?
Frá Helga H. Arnasyni:
Þegar Iðnlánasjóður ákvað um
miðjan síðasta áratug að ábyrgjast
erlent stórlán til nýstofnaðrar hús-
einingaverksmiðju Óss hf. mátti
sjá fyrir það sem nú er komið á
daginn, að annað fyrirtæki, Bygg-
ingariðjan hf., sem rekið hafði
húseiningaverksmiðju í 25 ár,
myndi fara á hausinn.
Byggingariðjan hf. hóf fram-
leiðslu á strengjasteypueiningum
árið 1961 eftir að stofnað hafði
verið hlutafélag með þáttöku 16
hluthafa. Engin reynsla var hér-
lendis fyrir framleiðslu af þessu
tagi og vildu hluthafar því fara
hægt í sakirnar og gefa verkefninu
góðan tíma til að þróast, enda var
einingaframleiðsla fremur
skammt á veg komin erlendis.
Framan af gekk erfiðlega að
vinna markað fyrir framleiðsluna
og það var ekki fyrr en í lok ára-
tugarins að skriður komst á starf-
semina þegar tókst að gera samn-
ing um framleiðslu á útveggjaein-
ingum í 300 íbúðir í félagslega
kerfínu. Núna, 25 árum síðar, er
ekki vitað til þess að einingar þess-
ar hafí þarfnast viðgerðar. Fram-
leiðslan gekk síðan þokkalega
þrátt fyrir ýmis áföll og fór vax-
andi allan 8. áratuginn en óðaverð-
bólga 9. áratugarins setti strik í
reikninginn og hagur félagsins fór
versnandi. Var þá lagt kapp á að
þróa nýjar tegundir eininga og
urðu í því sambandi gólfeiningar,
svokallaðar holplötur, fyrir valinu
en þær urðu brátt meginuppistaða
í framleiðslu fyrirtækisins auk
þess sem útveggjaeiningar, þ.e.
útveggir með innsteyptri einangr-
un og viðhaldsfríu yfírborði, voru
framleiddar í vaxandi mæli.
Það kom því eins og reiðarslag
yfír félagið þegar fréttist um miðj-
an sl. áratug, að Iðnlánasjóður
ætlaði að ábyrgjast stórt erlent lán
til nýstofnaðs fyrirtækis, Óss hf.,
sem hugðist hefja framleiðslu á
holplötum í mjög stórum stíl. Var
þá þegar sýnt, að afar erfítt yrði
fyrir Byggingariðjuna hf. að
standast slíka samkeppni, eins og
reyndar kom á daginn. Yfírburðir
Óss hf. voru miklir. Iðnlánasjóðsl-
ánið gerði þeim kleift að fjárfesta
I steypumótum fyrir holplötur, sem
vóru 4 sinnum stærri að flatar-
máli heldur en mótakostur Bygg-
ingariðjunnar hf. og var raunar
vandséð, hvort Ós hf. gæti nokk-
urn tíma nýtt sér þann mikla
mótakost, sem var í engu sam-
ræmi við lítinn markað hér á landi
og því vonlítið að holplötufram-
leiðsla gæti skilað arði við slíkar
aðstæður. Hófst þá hatrömm sam-
keppni fyrirtækjanna, sem endaði
með gjaldþroti þeirra beggja í síð-
asta mánuði, en þáttur Iðnlána-
sjóðs í þeirri atburðarás er kunnur
af umfjöllun fjölmiðla.
Hvað olli því að Iðnlánasjóður
stóð fyrir þessari aðför að Bygg-
ingariðjunni hf.?
Félagið hefur frá upphafí greitt
árlegt iðnlánasjóðsgjald í sjóðinn
og fengið í nokkur skipti lán úr
honum þó að ekki hafi verið um
stórar upphæðir að ræða, a.m.k.
ekki í samanburði við stórlán Iðn-
lánasjóðs til Óss hf. Iðnaðarbanki
íslands, nú íslandsbanki, sem lög-
um samkvæmt sá um rekstur Iðn-
lánasjóðs, var viðskiptabanki
Byggingariðjunnar hf. frá stofnun
félagsins og töldu því stjómendur
þess ómaklega að sér vegið með
þessum aðgerðum sjóðsins, sem
gerðar voru án vitundar Bygg-
ingariðjunnar hf.
Hver var þá ástæða fyrir aðför-
inni? Má vera að stjórn Iðnlána-
sjóðs hafí fundist uppbygging
Byggingariðjunnar hf. ganga of
hægt og því ákveðið að slátra fé-
laginu (sbr. þegar Iðnlánasjóður
ætlaði að selja Ós hf. og gefa fram-
leiðslutæki Byggingariðjunnar hf.
í kaupbæti að eigendum forspurð-
um enda fyrirtækið enn í rekstri!)
og byggja upp einingaframleiðslu
með nýjum og óreyndum aðila?
Eða var um að ræða aðrar óþekkt-
ar ástæður?
Stjórn Byggingariðjunnar hf.
var þó ekki á því að leggja upp
laupana þótt á móti blési. Reynt
var að tryggja samkeppnisstöðu
félagsins með ýmsum aðgerðum.
Samkomulag var gert við eininga-
verksmiðju Páls Friðrikssonar um
sameiningu. Samvinna við stærstu
einingaverksmiðju Danmerkur var
tryggð með því að fyrirtækið gerð-
ist hluthafi í Byggingariðjunni hf.
og stjórn Byggingariðjunnar hf.
var endurskipulögð árið 1986.
