Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐJÐ, KRINGLAN 1 103 REYKJAVÍK
SÍMl 691100, SÍMBRÉF 691181, PÓSTHÓLF 1565 / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTl 85
ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993
VERÐ í LAUSASÖLU 110 KR.
Færri vilja
fara í fram-
haldsskóla
én í fyrra
INNRÖÐUN nýnema í fram-
haldskóla er að ljúka og
virðist nokkurn veginn
ganga upp að sögn Karls
Kristjánssonar deildarsér-
fræðings í menntamálaráðu-
neytinu. A sama tíma í fyrra
átti ráðuneytið að hans sögn
í erfiðleikum með að útvega
2-300 nemendum skólapláss
á höfuðborgarsvæðinu.
Karl sagði að auðveldara hefði
verið að raða inn í skólana af þeirri
einföldu ástæðu að færri hefðu
sótt um en t.d. í fyrra. Skýringin
væri að hluta til sú að skóla-
árgangurinn væri minni en ásókn
í skólana virtist líka vera dræm-
ari. „Ég skal ekki segja af hverju.
Maður átti svona heldur von á því
að atvinnuleysið myndi hafa þau
áhrif að krakkarnir flykktust í
skólana en sú hefur ekki orðið
raunin," sagði Karl.
Svör komin til flestra
Hann sagði að umsóknarfrestur
hefði runnið út 4. júní. Afgreiðsla
umsókna hefði gengið fljótt og vel
fyrir sig og nú ættu langflestir
að hafa fengið svör. Af þeim
fengju flestir inngöngu í þann
skóla sem þeir hefðu sett efst á
óskalista en einhveijir yrðu að
gera sér að góðu skóla númer tvö
á sama lista. Starfsmenn skólanna
raða sjálfir inn í laus pláss og er
á Reykjavíkursvæðinu miðað við
að nemendur í skólahverfinu fái
inngöngu áður en litið er á um-
sóknir frá öðrum. Sumir þurfa svo
,að fara í ákveðið grunnnám áður
en eiginlegt framhaldsskólanám
hefst.
80-90% vilja í framhaldsskóla
Aðspurður sagði Karl að mikil
ásókn væri í alla skóla og ekki
væri hægt að segja að einn nyti
vinsælda umfram annan. Hann
sagði að þróunin hefði orðið sú
að 80-90% hvers árgangs hæfi
nám í framhaldsskóla. Árgangn-
um sem fyllir skólana nú tilheyra
rúmlega 4.000 ungmenni.
Morgunblaðið/Einar Falur
Bent á vandamálið
STARFSMAÐUR Pósts og síma bendir á umgjörð nýja stýrikerfisins, sem varð þess valdandi að rúmlega 20.000 símanúmer duttu út
í gær. Utskýring á því sem gerðist hefur enn ekki fundist, en búið er að finna bráðabirgðalausn.
Bilun varð í nýju stýrikerfi aðalsímstöðvar Reykvíkinga í gær
Truflanir og sambandsleysi
hjá tugþúsundum notenda
MIKLAR truflanir voru í símkerfinu á höfuð-
borgarsvæðinu í gær. Mjög erfitt var að
hringja í og úr rúmlega 20 þúsund simanúm-
erum og urðu þau nokkrum sinnum alveg
sambandslaus, nokkrar mínútur i senn. Mikið
álag á simkerfinu vegna bilunarinnar hafði
siðan áhrif á fleiri símanúmer og teygði
vandamálið sig því út fyrir höfuðborgarsvæð-
ið. Miklar tafir urðu í greiðslukortaviðskipt-
um enda fara 70% þeirra fram í gegnum sím-
kerfið. Bilunarinnar varð fyrst vart um níu-
leytið í gærmorgun og ekki fyrr en síðdegis
var fundin bráðabirgðalausn.
„Ég lít mjög alvarlega á málið og hlýt að
gera ráðstafanir til að fyrirbyggja að slíkt geti
endurtekið sig,“ sagði Olafur Tómasson, póst-
og símamálastjóri. Olafur sagði að þessi búnað-
ur, sem olli vandamálunum, frá danska fyrirtæk-
inu LM Erikson, hefði átt að vera margreyndur
erlendis. Einmitt þess vegna hafi verið ákveðið
að taka hann í notkun hér, sem lið í því að fyrir-
byggja að það sem gerðist gæti gerst.
Bilunin náði til númera, sem byija á 63, 66,
67, 68 og 69 að sögn Ragnars Benediktssonar,
yfirdfeildarstjóra fjarskiptasviðs Pósts og síma.
