Morgunblaðið - 15.06.1993, Blaðsíða 38
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 15. JÚNÍ 1993
Heiðrún Magnús-
dóttir — Minning
Okkur, starfsmönnum Garða-
sköla, þykir hlýða að minnast félaga
okkar, Heiðrúnar Magnúsdóttur, er
jarðsungin verður í dag.
Heiðrún kom til starfa við skól-
ann fyrir rúmum tuttugu árum og
þar var aðalstarfsvettvangur henn-
ar allt þar til í haust er leið, að
alvarleg veikindi settu strik í reikn-
inginn. En þótt henni væri, að lækn-
isráði, ekki ætlað að sinna störfum
sínum var áhuginn og viljinn samur
og fyrr. Þar fundum við best þegar
hún sneri aftur til okkar og sinnti
ráðskonustörfum fáeina daga nú í
vor. Þannig kvaddi hún okkur með
sínum hætti er hún vissi að hveiju
dró. Þá sáum við konu sem lifði
ekki í skugga dauðans heldur stóð
hnarreist andspænis honum, óbug-
uð og æðrulaus. Hún var vönust
því að vinna mikið og af einstakri
eljusemi. Auk ráðskonustarfanna
annaðist hún um langt árabil rekst-
ur Garðaholts og sinnti þar að auki
fjölmörgum öðrum störfum.
Heiðrún var glaðlynd kona og
hreinskiptin sem jafnan lagði gott
til manna og mála enda átti hún
traust og virðingu þeirra sem með
henni störfuðu. Verk sín vann hún
jafnan með þeim hætti að öðrum
virtust þau nánast fyrirhafnarlaus
með öllu, þótt raunin væri allt önn-
ur. Þannig varð návist hennar til
þess að menn urðu ósjálfrátt
óþvingaðir og asalausir í þeirri
græskulausu glaðværð sem fylgdi
henni.
Einhver kynni að halda að ráðs-
konustörf í flölmennri stofnun séu
ekki sérlega merkileg iðja. En þar
eins og ævinlega veltur vitaskuld á
mestu hvemig með er farið. Heið-
rúnu lánaðist að gera matmáls-
tímana að sérstöku tilhlökkunarefni
— hápunkti dagsins. Það var alltaf
jafn spennandi að verða vitni að
því með öllum skilningavitunum
hverjar krásir hún hafði ort í potta
sína og á pönnur í það og það skipt-
ið og aldrei brást henni hugkvæmni
og smekkur í þessari vandasömu
listgrein. Margar góðar minningar
em tengdar þessum stundum sem
við geymum með okkur lengi. En
það vom ekki fyrst og fremst hinar
einstöku kræsingar sem gerðu þess-
ar stundir svo eftirminnilegar og
dýrmætar heldur miklu frekar glað-
værð o g elskulegt viðmót Heiðrúnar
sem henni var svo eiginlegt.
Við viljum að lokum enn og aftur
þakka innilega fyrir allt það sem
hún veitti okkur af örlæti sínu um
Okkur hjónin langar í fáeinum
orðum að minnast ástkærrar móður
og tengdamóður, Auðbjargar
Bjarnadóttur, sem lést 7. maí sl.
, Auðbjörg fæddist á Laxárbakka í
' Miklaholtshreppi 27. júlí 1915. Þeg-
ar hún var tveggja ára fluttist hún
með foreldmm sínum að Mikla-
holtsseli í sömu sveit þar sem hún
var fram yfir fermingu. Hún giftist
eftirlifandi eiginmanni sínum _ og
sveitunga í desember 1938. Árin
frá fermingu og þar til Auðbjörg
flyst til Gísla í Hömluholt í Eyja-
hreppi, var hún aðallega í vinnu-
mennsku á Ytri-Rauðamel í sömu
sveit.
Auðbjörg og Gísli bjuggu allan
sinn búskap í Eyjahreppnum, léngst
af í Hausthúsum, eða allt til ársins
1985 er þau bmgðu búi og fluttust
til Reykjavíkur, en á sumrin dvöld-
ust þau í Hausthúsum meðan heilsa
leyfði.
Þau eignuðust fímm böm sem
öll em uppkomin og eiga sínar fjöl-
skyldur. Elstur er Sigurgeir, sem
býr í Hausthúsum, kona hans er
Sigríður Daníelsdóttir og eiga þau
leið og við samhryggjumst þeim
sem næstir henni standa.