Fyrirtækið var með þessum að-
gerðum vel í stakk búið að takast
á við erfiðleikana og má telja full-
víst, að þrátt fyrir versnandi ár-
ferði hefðu þessar ráðstafanir dug-
að til að rétta við hag félagsins
ef ekki hefði komið til harðnandi
samkeppni við Ós hf., en það réð
því miður úrslitum. Gjaldþrot varð
ekki umflúið og þar með var kast-
að á glæ 30 ára reynslu og upp-
byggingarstarfí í íslenskum bygg-
ingariðnaði.
Höfundur er verkfræðingur og var
framkvæmdastjórr Byggingariðj-
unnar hf. frá upphafi til ársins
1986.
HELGI H. ÁRNASON,
Laugarásvegi 63, Reykjavík.
Vík\erji skrifar
Fjölmiðlar bera stundum
ábyrgð á því að búa til „frétt-
ir“ sem eru þá ekki fréttir strangt
til tekið, heldur vangaveltur.
Hugsanlega vangaveltur um eitt-
hvað sem aldrei hefur staðið til,
eða stendur ekki til að verði. Þann-
ig voru ljósvakamiðlarnir og dag-
blöð eins og Alþýðublaðið á fullu
nú fyrir skömmu að búa til fréttir
um hugsanlega uppstokkun í ráð-
herraliði Sjálfstæðisflokksins, allt
í tengslum við þá uppstokkun sem
varð í ráðherraliði Alþýðuflokks-
ins. Alþýðublaðið gekk sýnu lengst
í þessum fréttatilbúningi, og not-
aðist við þinglóðs Sjálfstæðis-
flokksins sem heimildarmann í
forsíðuuppslætti blaðsins í síðustu
viku, þar sem einnig var greint frá
því að blaðið hefði „heimildir“ fyr-
ir því að til umræðu væri innan
Sjálfstæðisflokksins að Friðrik
Sophusson og Ólafur G. Einarsson
hefðu skipti á stólum. Engu máli
skipti að hvorugur ráðherrann
hafði nokkurn tíma heyrt af þessu
ráðabruggi „heimildarmanna"
blaðsins.
xxx
*
Aföstudagsmorgun héldu út-
varpsstöðvarnar RÚV og
Bylgjan síðan áfram þessum „ekki
fréttaflutningi“ og greindu frá því
í fyrstu fréttum að morgni að eng-
ar breytingar yrðu gerðar á ráð-
herraliði Sjálfstæðisflokksins. Það
hefði orðið niðurstaða þingflokks-
fundar Sjálfstæðisflokksins frá því
kvöldinu áður. Víkveiji getur ekki
að því gert, að láta sér detta í hug
hálfhallærislegar „ekki fréttir“
sem fjölmiðlar styðjast stundum
við, þegar gúrkutíðin er alveg að
fara með þá. Þá getur að líta fyrir-
sagnir í blöðum og heyra má í
fréttayfirliti ljósvakamiðla eitt-
hvað í þessa veru: „Engir árekstr-
ar í Reykjavík um helgina", eða
„Engin síldveiði í nótt“, eða „Eng-
in loðnuveiði í þijá sólarhringa“.
xxx
En ijölmiðlar eru ekki einir um
sökina, þegar um fréttatil-
búning er að ræða, um það sem
ekkert er. Stundum er einungis
hægt að sakast við þá um dóm-
greindarleysi og að hafa af þeim
sökum látið nota sig. Eitt nýlegt
dæmi er sú umræða sem spannst,
þegar Davíð Oddsson forsætisráð-
herra bauð stjórnarandstöðunni
upp á þverpólitískt samráð í frum-
vinnu að tillögum til lausnar vanda
sjávarútvegsins, vegna yfírvofandi
aflabrests.
xxx
Olafur Ragnar Grímsson for-
maður Alþýðubandalagsins
var ekki lengi að snúa þessari
umræðu upp í hugsanlega myndun
þjóðstjórnar, með þátttöku allra
stjórnmálaflokka. Hér var um
hugdettu flokksformanns að ræða,
sem á sér líkast til engan æðri
draum en þann að verða ráðherra
á nýjan leik, og fjölmiðlarnir,
margir a.m.k., létu ginna sig út í
umfjöllun, sem aldrei var raun-
hæf, nema í huga eins manns. Svo
var formanni Alþýðubandalagsins
umhugað að komast inn í stjórn,
að hann var tilbúinn til slíkrar
stjórnarmyndunar, án þess að al-
þingiskosningar væru undanfari
hennar. Þá gerðist það að Alþýðu-
bandalagið í Reykjavík hélt félags-
fund, þar sem ályktað var, að
þátttaka í stjórn kæmi aldrei til
greina, nema að undangengnum
kosningum. Heilt flokksfélag í
Reykjavík sá sem sagt ástæðu til
þess að álykta sérstaklega um mál
sem aldrei hafði verið á döfínni
nokkurs staðar, nema í heilabúi
formanns þess og þá var ályktun-
in þvert á það sem Ólafur Ragnar
hafði gefíð í skyn að hann væri
reiðubúinn að gera, til þess að
mynda mætti þjóðstjórn. Allar
þessar „ekki fréttir" voru síðan
rækilega tíundaðar í fjölmiðlum,
eins og um raunverulegar fréttir
og raunhæfar umræður væri að
ræða. Er það nema von að spurt
sé stundum, hvort fjölmiðlun á
íslandi sé á villigötum.