Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 50

Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 50
50 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993 Úthlutað úr Þjóðhátíðarsjóði LOKIÐ er úthlutun úr Þjóðhátíðarsjóði fyrir árið 1993 og þar með sextándu úthlutun sjóðsins. Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins, er tilgangur sjóðsins að veita styrki til stofnana og annarra aðila, er hafa það verkefni að vinna að varðveislu og vernd þeirra verðmæta lands og menningar, sem núverandj kynslóð hefur tekið i arf. Stjórn sjóðsins skipa: Magnús Torfi Ólafsson fyrrverandi blaðafull- trúi rikisstjórnarinnar, formaður, skipaður af forsætisráðherra. Jó- hannes Nordal seðlabankasljóri, varaformaður, tilnefndur af Seðla- banka Islands. Björn Bjarnason aiþingismaður. Björn Teitsson skóla- meistari og Gunnlaugur Haraldsson þjóðháttafræðingur, sem kjörn- ir voru af Sameinuðu Alþingi. Ritari sjóðsstjórnar er Sveinbjörn Hafliðason lögfræðingur. ÚR DAGBÓK LÖGREGLUNNAR í REYKJAVÍK: 11. -14. júní 1993 Fjölmargir voru kærðir eða áminntir vegna umferðarlagbrota um helgina, eða 245 einstaklingar. Felstir voru kærðir eða áminntir fyrir að nota ekki öryggisbelti. Þá voru og margir kærðir fyrir að aka um á negldum hjólbörðum eða aka of hratt í hinum ýmsu hverfum starfssvæðisins. Á sama tímabili var tilkynnt um tvö umferðarslys og 22 önnur umferðaróhöp. Bifreið valt í Faxafeni á föstudagsmorgun og þurfti að flytja ökumanninn á slysa- deild með minniháttar meiðsli. þá þurfti að flytja tvennt á slysadeild eftir árekstur tveggja bifreiða á Sæbraut um miðjan dag á föstudag. Sex ökumenn eru grunaðir um að hafa verið undir áhrifum áfengis, en ekki er vitað til þess að ölvaður ökumaður hafí lent í umferðar- óhappi um helgina. Erill vegna ölv- unarháttsemi fólks var innan meðal- talsmarka. Bókanir vegna ölvunar- tengdra mála eru 69 talsins, en „ein- ungis“ var tilkynnnt um 2 líkams- meiðingar um heigina. Önnur þeirra átti sér stað í miðborginni aðfara- nótt sunnudags er flytja varð stúlku á slysadeild eftir að piltur hafði veist að henni þar og slegið hana í andlitið. Virðist hún hafa nefbrotn- að. Pilturinn var handtekinn og vi- staður í fangageymslunum. Hin lík- amsmeiðingin var í húsi í Grafar- vogi. Það mál var afgreitt á staðnum og ekki kom til þess að flytja þyrfti málsaðila á slysadeild. Þá var „ein- ungis“ tilkynnt um 8 innbrot. M.a. var brotist inn í skrifstofuhús við Hverfisgötu, útgerð við Granda, geymsluhús við Kleppsveg og sumarbústað í Eilífsdal. Talið er að 3.500-3.800 manns hafi verið í miðborginni þegar mest var aðfaranótt laugardags. Margir báru með sér að vera undir áhrifum áfengis og þurfti að flytja þaðan 12 einstaklinga í fangageymslumar. Aðfaranótt sunnudags er talið að um svipaðan mannfjölda hafi verið að ræða. Margir unglingar komu í miðborgina eftir að tónleikum lauk { Hafnarfirði og var að sjá að fólk væri talsvert ölvað. Æsingur í því var þó ekki mikill og má segja að ástandið hafi verið þokkalegt þó margir borgarbúar, sérstaklega þeir sem