Samstarfsfólk í Garðaskóla.
í dag mun ég fylgja ástkærri
ömmu minni, Heiðrúnu S. Magnús-
dóttur, til grafar. Þetta em þung
spor að ganga. Heiðrún amma hef-
ur átt við veikindi að stríða sl.
mánuði og veit ég að þetta hefur
oft verið erfitt og sársaukafullt, svo
að við emm þakklát fyrir að fyrst
þetta var komið svona langt, að hún
fékk að fara svona skjótt. Eg flutt-
ist til Svíþjóðar fyrir u.þ.b. ári svo
að ég hef ekki verið hér til staðar
utan fjóra daga eftir síðustu ára-
mót. Til stóð að ég ætlaði ekki þessa
ferð til íslands, en ég er þakklát
fyrir að tækifærið gafst, því að
þetta reyndust vera okkar síðustu
stundir saman.
Hún var ekki há að aldri þegar
hún lést, aðeins 69 ára gömul. Ég
hafði alltaf svolítið gaman af að
stríða henni í sambandi við aldur-
inn, spyija hana hvað hún væri
gömul. Þá sussaði og sveiaði hún
og sagði að það skipti engu máli
og neitaði að svara mér svo að ég
fékk að reikna sjálf. En ég man
að kærleikur og glettni skein úr
augum hennar þrátt fyrir það að
maður væri að angra hana með
svona óþarfa spumingum eins og
hún kallaði það.
Það er mikið af minningum sem
rifjast upp eftir öll þessi ár sem við
höfum átt saman og munu þær lifa
í hjarta manns og verða að dýrmæt-
um sjóði. Ég er svo þakklát fyrir
að hafa átt hana ömmu að, hún var
yndisleg og fær hæstu verðlaun sem
besta amman, og hún á þau svo
sannarlega skilið.
Elsku amma mín, ég þakka þér
fyrir allt sem þú hefur gefíð mér
og ég vil segja við þig að lokum:
Ég elska þig og ég bið Guð að varð-
veita þig. Þín ávallt Sigga.
Sigríður Helga Völundardóttir.
Hinn 7. júní síðastliðinn lést á
Landspítalanum Heiðrún S. Magn-
úsdóttir.
Heiðrún fæddist í Másseli í Jök-
ulsárshlíð 7. janúar 1924, dóttir
hjónanna Magnúsar Amgrímssonar
og Guðrúnar Helgu Jóhannesdótt-
ur. Heiðrún, sem var fimmta í röð
ellefu barna þeirra hjóna, ólst upp
í föðurgarði þar til hún varð 17
ára, en þá lá leiðin til Akureyrar
fímm börn. Bjarnheiður, hennar
maður er Friðgeir Þorkelsson og
eiga þau þijú börn. Magnús, kona
hans er Birna Jóhannsdóttir og eiga
þau fjögur börn. Jóna Fríða, hennar
maður er Sævar Garðarsson og
börnin eru tvö. Yngst er undirrituð,
Alda Svanhildur, var gift Þorleifí
Jónssyni, þau eignuðust einn dreng.
Þorleifur lést af slysfömm. Seinni
maður Öldu er Jóhannes Bekk Inga-
son og eiga þau einn son. Barna-
börn þeirra Auðbjargar og Gísla em
orðin sjö.
Á þeim tíma sem Auðbjörg byij-
ar búskap var ekki mikið um þæg-
indi. Auk þess að ala upp sín börn
dvöldu oft böm venslafólks um
lengri eða skemmri tíma í sveit-
inni. Til viðbótar gekk Auðbjörg til
allra almennra sveitastarfa. Haust-
hús er kölluð hlunnindajörð, sem
merkir að auk þess að hafa blandað-
an búskap, sem af mörgum er tal-
inn eitt erfiðasta búskaparformið,
var þar mikil selveiði og dúntekja.
Jörðin var erfíð að því leyti að heyj-
að var í eyjum og þurfti að sæta
sjávarföllum til að koma heyinu
þar sem hún lærði saumaskap. Eft-
ir tveggja ára dvöl þar fluttist hún
til Reykjavíkur þar sem hún vann
um árabil.
