Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JUNI 1993 Ný sljórasýslulög eftir Gunnar Jóhann Birgisson Eins og þeir þekkja sem fylgj- ast með þingfréttum varð frum- varp til stjómsýslulaga að lögum rétt fyrir þingslit. Þrátt fyrir að lögfesting þessa lagabálks hafi ekki farið hátt í fréttum er hér um mjög mikilvægt mál að ræða og lagasetningin löngu tímabær. Undirritaður átti þátt í undir- búningi þessara laga. Við þá vinnu varð mér ljóst að ótrúlega margir gera sér ekki grein fyrir því hvað við er átt með orðinu stjómsýslu- lög og enn færri gera sér líklega grein fyrir þvi um hvað þessi lög fjalla. Þess vegna tel ég ekki úr vegi að greina frá lagasetningu þessari í stuttu máli. Þrígreining ríkisvaldsins Samkvæmt íslensku stjómar- skránni greinist ríkisvaldið í þrennt, löggjafarvald, dómsvald og framkvæmdarvald. Greining þessi er byggð á hugmyndum fran- skra umbótamanna, aðallega Montesquieu, sem á 18. öld settu fram skoðanir um þrígreiningu ríkisvaldsins. Samkvæmt þeirra hugmyndum áttu valdhafarnir þrír að tempra vald hvers annars. Al- þingi fer með lagasetningarvaldið, dómstólarnir með dómsvaldið og framkvæmdarvaldið er í höndum stjórnsýslunnar en æðsta stig stjórnsýslunnar eru ráðherramir hver á sínu sviði. Um hvað fjalla stjórnsýslulögin? Stjórnsýslulögin fjalla um máls- ferð hjá stjórnsýslunni, bæði stjórnsýslu ríkisins og stjórnsýslu sveitaiiélaga. í 1. gr. laganna seg- ir, að lögin gildi þegar stjórnvöld taka ákvörðun um rétt eða skyldu manna. Af framansögðu gilda lög- in ekki um starfsemi Alþingis og stofnana þess eða starfsemi Hæstaréttar eða annarra dóm- stóla. Einnig er lögunum einungis ætlað að gilda um ákvarðanatöku stjómvalda sem beinast að borgur- unum. Á mörgum sviðum þurfa ein- staklinganir að leita til stjórnvalda til þess að fá úrlausn mála sinna, bæði til hinna ýmsu stofnana og nefnda og ráða. Dæmi um stjóm- völd sem sífellt era að úrskurða í málefnum borgaranna eru skatta- yfirvöld, byggingarnefndir, skipu- lagsnefndir, barnaverndarnefndir og hin ýmsu skólaráð svo einhver dæmi séu tekin. Með stjórnsýslu- lögunum er verið að lögfesta grundvallarreglur um málsmeð- ferð þessara aðila. Sjónarmiðin á bak við lagasetninguna Tvö sjónarmið öðrum fremur tókust á við setningu stjórnsýslu- laganna. Annars vegar réttarör- yggissjónarmið og hins vegar sjón- armið um skilvirkni og hag- kvæmni innan stjórnsýslunnar. Réttaröryggissjónarmiðið býður að réttaröryggi borgaranna sé tryggt í samskiptum þeirra við stjórnvöld með settum reglum um málsmeðferð opinberra aðila. Á hinn bóginn geta of ítarlegar regl- ur gert stjómsýsluna of þunglama- lega og kostnaðarsama. Við samn- ingu laganna var leitast við að láta þessi tvö sjónarmið vegast á þannig að lögin tryggi réttar- öryggi án þess að dragi úr skil- virkni og hagkvæmni stjórnsýsl- unnar. Helstu reglur laganna í lögunum er fjallað um sérstakt hæfi þeirra starfsmanna sem hafa stjórnsýslu með höndum. Hæfis- reglur taka m.a. á því að starfs- maður sé vanhæfur ef hann er skyldur eða mægður aðila máls eða ef hann hefur sjálfur persónu- legra hagsmuna að gæta við úr- lausn málsins. Hæfisreglunum er ætlað að koma í veg fyrir að ómál- efnaleg sjónarmið ráði ferðinni við úrlausn mála og jafnframt að stuðla að því að almenningur geti treyst því að stjórnvöld gæti hlut- leysis í hvívetna. í III. kafla laganna er að finna almennar meginreglur um máls- meðferð sem ætlað er að auka réttaröryggi borgaranna. Þar er m.a. lögfest sú grundvallarregla að mál skuli afgreitt eins fljótt og auðið er. Einnig era þar lögfestar reglur um að mál skuli rannsakað Gunnar Jóhann Birgisson „Þegar forsætisráð- herra mælti með frum- varpinu á Alþingi sagði hann, að nauðsynlegt væri að setja lög af þessu tagi til þess að efla réttaröryggi borg- aranna í samskiptum við stjórnvöld. Það er kjarni málsins.