búa næst miðbæjarsvæðinu, eigi alltaf jafn erfitt með að sætta sig við fjölmenni skuli stefnt þangað allar helgar allan ársins hring. Aðfaranótt föstudags var tilkynnt um þrjá menn vera að reyna að rifa frá glugga sem hafði verið límt fyr- ir á Bjömsbakaríi við Hringbraut. Höfðu þeir náð að rífa frá gatinu þegar lögreglan kom á vettvang og tóku þegar til fótanna þegar þeir urðu hennar varir. Mennimir náðust fljótlega,' en þeir höfðu ekki haft tíma til þess að komast inn í bakarí- ið. Aðafaranótt laugardags voru þrír piltar handteknir í Alþingisgarðin- um þar sem þeir voru að gera sér það að leik að slíta upp blóm og annan gróður. Um svipað leyti var tilkynnt um að unglingar héldu uppi ólátum í Þverholti í Mosfellsbæ. Höfðu þeir m.a. brotið rúðu í fjölbýlishúsi við götuna. Þurfti lögreglan að hand- taka einn unglinganna, en sá lét tryllingslega. Á sunnudagsmorgun voru fimm aðilar handteknir í íbúð við Snorra- braut vegna fíkniefnineyslu. I fórum þeirra fannst lítilræði af efni og áhöldum til neyslu. Aðfaranótt mánudags var maður handtekinn eftir að stúlka hafði kært hann fyrir nauðgun. 652 bókanir voru færðar í dag- bókina um helgina. Til úthlutunar í ár koma allt að kr. 4.240.000, þar af skal fjórðung- ur, 1.060 þús. kr., renna til Friðlýs- ingarsjóðs til náttúruverndar á veg- um Náttúruvemdarráðs og fjórðung- ur til varðveislu fomminja, gamalla bygginga og annarra menningar- verðmæta á vegum Þjóðminjasafns, skv. ákvæðum skipulagsskrár. Allt að helmingi úthlutunarfjár á hverju ári er varið til að styrkja skv. umsóknum og voru því allt að kr. 2.120.000 til ráðstöfunar í þennan þátt að þessu sinni. Alls bárust 77 umsóknir um styrki að íjárhæð um 44 millj. kr. Hér á eftir fer skrá yfir þá aðila og verk- efni, sem hlutu styrki að þessu sinni, en fyrst er getið verkefna á vegum Friðlýsingarsjóðs og Þjóðminjasafns. Friðlýsingarsj óður Skv. skipulagsskrá Þjóðhátíðar- sjóðs skal Friðlýsingarsjóður verja árlegum styrk til náttúruverndar á vegum Náttúruverndarráðs. Styrkn- um í ár mun verða varið til að setja upp gestastofu (fræðslustofu) við Mývatn, en það verður eitt megin- verkefni Friðlýsingarsjóðs á þessu ári. Þjóðminjasafn Samkvæmt skipulagsskrá Þjóðhá- tíðarsjóðs skal Þjóðminjasafnið veija árlegum styrk til varðveislu forn- minja, gamalla bygginga og annarra menningarverðmæta á vegum safns- ins. Þjóðminjavörður hefur gert grein fyrir ráðstöfun styrksins í ár og mun hann annars vegar renna til að styðja lok rannsóknar dr. Guðrúnar Svein- bjamardóttur fornleifafræðings á jarðfundnum leirkemm og hins vegar til viðgerða á nokkrum safngripum. Úthlutun styrkja skv. umsóknum: Framfarafélag Flateyjar, Álfheið- ur Ingadóttir, Fjólugötu 7, 101 Reykjavík. Framhald viðgerða og endurgerð á sjóminjum í Flatey á Breiðafirði. 200.000. Hallgrímur og Halldór Valdimars- synir, Arholti 6, 640 Húsavík. Við- gerð að aðaldyrum íbúðarhússins að Halldórsstöðum, Laxárdal, S-Þing., sem voru kirkjudyr Múlakirkju í Aðaldal. 105.000. Byggðasafn Vestmannaeyja, Jó- hann Friðfmnsson, 900 Vestmanna- eyjum. Endurhleðsla í kringum Lind- ina í Heijólfsdal. 