Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993 21 Samtök bandarískra dávalda í heilbrigðisþj ónustunni Titlau dávaldsins veita ekki opinber réttindi „SKAMMSTAFANIRNAR R.P.H. og C.HT eru titlar réttinda- lausra dávalda og þjóna þeim tilgangi að réttlæta starfsemi þeirra. Titlarnir eru ekki viðurkenndir eða gefnir út af neinni stofnun á æðra menntastigi í Bandaríkjunum,“ segir m.a. í svarbréfi Samtaka bandarískra dávalda í heilbrigðisþjón- ustunni (The American Society of Clinical Hypnosis) við fyrir- spurn Víðis H. Kristinssonar, sálfræðings, um titil Friðriks Páls Agústssonar. Olafur Ólafsson, landlæknir, segist hafa talið rétt að koma fyrrnefndu bréfi á framfæri þar sem Frið- rik staðhæfi í fjölmiðlum að menntun sín sem dáleiðslumeð- ferðaraðila sé viðurkennd í Bandaríkjunum. í svarbréfi samtaka dávaldanna segir að þær stofnanir sem spurt hafi verið um í bréfí frá 17. maí þjálfí réttindalausa dávalda. „Engrar formlegrar menntunar er krafist til inngöngu. Þú þarft að- eins að greiða skólagjöld og þeir Nýr vettvangur Krístín A. Ólafsdóttír viU hætta KRISTÍN Á. Ólafsdóttir borgar- fulltrúi Nýs vettvangs hefur ákveðið að gefa ekki kost á sér til framboðs í borgarstjórnar- kosningunum að ári. Kristín sagðist í samtali við Morgunblað- ið hafa ákveðið þetta fyrir all- Iöngu síðan. Ástæðuna sagði hún fyrst og fremst vera löngun sína til að snúa sér að öðrum störfum, einkum leiklist og kennslu, en Kristín hefur setið í borgarstjórn í sjö ár. Fyrst fyrir Alþýðubanda- lag og fyrir Nýjan vettvang frá 1990. Kristín sagði erfitt að leggja dóm á hver yrði framtíð Nýs vettvangs en annar borgarfulltrúi listans Ólína Þorvarðardóttir hefur einnig lýst yfir að hún ætli að hætta að loknu þessu kjörtímabili. „Þeir sem eru virkir hjá Nýjum veita þér þjálfun," segir í svari Williams F. Hoffmans varafor- manns samtakanna fyrir hönd þeirra. Herferð Þar kemur fram að litlar sem Kristín Á. Ólafsdóttir. vettvangi hafa nú eins og áður mestan áhuga á að reyna að sam- eina krafta þeirra sem eru að beij- ast í minnihlutanum og við reynum að tala fyrir því. Maður sér ekki fyrir endann á því en ég á alveg eins von á að ýmsir muni hafa áhuga á að Nýr vettvangur, eða fólkið sem þar hefur starfað, verði áfram í borgarmálum, hvort sem það verður listi með sama nafni eða enn frekari sameining en tókst síð- ast,“ sagði Kristín. engar reglur gildi um dáleiðslu réttindalausra í Bandaríkjunum. „The American Society of Clinical Hypnosis er í þann veg að hrinda af stað herferð sem vonandi sann- færir löggjafann um nauðsyn þess að setja reglur um dáleiðslu en þangað til af því verður halda aðilar eins og Hr. Ágústsson áfram að margfaldast," segir í svarbréf- inu. Að lokum eru í bréfí bandarísku dávaldasamtakanna bomar fram óskir um að upplýsingarnar megi koma að gagni og bent á að ef til vill sé hægt að stöðva starfsemi viðkomandi með tilliti til þess að hann stundi sálfræði eða læknis- fræði. Styrkveiting Minningar- sjóðs Jóns Jó- hannessonar STYRKUR var nýlega veitt- ur úr