“ til hlítar áður en það er afgreitt og að stjórnvöld skuli leysa með sams konar hætti úr sambærileg- um málum. í lögunum er andmælareglan einnig lögfest. Kjarni þeirrar reglu er sá að ekki verður tekin ákvörð- un um réttarstöðu aðila fyrr en honum hafi verið í fýrsta lagi gef- inn kostur á því að kynna sér málsgögn og málsástæður sem ákvörðun byggist á og í öðru lagi að tjá sig um málið. Hér er um mjög mikilvæga reglu að ræða sem oft hefur verið tekist á um en sem hingað til hefur verið ólög- fest. Lögfesting andmælareglunn- ar eykur réttaröryggi einstakling- anna og stuðlar að því að ákvarð- anir stjórnvalda séu löglegar og byggðar á réttum forsendum. Til þess að stuðla að bættri stjórnsýslu er reynt að hafa upp- byggingu stjórnkerfisins með þeim hætti að hægt sé að fá ákvarðan- ir stjórnvalds endurskoðaðar hjá öðrum aðilum en þeim sem ákvörðunina tók. Lögin gera ráð fyrir því réttarúrræði sem nefnt er stjórnsýslukæra og veitir aðilum rétt til þess að skjóta ákvörðun til æðra stjórnvalds sem skylt er að endurskoða ákvörðunina. Stjóm- sýslukæra getur verið mjög áhrifa- rík leið til þess að auka réttarör- yggi í stjórnsýslunni og er jafn- framt ódýrari og einfaldari leið til þess að fá ákvörðun endurskoðaða en að bera mál undir dómstóla. I lögunum era- lögfestar nokkrar meginreglur um stjórnsýslukæru sem eiga að stuðla að því að þetta réttarúrræði verði virkara en verið hefur. Þegar forsætisráðherra mælti með frumvarpinu á Alþingi sagði hann, að nauðsynlegt væri að setja lög af þessu tagi til þess að efla réttaröryggi borgaranna í sam- skiptum við stjórnvöld. Það er kjarni málsins. Höfundur er lögmaður í Reykjavík. Óskað eftir málefna- legri umræðu um SVR eftir Björgu Guðmundsdóttur, Unni Eggertsdóttur, Marías Sveinsson og Jónas Engilbertsson Eins og rækilega hefur verið tíundað í fréttum barst stafsmönn- um Strætisvagna Reykjavíkur bréf að kvöldlagi fyrr í vikunni þar sem greint var frá áformum_ um að gera SVR að hlutafélagi. í bréfinu var reynt að útskýra þessi áform. Hið sama var uppi á teningnum á fundum sem haldnir voru með starfsmönnum í kjölfarið. Í þeim greinargerðum sem við fengum í hendur og á fundunum sem boðað var til, voru gefin fyrir- heit um að hvorki þjónustan yrði skert né kjör starfsmanna rýrð við breytingu á SVR í hlutafélag. Við höfum kannað þessi gögn ræki- lega og borið þau undir sérfræð- inga okkar stéttarfélaga. Það er samdóma álit allra þeirra sem hafa farið yfir gögnin, að þau byggi á miklurn mótsögnum og stundum beinlínis á rangfærslum. Þannig séu gefln fyrirheit sem hreinlega ekki fái staðist. Árangurslaust auglýst eftir rökum Þess vegna boðuðum við til fundar með stjórn SVR og þeim aðilum sem eiga að taka endanlega ákvörðun um málið, það er að „Einnig er ljóst að sá hefur ekki góðan mál- stað að verja sem ekki treystir sér í rökræður um þann málstað en er þess í stað með útúr- snúninga og skæting.