165.000. Zontaklúbbur Akureyrar, Margrét Pétursdóttir, Aðalstræti 54, 600 Akureyri. Viðhald á Nonnahúsi á Akureyri. 150.000. Djúpavogshreppur, Ólafur Ragn- arsson, Hrauni 5, 765 Djúpavogi. Framhald endurbyggingar Löngu- búðar. 150.000. Byggðasafn Skagfirðinga, Sigríð- ur Sigurðardóttir, Glaumbæ, 560 Varmahlíð. Viðgerð á timburhúsi sem byggt var í Ási, Hegranesi, 1883—86. 165.000. KFUM í Reykjavík, Ólafur Jó- hannsson, Pósthólf 4060, 124 Reykjavík. Að búa bókasafni, hand- ritasafni, ritsafni, myndasafni og minjasafni sr. Friðriks Friðrikssonar stað í nýjum aðalstöðvum KFUM og KFUK við Holtaveg í Reykjavík. 150.000. Sóknarnefnd Stóra-Áss kirkju, sr. Geir Waage, Reykholti, 311 Borgar- nes. Viðgerð á altaristöflu í eigu Stóra-Áss kirkju, sem talin er vera frá því fyrir 1700 að uppruna. 140.000. Kvæðamannafélagið Iðunn, Orm- ur Ólafsson, Safamýri 54, 108 Reykjavík. Síðari áfangi afritunar hljóðritasafns félagsins af frumupp- tökum yfir á geymslubönd. 120.000. Landsbókasafn íslands, Finnbogi Guðmundsson, Hverfisgötu, 101 Reykjavík. Til umbúnaðar handrita. 100.000. Sögufélagið, Heimir Þorleifsson, Fischersundi 3, 101 Reykjavík. Til að undirbúa útgáfu á þýðingu á ís- lensku á Brevis commentarius eftir Arngrím lærða Jónsson, sem gerð var af Árna Þorvaldssyni, kennara á Akureyri. 110.000. Stofnun Árna Magnússonar á ís- landi, Jónas Kristjánsson, Árnagarði, 101 Reykjavík. Ljósmyndun og prentun útgáfu íslensku teiknibókar- innar (AM 673 a III 4 to). 210.000. Veiðistjóraembættið, Hlemmi 3, 105 Reykjavík. Páll Hersteinsson. Skráning grenja í Homstrandafrið- landi. 135.000. Náttúruverndarráð, Þóroddur F. Þóroddsson, Hlemmi 3, 105 Reykja- vík. Gerð fræðsluefnis og uppsetning þess í anddyri þjónustuhúss við Gull- foss. 160.000. Fuglavemdarfélag íslands, Björn Guðbrandsson, Bræðraborgarstíg 26, 101 Reykjavík. Verndun íslenska hafamarstofnsins. 60.000. Alls kr. 2.120.000. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Guðmundur Pálsson vann í flokki rally cross bíla í bikarmóti á laugardaginn á keppnisbraut Rally cross klúbbsins. Rally cross Bíll í verðlaun Kvartmíla Mótorhj ólamenn fjölmennastir FYRSTA kvartmílumótið sem gildir til íslandsmeistara var hald- ið á sunnudaginn á keppnisbraut Kvartmíluklúbbsins við Straums- vík. Keppendur í móti KK og Pizza 67 voru í færra Iagi, en í lok mánaðarins fer fram önnur keppni, þar sem búist er við fleiri keppnistækjum, en kvartmílumenn hafa yfirleitt verið seinir í gang á hverju keppnistímabili. BMW 520i árg. 1990, sjálfskiptur, sóllúga, rafdrifnar rúðuro.fl. Gullfall- egur bíll. M. Benz 190 E árg. 1992, ekinn 29 þ. km., sjálfskiptur, sóllúga, ABS bremsur o.fl. Sem nýr. Renautl Nevada 4x4 árg. 1991, rafdrifnar rúður, fjar-stýrðar saml- æsingar, litað gler, ekinn aðeins 35 þ. km. MMC Lancer GLXi árg. 1991, ekinn 40 þ. km., silfurgrár, 5 gíra, vökva- stýri. Eigum einnig MMC Lancer 4x4 hlaðbak árg. 1990. Toyota Hi Lux Extra Cap árg. 1987, sjálfskiptur, plasthús, upphækkað- ur. Gott eintak. Range Rover