Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 42
w 42 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993 15.6. 1993 VAKORT Eftirlýst kort nr.: 4543 3700 0007 3075 4548 9000 0042 4962 4548 9018 0002 1040 ÖLL ERLEND KORT SEM BYRJA Á: 4506 43** 4507 46** 4543 17** 4560 08** 4560 09** 4920 07** 4938 06** 4988 31** 4506 21** Afgraiðslulólk vinsamlegast takið ofangreind kort úr umferð og sendiú VISA Islandi sundurklippt. VERÐLAUN kr. 5000,- fyrir að klófesta kort og visa á vágest. VI5A ÍSLAND Höfðabakka 9 • 112 Reykjavlk Slmi 91-671700 PisMsMsí !ce1 ELFA VORTICE VIFTUR TILALLRANOTA! Spaðaviftur Fjarstýringar hv.-kopar-stál fyrir spaðaviftur O Borðviftur margar gerðir Gólfviftur Baðviftur Gluggaviftur með tímarofa Inn- og útblástur Röraviftur Reykháfsviftur margar gerðir fyrir kamínur Iðnaðarviftur Þakviftur Ótrúlegt- úrval - hagstætt verð! Einar Farestveit & Co.hf. Borgartúni 28 — S 622901 og 622900 FisF/sFisf- fclk i fréttum SAMBÚÐARSLIT Karólína aftur ein með bömin Sögusagnir í Mónakó herma að unnusti Karólínu prinsessu, leikarinn Vincent Lindon, hafi sagt skilið við hana, en samband þeirra hef- ur staðið yfír í um það bil eitt ár. Reyndar hefur farið lítið fyrir Vincent þennan tíma og hann sést ekki með Karólínu nema í einkalífí hennar, aldrei við opinberar athafnir. Segir sagan að hann hafí verið orð- inn þreyttur á að vera ástvin- ur Karólínu en fá ekki viður- kenningu á því. Reyndar bjó Vincent öðru hvoru hjá henni og börnunum í St. Remy, hann hefur farið með í utanlandsferðir þeirra og einn síns liðs hefur hann sótt bömin hennar í skólann, en opinberlega nær samband þeirra ekki lengra. Þegar Karólína fór til Norð- ur-Frakklands á heimaslóðir Vincents — og hann fékk ekki að fylgja henni, því Rainer fursti og Albert prins voru með í ferðinni — þótti honum nóg komið. Hann er sagður hafa farið til Parísar og fund- ið þar kvenmann, sem líktist Karólínu og eytt með henni nokkrum dögum. Nú er bara að sjá hveiju fram vindur í málum þeirra Karólínu og Vincents. Vincent Lindon hefur ekki fengið að taka þátt í opinberu lífi Karólínu prins- essu, en hér er hún ásamt dóttur sinni, Charlotte. Vincent er sagður vera orðinn leiður á feluleiknum. Hinn 8 ára Andrea er sagður sjá eftir Vincent eins og hin börn Karólinu. Hér er hann á sjóskíðum í Monte Carlo. NEMENDUR Sigur á tveim- ur vígstöðvum Sjötti bekkur Borgarhólsskóla á Húsavík sigraði í lestrarkeppninni sem fram fór í vetur. En það er ekki eini sigur bekkjarins, því að auki er hann reyklaus, þrátt fyrir að reykingar meðal ungmenna hafi farið í vöxt á Húsavík. Nú reykja þar fleiri piltar en stúlkur, en ekki er langt síðan stúlkurnar voru í meirihluta. Meðfylgjandi er mynd af hópn- um og ætlar fréttaritarinn á Húsavík að senda blaðinu árlega mynd af bekknum meðan hann er reyklaus, en aðeins geta þess án myndar, ef bekkurinn heldur ekki þeim orðstír sem hann hefur skapað sér. Spennandi verður að fylgjast með hvort bekkurinn verður reyk- laus á næsta ári líka, þegar krakkarnir fara í unglingadeild. MANNAMÓT Grillað í Viðey Starfsmenn Örva, sem er vinnu- staður fólks með skerta starfsgetu, gerðu sér glaðan dag fyrir skömmu. Þá brugðu þeir sér yfir í Viðey og héldu sína árlegu grillveislu. Veisl- an tókst í alla staði vel en gestir gæddu sér á nautakjöti sem naut- gripabændur lögðu til. Nýjasta verkefni Örva er einmitt hönnun og framleiðsla plastloka fyrir nýja afurð nautgripabænda, „nautaveisl- una“, en sú framleiðsla kemur á markaðinn fljótlega. ÍÞRÓTTIR Sýslumaður og banka- mejrjar meðal þátttakenda að voru ekki of margir Hafn- arbúar — sennilega öðru hvoru megin við áttatíu — sem tóku sig til og hlupu, skokkuðu eða hjóluðu í Krabbameinshlaupinu þetta sinnið. Þá virtust þátttakendur að- allega vera innan við fimmtugt og auðvitað mest áberandi þeir yngstu. Af kunnum mönnum úr bænum mátti sjá sýslumanninn Pál Björns- son og sjómennina Reyni Örn Óla- son og Örn Arnarson. Starfsstúlkur úr Sparisjóðnum létu sig ekki vanta og Asmundur Gíslason umsjónar- maður hlaupsins og Elli- og hjúkr- unarheimilisins hljóp einnig. Örfáir drengir úr „old boys“ eða elliknatt- spyrnunni mættu líka en hefðu mátt vera fleiri. Að því er best er vitað varð eng- um meint af en margir töldu sig hafa haft gott af þessari léttu hreyf- ingu. Morgunblaðið/JGG Sjómennirnir Reynir Örn Ólason og Örn Arnarson létu sig ekki vanta í Krabbameinshlaupið. n ... þú verður að smakka það! cafe wmm 5 Gontments er ný kafnblanda frá EL MARINO í MEXICO. heildsala & dreifing; S: 686 700 100% ARABICA KAFFI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.