“ segja kjömum borgarfulltrúum auk fulltrúa okkar stéttarsamtaka, stjórn Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar og formanni BSRB. Markmiðið með þessum fundi var að fá nánari útskýringar og rök- semdir þeirra sem að málinu standa. Þær útskýringar fengust ekki og stjórnarformaður SVR, Sveinn Andri Sveinsson, svaraði ekki þeim málefnalegu spumingum sem að honum var beint. Hins vegar fékkst staðfest að tillögurnar yrðu lagðar fyrir borgarráð á næstu dögum. Við töldum málið það al- varlegt að ekki væri stætt á öðru en boða þegar í stað til almenns fundar með starfsmönnum SVR og gera þeim grein fyrir stöðunni. Samstaða starfsmanna og stuðningur stéttarfélaga Á þeim fundi var samþykkt samhljóða ályktun þar sem skorað er á borgaryfirvöld að falla frá fljótfærnislegum ákvörðunum um að breyta SVR í hlutafélag. Nú bregður svo við eftir þennan fund að stjómarformaður SVR, Sveinn Andri Sveinsson, hefur upp raust sína í íjölmiðlum þar sem hann er með dylgjur um þá fundi sem við höfum staðið fyrir og seg- ir þá runna undan riijum forystu BSRB. Hið sanna í þessu máli, eins og kom fram hjá formanni BSRB í sjónvarpsviðtali, er að við höfum staðið fyrir þessum fundum að okkar frumkvæði. Hitt er annað mál að við höfum fengið góðan stuðning og notið góðrar þjónustu Starfsmannafélags Reykjavíkur- borgar og BSRB sem eru okkar samtök og hafa það hlutverk þeg- ar öllu er á botninn hvolft að standa vörð um kjör félagsmanna sinna. Það eram við sem myndum þessi samtök. Þau eru okkar. Þess vegna vísum við tilraunum til að gera þátt okkar stéttarsamtaka tortryggilegan til föðurhúsanna. Útúrsnúningar afþakkaðir Eitt situr þó óneitanlega eftir. Menn sem byggja málflutning sinn á ósannindum eins og Sveinn Andri Sveinsson, stjórnarformað- ur SVR, hefur gert í þessu máli eru ekki trúverðugir. Einnig er ljóst að sá hefur ekki góðan mál- stað að veija sem ekki treystir sér í rökræður um þann málstað en er þess í stað með útúrsnúninga og skæting. Það er rétt að það komi fram að síðastliðið haust óskaði Starfs- mannafélag Reykjavíkurborgar formlega eftir viðræðum við Reykjavíkurborg um þær breyt- ingar sem hugsanlega væru á döf- inni varðandi rekstrarform borgar- stofnana. Engar slíkar viðræður hafa farið fram eins og eðlilegt hefði verið og ef raunveralegur vilji hefði verið til samráðs. Sýningin er helguð Árna Magn- ússyni og starfsemi hans. Sýnt er í eiginhandarriti eitt bindi jarða- bókarinnar sem hann samdi og myndir af merkilegum athuga- semdum með hans hendi. Einnig eru sýnd m.a. handrit Njálu og Við leyfum okkur hér með að óska eftir málefnalegri umræðu um framtíð SVR. Hún er framtíð okkar og borgarbúa allra sem eru eigendur þessa fyrirtækis. Höfundar eru fulltrúar 9. dcildar Starfsmannafélags Reykja- víkurborgar hjá Strætisvögnum Reykjavíkur. Gunnlaugs sögu, fögur rímna- og kvæðahandrit, Landnáma, Sturl- unga og galdrakver. Myndskreytt sýningaskrá hefur verið gefin út á fimm tungumálum. (Fréttatilkynning) Handritasýning í Árnagarði STOFNUN Árna Magnússonar opnar handritasýningu í Árna- garði við Suðurgötu fimmtudaginn 17. júní kl. 14 og verður sýningin opið frá kl. 14-16 alla virka daga í sumar fram til 1. september. Á sunnudögum verður lokað. Á sýningunni er úrval handrita sem afhent hafa verið hingað heim frá Dan- mörku á undanförnum árum. Nýjar sendingar af VENICE BEACH og LEE COOPER fatnaði og NIKEvörum. Eldri gerðir af JORDAN barnaskóm í stærðunum 28—31 á góðu verði! FjÖlsport, Lækjargötu 34c, Hafnarf., sími 652592.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.