árg. 1985, hvítur, 4ra dyra, ekinn aðeins 87 þ. km. Bílasalan BRAUT HF., Borgartúni 26, 105 Reykjavik, símar 617510 og 617511, Akstursíþróttir Gunnlaugur Rögnvaldsson MIKIÐ er að gerast hjá Rally cross klúbbnum, þar sem nokkrir einstaklingar reka keppnisbraut á eigin kostnað. Klúbburinn heldur bæði ís- lands- og bikarmót í nokkur skipti á árinu og stendur fyr- ir happadrætti þar sem keppnisbíll er í verðlaun, til- búinn til keppni. Verður dreg- ið í happdrætti fyrir íslands- mót, sem verður í júlíbyrjun. Billinn sem er í vinning er fyrrum bíll íslandsmeistarans í krónukrossi, Sigmundar Guðnasonar. Sigmundur var í eldlínunni í bikarmóti um helgina á nýjum keppnisbíl, sem hann neyddist til að smíða eftir að klúbburinn keypti af honum meistarabílinn, en í reglum fyrir krónukross er ákvæði sem segir að bílarnir í efstu sætunum séu til sölu í fimmtán mínútur eftir að keppni er lokið fyrir 150.000 krónur. Er það gert til að halda niðri kostnaði í krónuflokknum. Þannig að menn leggi ekki of mikið í bílana. Sigmundur hafði smíðað dýrari bíl og nýtti klúb- burinn tækifærið og keypti bíl- inn til að nota í vinning. Á nýja Lancer-bílnum náði Sigmundur öðru sæti í krónuflokknum á eftir Högna Gunnarssyni á Niss- an. f teppaflokknum, sem er fyrir stærri blla, vann Hjálmar Hlöðversson á Cadilac, Birgir Guðjónsson á Malibu varð annar og Einar Gíslason á Pontiac þriðji, en hann leiddi keppnina lengst af en stöðvaðist í miðjum úrslitariðli eftir að hafa ekið yfir handrið með látum. í flokki rally cross bíla vann Guðmundur Pálsson á Toyota, Hjörtur Jóns- son á BMW varð annar og Ólaf- ur Baldursson á Lada þriðji. Mótorhjólamenn voru fjölmenn- astir, en ekið var í þremur flokk- um. í flokki ofurhjóla vann Jón Kr. Gunnarsson á Suzuki 1255 á tímanum 10,354 sekúndum, en hann hefur látið að sér kveða í sandspyrnu og náði þar titli í fyrra. I flokki HOOcc mótorhjóla vann Hörður Lýðsson á Honda CBR 900, Þorstein Marel 1 á Kawazaki í úrslitum á tímanum 10,612. í léttari flokknum, 750cc, vann Júlíus Eggertsson á Suzuki 750, Valgeir Pétursson á Honda CBR 600 á tímanum 11,192 sek- úndur. Miðað við það að hafa aðeins drif á einu hjóli, eru mótor- hjólin ótrúlega snögg út kvartm- ílubrautina samanborið við öflug- ustu keppnisbílana. Fljótastur var Auðunn Stígsson á sérsmíðuðum kvartmílubíl, Chevrolet Camaro með nýja tæp- lega 700 hestafla vél. Hann veitti íslandsmeistaranum Siguijóni Haraldssyni harða keppni í fyrra, en meistarinn var fjarri góðu gamni og vann Auðunn Compet- ition-flokkinn. í flokki götubíla vann Friðbjörn Georgsson á Plymouth Roadrunner á 13,180, flokk útbúinna götubíla vann Benedikt Svavarsson á tímanum 11,256 sekúndur. Brynjar Gylfa- son á Buick vann síðan Bracket- flokkinn þar sem allir geta mætt, jafnvel á fjölskyldubílum, en ekið er eftir forskotakerfi sem gerir alla bíla jafna. G.R. Morgunblaðið/Gunnlaugur Rögnvaldsson Auðunn Stígsson mætti í fyrsta kvartmílumót ársins með nýja 700 hestafla keppnisvél í Chevrolet Camaro sínum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.