Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993 Ný hugsun um sjáv- arútvegsstefnu eftir Hannes Jónsson Formenn nefndar til þess að „móta heildstæða sjávarútvegs- stefnu" hafa kynnt efni skýrslu sinnar víða um land. Á vorfundum þeirra kom greinilega í ljós, að svo til enginn mælti með skýrslunni nema höfundarnir. Flestir töldu hana ónytjuplagg. Þingmeirihluti fékkst heldur ekki fyrir sjávarútvegsstefnu þeirra. Sjávarútvegsráðherra tók því þá skynsamlegu ákvörðun að stöðva málið í þinginu. Hitt er þó ljóst, að flestir vilja ekki búa við óbrejdta sjávarútvegs- stefnu. Einkum er mikill ágreiningur um gildandi kvótakerfi, sem heftir athafnafrelsi margra útvegsmanna og bátasjómanna; rýrir möguleika á arðbærum rekstri; flytur vinnu úr landi út á sjó; og hefur reynst byggðafjandsamlegt, af því kvótinn er bundinn skipum og aflareynslu, ekki byggðarlögum. Auk þess hefur kerfið kallað fram brask útvegs- manna með eign, sem þjóðin á, ekki þeir. Hagkvæmasta útgerðin? Full þörf er á að endurmeta arð- semi hinna ýmsu stærða báta, skipa og veiðitækni. Önundur Ásgeirsson hefur birt athyglisverðar greinar um málið, síðast grein hér í blaðinu 11. þ.m. Þar leiðréttir hann m.a. rangar tölur úr skýrslu tvíhöfða (töflu 8.2, bls. 93) um arðsemi stærri og dýr- ari skipa, af því að tvíhöfði reiknar ekki með fjármagnskostnaði við arð- semisútreikning, dregur því rangar ályktanir og boðar blekkingar. Gagnstætt því sem tvíhöfði heldur fram virðast. þjóðhagslega hagstæð- ustu útgerðimar vera smábáta- útgerð, krókaveiðar og línu- og neta- veiðar. Stóru og dýru togararnir virðast í kostnaði éta meira en afl- afé sitt, ef ailt er tekið með í reikn- inginn, m.a. fjármagnskostnaður. Hér þarf því nýja hugsun til að HQ7IIOCK GARÐÚÐARAR ÚÐUNARKÚTAR SLÖNGUSTATÍV SLÖNGUTENGI GA0PVERKFÆRAÚRVAL HEKKKLIPPUR GREINAKLIPPUR GRASKLIPPUR SLÁTTUORF SMÁVERKFÆRl H ARMÚLA11 tryggja þjóðhagslega arðbæra fisk- veiðistefnu og þjóðinni arð af eign sinni: Ný hugsun á gömlum grunni í þessum efnum er nokkurn veg- vísir að finna í Grágás. Lög þjóðrík- isins skilgreindu ekki fiskveiðimörk eða landhelgi sem fjarlægð frá ströndum. Greinilegt er þó, að ekki var litið á sjóinn umhverfis ísland sem sameign alls mannkyns sam- kvæmt erfðavenju Rómarréttar. Þær meginreglur giltu, að sjávarútvegs- bóndinn átti fiskveiðirétt, neta og reka, á landi sínu og út frá því að vissu dýpi. Þar fyrir utan var „al- menningur er fjórðungsmenn eiga allir sarnan". Enn utan var „almenn- ingshaf“, sem allir íslendingar áttu sameiginlega. Ef við beitum nýrri hugsun gegn kvótakerfinu, afnemum það og tök- um upp nýtt með hliðsjón af vísbend- ingum Grágásar, þá gæti hið nýja kerfi í frumdrögum litið þannig út: 1) Smábátaútgerð, króka- og línu- veiði á bátum allt að 30 tonnum, væri öllum fjórðungsmönnum frjáls út að 12 mílum undan fjórðungnum. 2) Neta- og línuveiði stærri báta „Þær meginreglur giltu, að sjávarútvegs- bóndinn átti fiskveiði- rétt, neta og reka, á landi sínu og út frá því að vissu dýpi. Þar fyrir utan var „almenningur er fjórðungsmenn eiga allir saman“. Enn utar var „almenningshaf“, sem allir Islendingar áttu sameiginlega.