Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993 13 Cambrian Brass Quintet ________Tónlist_____________ Ragnar Björnsson Á listahátíð í Hafnarfirði gefur að heyra enn eitt stórstirnið, sem er þessi kvintett frá Mið-Eng- landi. Kvintettinn er skipaður Ric- hard Adams á trompet, Andrew Stone-Fewings, einnig á trompet, John Carvell á horn, Kevin Pitt á básúnu og Melvyn Poore á túbu. Hér var sannarlega um góða hljóðfæraleikara að ræða og sér- staklega var samleikur þeirra oft ótrúlega nákvæmur og vel út- færður og fannst manni stundum nær því ótrúlegt hversu mikilli nákvæmni í samleik var hægt að ná á þessi þungu blásturshljóð- færi. Engar upplýsingar var að finna í tónleikaskrá um tónskáld- in, sem á dagskrá voru, en að öllum líkindum voru þau öll, nema eitt þeirra, ensk og kannske, eins og einhver orðaði það, flest í reif- um. „Call“ eftir Luciano Berio — reyndar ítalskur — var einskonar „signal“-forleikur, sem slíkur ágætlega skrifaður fyrir hljóðfær- in og gaf strax léttan upptakt að tónleikunum. Hugsanlega hefði verið áhrifameira hefðu hljóð- færaleikararnir dreift sér um sal- inn, undir þessum signulum, í stað þess að standa allir í hnapp. „Ric- ercare no. 5“ eftir Stephen Oliver var sérlega vel spilað af þeim fé- lögum. Verkið byijaði ekki óá- heyrilega, en einhvern veginn hætti úrvinnslan að vera áhuga- verð áður en verkinu lauk. Næst kom spuni á túbuna, sem Melvyn Poore lék af feikilegri kunnáttu og valdi yfir hljóðfærinu, svo hrein undrun var. Jonatan Dove átti „Things Remembered While on Trains“, skrifað sérstaklega fyrir hópinn og var hér um frumflutn- ing að ræða. Þegar hér var komið fóru að renna á mann þær grímur hvort breskir hljóðfæraleikarar í dag stæðu breskum tónskáldum dagsins í dag framar, en þá kom ágætlega skrifaður mars eftir Peter Maxvell Davies og svo verk- ið sem, fyrir mér, bjargaði ensku tónskáldunum. „Blue, indigo, vio- let“ eftir Tim Ewers, sem mér skilst að sé mjög ungt tónskáld. Verkið er í þrem þáttum og á að þjóna þessum þrem orðum. Undir- ritaður hefur að vísu snert af lit- blindu, og því fóru litirnir fram hjá honum, en þannig var verkið skrifað að maður getur vænst góðra hluta frá þessum Tim Ew- ers. Tónleikunum lauk með finnsku verki eftir Jarmo Sermilá, engar kollsteypur í „kompostiti- on“, en heldur ekki minnisstætt. En þakkir skulu „Cambrian Brass Quintet" hafa fyrir komuna og framúrskrandi leik. Viðbótarsæti til Benidorm á ótrúlegu verði 21. júlí með Heimsferðum 29.900 - ein vika m.v. 4 fullorðna í íbúð.Tropimar 36.900 - tvær vikur m.v. 4 fullorðna í íbúð, Tropimar Nú er að verða uppselt í flestar brottfarir okkar í leiguflugi Heimsferða ogTuravia til Benidorm i sumar.Við höfum fengið nokkur viðbótarsæti hjá Turavia og getum boðið þau á frábæru verði, á glæsilegu, nýju ibúðarhóteli, Tropimar. Flugvallarskattar: Fyrir fullorðna kr. 3.570 Fyrir börn kr. 2.315 ÍTURAVIA air europa 14. júlí - uppselt 21. júlí - 18 viðbótarsæti 28. júlí - 15 viðbótarsæti 4. ágúst - 8 viðbótarsæti 18. ágúst - uppselt HEIMSFERÐIR hf. Austurstræti 17, 2. hæð • Sími 624600 Dúxinn í 100.000 km bilanaprófinu^ með framúrskarandi einkunn' " $ i i f- SÖLUAÐILAR: Akranes: Bilás sf., Þjóðbraut 1, sími 93-12622. ísafjörður: Bílatangi hf., Suðurgötu 9, sími 94-3800. Akureyri: BSA hf. Laufásgötu 9, sími 96-26300. Egilsstaðir: Bílasalan Fell, Lagarbraut 4c, sími 97-11479. Selfoss: Betri Bílasalan, Hrísmýri 2a, sími 98-23100. Keflavfk: Bílasala Keflavíkur, Hafnargötu 90, sími 92-14444. Notaðlr bílar: Bílahöllin hf., Bíldshöfða 5, sími 91-674949. í 30 ár hefur þýska bílablaðið "Auto Motor und Sport" bilanaprófað ótal bílategundir. Erfiðasta prófið er 100.000 km aksturinn. í ár birtir blaðið einkunnir 85 fólksbifreiða. Langbestu einkunn, 2.5, hlýtur MAZDA 626 2.0i GLK1989 með stysta bilanalista allra tíma. Og af 5 efstu eru 3 MAZDA bílar. Einstakur árangur. Þetta geta ánægðir MAZDA eigendur staðfest. Betri meðmæli eru vandfundin, þegar kemur að ákvarðanatöku um bifreiðakaup. Hjá sölumönnum okkar færð þú svo allar upplýsingar um nýjustu MAZDA bflana með alla kosti þeirra eldri og gott betur. Því ekki að koma og reynsluaka MAZDA? Auto, Motor und _______________ jÍ989T2Í^ kWdTffie 2.0. GLX R 992 l 11 \ihSSí corol.® 1.8 0 12,5 j I 5I Honda Acc^ AerocL2-0 EXi \^ \ 13 Skúlagötu 59, sími 91-619550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.