Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 49
M0R(5UNBUAÐID ÞRIÐJUDÁGUR 15. JO'NÍ 19ð3 49 Bómullarbolir, leggjur og hjólabuxur. Pöntunarsími 91-67 37 18 Opíó virka daga frá kl. 10-18. Lokaó laugardaga. Hlaupum og göng- um saman á kven- réttindadaginn Frá Kristínu Einarsdóttur: Nú fer að styttast í Kvenna- hlaupið 1993, en það fer nú fram á 50 stöðum um land allt. Eflaust verður hópurinn stærstur í Garðabæ ef að líkum lætur. Víða á landinu munu konur ganga, skokka og hlaupa á kvenréttinda- daginn allt eftir því sem hverri og einni hentar. Á undanförnum árum hefur þeim sífellt farið fjölgandi sem stunda líkamsrækt og útivist sér til heilsubótar. Fólk gerir sér grein fyrir mikilvægi íþrótta fyrir and- lega og líkamlega vellíðan. Þeir sem stunda líkamsrækt þurfa síður að leita læknis vegna álagssjúk- dóma en þeir eru algengari meðal kvenna en karla. Á íslandi stunda um 100 þúsund manns íþróttir innan íþróttahreyf- ingarinnar og er áætlað að af þeim sé um þriðjungur konur. Það virð- ist svo sem konur finni sér síður farveg innan íþróttafélaganna en karlar og eru eflaust margar skýr- ingar á því. Þó að konur séu færri innan skipulagðra íþróttafélaga er það ekki hindrun í vegi þess að þær stundi líkamsþjálfun. Þær fara i sund og leikfimi á líkamsræktar- stöðvum eða hlaupa, skokka og ganga í minni eða stærri hópum. Þótt margar konur stundi þannig íþróttir þarf að örva þær og hvetja enn frekar til dáða á þessu sviði. Sérstakt kvennahlaup er liður í slíkri hvatningu. Mér þykir alltaf gaman að skokka með fólki, en ég verð að viðurkenna að mér þótti sérstak- lega gaman að hlaupa með konum í kvennahlaupinu í Garðabæ. Þar var svo mikil samstaða og gleði ríkjandi. í ár er hlaupið á kvenrétt- indadaginn, en nú eru liðin 73 ár frá því að konur fengu kosninga- rétt til Alþingis. Förum nú allar af stað, ungar og gamlar, stórar og smáar. Ef þið hafíð ekki enn tekið þátt í kvennahlaupi drífið ykkur nú! Ég hvet allar konur til að taka þátt í hlaupinu 19. júní. Það skipt- ir máli að vera með. Það er bæði KRISTÍN EINARSDÓTTIR, þingkona Kvennalista. VELVAKANDI TAPAÐ/FUNDIÐ Barnabuxur týndust BRÚNN plastpoki með barna- buxum tapaðist á Sjafnargötu 10. júní si. Finnandi er beðinn að hafa samband við Katrínu í síma 25886. Lýst eftir pilsi SVART, sítt pils glataðist úr poka á leið eiganda af Háaleitis- braut niður í miðbæ Reykjavík- ur. Erla biður finnanda að hringja í síma 21305. GÆLUDÝR Dýravinir KETTLINGANA okkar tvo vantar góð heimili. Upplýsingar eru góðfúslega veittar hjá Krist- ínu f síma 19552. SÖLUMENN VERÐA AÐ KYNNA SIG LAUFEY hringdi í Velvakanda og sagðist vilja vara við sölu- mönnum sem ekki aðeins selja ómerkta vöru heldur vanrækja að kynna sig. „Þegar slíkt á sér stað getur fólk ekki vitað hverja það styrkir," segir Laufey. Hún hvetur því félaga- og góðgerðar- samtök til að tryggja það að sölumenn kynni sig og málefni sitt en að tillögu hennar mætti gera það á þann hátt að sölu- menn bæru barmmerki. Jafn- framt telur hún það ótækt að söluvara sé seld alls kostar ómerkt. Pennavinir Þýskur piltur getur ekki um ald- ur en vill skrifast á við 18-25 ára íslendinga, sama hvort kynið er: Stefan Sauer, Pferdsbacher Weg 10, W-6470 BUdingen 1, Germany. LEIÐRÉTTINGAR Misritun í minningargrein Halldórs Guð- mundssonar um Hallgrím Sigur- valdason í Morgunblaðinu á laugar- dag misritaðist föðurnafn hins látna. Hlutaðeigandi eru innilega beðnir afsökunar á mistökunum. Rangt ártal I minningargrein Harðar Valdi- marssonar um Magnús Daníelsson, bónda í Syðri-Ey, í Morgunblaðinu á laugardag var fæðingardagur Magnúsar sagður 28. júní 1906, en hið rétta er að hann fæddist þennan dag árið 1909. í seinni greininni umi Magnús í sama blaði, eftir Daní- el Árnason frá Eyjarkoti, er gifting- ardagur Magnúsar og Filippíu Helgadóttur sagður 22. október 1952. Hið rétta er að hann var 22. nóvember þetta sama ár. Rangt fööurnafn í frétt á íþróttasíðu síðastliðinn laugardag, þar sem sagt var frá ís- landsmótinu í veggtennis, misritaðist nafn eins keppandans í kvennaflokki, er varð í fjórða sæti. Hún heitir Guð- rún Ásta Magnúsdóttir. Beðizt er vel- virðingar á misrituninni. Heildarvinningsupphæð þessa viku: 16.075.211 kr. UEPLVSINGAR:SlMSVARl91 -681511 LUKKULÍNA991002 1 Stangarhy/ 5 Pósthó/f 10210 ■ 130 Reykjavfk Sfmi 91-67 37 18 - Te/efax 67 37 32 Nú ber vel í veiði! ^bu Tilboð! Þegar þú kaupir Cardinal Gold Max hjól getur þú valið þér Abu Garcia veiðivörur iyrir 2.000 kr. í kaupbæti. Cardinal Gold Max er nú þegar metsöluhjól í Evrópu og Bandaríkjunum. Það er smíðað fyrir þá sem gera miklar kröfur til hönnunar, styrks og endingar. Nú getur þú eignast þetta vandaða hjól á einstöku verði. Sölua&iiar: Sportval-Kringlan Kringlunni 8-12 ■ Útilíf Glæsibæ Versturröst Laugavegi 178 ■ Musik & sport Hafnarfiröi ■ Veiðibúð Lalla Hafnarfriöi ■ Akrasport Akranesi ■ Kaupfélag Skagfirðinga Sauöárkróki ■ KEA Akureyri ■ Kaupfélag Þingeyinga Húsavík Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstööum ■ Sportbær Selfossi Stapafell Keflavfk HAFNARSTRÆTI 5 -REYKJAVÍK ■ SÍMAR 91-16760 & 91-14800 kwwwwwwwww

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.