“ væri öllum fjórðungsmönnum fijáls á milli 12 og 50 mílna út frá fjórð- ungnum. 3) Togveiðár ísfisktogara allt að 500 tonnum væru öllum landsmönn- um fijálsar á svæði 50-200 mílur umhverfis allt landið. 4) Stærri togurum, frystiskipum og verksmiðjuskipum, væri bannað að veiða innan 200 mílna marka en fijálst að veiða utan þeirra. Hannes Jónsson Kostir nýja kerfisins Þessi nýja hugsun byggist á því grundvallaratriði gildandi laga, að þjóðin eigi fiskimiðin og að auðlindir sjávar verði nýttar með það fyrir augum, að þær skili sem mestu í þjóðarbúið. Kerfið er iíka byggðavinsamlegt af því að nýting fiskimiðanna út að 50 mílum er bundin búsetu í fjórð- ungnum, sem veiðisvæðið liggur að. Kvótakerfið og kvóti bundin við skip er úr sögunni. Veiðisókn er bundin byggðarlaginu og hana getur engin verslað með. Einnig tryggir þetta nýja kerfí rekstrarhagkvæmni. í því felst sjálf- virk hemlun á óarðbæra offjárfest- ingu í of stórum skipum. Takmörkun athafnamöguleika stærri skipa inn- an landhelginnar mundi sjálfkrafa draga úr fjárfestingargleði útvegs- manna í óarðbærum stórskipum, sem gera yrði út á hið opna haf utan efnahagslögsögunnar. Til viðbótar kemur sov, að þetta nýja kerfi yrði umhverfisvænt. Hin- um stórtæku og oft skaðlegu veið- arfærum stærri skipa, sem hafa veitt upp að 4 mílum, yrði bægt frá hrygn- ingar- og uppeldisstöðvum á grunn- sævi og út fyrir 50 og 200 mílurn- ar, en umhverfisvænar, arðbærar og atvinnuskapandi króka-, línu- og netaveiðar báta og smærri skipa stundaðar af fjórðungsmönnum ein- um undan ströndum byggðarlaga þeirra. Lokaorð Við framkvæmd þessa nýja kerfis starfaði Hafrannsóknastofnun eðli- lega með hefðbundnum hætti. Hún lokaði veiðisvæðum lengri eða skemmri tíma og setti á banndaga eftir ástandi fiskistofna og hrygn- ingar- og uppeldisstöðva o.s.frv. Þetta kerfi gæti kallað á að bæði Hafrannsóknastofnun og Landhelg- isgæslan þyrftu að dreifa bækistöðv- um sínum í fjórðunga landsins. Það væri einnig byggðavinsamlegt og gæti orðið þjóðarbúinu hagkvæmt. Höfundur er fyrrverandi sendiherra. Um misheppnaða valdsveiflu eftir Gunnar Inga Gunnarsson Þann 11. júní sl. birti Morgun- blaðið frétt af úrskurði siðanefndar Læknafélags íslands þess efnis, að sá sem hér skrifar, hafi verið fund- inn sekur um að bijóta gegn sér- stökum ákvæðum siðareglna lækna í Morgunblaðsgrein fyrir nokkrum mánuðum. i þeirri grein gerði ég tæpitungulausar athugasemdir við röksemdafærzlu nokkurra kollega minna gegn margumtöluðum tilvís- unum lækna. Formælandi þessara kollega, Ólafur F. Magnússon, hafði þá nýverið lýst opinberlega mótrök- um þeirra félaganna og var grein mín andsvar við þeim. í grein minni lýsti ég þeirri skoðun, að röksemdir þeirra gegn tilvísunum væru vit- leysa og þar sagði ég einnig að yfirlýsingar þeirra væru vísbend- ingar um, að ekki væri allt með felldu í þeirra praxís. Ég er auðvit- að enn sömu skoðunar. En nú hefur siðanefnd lækna áminnt mig um það, að siðareglur Iækna banni mér að hafa þvílíka skoðun — a.m.k. opinberlega! Ekki veit ég, hvort lesendur Morgunblaðsins geri sér í raun fulla grein fyrir því, hvað hér er á ferð- inni, en fyrst úrskurður siðanefndar var gerður að fréttaefni, þykir mér