Minningarsjóði dr. phil. Jóns Jóhannessonar, prófessors. Styrkinn hlaut að þessu sinni Aðalheiður Guðmundsdóttir. Aðalheiður hefur stundað nám við Háskóla íslands. Hún er nú að semja kandídatsritgerð í íslenskum bókmenntum um ævintýraminnið um vondu stjúpuna þ.e. „stjúpu- og álagaminnið“. Minningarsjóður dr. phil. Jóns Jóhannessonar prófessors er eign Háskóla íslands. Tekjum sjóðsins er varið til þess að veita stúdentum eða kandidötum í íslensku og sagn- fræði styrki til einstakra rannsókn- arverkefna er tengjast námi þeirra. (Fréttatilkynning) Frjáls eins ogfuglinn FYRSTA línuskautakeppnin hérlendis fór fram á Skauta- svellinu í Laugardal sl. laug- ardag. Keppt var í þrauta- braut og varð Sigurður Ein- ar Sveinbjörnsson sigurveg- ari í flokki 13-15 ára, og Árni Þór Bergþórsson í flokki 16 ára og eldri. Skautasvellið er opið alla daga frá kl. 10-21 en íþrótta- og tómstundaráð leigir línuskauta til þeirra sem ekki eiga þá. Að ofan má sjá Sigurð Einar í háloft- unum eftir eina þrautina. Sorpeyðingar- stöð á ísafirði Ólíkar túlkanir á lítilli kjörsókn MEIRIHLUTI ísfirðinga hundsaði skoðanakönnun um staðsetningu sorpeyð- ingarstöðvar um helgina. Aðeins 312 af 2.327 kosn- ingabærum ísfirðingum, eða 13,4%, greiddu atkvæði. Af þeim voru 118 eða 5,1% fylgjandi sorpeyðingarstöð í Dagverðardal, 68 eða 2,9% vildu stöðina á Suðurtanga og 126 eða 5,4% skiluðu auð- um eða ógildum kjörseðlum. Lítil þátttaka í skoðana- könnuninni er túlkuð á ólík- an hátt af fulltrúum meiri- og minnihluta bæjarsljórn- ar. Kristinn Jón Jónsson, í meiri- hluta bæjarstjórnar, sagðist líta svo á að þeir sem heima hefðu setið væru hlutlausir og treystu bæjar- stjórn til að taka ákvörðun í mál- inu. Því væri staða málsins óbreytt frá því sem áður hefði verið. Hann sagðist ekki líta svo á að verið væri að andmæla báðum tillögun- um. Ef fólk hefði haft slíkt í huga hefði það fremur skilað auðu eða skrifað skilaboð á kjörseðla. Slæmir kostir Kristján Jóakimsson, í minni- hluta bæjarstjórnar, sagði hvorki fyrir áhuga- né hlutleysi að ísfírð- ingar sætu heima. Með því væru þeir þvert á móti að lýsa yfír andúð sinni á báðum kostum meirihlut- ans. Hann sagði aðspurður í því sambandi að fleiri staðir hefðu ver- ið til umræðu, s.s. í Engidal, Seljad- al og Arnardal. Minnihlutinn myndi reyna að halda þeim áfram í um- ræðu. I. Hoddaway - What Is Love? - 2. Ace Of Base - All That She Wants 3. Loft - Summer Summer - 4. Lenny Kravitz - Believe 5. Nýdönsk - Foss - 6. Blur - For Tomorrow 7. David Bowie - Jump They Say - 8. Shaggy - Oh Carolina 9. Stereo MC's - Step It Up - 10. Bubbi - Jakkalakkar II. Radiohead - Creep - 12. Bryan Ferry - Will You Love Me Tomorrow 13. Mica Paris -1 Never Felt Like This Before 14. Neneh Cherry - Buddy X 15. SSSól - 7 Out - 16. World Party - Is It Like Today? 17. Chesney Hawkes - What's Wrong With This Picture? 18. Young Black Teenagers - Tap The Bottle 19. Inga - Þá veistu svarið SENDUM í PÓSTRÖFU UM LAIMD ALLT

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.