í Reykjavík kynntist hún manns-
efni sínu, Eggerti Ó. Guðmundssyni
trésmið, og giftust þau 6. septem-
ber 1947. Fyrsta hjúskaparárið
dvöldust þau hjá foreldrum hennar
í Hólmatungu, en fluttust síðan til
Keflavíkur þar sem þau bjuggu um
tveggja ára skeið. Þaðan fluttust
þau að Esjubergi í Garðinum þar
sem þau bjuggu næstu fímmtán
árin. Frá árinu 1963 bjuggu þau í
Laufási 4A í Garðabæ.
Heiðrúnu og Eggerti varð fjög-
urra barna auðið. Þau eru Guðlaug
Helga, sem gift er Völundi Þorgils-
syni matreiðslumeistara; Fríður
ljósmyndari, gift Hjalta Franzsyni
jarðfræðingi; Helgi Már kennari,
giftur Gunnhildi Ásgeirsdóttur
kennara, og Björgvin, sem starfar
sem verkstjóri hjá Skógrækt ríkis-
ins. Barnaböm þeirra eru nú orðin
níu talsins.
Heiðrún ’ var feikilega dugleg í
öllu sem hún tók sér fyrir hendur.
Fyrri hluta hjúskaparára sinna, á
meðan bömin vora enn að vaxa úr
grasi, yann hún lengst af við
saumaskap heima við. Um 1970
hóf hún störf sem matráðskona við
Garðaskóla sem hún rækti þar til
heilsan _ tók að bresta síðastliðið
haust. í takt við þá eljusemi sem
henni var svo í blóð borin tók hún
að auki að sér umsjón og rekstur
félagsheimilis Garðabæjar að
Garðaholti fyrir Kvenfélag Garða-
bæjar árið 1985.
Félagsstörf vora Heiðrúnu mjög
hugleikin; hún tók mjög virkan þátt
í starfi Kvenfélags Garðabæjar, auk
þess sem hún vann ötullega að
málefnum félags soroptimista í
Garðabæ.
Öllum var ljóst sem kynntust
Heiðrúnu og Eggerti, hve annt þeim
var um hag og velferð fjölskyldunn-
ar. Oft var glatt á hjalla þegar fjöl-
skyldan var öll samankomin í Lauf-
ási, enda gerðu þau sér far um að
hún hittist sem oftast, og hvar var
betra að gera slíkt en hjá þeim?
Laufás og amman höfðu sérstakt
aðdráttarafl fyrir barnabörnin; oft-
ar en ekki var kapphlaup þeirra í
millum um hver yrði fyrri til að fá
að gista. Nú, ef margar voru óskirn-
ar, var lítið mál að leyfa þeim öllum
að vera. Okkur er það minnisstætt
hve vel var við okkur tekið er við
komum heim til sumardvalar frá
Skotlandi hér fyrr á árum. Þá dvöld-
um við tíðum í Garðabæ, þar sem
ekki var annað í mál tekið en að
víkja úr rúmi svo að sem best færi
um okkur. Andrúmsloft heimilisins
var óþvingað og öllum gestkomandi
leið einfaldlega eins og heima hjá
sér.
Gestkvæmt var með afbrigðum
heim í hlöðu. Oft hafa því dagarnir
verið langir hjá húsmóðurinni í
Hausthúsum. Hausthús liggja í
þjóðbraut reiðmanna sem fara um
Löngufjörur. Minnist ég þess að oft
komu heilu hópamir við í kaffí og
ekki taldi Auðbjörg það eftir sér
ofan á alla aðra vinnu.
Aubjörg var listhneigð og bók-
elsk kona. Tími til lestrar var ekki
alltaf mikill, en þá var bara klipið
af nætursvefni til að líta í bók.
Þegar hún var ung stúlka fór hún
að „fikta við“, eins og hún sagði
sjálf, að búa til litla handsaumaða
hesta. Þessa iðju lagði hún alveg á
hilluna meðan mest var að gera við
búskapinn. Eftir að búið minnkaði
og meiri tími varð aflögu tók hún
aftur til við að vinna að gerð þess-
ara hesta. Era hestarnir hreinustu
listmunir og prýða mörg heimili
bæði hérlendis og erlendis.
Auðbjörg var lítillát og ósérhlifín
kona og vildi allt fyrir alla gera en
hugsaði minnst um sig sjálfa. Eftir
að Gísli veiktist alvarlega fyrir um
þremur árum var hún honum stoð
og stytta. Það var þó meira af vilja
en mætti síðustu mánuðina, þar sem
hinn óvægi sjúkdómur NMD hafði
lagst með fullum þunga á hana.