ástæða til að lýsa hér nánar viðhorf- um mínum til málsins. Um siðareglur lækna Ég ber fulla virðingu fyrir þeim ákvæðum í siðreglum lækna, sem fjalla um samskipti lækna og skjól- stæðinga þeirra. Þar er að finna leikreglur, sem settar eru gagngert til að vemda hagsmuni sjúkling- anna. Þessar reglur eru flestar mik- ilvægar. En ákvæði siðreglnanna um samskipti lækna innbyrðis, án tengsla við beina hagsmuni skjól- stæðinga þeirra, eru ekkert annað en lífseig tímaskekkja. í skoðana- skiptum sín á milli þurfa læknar enga sérstaka vörn umfram þá, sem gildandi landslög veita öllum lands- mönnum, Læknar verða að þola ámóta gagnrýni og aðrir þegnar þjóðfélagsins og öll verndandi pils- faldarákvæði í samskiptareglum, eins o g hér um ræðir, bera óskemmtilegan keim af samtrygg- ingu, sem gat kannski gengið hér fyrrum, en er algerlega úr takti við nútímann og gerir læknasamtökin aðeins tortryggileg í huga almenn- ings. Um áminninguna En það er fleira, sem mælir gegn þeim ákvæðum siðreglna lækna, er liggja að baki áðumefndum úr- skurði siðanefndar. Margt kemur til. Hér er aðeins tvennt til viðbótar. Deila okkar Ólafs F. Magnússon- ar og félaga snerist um tilvísanir. Og áður en Læknafélag íslands sendi siðanefnd lækna Morgun- blaðsgrein mína til skoðunar, hafði stjóm félagsins lýst opinberlega yfir viðhorfum sínum gegn tilvísun- um. Skoðanir Ó.F.M. og stjómar Læknafélags íslands fóru því sam- an í hinum efnislega ágreiningi. Gunnar I. Gunnarsson „Siðareglur lækna eiga fyrst og fremst að vernda hagsmuni skjól- stæðinga þeirra. 011 ákvæði, sem aðeins eru til þess fallin að sam- tryggja læknastéttina gegn innri gagnrýni, eru skaðleg. Þau þarf að fella brott.“ Nú vil ég alls ekki fullyrða, að skoðanamunur minn og Læknafé- lags íslands hafi hér legið að baki kærunni, en bendi aðeins á hina augljósu hættu, sem hér liggur. Tveir af þremur dómurum siða- nefndar eru læknar og er a.m.k. annar þeirra hagsmunalega tengd- ur hinni efnislegu deilu, þ.e.a.s. deilunni um tilvísanir. Hér vil ég heldur ekki halda því fram, að þessi hagsmunatengzl hafí haft áhrif á úrskurðinn. Enn vil ég aðeins benda á veikleika málsins. Lokaorð Siðareglur lækna eiga fyrst og fremst að vemda hagsmuni skjól- stæðinga þeirra. Öll ákvæði, sem aðeins em til þess fallin að sam- tryggja læknastéttina gegn innri gagnrýni, eru skaðleg. Þau þarf að fella brott. Læknar eiga ekki að geta gert tilkall til frekari vemdar gegn gagnrýni en almenningi er veitt með því réttaröryggi, sem er að fínna í gildandi landslögum. Áminning af þvi tagi, sem hér um ræðir, er aðeins til þess fallin að veikja stöðu lækna útávið. Áminn- ingin ber þannig yfirbragð mis- heppnaðrar valdsveiflu samtrygg- ingarinnar. Hún er byggð á tíma- skökkum vemdarákvæðum og get- ur í versta falli fært almenningi heim sanninn um það, að samtök lækna veiji sitt og sína með ítalska pilsfaldinum — sérútgáfu af Sikil- eyjarvöminni. Höfundur er læknir. LAMBAKJÖT E R BEST Á GRILLIÐ Lambalæri beint k á grillið með a.m.k. 15% grillafslætti i í næstu verslun færðu nú lambakjöt á afbragðstilboði, - tilbúið beint á grillið. m ðFSlÁ^,, UR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.