Ástæður bilunarinnar má rekja til þess að nýju
stýrikerfi var komið upp aðfaranótt mánudags
í Múlastöð, en sú símstöð þjónar Reykjavíkur-
svæðinu. Fyrir viku var það sett upp í símstöð-
inni í Keflavík og gekk það vel. Því var ráðist
í það að setja stýrikerfið upp í Múlastöð aðfara-
nótt sl. mánudags, með þessum afleiðingum.
Búist við truflunum í dag
Múlastöðin var eina símstöðin á landinu þar
sem átti eftir að setja upp sams konar stýri-
kerfi og því sem olli vandræðunum, að sögn
Ragnars.
Um leið og álagið fór að aukast um morgun-
inn varð bilunarinnar vart. Ekki er vitað hvað
olli biluninni en að sögn Ragnars var fundin
bráðabirgðalausn og kemur ekki í ljós hvort hún
heldur fyrr en um 11 í dag þegar álagið verður
hvað mest. Það má því búast við áframhaldandi
truflunum að sögn Ragnars.
Kortaviðskipti lömuð
I mörgum tilfellum þurfti að grípa til gömlu
strauvélanna þegar greitt var með greiðslukorti
að sögn Einars S. Einarssonar, forstjóra Visa-
ísland. Einar sagði að um 70% viðskipta með
greiðslukort hér á landi færu nú fram í gegnum
svokallaða posa, sem tengdir væru heimildartölv-
um kortafyrirtækjanna í gegnum símkerfi Pósts
og síma. „Svona símatruflanir sem koma upp,
eins og alltaf, öllum að óvörum eru því hið alvar-
legasta mál fýrir verslunarlíf í landinu," sagði
Einar.
Ekki er vitað um nein óhöpp, sem rekja má
til bilunarinnar, að sögn Rúdolfs Axelssonar,
aðalvarðstjóra hjá lögreglunni í Reykjavík.
Hannes Guðmundsson, framkvæmdastjóri Secu-
ritas, sagði að símkerfi fyrirtækisins væri óháð
álagi á símkerfi Pósts og síma og því hefði t.d.
áhætta þeirra sem hafa neyðarhnapp ekki aukist.
„Leynivopn“ Rússa
lenda í Kefiavík
TVÆR háþróaðar rússneskar herþotur af gerðinni Sukhoi SU-27 munu
hafa viðdvöl á Keflavíkurflugvelli 27. júní næstkomandi á leið sinni á
flugsýningu í Bandaríkjunum. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem rúss-
neskar orrustuflugvélar lenda hér á landi. Samkvæmt upplýsingum
Morgunblaðsins var tekið sérstaklega fram í umsókn um lendingar-
leyfi fyrir vélarnar að þær bæru hvorki skotfæri né njósnabúnað.
SU-27 orrustuþoturnar og búnað-
ur þeirra voru til skamms tíma vel
varðveitt hernaðarleyndarmál Sovét-
ríkjanna, en á síðustu árum hefur
hulunni verið svipt af þessum renni-
legu vélum, sem sumir telja beztu
orrustuflugvélar í heimi. Af vestræn-
um herflugvélum líkjast þær mest
F-15 orrustuþotunum bandarísku.
Bandarískir og brezkir orrustuflug-
menn hafa fengið að fljúga Sukhoi-
þotunum og hafa þeir einróma lokið
lofsorði á eiginleika vélanna.
„Flanker" á NATO-máli
Russnesku herþoturnar tvær
munu lenda á Keflavíkurflugvelli á
hádegi 27. júní og halda ferð sinni
vestur um haf áfram þremur klukku-
stundum síðar. Eflaust munu orr-
ustuflugmenn bandaríska flughers-
ins á vellinum sýna þeim óskiptan
áhuga, en meðal orrustuflugmanna
Atlantshafsbandalagsins ganga
þessar vélar undir nafninu „Flan-
ker“.
Taka F-15 fram á mörgum sviðum
TVÆR eins sætis Sukhoi SU-27 orrustuþotur, sömu gerðar og þær
sem lenda munu í Keflavík. Sérfræðingar teþ'a þær taka banda-
rísku F-15 orrustuþotunum fram á mörgum sviðum IL-76 farþega-
flugvél með 36 manns innanborðs fylgir þotunum vestur um haf.
Ungt barn
fyrir bíl
á Akranesi
TVEGGJA ára gamalt
barn varð fyrir bíl á
Skagabraut á Akranesi í
gær og var það flutt með
sjúkrabíl til Reykjavíkur.
Talið er að barnið hafi
lærbrotnað, tvífótbrotnað
og auk þess meiðst á höfði.
Slysið varð um kl. 16.30,
og að sögn lögreglunnar á
Akranesi hljóp barnið skyndi-
lega út á götuna í veg fyrir
bílinn. Á Skagabraut er mikil
umferð og verslun er nærri
slysstaðnum.