Þrátt fyrir erfíðan sjúkdóm hélt hún
iðju sinni við gerð hesta áfram fram
undir það síðasta, enda veitti það
henni ómælda ánægju, ásamt því
að lesa góðar bækur. Síðustu mán-
í Laufási og oft þröngt setinn bekk-
urinn. Margir komu þar við og
dvöldust um lengri eða skemmri
tíma, og var öllum tekið opnum
örmum. Þeim hjónum var það nefni-
lega ómæld ánægja þegar ættingj-
ar, venslafólk og vinir kvöddu dyra
hjá þeim. Ávallt urðu þetta mestu
fagnaðarfundir í Laufásnum, enda
helsti mótsstaðurinn þegar hofuð-
borgin var heimsótt. Við sem eftir
lifum verðum að halda uppi þeirri
hugsjón samheldni sem Heiðrún lét
sér svo annt um að rækja.
Heiðrún missti mann sinn Eggert
árið 1985, aðeins fímmtíu og átta
ára að aldri, og var það henni mik-
ill missir. Bjó hún eftir það ein í
Laufási ásamt yngsta syni sínum,
Björgvin. Heiðrún hélt góðri heilsu
allt þar til á síðasta hausti er hún
fann til krankleika. Lengi vel var
talið að hún kæmist til fullrar heilsu
á ný. En fyrir um mánuði kom í
ljós að ekki varð við neitt ráðið, og
lést hún um nónbil sjöunda dags
þessa mánaðar á sjötugasta aldurs-
ári.
Síðustu vikumar naut hún
umönnunar á deild 11G á Landspít-
alanum. Efst í huga aðstandenda
er þakklæti til alls hjúkranarliðs
þeirrar deildar fyrir þá ástúðlegu
hjúkran og aðhlynningu sem það
veitti henni þann tíma sem hún
dvaldi þar.
Mikil merkis- og ágætiskona er
horfin yfír móðuna miklu, og sökn-
uður okkar er mikill. En minningin
um hana og þann kærleik sem hún
veitti öllum í kringum sig mun verða
okkur gott veganesti í framtíðinni.
Blessuð sé minning hennar.
Skúli Franz, Heiðrún,
Árni Bragi, Hjalti.
Elskuleg soroptimistasystir hefur
kvatt og eftir stöndum við fullar
uðina gat hún aðeins tjáð sig með
því að skrifa, en hún átti alla tíð
gott með að tjá sig á þann máta
þó hún hafí ekki flíkað því frekar
en öðrum hæfileikum sínum.
Auðbjörg var hreinskilin kona og
ef henni mislíkaði við einhvern var
oft broddur í þeim orðum sem látin
voru falla, en traust kona var hún
og dálítið seintekin, en vinur vina
sinna.
Við viljum með þessum fátæk-
legu orðum votta móður, tengda-
móður og ömmu hinstu virðingu.
Vonum að Guð gefi eftirlifandi
maka, Gísla Sigurgeirssyni, styrk á
þessum tímum. Við viljum að lokum
gera orð Kahlils Gibran að lokaorð-
unum, en hann sagði: „Þú leitar að
leyndardómi dauðans. En hvemig
ættir þú að finna hann ef þú leitar
hans ekki í æðaslögum lífsins? ...
Og hvað er að hætta að draga and-
ann annað en að frelsa hann frá
friðlausum öldum lífsins, svo hann
geti risið upp í mætti sínum og
ófjötraður leitað á fund Guðs síns?
Aðeins sá sem drekkur af vatni
þagnarinnar, mun þekkja hinn vold-
uga söng. Og þegar þú hefur náð
ævitindinum, þá fyrst munt þú hefja
fjallgönguna. Og þegarjörðin krefst
líkama þíns, muntu dansa í fyrsta
sinn.“
Hafðu þökk fyrir allt.
Alda, Jóhannes og synir,
Varmalandi.
trega. Hún var ein af stofnfélögum
Soroptimistaklúbbs Hafnarfjarðar
og Garðabæjar sem stofnaður var
fyrir réttum 20 áram. Hún var alla
tíð mjög virkur félagi og gegndi
mörgum trúnaðarstörfum fyrir
klúbbinn. Hún sat í stjóm oftar en
einu sinni og var formaður klúbbs-
ins árin 1980-1982. Einnig gegndi
hún nokkram störfum fyrir Lands-
samband soroptimista.
Hvatningarorð soroptimista era:
Sýnum drenglyndi og veram ein-
lægar í vináttu. Veram reiðubúnar
til hjálpar og þjónustu. Sýnum í
verki skilning og friðarvilja. Setjum
markið hátt og vinnum störf okkar
með sæmd og ábyrgðartilfínningu.
Heiðrúnu var alla tíð eðlislægt
að lifa samkvæmt þessum hvatn-
ingarorðum og öll hennar störf ein-
kenndust af boðskap þeirra.
Margs er að minnast og ótrúlegt
að ekki er lengra síðan en 15. apríl
sl. að hún var með okkur klúbb-
systram á skemmtikvöldi með öldr-
uðum á Garðaholti.
Á skilnaðarstundu er okkur efst
í huga þakklæti fyrir hennar frá-
bæra störf og vináttu og fyrir að
hafa fengið að kynnast þessari heill-
andi konu, sem ætíð tókst að laða
fram það besta í fari náungans.
Fjölskyldu hennar sendum við
innilegar samúðarkveðjur.
Soroptimistasystur.
Lífíð er eins og hafíð, djúpt og
seiðandi. Úfið í roki og slétt í logni
og eins og bárurnar berast að
brimsorfínni strönd kviknar líf,
berst áfram og slokknar svo. En
eins og það er víst að við á enda
leiðarinnar göngum til móts við
skapara okkar, þá er allur gangur
á því hvenær við förum. Því fínnst
manni það oft ósanngjamt þegar
fólk kveður sem á svo margt eftir
að manni fínnst.
Amma var alltaf ung, full af lífí
og atorkusemi, var alltaf á fullu
allt sitt líf og fyrir utan að vinna
á við tvær manneskjur var hún aldr-
ei of þreytt til að taka á móti gest-
um hvort heldur ættmennum, vin-
um eða okkur bamabörnunum, þá
var aldrei svo þröngt að ekki væri
pláss fyrir einn til hjá ömmu og oft
var svo fjölmennt í gistingu í listla
húsinu að góð kona kallaði heimilið
hennar hótel „smásögu". Kom þessi
mikli gestagangur líklega til af því
að hún var svo góð, veitandi og lífs-
glöð og allir náðu sambandi við
hana hvort sem þeir voru ungir eða
gamlir og líka af því hve sálin í litla
húsinu hennar er góð og öllum sem
koma þangað líður svo vel, „því þar
sem er hjartarúm þar er húsrúm“.
En þrátt fyrir sorgina og söknuð-
inn þá eru svo margar minningar
sem við höfum um hana og eins
og segir í Hávamálum þá deyr
orðstír góðrar manneskju aldrei og
það á svo sannarlega við um hana.
Því er það með miklum söknuði að
við kveðjum hana en vitum þó af
henni á góðum stað þar sem við á
okkar stund munum hittast á ný.
Þorgils, Eggert og Óttar.
Látin er elskuleg móðursystir
mín, Heiðrún Magnúsdóttir, Laufási
4a í Garðabæ. Minnst er konu, sem
ekki átti sér marga líka. Heiðrún
var ein þeirra íslensku kvenna sem
ekki er unnt að lýsa með orðum,
en kynni við slíka konu geta aðeins
gert þann sem nýtur að betri manni.
Aðeins góðar minningar um sam-
vera við hana koma í hugann og
skal getið nokkurra þeirra á erfiðri
kveðjustund.
Mjög náin kynni urðu með okkur
frænkum fyrir um þijátíu og fímm
árum er ég flutti til Reykjavíkur
og hóf hjúkranamám. Fyrir unga
stúlku frá Vestmannaeyjum var það
mikill styrkur að eiga einhvern ná-
kominn að í nágrenni höfuðborgar-
inanr, en Heiðrún og fjölskylda
hennar bjuggu suður i Garði. Að
þessi nákomni ættingi var hún
Heiðrún skipti þó öllu máli. Hún
gekk mér að nokkru leyti í móður-
stað, en eins og samgöngum var
háttað þá milli lands og Eyja urðu
ferðir þangað fáar en þeim mun
fleiri suður í Garð. Ekki var of
miklu húsrými fyrir að fara hjá fjöl-
Auðbjörg Bjarna-
dóttir — Minning